Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
DV
Fréttir
Upphaf endaloka á starfi Þórarins Viðars hjá Landssímanum:
Trúnaðarbrestur
Þórarins og Davíðs
- forstjórinn átti fundi með Davíð en stóð ekki við að segja af sér stjórnarsetu
Á miðvikudag
fyrir páska í
fyrra var haldinn
stjórnarfundur í
Landssímanum.
Þar voru málefni
Þórarins Viðars
Þórarinssonar til
umræðu, að
frumkvæði Þór-
arins Viðars sem
taldi sig vera
fórnalamb mjög
grófra sögusagna.
Seinna ræddi
Friðrik Pálsson
stj órnarformaður
mál Þórarins
Viðars við
stjórnina og lýsti
trúnaðarbresti
hans og eigenda.
Gríðarlegar sögu-
sagnir höfðu ver-
ið um meint brask Þórarins Viðars
með hlutabréf sem hann átti að hafa
keypt í nafni fyrirtækis síns og eig-
inkonu sinnar, Stofna ehf.
Samkvæmt heimildum DV lýsti
Friðrik því fyrir stjórninni að for-
stjórinn ætti ekki lengur trúnað eig-
anda fyrirtækisins. Þótti víst að
hann væri þar að tala um trúnaðar-
brest milli Þórarins Viðars annars
vegar og Sturlu Böðvarssonar sam-
gönguráðherra og Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra hins vegar. Um-
ræður urðu um málið en stjórnar-
menn voru engu nær um það hver
trúnaðarbresturinn væri í raun. Var
ákveðið að fram
færi skoðun á því
hvort sögusagnir
ættu við rök að
styðjast en ekki
fannst neitt óeðli-
legt. Var horft til
þess hvort Þórar-
inn hefði í skjóli
Landssímans
skarað eld að eig-
in köku með
kaupum á hluta-
bréfum í nafni
Stofna. Þar við sat
og stjórnarfundin-
um á skírdag lauk
þvi án annarrar
niðurstöðu en
þeirrar að málefni
forstjórans yrðu
skoðuð.
Samkvæmt
heimildum DV var
þessi skoðun lausleg. Forstjórinn var
spurður hvort hann hefði aðhafst eitt-
hvað það sem óeðlilegt gæti talist en
hann neitaði því.
Þessi stjómarfundur var haldinn í
skugga þess að Landssíminn hafði tap-
aö gríðarlegum íjármunum í eina er-
lenda fjárfestingu. Stjómarmenn sem
DV ræddi við vom á einu máli um að
ástæða þess að „eigandi" Landssímans
vildi víkja Þórarni frá störfum væri
ekki umrædd fjárfesting heldur sú
staðreynd að hann sat sem fastast i
stjórnum Lífeyrissjóðsins Framsýnar
og Þróunarfélagsins þrátt fyrir fyrri yf-
irlýsingar um aö hann myndi draga
Landssíminn
Forstjórinn sagöi ekki af sér stjórnar-
setu þrátt fyrir yfirlýsingar sem
stjórnvöld skildu þannig aö hann
ætlaöi aö hætta.
sig i hlé vegna einkavæðingarferlis
Landssímans.
Mikil umsvif Stofna
Samhliða stjómarsetu sinni stóð
hann i umfangsmiklum fjárfesting-
um í nafni einkahlutaféiags sins.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið
2000 stóðu Stofnar, einkafélag Þórar-
ins Viðars, að gríðarlegum fjárfest-
ingum árið 2000 og voru heildareign-
ir í verðbréfum, ríkisskuldabréfum
og fyrirtækjum alls 187 milljónir
króna en skuldir rúmar 130 milljón-
ir. Hagnaður ársins var rúmlega 51
milljón króna. Fjármálaumsvif Þór-
arins með fram forstjórastarfinu
voru því mikil. Þessu vildu Davíð
Oddsson og Sturla Böðvarsson ekki
una og töldu að vafstrið samrýmdist
ekki því að sitja á forstjórastóli hjá
Landssímanum. Nokkru eftir páska-
fundinn fékk Þórarinn Viðar fund
með Davíð Oddssyni þar sem reynt
var að ná sáttum. Skilningur forsæt-
isráðherra var sá að Þórarinn heföi
enn lofað afsögn úr umræddum
stjómum og þannig skapað sátta-
grundvöll. Síðastliðið haust sat hann
enn sem fastast í stjómum en „vék
tímabundið" þegar mál honum tengd
voru til umræðu. Þessu vildi forsæt-
isráðherra ekki una og enn kom upp
trúnaðarbrestur. „Hann sat sem fast-
ast í þessum stjómum þar sem hann
hlýtur aö hafa talið það nauðsynlegt
vegna eigin fjármálavafsturs," sagði
heimildannaður DV sem gjörþekkir
málið. Þórarinn Viðar átti enn fund
með forsætisráðherra skömmu áður
en honum var vikið úr starfl sl.
haust. Skömmu síðar var honum vik-
ið frá en nú stefnir í málaferli vegna
starfsloka hans. Krafa Þórarins er
meðal annars sú að halda bifreið frá
fyrirtækinu auk annarra hlunninda
til ársins 2004.
Á morgun birtir DV ítarlega
fréttaskýringu um stórtap sem
Landssíminn varð fyrir vegna fjár-
festingar í erlendu fyrirtæki sem
varð gjaldþrota á mettíma.
-rt
Friörik
Pálsson.
Þórarinn Viöar
Þórarinsson.
Sturla
Böövarsson.
Gunnar Þór Jónsson læknir stefnir Landspítalanum og Háskóla íslands:
Krefst rúmlega 100
milljóna króna í bætur
DV-MYNO BRINK
í mál viö kerfiö
Dr. Gunnar Þór Jónsson bæklunarskurölæknir krefur ríkiö um 100 milljónir
króna í miskabætur vegna uppsagnar. „Menn veröa aö bera ábyrgö á því
sem þeirgerasegir hann.
Össur Skarphéöinsson
Hóf umræöuna á þingi í gær.
Alþingi kom
saman
Alþingi kom saman í gær að
loknu leyfi og var fyrsta mál að Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, hóf utandag-
skrárumræðu um horfur í efnahags-
málum og málefni verslunarinnar.
Össur sagði stóru verslunarkeðj-
urnar hafa „hreðjatak á markaðn-
um“ í skjóli einokunar og mikla
dýrtíð ríkjandi. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra var til svars og sagði
m.a. að til greina kæmi af hálfu Al-
þingis og ríkisins að skipta upp
eignum í verslunarrekstri ef þær
eru misnotaðar og fylgjast þurfi vel
með að stórir aðilar í matvöruversl-
un misnoti ekki aðstöðu sína. Ann-
ars sagði Davíð efnahagsástandið
mjög gott og útlitið bjart en Össur
var þar á mjög öndverðum meiði.
-gk
Dr. Gunnar Þór Jónsson, bæklunar-
skurðlæknir og fyrrum prófessor og yf-
irlæknir, leggur fram stefnu gagnvart
Landspítala - háskólasjúkrahúsi og
Háskóla íslands fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur síðar í vikunni. Þar krefst
hann rúmlega 100 milljóna kr. í bætur
frá umræddum stofnunum. Krafan
gundvallast aðallega á vanefndum á
starfssamningi, ásamt kröfu um full
biðlaun og miskabætur.
Það var miðsumars 1999 sem Gunn-
ari var sagt upp störfum við Bbrgar-
spítalann. Gunnar vann fullnaðarsigur
fyrir Hæstarétti þar sem uppsögnin
var dæmd ógild. Það þýðir í raun að
hún tók aldrei gildi. Stjómendur spít-
alans vom dæmdir fyrir að misnota
vald sitt. Samtimis var Gunnar leystur
tímabundið frá störfum viö læknadeild
HÍ. í kjölfar þessa fór hann í mál við
sérstakan rannsóknardómstól sem
dæmdi hana ógilda og komst að þeirri
niðurstöðu að forráðamenn lækna-
deildar og rektor HÍ hefðu sammælst
um að koma honum frá - og brotið
stjómsýslulög gróflega með þvi móti.
Með hliðsjón af niðurstöðu dóms
Hæstaréttar fór rektor HÍ með for-
ræði í málinu. Skv. þeirri niðurstöðu
átti hann að hlutast til um að Gunn-
ar fengi starfsaðstöðu við spítalann
þar sem yfirlæknisstaðan var talin
nauðsynlegur hluti af prófessors-
stöðu hans. Ekkert var hins vegar
gert í málinu, hvorki af hálfu spítal-
ans né skólans í heilt ár. Þá var hins
vegar gripið til þess ráðs með fjög-
urra daga fyrirvara að legga niður
stöðu prófessors í slysalækningum,
þrátt fyrir mótmæli margra bæklun-
arlækna.
Stefna að hámarksskaða
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. er
lögmaður Gunnars Þórs í þessu máli. í
samráði við Jón Erling Þorláksson
tryggingasérfræðing hefur verið unnið
að útreikningum á bótakröfunni sem
talin er hæsta krafa sem einstaklingur
hefur lagt fram gegn íslenska ríkinu.
„Menn verða að bera ábyrgð á því
sem þeir gera,“ sagði Gunnar Þór í
samtali við DV. „Hér ræðir um æðstu
stjómendur í tveimur stærstu og fjöl-
mennustu stofnunum ríksins. Þeir
hafa nú þegar bakað íslenska ríkinu
töluverð fjárútlát, sem væntanlega
eiga eftir að margfaldast. Það virðist
sem þessum mönnum sé fyrirmunað
að fara að lögum í samskiptum við
mig. Allt bendir til þess að þeir stefni
að því að valda mér hámarksskaða
starfslega, ærulega og fjárhagslega.
Mér fmnst óskiljanlegt að embættis-
menn fái að fara fram með slíkum
hætti.“
-sbs
Blekkingaleikur?
Aðalsteinn Bald-
ursson, formaður
Verkalýðsfélags
Húsavíkur, kveðst
aldrei á tíu ára ferli
sínum hafa orðið
var við jafn
miklarÝ verðhækk-
anir í janúar eins
og nú. Hann segir verðlækkanir
stórverslana á höfuðborgarsvæðinu
undanfarna daga vera blekkingar-
leik til að ná athygli. - RÚV greindi
frá.
Eignum skipt upp?
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir að auðvitað eigi að fylgja því
eftir að stórir aðilar misnoti ekki
aðstöðu sína og 60% eignaraðild á
verslunarfyrirtækjum í matvæla-
iðnaði sé allt of há hlutdeild og auð-
vitað komi til greina af hálfu rikis-
ins og Alþingis að skipta upp slík-
um eignum séu þær misnotaðar. -
Mhl. greindi frá.
Flugslysarannsókn lokið
Rannsókn lögreglunnar í Reykja-
vík á flugslysinu í Skerjafirði um
verslunarmannahelgina í hittið-
fyrra er lokið.ÝSíðustu skýrslur
voru teknar hjá embættinu á mánu-
dag.ÝMálinu verður væntanlega
vísað á næstunni til embættis Ríkis-
saksóknara, sem metur meðal ann-
ars hvort tilefni er til þess að gefa út
ákæru.
Stórframkvæmdir nyrðra
Hrafnistuheimilin hafa kynnt
hugmyndir um stórframkvæmdir á
Akureyri, sem nú eru til skoðunar
hjá bæjaryfirvöldum. Þær ganga út
á að byggja upp þjónustukjarna fyr-
ir eldri borgara á tíu hektara landi.
Þar verði hjúkrunarheimili, íbúðir
og fleira.
Haraldur snýr aftur
Haraldur Örn
Ólafsson fjallgöngu-
kappi er á leið til
borgarinnar
Mendoza eftir að
hafa veikst af
bronkítis - lungna-
kvefi. Þrátt fyrir
veikindin er það
áfram ásetningur hans að ganga á
tind Aconcagua. Vonast Haraldur
til að snúa til baka á fjallið um helg-
ina, en faðir hans er hættur við. -
RÚV greindi frá.
Hóta 30% hækkun
Sjúkraþjálfarar ætla að hækka
gjaldskrá sína einhliða um allt að
30% nái þeir ekki samningum við
Tryggingastofnun á næstu dögum.
Hækkunin leggst á sjúklingana en
ekki ríkið.
Veiða þorsk til eldis
Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á undirbúning að
Iþorskeldi í tilraunaskyni hjá Hrað-
frystihúsi Eskifiarðar hf. Veiðar
hófust í gær á lifandi undirmáls-
þorski og var hann settur í kviar
við svonefnda Baulhúsavík við
Hólmanes gegnt Eskifiarðarbæ. Þar
verður þorskurinn ræktaður upp í
sláturstærð. - Mbl. greindi frá.
Bílvelta í Dýrafirði
Bílvelta varð í Gemlufallsdal í
Dýrafirði í gærdag. Ökumaður sem
þar var einn á ferð í bil sínum
missti stjórn á honum í mikilli
hálku og roki og hafnaði bíllinn
utan vegar. Miklar skemmdir urðu
á bílnum en ökumaðurinn slapp
ómeiddur. -gk -HKr.