Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 21
25 MIDVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 DV Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir nafnoröi. Lausn á gátu nr. 3212: Lítur yfir skjölin Krossgáta Lárétt: 1 samsull, 4 múkki, 7 galli, 8 stríði, 10 óbreyttur, 12 tímgunarfruma, 13 aur, 14 úrgangsfisk- ur, 15 svefn, 16 aukist, 18 æviskeið, 21 hreyfðist, 22 skaði, 23 elja. Lóðrétt: 1 gerast, 2 iðulega, 3 hjáleigu- bóndi, 4 gönuhlaup, 5 væla, 6 léreft, 9 borða, 11 hóp, 16 krap, 17 nudd, 19 venju, 20 angri. Lausn neðst á síöunni. Skák Hvítur á leik! Það er teflt hvasst í Sjávarvíkinni í Hollandi, enda hefur veturinn í Evr- ópu verið næðingssamur og ekki mjög skemmtilegur. Alexander Khalifman varð heimsmeistari FIDE fyrir nokkrum árum og kom það mjög á óvart. Ári seinna var Anand kominn með titilinn og nú er einhver ungling- ur frá Úkraínu að hirða krúnuna gömlu. En svona er víst lífið. Margir kallaðir en aðeins einn sigurvegari í lokin, þangað til tekið er við næstu „hringavitleysu", sem margir halda fram að heimsmeistarakeppni FIDE sé. En þessi skák er skemmtileg og fómin óvænt. Hvítur hefur fómað manni og eftir næsta leik hvíts má ekki drepa á e5 með peði. Þá kemur BxfB og hótar máti á nokkra vegu! Hvítt: Alexander Khallfman (2688) Svart: Loek van Wely (2697) Sikileyjarvöm. Alþjóðlega Corus-skákmótið Wijk aan Zee (7), 20.01x2002 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e6 7. Be3 h5 8. Dd2 Rbd7 9. Bc4 Re5 10. Bb3 b5 11. 0-0-0 Bb7 12. Bg5 Da5 13. Kbl Rc4 14. Bxc4 bxc4 15. Hhel Hb8 16. Rf5 exf5 (Stöðumyndin) 17. e5 Bc8 18. exf6+ Be6 19. fxg7 Bxg7 20. Dxd6 Hxb2+ 21. Kxb2 Dxc3+ 22. Kcl Db2+ 23. Kd2 Dd4+ 24. Dxd4 Bxd4 25. Ke2 Bb6 26. Hbl Bc7 27. Hb7 Bxh2 28. f4 0-0 29. Hhl Bg3 30. Hxh5 Kg7 31. Bh6+ Kg6 32. Hg5+ 1-0. Brídge Umsjón: ísak Öm Sigurðsson Um sfðustu helgi fór fram boðs- mótið Cap Gemini í tvímenningi í Hollandi en þar keppa jafnan flest af betri pörum heims. Norðmennirn- ir Geir Helgemo og Tor Helness sýndu og sönnuðu að þeir eru meðal bestu para heims um þessar mundir því þeir náðu fyrsta sætinu með töluverðum mun. Þeir félagarnir enduðu með 888 stig en í næsta sæti voru einnig Norðmenn, þeir Boye Brogeland og Eric Sælensminde. Þeir enduðu með 821 stig. Það vakti ekki síður athygli að þriðja sætið kom í hlut Sabine Auken og Danielu von Arnim, en Hollendingurinn Klaus Reps spilaði reyndar stóran hluta mótsins í stað von Arnim. Spil dagsins er frá siðustu umferð móts- ins. Fjögur hjörtu standa á hendur NS en þeir voru ekki margir sem náðu þeim samningi: + ÁD2 M KD108 ♦ ÁKG ♦ 765 ♦ KG108 »Á95 ♦ D5 ♦ D1082 4 765 «4 G632 ♦ 109842 ♦ 9 Pörin sem náðu fjórum hjörtum voru reyndar aðeins þrjú, bæði norsku pörin og einnig Bandaríkja- mennimir Gamer og Weinstein. Ástæða þess að Norömennirnir náðu fjóram hjörtum var sú að kerfið leyfði noröri aö opna á einu hjarta og þannig fannst sam- legan. ítalinn Garozzo opnaði á tveimur tiglum á norðurhöndina sem gat meðal annars sýnt 18-20 punkta jafnskipta hönd. Suður passaði eðli- lega þar sem hann sá litla möguleika á því aö hægt væri að standa game, jafnvel þótt norður ætti sterku höndina. B •ture 06 ‘Qts 61 ‘0!U il 91 ‘WU II 'IU0J 6 ‘ut[ 9 ‘BIÁ S ‘toæjjofö þ ‘iQtinSioj g ‘Ijo z ‘a>[s i íHajgoT 'iugi zz ‘tga§ zz ‘igugt iz ‘BMsæ 81 ‘tup 91 ‘Jt.ll 91 ‘SO.IJ n ‘n[ia ei ‘OJS Zl 'Ujuf ox ‘tj-ta 8 ‘Iþaj i ‘HÁj p ‘[Ohs i újojbi Hestar og menn Hver skyldi hafa trúað þvf fyrir fáeinum árum að hesta- mennska ætti eftir að verða ein vinsælasta tómstunðaiðja þéttbýlisbúa? Það er nefnilega ekki svo ýkja langt síðan að það þótti beinlínis hallærislegt að vera að „hnoðast“ á hross- um í frístundum, svo ekki væri nú talað um skítafýluna sem fylgdi iðkuninni. Þetta var þá. Nú sækjast æ fleiri í að koma sér upp reiðhesti, helst tveimur, til að geta farið með reisn um reiðgötur. Hesta- mennskan er nefnilega greið útgönguleið frá streitu og álagi. Það er mannbætandi að geta farið í hesthúsið, hirt um hrossin sín og brugðið sér á bak, þegar erill dagsins er að baki. Þeir sem ekki eiga þess kost fara gjarnan þá leið að leigja sér hest og fara í reiðtúr undir leiðsögn. Það fer sívax- andi að starfsfólk heilu vinnu- staðanna taki sig saman, leigi sér hesta og fari í útreiðartúr 1 fallegu umhverfi. Ekki þarf að leita lengra en á ritstjórn DV, þar sem starfsmenn hugsa með tilhlökkun til fyrsta laug- ardags í febrúar. Þá ætla þeir að skella á skeið hjá íshestum í Hafnarfirði. Ört vaxandi hestamennska kallar hins vegar á framsýni í skipulagi vegamála. Þess vegna er afleitt þegar reiðveg- ir og göngustígar eru lagðir hverjir ofan í aðra eins og gerst hefur á útivistarsvæðinu við Rauðavatn. Slíkar fram- kvæmdir kalla á vandræði 1 samskiptum gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda sem ella gætu lifað saman f sátt og samlyndi. En til þess eru vítin að varast þau. Sandkorn Umsjón: Birgir Guómundsson • Netfang: sandkorn@dv.is Ekkert hefur fengið eins mikla athygli i kreðsum sandkoms- ritara og óvæntar fréttir af því að Inga Jóna Þórðardóttir sé hætt við að ! bjóða sig fram j í leiðtogasætið, styddi Björn Bjamason en væri þess í stað tilbúin til að setjast í 8. sætið. Þótt þetta hafi sannarlega komið mönnum í opna skjöldu þá er hugmyndin ekki al- veg ný og var útgáfa af henni fyrst reifuð opinberlega í heita potti DV skömmu eftir áramót, forvera Sandkorns en þá í annarri út- færslu. Þá var, eins og nú, talað um að bæði Inga Jóna og Bjöm Bjama- son yrðu bæði á listanum en menn töldu að Inga Jóna myndi verða í efsta sætinu og Bjöm í þvi áttunda. En þá eins og nú töldu menn að Bjöm yrði borgarstjóraefni flokks- ins... Siv Friðleifsdóttir um hverfisráðherra mun á dögunum hafa boðið náttúruvemdarráði í hanastél svona til að kveðja menn og þakka fyrir störf þeirra en sem kunnugt er ákvað ráð- herra að skyn- samlegt væri að leggja niður : ráðið og verja því fé sem í að hefur farið til annara náttúrvemd- arverkefna. Ekki mun hafa verið mikill hljómgrunnur fyrir hanastél- inu hjá náttúruvemdarráöi og em ráðsmenn sagðir hafa haft ummæli ráðherra á þingi í fyrra ofarlega í sinni en ráöherrann sagði m.a.: „Ég tel að það hafi verið algjör eyðsla á skattfé borganna upp á síðkastið að halda þvi ráði starfandi vegna breyttra laga sem hér hefur verið rætt um ítrekað í þinginu, þ.e. nýrra umhverfismatslaga, nýrra náttúruvemdarlaga...“ Flest bendir nú tii að óiafur F. Magnússon muni leiða lista óháðra og frjálslyndra í Reykjavík I en fyrir liggur | ákvörðun um framboð í næstu borgar- stjómarkosn- ingum. Fram- boðið hefur sótt um lista- bókstafinn F en það þykir mjög vel við hæfi enda auð- kennir F-ið, sem stendur fyrir Friðirik í nafhi Ólafs, hann frá öðr- um Ólöfum þessa lands. Listabók- stafurinn F gæti þá vísað hvort heldur sem er til millinafnsins „Friðrik" eöa til flokksnafnsins „Frjálslyndir“... Það vekur athygii að fram- sóknarmenn í Reykjavík eru nú á heimasíðu sinni, Hriflu.is, nokkuð gagnrýnni á pólitísk útspil Halldórs Ás- grímssonar en þeir hafa alla- jafna verið. Er það haft til marks um minnkandi lík- ur á því að Halldór ætli að fara fram í Reykajvík I næstu þingkosningum en orðrómur hefur vaxið um að for- maðurinn vilji fara fram í Norð- austurkjördæminu og mæta þar sjálfur Steingrími J. Sigfússyni á heimavelli. Þannig er bent á að rit- stjóri Hriflu, Gestur Kr. Gestsson, gagnrýni Halldór harðlega í nýjum pistli fyrir afstöðuna til hvalveiða. Segir Gestur að rétt sé að tala um „bad timing“ þegar kemur að þessu útspili og að vont sé aö hefja veiðar nú. Segja menn að trúlega myndi Gestur ekki tala svona ef hann ætl- aði að fara að vinna með Halldóri i Reykjavík ... Það er allt búið að vera brjálað hérna síðan það kom6t í fréttlrnar að Margeir spllaði tónlist á mjólkurpelann sinn... 1 I I í 1 1 1 Fyr6tl diskurinn hans er kominn ! gullsölu og við erum að leggja upp í hringferð kringum landið. Ég verð umboðsmaðurinn hans... lo-ll .. og Jafet verður rót- arinn hans_ú Hversu margar bleiur þarf þessi krakki fyrir eina S? hrinaferð? ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.