Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Page 28
 RAIL FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 2002 íslandsbankamálið: Omogulegt að líta á þetta sem tilboð - segir bankaráðsmaður íslandsbanka Einn af bankaráðsmönnum íslands- banka segir ómögulegt að líta svo á sem fyrri tölvu- pósturinn í bréf Orcahópsins í ís- landsbanka hafi verið kauptilboð. Bankaráðsmaður- inn vill ekki koma fram undir nafni en hann hefur skoðað tölvubréfið og segir að það uppfylii ekki við- urkennd skilyrði um tilboð. Aðeins Páll Gunnar Pálsson. hafi verið um lauslega viljayfirlýs- ingu að ræða sem háð hafi verið ýms- um fyrirvörum en skilgreiningin á lagahugtakinu tilboði sé allt önnur. Samkvæmt heimildum DV kom annað tölvubréf sem er jafnófullkomið hinu fyrra sl. föstudag. Þar lýstu er- lendir kaupsýslumenn áhuga á að kaupa bréf Orcahópsins á genginu 5 í stað 4,8 áður. Fjármálaeftirlitið hefur þá lög- bundnu skyldu að gæta leikreglna og hagsmuna hluthafa á markaði og hef- ur beðið um skýringar. Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Fjármála- eftirlitsins, hefur hins vegar ekki vilj- að tjá sig um málið. „Fjármálaeftirlitið skuldar skýring- ar og það ekki síðar en strax. Við erum að tala um hlutabréfamarkað sem hreyfist á hverjum degi og það hlýtur að vera brýnt að bregðast við sem fyrst,“ segir einn sérfræðinga landsins í verðbréfaviðskiptum. Bankaráðsmaðurinn bendir á að til- boð sé boð um að borga ákveðið verð fyrir ákveðinn hlut á tilteknum stað á tilteknum tíma. Ekkert af þessu hafi verið fyrir hendi og svo væru ýmis Talsverð jarð- skjálftavirkni í Mýrdalsjökli Talsverð jarðskjálftavirkni hefur verið undanfama daga undir Mýr- dalsjökli. Síðustu tvo sólarhringa hafa komið fram 10 skjálftar í og við jökulinn. Sá stærsti 2,7 stig rétt fyr- ir klukkan 8 í morgun. Á Veðurstof- unni fengust þær upplýsingar að virknin væri ekki óeðlileg miðað við árstíma. Haustskjálftarnir næðu oft fram yfír áramót. -NH HLIÐAR SAMAN HLIÐAR, EINN TVEIR! vafamál um fjármögnunina. Forsenda viðskiptanna hafi virst sú að Kaup- þing og Sparisjóðirnir lánuðu áfram peninga. Stefán Svavarsson er formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. DV spurði hann í morgun hvort tölvu- bréfið til íslandsbanka gæti flokk- ast sem tilboð að hans viti en hann vildi ekkert tjá sig um málið. Bréfin hækkuðu enn i verði í gær. Þau voru i morgun á genginu 4,72 en í gærmorgun 4,64. Þegar fyrst spurðist út að útlendingar sýndu kaupum á bankanum áhuga var gengið 4,22. -BÞ Hlíöarfjall opnað / dag veröur opnað í Hlíöarfjalli viö Akureyri í fyrsta sinn í vetur og þá gefst skíöamönnum tækifæri til aö prófa nýju stólalyftuna sem mun vera sú fullkomnasta á landinu. Þessi ungu menn tóku hins vegar forskot á sæluna og voru komnir í Fjallið í gær meö snjóbrettin sín. Þeir heita Trausti Kristjánsson og Guömundur Karl Óiafsson. Stjórn fulltrúaráðs ræðir nýja stöðu í framboðsmálum: Stefnir í aö leiðtoga prófkjör verði slegið af - tökum mikið mark á Ingu Jónu, segir formaðurinn Öruggt má heita aö stjóm full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ræði á fundi sínum á morgun að stillt verði upp í öll sæti lista til framboðs í borgarstjómar- kosningum í vor. Hugmyndir höfðu verið uppi innan stjórnarinnar um að efna til prófkjörs í 1. sæti listans. Miðstjórn flokksins hafði breytt gildandi reglum til að það væri framkvæmanlegt. í ljósi breyttrar stöðu, þar sem Inga Jóna Þórðar- dóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér til próf- kjörs í leiðtogasæti flokksins en lýs- ir yfir stuðningi við Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, þykir einsýnt að hugmyndir um leiðtoga- prófkjör verði slegnar af. Með yfir- lýstum stuðningi Ingu Jónu sé Björn þaö sterkt leiðtogaefni að óþarfi sé að efna til prófkjörs. Kjördæmisþing flokksins í Reykjavík verður á laugardag. Þar veröur lögð fram tiUaga stjórnar um tilhögun á skipan framboðslistans. Þá mun Björn Bjarnason einnig til- kynna um ákvörðun sína í fram- boðsmálum. Margeir Pétursson, formaður stjórnar fulltrúaráðsins, kvaðst í morgun ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti en því að farið yrði yfir það í ljósi gjörbreyttrar stöðu. „Inga Jóna lýsir yfir stuðningi við menntamálaráðherra," sagði Margeir. „Við þurfum að fara yfir hennar útspil. Það er ljóst að við, sjálfstæðismenn hér i borginni, tök- um mjög mikið mark á Ingu Jónu. Það segir sig sjálft." Ljóst er að forsendur fyrir leið- togaprófkjöri eru nú gjörbreyttar og telur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi t.d. einboðið að það eigi ekki við úr því sem komið sé. Vilji flokksmanna liggi fyrir í öllum aðalatriðum og menn eigi að snúa bökum saman og sameinast um Björn í efsta sætið og Ingu Jónu í það áttunda. Eyþór Amalds, sem er sá eini sem enn er i framboði í væntanlegu prófkjöri, er enn ekki tilbúinn að gefa formlega út yfirlýsingu um að hann sé hættur við, en búist er við slíkri yfirlýsingu fljótlega. Eyþór kvaðst í samtali við DV í morgun hafa boðið sig fram til að knýja fram breytingar í borgarstjórnar- flokknum og þær breytingar hafi komið fyrr en hann hafi átt von á. „Ég vildi breytingar og nú hafa orð- ið grundvallarbreytingar. Það er ánægjulegt og ég sé i þessari stöðu ákveðin sóknarfæri," sagði Eyþór. Ólíklegt er talið að Júlíus Vífill Ingvarsson muni blanda sér í próf- kjörsslag við Björn Bjarnason, en Júlíus sagðist í morgun mundu gefa út yfirlýsingu um málið fyrir kjör- dæmaþingið á laugardag. „Ef þetta prófkjör fer fram hefur það alltaf það vægi að velja þann sem á að leiða listann, án tillits til þess hvað frambjóðendumir heita,“ sagði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra aðspurður um hvort hann teldi ekki að yfirlýsing Ingu Jónu hefði dregði úr vægi leiðtogapróf- kjörsins. Björn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun Ingu Jónu að bjóð- ast til að taka 8. sætið á listanum, það væri mál kjörnefndar. Kenning- ar hafa verið uppi um að ótti við að yfirvofandi slagur fylkinga „erfða- prinsa" flokksins, þeirra Björns Bjarnasonar og Geirs H.Haarde, hafi orðið til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn treysti sér ekki í leið- togaprófkjör. Þessu vísar Björn á bug og segir varlegt að treysta mik- ið á yfirlýsingar andstæðinga Sjáif- stæðisflokksins um innri mál flokksins. „Þær segja meira um ósk- hyggju og ímyndun þeirra en stöð- una í okkar flokki,“ segir Björn. -JSS/BG Sjá einnig fréttaljós bls. 6 Sýslumaður um rannsókn á landspjöllum við Lakagíga: Lögreglan tefur rannsókn Enn er ekki búið að ljúka skýrslu- töku í máli nokkurra hestamanna sem grunur leikur á að hafi vegna slysni unnið landspjöll við Lakagíga með stóði sínu í sumar. Eins og DV greindi frá, fyrst fréttamiðla, hafði landvörður afskipti af mönnum í hópnum eftir að stóð, sem þeir voru með í rekstri, hafði fælst. Moslendi var víða illa farið og útsparkað og vakti málið enn meiri athygli en ella eftir að upplýst var að Finnur Ingólfs- son seðlabankastjóri hefði verið í hópnum. Allt bendir til að um óhapp hafi verið að ræða en á hitt ber að líta að umferð lausagönguhrossa er bönn- uð á þessum slóðum og kann því um- ferð fólksins og hestanna að vera refsiverð við þessa viðkvæmu nátt- úruperlu. Sigurður Gunnarsson, sýslumaður í Vík i Mýrdal, sagði í samtali við DV í gær, að ekki væri tímabært að segja til um hvort málið yrði sent ríkissak- sóknara en ástæða þess að rannsókn hafði dregist væri sú að lögreglan í Kópavogi hefði ekki enn unnið þau störf sem falast hefði verið eftir. Lög- reglan í VÍk hefði óskað eftir skýrslu- tökum hjá þremur embættum og hefðu upplýsingar borist frá tveimur þeirra. „Enn höfum við hins vegar ekkert fengið frá Kópavogi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ sagði Sigurður. Um er að ræða skýrslutökur af öll- um þátttakendum hestamannahóps- ins, eða um 15 manns. „Ég var að von- ast eftir að skýrslutökum yrði lokið í október eða nóvember en enn vantar sem sagt frá nokkrum aðilumsem eru búsettir í Kópavogi," sagði sýslumað- urinn. Hvassar orðræður urðu milli land- varðarins og sumra í hestamanna- hópnum í kjölfar afskipta landvarðar- ins en seðlabankastjóri haföi sig ekk- ert í frammi samkvæmt heimildum DV. -BÞ iGitarínnl Stórhöfða 27, k r s. 552 2125. 'Á’ |QJ],iÍ,©MB| brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport 4 4 4 4 4 4 4 i i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.