Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 36
)
7*
»
*
rc*
%
Aðeins kr. 1.050.
Nissan Almera
bíialeigubílar
skráðir 06/00
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001
Fjárfestingarfélagið ESÓB ehf.:
Kaupir 60%
í útgáfu DV
Tekist hafa samningar milli
Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. og Fjár-
festingarfélagsins ESÓB ehf. um
kaup þess síðamefnda á 60% hlut í
Útgáfufélaginu DV ehf.
í sameiginlegri fréttatilkynningu
segir að í apríl síðastliðnum hafi
ESÓB keypt 40% hlut í Útgáfufélag-
inu DV af Frjálsri fjölmiðlun og hafi
aðilar nú náð samkomulagi um
kaup ESÓB á öllum hlutabréfunum.
Samningurinn tekur gildi miðviku-
daginn 12. desember næstkomandi
en þá er gert ráð fyrir að fjármögn-
un verði lokið. Kaupverð er trúnað-
armál milli aðila.
Fjárfestingarfélagið ESÓB ehf. er
í eigu Óla Bjarnar Kárasonar, rit-
stjóra DV, Einars Sigurðssonar,
Ágústs Einarssonar og Hjartar Niel-
Höfuðstöðvar DV.
sen. Ágúst Einarsson hefur verið
stjórnarformaður Útgáfufélagsins
DV frá liðnu vori.
-aþ
Hlustað eftir krumma
Leikhópurinn Perlan flutti leikrit viö Krummasögu Jóhannesar úr Kötlum viö góöar undirtektir á jólaskemmtun fatlaöra
á Hótel Sögu í gær sem André Bachmann og Gleðigjafarnir hafa staöiö fyrir í áraraöir.
Leit heldur áfram
Leit að skipverjanum sem saknað
er af Ófeigi VE hélt áfram alla helg-
ina. í gær fór björgunarsveitin í Vik
um svæöið frá Jökulsá á Sólheima-
sandi austur að Blautukvisl. Einnig
var flogiö yfir leitarsvæðið, allt
austur að Ingólfshöfða. Að sögn Val-
geirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa
Landsbjargar, er leit á Skeiðarár-
sandi mjög erfið og vart framkvæm-
anleg nema úr lofti. Leit verður
haldið áfram í dag. -Kip
Smáralind
Fjárlög samþykkt með þriggja milljarða króna afgangi:
Býst viö tíu millj-
arða króna halla
- segir formaður VG. Tekið á útþenslu ríkisins, segir Einar Oddur
Búast má við að ríkissjóður verði
eftir næsta ár gerður upp með fimm
til tíu milljarða króna halla. Fjár-
lögunum var rumpað saman með
aðferðum sem eru vel þekktar frá
því þegar harðnar á dalnum, svo
sem með þvi að ýkja tekjuforsendur
og draga úr útgjöldum með handa-
hófskenndum hætti. Þetta er mat
Steingríms J. Sigfússonar, for-
manns Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, á fjárlögum ríkis-
stjórnarinnar sem samþykkt voru á
Alþingi um helgina.
Samkvæmt fjárlögunum verður
tekjuafgangur ríkissjóðs á næsta ári
um þrir milljarðar króna. „Það er
sama upphæð og við lögðum af stað
með en í fjárlagavinnu haustsins
þurfum við að endurmeta allar
tekjuhorfur. Þvi var farið í að skera
niður og lagt í aðgerðir sem lágu
létt fyrir - og ekkert nema gott um
það að segja,“ sagði Einar Oddur
Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks og varaformaður fjárlaga-
nefndar Alþingis, í samtali við DV.
Hann telur mikils um vert að með
nýsamþykktum fjárlögum sé verið
Wrm 11
í 11
Steingrímur Einar Oddur
J. Sigfússon. Kristjánsson.
að taka á þeirri miklu útþenslu sem
verið hafi á rikiskerfinu á undan-
fórnum árum.
Um niðurskurð og auknar álögur
á einstaka sviðum segir Einar Odd-
ur að ósannindi séu að hækkun
komugjalda til lækna séu íþyngj-
andi. í öðrurh Evrópulöndum greiði
fólk úr eigin vasa 2,0% af vergri
landsframleiðslu fyrir þjónustu
heilbrigðiskerfisins en ekki nema
1,2% hérlendis. „Þannig sker ísland
sig frá öllum öðrum löndum, hvað
sjúklingar og notendur heilbrigðis-
þjónustu greiða hér lítinn hlut.“
Einar Oddur vill ekki spá fyrir
um hvernig ríkisfjármálin geti
hugsanlega þróast á næsta ári og
hvort uppgjör rikissjóðs eftir árið
geti orðið mínus. „Það eru óvissu-
tímar og ég er ekki i stakk búinn að
segja til um óorðna hluti. En ég hef
haldið fram í þessari umræðu, burt-
séð frá því hvort útlitlið er bjart eða
aðeins dekkra, að verkefnið er
sama og fyrr; að draga úr kostnaði
hins opinbera."
Sem kunnugt er var nokkuð skor-
ið niður í opinberum framkvæmd-
um á næsta ári til þess að ná mark-
miðum um þriggja milljarða króna
tekjuafgang rikisins. Steingrímur J.
Sigfússon segist setja spurningar-
merki við hversu skynsamlegt það
hafl verið, „í ljósi þess að lítið má
gerast í okkar litla hagkerfi, þannig
að við sveiflumst ekki yfir í fjár-
málakreppu og atvinnuleysi. Hlutir
eru fljótir að breytast og það kæmi
mér ekki á óvart að um mitt næsta
ár verði menn famir að huga að því
hvað hægt sé að gera til að örva at-
vinnulífið, svo sem með því að flýta
opinberum framkvæmdum," segir
formaður VG.
-sbs
Fundahöld um helgina:
Menn eru þokkalega samstiga
Fulltrúar ASÍ, atvinnurekenda og
stjórnvalda sátu á fundum allan dag-
inn í gær þar sem farið var yflr þá
stöðu sem nú er uppi í efnahagsmál-
um. Sem kunnugt er hafa verið við-
sjár vegna verðlagsþróunar og ljóst er
að efnahagsforsendur kjarasamninga
eru brostnar. Launaliður þeirra er
uppsegjanlegur í febrúar, en eins og
DV hefur greint frá hefur verið rætt
um að fresta uppsögn til vors.
„Við höfum rætt um aðgerðir sem
miða að því að lækka verðlag, koma
böndum á verðbólguna, styrkja gengi
- segir forseti ASÍ
krónunnar og
lækka vexti sem
afleiðingu af þessu
öllu,“ sagði Grétar
Þorsteinsson, for-
seti ASÍ, í samtali
við DV í gærkvöld.
Hann sagði menn
vera þokkalega
samstiga í nálgun
;inni á þetta við-
fangsefni en lagði
þó áherslu á að ekkert væri fast í
hendi enn.
Formenn aðildarfélaga ASÍ koma
saman til fundar síðdegis í dag og því
hefur helgin verið notuð til að móta
efnahagstillögur. „Við viljum hafa í
hendi einhverjar tillögur fyrir for-
mannafundinn þannig að menn geti
tekið afstöðu tU málsins. Það hefur
verið aldeilis ágæt samstaða í verka-
lýðshreyfingunni um þá nálgun sem
við höfum haft í efnahagsmálunum en
auðvitað hafa allir fyrirvara á afstöðu
sinni til hugmynda og tiOagna þegar á
hólminn er komið,“ sagði forseti ASÍ.
-sbs
Svanborg SH:
Nöfn mannanna
Sjómaðurinn sem fórst með Svan-
borgu SH við við Öndverðarnes á
Snæfellsnesi sl. föstudagskvöld hét
Sæbjöm Vignir Ásgeirsson, Ennis-
braut 21 i Ólafsvik. Hann var fædd-
ur 6. september 1961 og lætur eftir
sig konu og þrjú böm. Tveggja
manna er enn saknað. Þeir heita
Vigfús Elvan Friðriksson, Brúar-
holti 5 í Ólafsvík, fæddur 5. október
1953; og fóstursonur hans, Héðinn
Magnússon, Vallholti 7 í Ólafsvík,
fæddur 9. maí 1970. -sbs
Nýtt kortatímabil:
Jólaverslun hafin
Jólaverslun almennings tók mik-
inn kipp um helgina og hafði nýtt
kortatímabil sín áhrif, að mati
markaðsstjóra stærstu verslunar-
miðstöðvanna.
Að sögn ívars Sigurjónssonar hjá
Kringlunni komu 25 þúsund manns
i húsið á laugardag til að versla.
„Verslunin fór vel af stað með nýju
kortatímabili. Á venjulegum laugar-
degi koma um 15 þúsund gestir í
Kringluna."
Erla Friðriksdóttir, markaðsstjóri
Smáralindarinnar, segir að helgin
sem leið sé önnur stærsta verslun-
arhelgin í Smáralind síðan verslun-
armiðstöðin var opnuð. „Það komu
rúmlega 30 þúsund manns hingað á
laugardaginn. Guðmundur H. Páls-
son, markaðsráðgjafi Laugavegs-
samtakanna, segir að það hafi verið
mikið af fólki á Laugaveginum í
gær og greinilegt að fólk sé byrjað
að versla. -Kip
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4