Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Side 25
29
j
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
H>V
EIR á miðvikudeqi 1
Á röngum staö
Bubbi
Morthens er
meðal þeirra sem
lýsa yfir stuðn-
ingi við framboð
Eyþórs Arnalds
til borgarstjómar
í Reykjavík i
heilsíðuauglýs-
ingu í dagblöð-
um. Þó er Bubbi
búsettur á Sel-
tjarnarnesi og
hefur ekki kosningarétt í Reykja-
vík. Þegar haft var samband við
Bubba til að inna eftir skýringum,
svaraði hann: „Ég er í leikskólan-
um. Hringdu seinna."
Nýja safniö
/ðar af lífi.
100% aukning
Útlán bóka í höfuðstöðvum
Borgarbókasafnsins.við Tryggva-
götu hafa aukist um 100 prósent
eftir flutning úr Þingholtsstræti.
Hefur glæsileg aðstaða og vel
heppnaðar breytingar skilað
þessum árangri i nýjum húsa-
kynnum. Borgarstjórinn f
Reykjavík hefur opinberlega lýst
yfir mikilli ánægju sinni með
þessa óvæntu þróun mála.
Gamla Borgarbókasafhið við
Þingholtsstræti stendur hins
vegar autt og yfirgefið, án lífs-
marks innandyra. Minnir það
um margt á draugahús eftir að
Guðjón í OZ festi kaup á því og
hugðist stofna þar frumkvöðla-
setur ungs fólks.
Gamla safniö
Eins og draugahús.
selur
Árni Sigfússon
hefur selt hús-
eign sína í Álfta-
mýri I Reykjavík
og fest kaup á
annarri í norður-
hluta Reykjanes-
bæjar. Hefur
Árni þar með
stigið fyrsta hlut-
bundna skrefið í
átt að bæjar-
stjórastólnum í Reykjanesbæ.
Kaup- og söluverð fasteignanna er
ekki gefið upp.
Árni
Árni
Tekur skrefiö.
Leiðrétting
Vegna evrópuviruss sem herjar
nú á Framsóknarflokkinn, skal
takið fram, að nær fullvíst er talið
að utanríkisráðherra hefur borið
með sér smitið frá Brussel.
Nýr kynningarstjóri Akureyrarbæjar:
Ragnar pakkar niöur
Ekki mikill munur á aö kynna sjónvarpsstöö eöa kaupstaö - Akureyri bíöur.
bands stangaveiðimanna og verður að
láta af því starfl við flutninginn norð-
ur. Erfitt gæti orðið að sækja fundi í
Reykjavík í tíma og ótíma: „Fyrir
norðan get ég víða veitt. Þar eru að-
stæður síst verri en hér,“ segir hann.
- Akureyri í dag?
„Það er fegurð fjarðarins og staðar-
ins sem heillar. Og þá hefur sú breyt-
ing orðið á að Akureyri hefur breyst
úr iðnaðar- og útgerðarbæ í mikinn
menntabæ. Ég hlakka mikið til,“ segir
Ragnar Hóhn.
ÁFRAM KILJAN!
9“Við eigum að sjálf-
sögðu ekki að hætta að
lesa Kiljan, en við eig-
um að lesa hann með
gagnrýnna hugarfari
en margir vinstri sinn-
aðir menntamenn gera.“
(Hannes Hólmsteinn í Morgunblaóinu.)
Rétta myndin
Mannanafnanefndar-
mannanöfn
DV-MYND HARI
Sviösljóslö
Ekki er nóg aö lýsa upp leiksviö Borgarleikhússins heldur veröur einnig aö falla
birta á gesti þegar þá ber aö garöi. Þessi var aö skipta um peru í Ijósaskiptunur
Ók ofan í holu í Kópavogi og skemmdi bíl:
Bæjarstarfsmenn vissu
ekki af holunni
- því fær Sigtryggur engar bætur
Eiginkona Sig-
tryggs Magnús-
sonar leigubíl-
stjóra var svo
óheppin að aka
ofan í holu á Dal-
vegi í Kópavogi í
desember. Holan
var djúp, sást illa
í jólamyrkrinu og
urðu töluverðar
skemmdir á nýrri
átta manna leigu-
bifreiö Sigtryggs.
Sjálfur mældi
hann holuna 50
sentímetra langa,
70 sentímetra
breiða og 30 sentí-
metra djúpa. Höggið var því tölu-
vert og reíkningur bifvélavirkjans
hljóðaði upp á 200 þúsund krónur.
„Ég skil vel að það geti komið hol-
ur í vegi. Hins vegar finnst mér
skrýtnara að Kópavogsbær beri
enga ábyrgð vegna þess eins að bæj-
arstarfsmenn vissu ekki af hol-
unni,“ segir Sigtryggur sem staðið
hefur í bréfaskriftum út og suður
vegna þessa máls án þess að fá tjón
sitt bætt. „Holur eru sem sagt ekki
Sigtryggur á slysstað
Búiö aö fylla í holuna sem tjóninu olli.
til fyrr en bæjarstarfsmenn i Kópa-
vogi sjá þær með eigin augurn," seg-
ir hann hlessa.
Legur og spindilkúla eyðilögðust
í bifreið Sigtryggs þegar frú hans
small í holuna og má þakka að ekki
fór verr þvi Hyundai-bifreið Sig-
tryggs er bæði stór og sterk. Eftir að
Sigtryggur fór að kvarta yfir hol-
unni á Dalveginum var fyllt í hana
og náði viðgerðin yfir marga fer-
metra - svo djúp var holan.
Lagði 46 keppi-
nauta að velli
- læröi glímubrögðin á Stöö 2
GOTT FRÍ
„Alþingi kemur saman
í dag, þriðjudaginn 22.
janúar, eftir jólaleyfi,
en þingi var frestað
hinn 14. desember sl.“
(Frétt í Morgunblaóinu í gær.)
AUSTFJARÐAÞOKA
„Áætlað er að jarðgöng
milli Reyðarfiarðar og
Fáskrúðsfiarðar muni
kosta 3,4 milljarða.“
(Frétt í Morgunblaðinu um 200 bíla
umferð milli fiarða.)
DICK’S TAXI
„Enginn gjaldmælir er í
Dicks’s Taxi. Hann man
bara hvað allt kostar.“
(Úr feróasögu Þóris flug-
manns í Morgunblaöinu.)
Ragnar Hólm Ragnarsson, fyrrum
kynningarstjóri Stöðvar 2, hefur verið
ráðinn kynningarstjóri Akureyrarbæj-
ar. Alls sóttu 47 um starfið en Ragnar
varð hlutskarpastur eftir að ráðamenn
Akureyrar höíðu farið ofan í saumana
á umsóknunum en þar kenndi ýmissa
grasa.
„Ég er að pakka niður og flytja norð-
ur,“ segir Ragnar Hólm sem er ekki
alls ókunnugur á Akureyri en þar var
hann búsettur fram til nítján ára ald-
urs. Á honum sannast að hver vegur
að heiman er vegurinn heim. Ragnar
fer einn norður og ætlar að leigja íbúð-
ina sína á Kleppsveginum í Reykjavík
á meðan á Akureyrardvölinni stendur:
„Mér líst stórvel á að flytja,“ segir
Ragnar sem lærði fangbrögð kynning-
armálanna hjá íslenska útvarpsfélag-
inu þar sem hann starfaði að kynning-
armálum í hartnær áratug. Ragnar er
höfúndur flesfi-a þeirra texta sem sjón-
varpsáhorfendur hafa hlýtt á úr dimm-
um barka Björgvins Halldórssonar
milli atriða á Stöð 2. Ragnar er lipur
penni með hugmyndaflug í ágætu lagi
og fer gjaman um víðan völl. „Þetta er
mjög spennandi verkefni og þó einhver
eðlismunur. geti verið á því að kynna
dagskrá sjónvarpsstöðvar og málefni
Aklureyrarbæjar þá er það líklega
ekki svo frábmgðið þegar allt kemur
til ails.“
Ragnar Hólm er forfallinn veiðimað-
ur og unir sér best í vöðlum með stöng
í hönd. Hann er formaður Landssam-
GÆJAR OG SKVÍSUR
„Þær verða svo svaka-
lega spenntar skvísurn-
ar þegar svona gæjar
koma.“
(Starfsmaöur í Leifsstöö í
Fréttablaöinu þegar Bander-
as átti þar leiö um.)
„Ég var skírður Andri
út í loftið. Nafnið var fátítt
‘58 þegar ég var skírður en
er nú vinsælt," segir Andri
Árnason, hæstaréttarlög-
maður og formaður
Mannanafnanefndar.
„Nafnið er úr gersku og
þýðir skíðamaður," segir
hann.
Telja má víst að Andri
hafi fyrst stimplað sig inn í
tískuheim nafngifta árið
1976, þegar Pétur Gunnars-
Andri
Sjaldgæft
- nú algengt
son gaf út bók sína, Punkt-
ur, punktur, komma, strik,
þar sem aðalsöguhetjan
heitir Andri. Það var reynd-
ar 18 árum eftir að formað-
ur Mannanafnanefndar var
skírður.
Með Andra í Mannanafha-
nefhd sitja þær Guðrún Kvar-
an og Margrét Jónsdóttir.
Þeirra nöfn hafa verið algeng
um aldir og þarfnast ekki
skýringa (nema kannski þetta
með Kvaran).
t