Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 16
20 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 Skoðun DV Aburöarverksmiöjan í Gufunesi. - Skertur lífeyrissjóður fyrrverandi starfsmanna? Áburðarverksmið j an og starfsmannafélagið Spurning dagsins Hefur vöruverð hækkað óeðlilega að undanförnu? (Spurt á Akureyri) Drífa Helgadóttir húsmóöir: Já, mér finnast vörur hafa hækkað meira en gengissigið. Helgi Svavarsson skólastjóri: Matvaran hefur hækkað. Menn hræðast þróun efnahagsmáia og hækka vöruverð þess vegna. Árni Elliot kaupmaöur: Það finnst mér ekki. Gengið hefur sigið niður úr öllu valdi en menn hafa ekki sett það út í verðlag. Maren Árnadóttir bóndi: Hef ekki hugmynd. Ég bý í sveit og við framleiöum ofan í fjölskylduna; okkar mjólk og kartöflur. Sigrún Jakobsdóttir verkefnissjóri: Já, sérstaklega ýmis sælkeravara í mat. Verðlækkanir núna; eru þær ekki bara augtýsingapiott? Ingibjörg Stefándóttir þjónustufulltrúi: Vöruverð hefur hækkaö umfram gengisbreytingar. Ástæðurnar geta verið margar. Gunnar Sigurösson, Óskar Ólafsson og Helgi Vilhjálmsson, fyrrv. starfs- menn Áburöarverksmiöjunnar, skrifa:___________________________ Viö sem stöndum aö þessum skrifum erum allir fyrrverandi starfsmenn Áburöarverksmiðjunn- ar í Gufunesi. Tveir okkar voru stofnendur starfsmannafélagsins og unnu þar í 40 ár en einn okkar í 29 ár. Allir áttum við það sameiginlegt að vera fullgildir meðlimir í félag- inu og greiddum af launum okkar mánaðarlega vissa upphæð til starfsmannafélagsins. Samkvæmt reglugerð, sem félagið setti sér, höfðu starfsmenn sem hættir voru störfum vegna aldurs fullan rétt í félaginu en ekki kosn- ingarétt. Félagið var orðið stöndugt og er það álit glöggra manna að eignir þess hafi numið allt að 20 milljónum með sumarbústööum sem seldir voru á árinu sem leið. Þegar við fréttum af sölu bústað- anna fengum við lögfræðing Efling- ar til að skrifa formanni félagsins bréf þar sem við fórum fram á hlut- deild í eignum félagsins fyrir hönd Jóhannes Sveinsson skrifar: Það er sorglegt til þess að vita hvað einn stjónmálaflokkur getur endalaust skotið sjálfan sig í sama fótinn hvað eftir annað. Reyndar er það grátbroslegt hvað einn flokkur getur sett sig upp á móti almennri skynsemi þjóðarinnar og almennum viðhorfum. Sá stjórnmálaflokkur sem um ræðir er Samfylkingin sem enn eina ferðina rekur enn einn naglann i kistuna sína og nú síðast með yfir- lýsingum um að taka beri vægar á flkniefnabrotum. allra fyrrverandi starfsmanna. „Félagið var orðið stöndugt og er það álit glöggra manna að eignir þess hafi numið allt að 20 milljónum með sumarbústöðum sem seldir voru á árinu sem leið. - Fyrrverandi starfsmenn voru gerðir réttlausir með öllu og eignarhluti hvers og eins tekinn eignarnámi, “ Skiptingin átti að deilast eftir starfs- tíma hvers og eins og upphæðina átti að leggja inn á lífeyrissjóðs- reikning viðkomandi. Þá kom í ljós að búið var að breyta reglugerð starfsmannafélagsins. Fyrrverandi starfsmenn voru gerðir réttlausir með öllu og eignarhluti hvers og eins tekinn eignarnámi en nýir starfsmenn þurftu ekki að vinna og borga I félagið nema í 3 mánuði til þess að fá sömu réttindi og 40 ára starfsmenn höfðu áður. „Þegar öllu er til skila haldið sýnist mér að þetta litla stjórnmálaafl, Samfylkingin, sem minnkar í sérhvert sinn sem vitringarnir í foryst- unni opna munninn, standi fyrir útlendinga - eða nýbúa annars vegar - og fíkniefna- neytendur hins vegar.“ Þetta skeði í þættinum Silfur Eg- ils sl. sunnudag. Þegar öllu er til Þegar spurt var hvers vegna reglugerðinni hefði verið breytt voru svörin þau að það hefðu verið mikil brögð að því að fyrrverandi starfsmenn lánuðu bústaðina öðr- um og mikið ónæði hefði hlotist af því. Við vitum ekki nein dæmi slíks en spyrjum eindregið á móti: Var nauðsynlegt að taka eignarhluta fyrrverandi starfsmanna eignar- námi? Var ekki nóg að breyta út- hlutunarreglum sumarbústaðanna þannig að fyrrverandi starfsmenn gætu ekki fengið bústaðina lánaða? - Hvers vegna í ósköpunum þurfti leigan á bústöðunum að koma niður á eignarhluta fyrrverandi starfs- manna í félaginu? Við teljum að hér sé um mjög ósæmilegan og ljótan hlut að ræða. Það vita það allir í Áburðarverk- smiðjunni og víöar að við, sem erum hættir að starfa þarna, höfum mátt búa við skertan lífeyrissjóð vegna óráðsíu þeirra sem áttu að hugsa um lífeyrissjóðinn. Og svo er ætlast til að við tökum þessu áfalli sem sjálfsögðum hlut! - Við mót- mælum þessu, allir sem einn. skila haldið sýnist mér að þetta litla stjórnmálaafl, Samfylkingin, sem minnkar í sérhvert sinn sem vitr- ingarnir í forystunni opna munn- inn, standi fyrir útlendinga - eða nýbúa annars vegar - og fíkniefna- neytendur hins vegar. Það er að sjálfsögðu skömm að þvi þegar ábyrgt fullorðið fólk reyn- ir að senda þau skilaboð út í þjóðfé- lagið að í lagi sé að taka inn fíkni- efni og að taka beri létt á því. - Reyndar vekur það furðu mína hversu mikið rúm Samfylkingin fær í íjölmiölum yfirleitt miðað við það litla fylgi sem hún hefur. ísland, ísland, vort ættarland - Burt með ísinn. Iceland - Næsland Óskar Jónsson skrifar. Ég sé í fréttum um styrkveitingar til kvikmynda- og handritagerðar að Friðrik Þór Friðriksson hefur hlotið styrk tD leikstjórnar á kvikmynd sem nefnd er „Næsland". Þetta verk hlakka ég til að berja augum. Sann- leikurinn er sá að ég hef talið nafnið á landinu okkar, ísland (á ensku Iceland"), vera sérstakan Þránd í Götu þess að hingað sæki erlendir Qárfestar og mun fleiri ferðamenn en raun ber vitni. Nafnið „Iceland" er verulega fráhrindandi á svona fógru og blíðu landi sem landið okkar er þrátt fyrir allt og allt. Ég hef heyrt stungið upp á nafninu Sögueyjan („Sagaland" eða ,,Saga-island“) en það hefur ekki fengið hljómgrunn. Nú er að sjá hvort myndin „Niceland" fær góðar móttökur, og svo nafnið í framhaldinu. Aldraðir á Slysa- varðstofu? Halldór Einarsson skrifar: Ég las pistil í Mbl. sl. laugardag frá manni sem lýsti því hvernig hann kom móður sinni til aðstoðar I veik- indum hennar með því að hringja á sjúkrabíl og flytja hana á Slysavarð- stofu. Hann er ósáttur við að hafa fengið þau svör að sérstakar reglur giltu um eldra fólk um að koma á Slysavarðstofuna. En Slysavarðstof- an er einungis fyrir uppáfaOandi slys eða atvik sem þarfnast bráðrar skyndihjálpar. Þetta vita bara ekki allir og ekki heldur að hér á þéttbýl- issvæðinu er prýðileg Heilsugæslu- stöð í Kópavogi sem sinnir öllu Reykjavíkursvæðinu og öUu öðru en slysum. Það sætir furðu hve fólk hef- ur lítið kynnt sér þessi mál og stend- ur svo uppi í vandræðum þegar á reynir í annars aíbragðs heUbrigðis- þjónustu hér. Hefur kjörþokka Marta hringdi: í þætti EgUs Helga- sonar, Silfri Egils, ræddi EgiU við Eyþór Amalds, frambjóð- anda næsta vor tU borgarstjómar í Sjálf- stæðisflokknum. Þessi Eyþór maður kemur afskap- Arnalds. lega vei fyrir 0g virð- ist vel inni í öUum borgarmálum og hafði reyndar fleiri hugmyndir uppi en ég hef heyrt aðra ræða í þessu sam- hengi. Ég hef ekki áður heyrt fram- bjóðanda tala jafn ítarlega um borgar- málefni og í þetta sinn. Hann hefur sannarlega mikinn kjörþokka og mun meiri en flestir aðrir sem ég hef séð til undanfarið þegar rætt er við hugsan- lega frambjóðendur i borginni. Fram- boð hans lofar því góðu að minu viti. Evrusinnar ærast Alli hringdi: Mér finnst alveg með eindæmum hvernig fylgismenn evrunnar láta þessa dagana, það er eins og þeir haldi að þeir og þjóðin farist verði ekki tekinn upp evrugjaldmiðill hér. Veit fólk ekki að evran er ekki tiltæk fyrir okkur íslendinga fremur en ein- hver annar gjaldmiðill? Við erum bundin í báða skó í nánustu framtíð og gætum engan annan gjaldmiðU tekið í notkun hér nema þá banda- ríska doUara eða svissneska franka, og einungis með því að tengja þá krónunni í gengisskráninu. Ekki með beinni notkun. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Aukabónus Davíðs í dag er Garri glaður, í dag viU Garri syngja. 1 dag segjast allir vera að lækka vöruverð og í dag er Garri neytandi. Nýjasta tískubylgjan sem ríð- ur yfir landið heitir verðhjöðnun og felst í því að halda neysluverðsvísitölunni undir rauða strik- inu sem aðUar vinnumarkaðarins bjuggu til og verður virkt i maí. Rekist menn í rauöa strikiö fer aUt úr böndum, samningar verða lausir á vinnumarkaði, vaxtaspíráUinn byrjar að snúast og verðbólgubálið mun brenna upp launaseðla og innstæður á augabragði. Það er því ekki lítiö í húfi að aUt haldist innan marka. Efnahagsstefna hrópa Hækkunarvaldar eru nú stimplaðir sem þrjót- ar og bófar, enda hafa aUir keppst við að koma fram og sverja af sér hlutdeUd í hækkun vísitöl- unnar síðustu daga og vikur. Opinberir aðilar, ekki síst ríkisvaldið, hefur með ákvörðunum sin- um um ýmsar gjaldskrárhækkanir orðið til þess aö hækka vísitöluna og ógna í leiðinni sínum eigin efnahagsmarkmiðum, en á sama tíma er hún þó í bullandi afneitun á þessum áhrifum gjörða sinna. Vandamálin á heimili drykkju- mannsins eru jú sjaldnast drykkjumanninum að kenna. Engu að síður hefur verið ákveðið, svona til málamynda, að draga eitthvaö til baka af áformuðum hækkunum. Stærstur hluti af efnahagsaðgerðum stjórnarinnar felst hins vegar í því að hrópa á aðra og skammast í þeim. Tvennt vinnst meö þeirri stefnu. Ann- ars vegar beinist athygli almennings frá umdeildum álögum ríkisins og hins vegar er von til þess að þessir „aðrir“ sjái sér ekki annars úrkosti en að lækka þær vörur eða þá þjónustu sem í boði er. Bónus verður skotmark Og þar kemur tískusveiflan til skjalanna. Lækkanir Byko og Húsasmiðjunnar hafa gefið tóninn og spurning hvort ekki sé lag fyrir byggingarnefndir opinberra fram- kvæmda að gera góö kaup. Fjarðarkaup hafa tekið við kyndlinum á matvörumark- aði og stefna að því að lækka vöruverðið um 3%. Hins vegar hefur Bónus ekki talið sig geta lækkað verðið sérstaklega þar sem hann hafi þegar verið búinn að ná niður vöru- verðinu eins og hægt er. Þar með hafa þessar verslanir gert sig að sjálfskipuðu skotmarki efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar - þær hafa kallað yfir sig hróp og skammir stjómvalda. Enda kem- ur á daginn að forsætisráðherrann kemur strax fram með sínar skammir. í Morgunblaðinu í gær sendir hann Bónusversl- ununum tón- inn með illa dulbúnum hætti þegar hann segir að matvöruversl- unin hafi ver- ið „að krækja sér i auka- bónus“: Málin hafa því æxl- ast þannig að mitt í tísku- bylgju neyt- andans hefur Davíð Odds- son og ríkis- stjóm íslands bent okkur á nýjan óvin - Bónus. Bónus er óvinurinn - þar liggur sökin og því engin þörf að beina sjónum að hlut ríkisvaldsins í hækkunum. Það skiptir engu máli þótt Bónus sé þrátt fyrir allt með lægsta verðið - enda er það ekki aðalatriðið. Aukabónus efnahagsstefnunnar felst í þvi að fá fólk til að horfa annað en til stjórnvalda. ('Xxrri Sorgleg skilaboð Samfylkingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.