Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Qupperneq 23
23 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Whitney Houston: Erfitt ár að baki Söngkonan Whitney Houston hef- ur átt afar erfitt ár. Hún kom hvað eftir annað fram opinberlega aug- ljóslega undir miklum áhrifum eit- urlyfia og eitt sinn var hún flutt i skyndi á sjúkrahús og eiginmaður hennar Bobby Brown sagði fiölmiðl- um að hún væri örmagna af vinnu- álagi en enginn trúði orði af því. Þegar hún kom fram á tónleikum sem Michael Jackson hélt til að fagna endurkomu sinni var hún svo horuð að fólk greip andann á lofti og sagt er að hún hafi verið fituð með stafrænum brellum áður en tónleikarnir voru sendir út i sjón- varpinu. Hún var svo mjó að gár- ungar sögðu að Calista Flockhart úr Ally McBeal sýndist vera feit við hliðina á henni. Calista hefur mátt verja grannvaxið holdafar sitt opin- berlega hvað eftir annað en hún er talin meðal annars vera vond fyrir- mynd af þeim sem eru vissir um að hún þjáist af anorexíu. Árið hjá Juliu Roberts: Flókið ástarlíf Julia Roberts vann óskarinn á árinu fyrir stjörnuleik sinn í myndinni Erin Brockovich. Hún þykir þó hafa toppað sjálfa sig með leik sínum í myndunum America’s Sweethearts og Ocean’s Eleven, sem báðar gengu afskaplega vel. Þrátt fyrir þetta er einkalíf Juliu flóknara en nokkru sinni fyrr. Hún hafði verið með Benjamin Bratt í heil þrjú ár þegar slitnaði upp úr samband- inu á árinu. Ástæðan ku vera sú að skuldbind- ingafælni leikkonunnar hafi enn á ný látið á sér kræla þegar Bratt vildi stofna með henni fiölskyldu. Kjaftasögur eru líka á reiki um að hlýtt hafi verið á milli hennar og George Clooney og fleiri hjartaknús- ara á árinu, en þær sögusagnir eru enn óstaðfestar. Julia hefur verið vond við fiöl- miðla á árinu, einkum og sér i lagi eftir skilnaðinn við Bratt. Hún mætti meira að segja á verðlaunaaf- hendingu og neitaði alfarið að leyfa myndatökur. Sagt er að hálf amer- íska ljósmyndarastéttin hafi næst- um orðið úti þar sem beðið var eft- ir prímadonnunni í snjó og kulda. Ljótt er ef satt er. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáöu þér miöa í 800 6611 eöa á hhi.is Whitney Houston Hún átti afar vont ár og sumir töldu jafnvet aö hún væri horfin af heimi. Sharon Stone: Ár drekans Það má segja að síð- asta ár hafi verið fyrir Sharon Stone ár drek- ans. Þetta var nefni- lega árið sem hún var hvað mest í fréttunum vegna þess að sjaldgæf- ur dreki beit i löppina á eiginmanni hennar Phil Bronstein. Þetta var Komode dreki og þessi undarlegi atburð- ur gerðist í dýragarði þar sem skepnan er vistuð. Það varð eðlilega uppi fótur og fit og brunað var með Bron- stein á næsta sjúkra- hús og hann var sprautaður við flestum Sharon Stone Hún hefur strítt viö veik- indi aö undanförnu en er á batavegi. sjúkdómum á jarð- kringlunni sem drek- inn var talinn geta bor- ið með sér og saumuð á hann táin aftur en drekanum tókst næst- um að slíta hana af og hefði sjálfsagt borðað. Þetta var ekki eina sjúkrahúsferð þeirra hjóna því ekki löngu seinna var Sharon sjálf flutt á sjúkrahús eftir að lítill æðagúlpur hafði sprungið í höfði hennar og valdið smá- vægilegum truflunum. Það er talið að heilsu- far hennar sé i þaö heila gott þrátt fyrir þetta. HÚ5GAGNAHÖLLIN Svefnsófi Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík sími 510 8000 • www.husgagnahottin.is Raðgreiðslur í atlt að 36 mánuði . Verðdæmi: m KYNNINGARTILBOÐ 84.900 kr. 75.100 kr. á mann í tvíbýli í íbúð m/einu svefnherbergi í 14 nætur á mann m.v. hjón með 2 börn 2ja til og með 11 ára í 14 nætur Skattar 5.810,-ámann Terra Nova-Sól býður nú vikulegar ferðir til Limassol á Kýpur. Aðalgististaður okkar, Ermitage Beach Hotel býður upp á vel búnar íbúðir með upphitun og loftkælingu. Hótelið stendur við ströndina, í göngufæri við iðandi mannlíf og fjölbreytta afþreyingu. íslensk fararstjórn og spennandi skoðunarferðir. Kynntu þér Kýpur nánar! TERRA sdv ” NOÚA jsd -SPENNANDI VALKOSTUR- Stangarhyl 3A • 110 Reykjavík • Sími: 587 1919 • Fax: 587 0036 • terranova.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.