Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
I>V
Fréttir
Óhóflegar neysluverðshækkanir á íslandi:
Allt að fimmfalt meiri hér
en í öðrum Evrópulöndum
- kostnaður vegna nýrra verslana og lengri afgreiðslutíma sóttur í vasa neytenda
Áberandi hækkanir á matvöru og
opinberri þjónustu að undanfomu
hafa verið mjög í umræðunni. Laun-
þegasamtök og stjórnmálamenn
hafa haft af þessu þungar áhyggjur
og leita skýringa og leiða út úr þess-
ari keöjuverkun. Skipuð hefur verið
nefnd ráðuneytisstjóra til að fara
ofan í saumana á verðmyndun hér á
landi á sama tíma og ráöuneytin
hafa verið að senda frá sér tilmæli
til ríkisfyrirtækja um verulegar
hækkanir. Þá sýna tölur Hagstofu
að neysluverðsvísitala á íslandi hef-
ur hækkaö fjórfalt til fimmfalt
meira en í öðrum Evrópulöndum.
Mest vísitöluhækkun hér
Hagstofa íslands er í nánu sam-
starfi við hagstofur EES-ríkja um
útreikning á samræmdri vísitölu
neysluverðs. Frá nóvember 2000 til
jafnlengdar árið 2001 var verðbólg-
an, mæld með samræmdri vísitölu
neysluverðs, 1,8% að meðaltali í
ríkjum EES og ESB, 2,1% í evruríkj-
um og 8,6% á íslandi. Mesta verð-
bólga á evrópska efnahagssvæðinu
Hœkkun á einu ári
Samrœmd vísitala neysluverðs
frá nóvember 2000 til nóv. 2001
10%
8
6
4
2
0
I 1,8% 1,8% 1
. §§g| |
EVRU RÍKI ESB RÍKI EES RÍKI ÍSLAND
Bráðabirgðatölur (nema varðandi ísland)
samkvœmt upplýsingum Hagstofu íslands
Breytingar í prósentum Evru riki ESB riki EES riki ísland
Samrœmd vísitala alls 2,1 1,8 1.8 8,6
Matur og drykkjarvörur 5.1 4.8 4,7 11,2
Áfengl og tóbak 3.0 2,8 2,8 9,7
Föt og skór 2,0 0,5 0.5 0,4
Húsalelga, hiti og rafmagn 1.2 14 1,4 4,7
Húsgögn, heimilisbúnaöur o.fl. 2,1 1,8 1.8 9,4
Heilsugœsla 1.2 1,7 1.7 4,0
Ferðir og flutningar -1.3 -1,5 -1.5 9,2
Póstur og sími -1,9 -2,1 -2,1 9,9
Tómstundir og menning 1,7 1.7 1.7 9,4
Menntun 3,6 3,9 4,0 8,4
Hótel og veitingastaðir 3,6 3,7 3,8 7,8
Ýmsar vörur og þjónusta 3,3 3.3 3.3 12,3
á þessu tólf mánaða tímabili var því
á íslandi, 8,6%, og í Hollandi, 4,8%.
Verðbólgan var minnst, 0,8%, í
Bretlandi.
í gögnum Hagstofunnar kemur
fram að í EES-ríkjum var þessi vísi-
tala 109,5 stig í nóvember sl. (miðað
við 100 árið 1996) og lækkaði um
0,1% frá október. Á sama tíma
hækkaði samræmda vísitalan fyrir
ísland um 0,6%.
Meiri kostnaður
Ýmsar útlistanir hafa heyrst, m.a.
frá kaupmönnum sem rökstyðja
hækkanimar með vísun til gengis-
lækkunar krónunnar. Þá lýsti for-
stjóri Baugs því í Kastljósþætti
Sjónvarpsins á sunnudag aö álagn-
ingin skilaði vart viðunandi afkomu
og nefndi hann lækkandi hagnaðar-
tölur í því sambandi. Lítið var hins-
vegar rætt um gríðarlega fjárfest-
ingu fyrirtækjasamsteypunnar í
nýju verslunarhúsnæði eins og í
Smáralind. Þrátt fyrir alla fjárfest-
inguna virðist verslunin samt skila
hagnaði. Sú staðreynd styður
ábendingar þeirra sem telja að verð-
hækkanir að undanfómu megi ekki
hvað síst rekja til offjárfestingar í
verslunarhúsnæði og aukins kostn-
aðar vegna óhóflega langs
afgreiðslutima. Sá kostnaður verði
einfaldlega ekki sóttur annað en í
vasa neytenda.
Samkvæmt tölum Hagstofu ís-
lands hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 9,4% síðastliðna tólf
mánuði og vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 10,0%. Undanfama
þrjá mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 1,7% sem jafn-
gildir 7,2% veröbólgu á ári.
Stórhækkun matvæla
í nýlegri verðkönnun DV á mat-
vörum í tíu stórmörkuðum á höfuð-
borgarsvæðinu kom fram að miklar
verðhækkanir hafa átt sér stað hér-
lendis á síðastliðnum 11 mánuðum.
Samanburður var geröur á verði á 2
1 kók, smjörva, nýmjólk, vanillu-
dropum frá Kötlu, 5 pylsubrauöum,
1 kg af tómötum í lausu, camember-
tosti, Tilda basmati hrísgrjónum,
rjómasúkkulaði, Gevalia kaffi og 11
Stjórnvöld taki líka til í sínum ranni:
súrmjólk.
Reyndist hækkunin á matarkörf-
unni þetta tímabil vera minnst 9%
en mest 26%.
Ljóst er að útgjöld heimilanna
hafa aukist stórlega vegna þessa og
getur það numið tugum þúsunda á
hverja fjögurra manna fjölskyldu á
mánuði. Óhjákvæmilegt er að slikar
hækkanir stefni samkomulagi um
kaup og kjör í tvísýnu.
Fjármálaráðherra segir þó ýmis-
legt í pipunum sem geri það að
verkum að slá eigi á verðbólguna á
næstunni, en þróunin hefur sam-
kvæmt opinberum tölum verið geig-
vænleg, ekki síst ef tekið er tillit til
óhagstæðs samanburðar á neyslu-
vísitölu við lönd innan EES.
Vísitalan hækkar stööugt
Árið 2001 var vísitala neysluverðs
hérlendis að meðaltali 212,4 stig sem
Innlent fréttaljós
Höröur
Kristjánsson
blaöamaður
er 6,7% hærra en meðaltalið árið
2000, samkvæmt tölum Hagstofu ís-
lands. Sambærileg hækkun var
5,0% árið 2000 og 3,4% árið 1999.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
var 211,4 stig að meðaltali árið 2001,
6,8% hærri en árið áður. Sambæri-
leg hækkun var 3,6% árið 2000 og
2,4% árið 1999.
Vísitala neysluverðs, miðuð við
verðlag í janúarbyrjun 2002, var
221,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði
um 0,9% frá fyrra mánuði. Vísitala
neysluverðs án húsnæðis var 221,0
stig og hækkaði einnig um 0,9%.
Ávextir, lyf og fasteignagjöld
Verð á mat- og drykkjarvörum
hækkaöi um 3,2% (áhrif þess á vísi-
tölu neysluverðs eru 0,56%). Þar af
hækkaði verð á mjólkurvörum um
3,6% (0,10%). Þá hækkaöi verð á
ávöxtum um 11,0% (0,12%) og verð á
grænmeti um 8,2% (0,10%) en þær
hækkanir má m.a. rekja til óhag-
stæðs tíðarfars í Evrópu að undan-
fómu. Verð á lyfjum og gjöld á
heilsugæslu hækkuðu samtals um
5,6% (0,21%) og fasteignagjöld
hækkuðu um 7,5% (0,08%). Vetrar-
útsölur höfðu það þó í för með sér
að verð á fötum og skóm lækkaði
um 6,1% (0,32%). Loks lækkaði
bensínverð um 2,1% (vísitöluáhrif
0,09%).
Kostnaður sjúklinga
Könnun sem unnin var af hag-
fræðingi BSRB, í samráði við
lækna, og kynnt var á aðalfundi
BSRB 7. desember, leiddi í ljós að
lyfjakostnaður sjúklinga hérlendis
og kostnaður þeirra vegna komu-
gjalda hefur stóraukist á árunum
1990-2001.
Verðlagstölur fyrri ára voru færð-
ar yfir á verölag ársins 2001 til að
gefa raunsanna mynd af þróuninni.
Niðurstöðumar sýndu að kostnaður
sjúklinga hefur aukist verulega í
flestum tilfellum og hleypur í viss-
um tilvikum á þúsundum prósenta
og tugþúsundum króna. Bæði er um
að ræða margvísleg notendagjöld og
hækkun á lyfjakostnaði.
Matur dýrastur í Reykjavík
Könnun Neytendasamtakanna
hér á landi í nóvember, í samráði
við erlend systursamtök, leiddi í
ljós mikinn mun á matvöruveröi í
flmm höfuðborgum Evrópu. Hæsta
vöruverðið var í Reykjavík en mun-
urinn hefur þó minnkað frá í júní
2000. Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna, segir
að haldið verði áfram að gera slíkar
Mikilvægt að samkomulag
við launþegasamtökin haldi
- segir framkvæmdastjóri Samtalca verslunar og þjónustu
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, SVÞ, segist vonast til að nú
fari að slá á þá
verðþenslu sem
átt hefur sér stað
síðustu misser-
in. Menn voni
líka að stjórn-
völd vakni af
dvalanum og fari
að taka til i sín-
um ranni.
Sigurður segir
að samtökin sem
slík hafi ekki verið að hvetja versl-
unareigendur til að lækka verð, en
þeim hafl verið bent á að þeir séu
aðilar að samkomulagi við laun-
þegasamtökin um kjarasamninga
frá því í desember. Þeir beri sem
slíkir ábyrgð því að það samkomu-
lag haldi.
„Þess vegna höfum við hvatt
menn til að skoða á hverjum stað
fyrir sig hvað menn geti lagt af
mörkum til að þessi markmið ná-
ist. Við höfum þó ekki beinlínis
hvatt menn til aö lækka verð, enda
er það ekki í okkar verkahring.
Við höfum þó undirstrikað að það
yrði svakalegt áfall ef samkomulag
við launþegasamtökin brysti. Ég
held að menn vilji ekki horfa fram-
an í að það verði að veruleika.
Við höfum einnig verið að hvetja
opinbera aðila, bæði ríkisvaldið og
sveitarstjórnir, að huga að sínum
málum. Það er t.d. verið að benda
á það núna að heilbrigðiseftirlitið
var að hækka sín gjöld. Hækkunin
var reyndar minnst í Reykjavík,
10%, en t.d. á þriðja tug prósenta á
Kjalarnesi. Almenn laun á vinnu-
markaði hækkuðu hins vegar um
áramót aðeins um 3% og ekki er
heldur hægt að bera við gengis-
lækkunum i þessari grein. Þeir
þurfa því vissulega að gefa skýr-
ingar á því hvað þama er á ferð-
inni.
Þá fórum við fram á það með
bréfl til fjármálaráðherra að 30%
tollar á frystu grænmeti verði
feildir niður. Það er verið að lækka
tolla á fersku grænmeti og engir
tollar eru á niðursoðnu grænmeti.
Okkur finnst því eðlilegt að skoðað
verði hvort ekki sé hægt að stuðla
að lægra matvöruverði með því að
fella niður tollana á frysta græn-
metinu. Það er verið að flytja inn
af þessu 1.250 tonn á ári.
- Hvað með miklar fjárfestingar
í verslunum?
„Já, við höfum sjálflr verið að
benda á að það geti verið ein af
skýringum á hækkun vöruverðs.
Það fer ekki á milli mála að fjár-
þörfin verður töluverð þegar menn
fjárfesta mikið á skömmum tíma.
Það liggur því ekkert fyrir í úttekt-
um eða tölum að svo sé. Ég er þó
sannfærður um það að megin-
ástæöan er gengismálin og síðan
launahækkanir og aðrar kostnað-
arhækkanir. Maður skynjar það
vel að síðustu misserin hefur fram-
legðin í versluninni verið að
minnka." segir Sigurður Jónsson.
Viðskiptalönd*1* 1.8% Verðbólga í nokkrum ríkjum
Bandankin 1,9% Breytlng samrœmdrar neysluverösvísltölu
frá nóvember 2000 til nóvember 2001
Sviss 0,3% f EES-ríkjum er miðað við samrœmda
Japan® -0,8% 1.8% evrópska neysluverðsvísitölu. í Bandaríkjunum, Japan og Svlss
Meðaltal EES ® er miðað við neysluverðsvísitölur.
ísland 8,6%
Noregur 1.3%
Meðaltal ESB® 1,8%
Meöaltal evruríkl ® 2.1%
Holland ® 4,8%
Portúgal 4,1%
írland 3,4%
Grikkland 2,9%
Sviþjóð 2,9%
Spánn 2,8%
(talía 2,3%
Flnnland 2,1%
Austurriki ® 1,9%
Belgía 1.8%
Danmörk 1.7%
Þýskaland 1,5%
Lúxemborg 1,4% d> Verðbólga í viðskiptalöndum mceld
meö genglsvog Seðlabanka ísiands
Frakkland ® 1,3% ® Bráðabirgðatölur ® Október 2000-október 2001
Bretland 0.8% Heimildlr: Eurostat, Seðlabanki (slands
2 4 6 8 10