Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
Fréttir X>V
Inga Jóna Þórðardóttir dregur framboð sitt til leiðtoga sjálfstæðismanna í Reykjavík til baka:
Vöggudauði prófkjörs
- Bjöm Bjamason mun tilkynna ákvörðun á laugardag og er búist við að hætt verði við leiðtogaprófkjör
„Góö samstaða er þaö sem skiptir
mestu máli, að Sjálfstæðisflokkurinn
sé í góðu formi, að hann sé í góðum gír
og allir ílokksmenn hans - það er það
sem skiptir mestu máli,“ sagði Inga
Jóna Þórðardóttir sem upp úr hádeg-
inu í gær tilkynnti um ákvörðun sína
um að draga framboð sitt i leiðtoga-
prófkjöri Sjálfstæðisílokksins til baka.
Ákvörðun Ingu Jónu kom jafnvel sam-
starfs- og samflokksmönnum hennar í
borgarráði mjög á óvart enda hafði
hún allt fram á síðustu stund talað
mjög ákveðið um að hún myndi taka
þann slag sem leiðtogaprófkjör er. Þró-
unin síðustu daga, ekki síst skoðana-
könnun sem birtist í DV, virðist hins
vegar hafa komið róti á hugi margra
sjálfstæðismanna og þar á meðal Ingu
Jónu. I gær sagðist hún hafa orðið þess
áskynja að vaxandi uggur væri meðal
margra flokksmanna um að keppni
um leiðtogasæti milli hennar og
Bjöms Bjamasonar myndi skilja eftir
sig sár og klofning í flokknum og þvf
hefði hún ákveðið að taka þessa stefnu
í málinu. Inga Jóna lýsti yfir stuðningi
við Bjöm Bjamason samhliða yfirlýs-
ingu sinni um að hún drægi sig í hlé
og sagðist jafnframt reiðubúin til að
taka 8. sæti listans og berjast fyrir því
ef kjömefnd óskaði eftir því. „Ég met
það þannig að prófkjörsbaráttan milli
okkar Bjöms hefði orðið mjög hörð,
það er enginn vafi á því,“ sagði Inga
Jóna við fjölmiðla í gær. „Jafnvel þó
að ýmsar skoðanakannanir hafi gefið
til kynna að þama hafi verið mikill
munur þá veit ég hins vegar að ég nýt
mikils stuðnings meðal flokksmanna
og þegar maður fer að vinna í þessum
málum og hin raunverulega barátta
fer af stað þá geta veður skipast fljótt í
lofti,“ sagði Inga Jóna enn fremur.
Stóð efn að ákvörðun
Inga Jóna vísar því á bug að þrýst
hafi verið á hana um að taka þessa
ákvörðun af flokksforustunni og
kveðst hún hafa tekið hana ein og án
samráðs t.d. við Davíð Oddsson og
Bjöm Bjamason. Hún hafi síðan til-
kynnt Davíð Oddssyni, formanni
flokksins, um hana nokkm áður en
hún hélt blaðamannafund sinn. Davíð
brást þannig við í gær að kalla ákvörð-
un Ingu Jónu skynsamlega miðað við
þær aðstæður sem uppi væm og aug-
ljóslega hefði hún verið tekin með
heildarhagsmuni í huga. Davíð telur
að Bjöm Bjamason ætti að gefa kost á
sér til að leiða listann og álítur raunar
að það sé líklegt. Óljóst er hvort og þá
hvenær Bjöm mundi hætta sem
menntamálaráðherra en það mun
koma í ljós fljótlega eftir að ákvörðun
liggur fýrir. Athygli vekur að miðað
við tilboð Ingu Jónu myndi Bjöm
verða í fýrsta sæti listans og þar með
leiðtogi stjómarandstöðu í borginni ef
R-listinn vinnur hana einu sinni enn.
Inga Jóna yrði hins vegar varaborgar-
fulltrúi og í raun frjáls til annarra
starfa.
„Snilld Ingu Jónu“
Ljóst er af viðbrögðum flokksmanna
og samstarfsmanna Ingu Jónu í
Reykjavík að fáir áttu von á þessu út-
spili. Hins vegar hefur þessi leikur
hennar virkað eins og vítamínsprauta
og borgarfulltrúar og aðrir sem blaðið
ræddi við í gær vom nánast upphafn-
ir af þeim samstöðuanda sem Inga
Jóna væri að blása félögum sínum í
brjóst. Þykir ákvörðun Ingu Jónu
snjöll, en um leið óeigingjöm og til
þess fallin að efla eindrægni um skip-
an framboðslista flokksins í borginni.
Sjálf sagði Inga Jóna að hún liti á það
sem skyldu sína sem fomstumanns i
Reykjavík að stíga þetta skref í nafni
samstöðunnar og láta sina persónu-
legu hagsmuni þá víkja til hliðar. Sjálf-
stæðismaður, tengdur borgarstjómar-
flokknum, taldi að með þessu hefði
Inga Jóna náð að höggva á erfiðan
hnút og búa til farveg samstöðu þannig
að forsendur hefðu skapast fýrir flokk-
inn til að mæta Reykjavíkurlistanum
með fullum styrk. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarfulltrúi kallar þetta
Dregur sig til baka
Inga Jóna tilkynnti ákvöröun sína um aö draga sig til baka í leiötogaprófkjöri
flokksins á blaöamannafundi í Valhöll í gær. Ákvöröun hennar hefur komiö
flokksmönnum hennar nokkuö á óvart en almennt eru þeir mjög hrifnir og
tala jafnvel um pólitíska snilld.
Geir H. Björn
Haarde. Bjarnason.
„hugrakka ákvöröun" hjá Ingu Jónu.
Ákvörðunin hafi vissulega komið á
óvart en með henni sé stigið stórt skref
til samstöðu í þeirra ágæta flokki. „Og
ef ég ætti að nota einhver fleiri orð um
þessa ákvörðun - annað en hugrekki -
þá eru orðin pólitísk snilld mér ofar-
lega i huga,“ sagði Vilhjálmur sem ver-
ið hefur ákveðinn stuðningsmaður
Ingu Jónu í borgarstjómarflokknum.
Sjálfdautt prókjör?
Formlega séð er einungis einn fram-
bjóðandi búinn að gefa kost á sér í leið-
togaprófkjörið, Eyþór Amalds. Hann
sagðist í gærkvöld vera að meta þessi
tíðindi sem hann kvaðst vera viss um
að væm gleðitíðindi fyrir flokkinn.
Hann væri vissulega í sérkennilegri
stöðu þar sem hann hefði ákveðið að
bjóða sig fram gegn Ingu Jónu sem síð-
an hefði dregið sig i hlé og skilji hann
einan eftir. „Ég hefði frekar átt von á
því að það fjölgaði frambjóðendum en
fækkaði," sagði Eyþór. Júlíus Vífdl
Ingvarsson hefur verið orðaður við
Júlíus Vífill Vilhjálmur Þ.
Ingvarsson. Vilhjálmsson.
Davíð
Oddsson.
Eyþór
Arnalds.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Sigrún
Magnúsdóttir.
Birgir
Guðmundsson
fréttastjóri
þátttöku i prófkjörinu en hann hefur
ekkert gefið upp um ákvörðun sína.
Viðmælendur blaðsins töldu litlar lík-
ur á að hann myndi fara út í slíkt eft-
ir þessar vendingar - enda ljóst að
Davíð Oddsson væri í raun búinn að
lýsa yfir stuðningi við Bjöm og afar
ólíklegt að Júlíus færi að ganga á hólm
við forastu flokksins í málinu.
Miðstjórn flokksins hefúr sem kunn-
ugt er ákveðið að heimila breyttar
prófkjörsreglur en leiðtogaprófkjör
hefur hins vegar ekki verið ákveðið
enn þá. Það á ekki að gera fýrr en á
kjördæmisþinginu sem haldiö verður
á laugardag. Þá mun Bjöm Bjarnason
gefa upp endanlega hvort hann gefur
kost á sér.til forastu á borgarstjómar-
listanum - þó það sé raunar einungis
talið formsatriði að hann geri það.
Hins vegar telja viðmælendur blaðsins
innan Sjálfstæðisflokksins alls ekki
víst að til þess komi að tillaga um leið-
togaprófkjör verði afgreidd á kjördæm-
isþinginu þar sem hugmyndin hafi í
raun orðið „sjálfdauð", eins og flokks-
maður orðaði það. Eyþór Amalds, eini
frambjóðandinn sem eftir er, bendir á
að breytingar séu miklar frá degi til
dags þannig að ekki sé hægt að af-
skrifa prófkjörið enn þá. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson er þó þeirrar skoðunar
að litlar líkur séu á því að af leiðtoga-
prófkjöri verði enda liggi nokkuð fýrir
úr því sem komið er hvemig stuðning-
urinn í flokknum liggi. Bjöm sé mjög
sterkur stjómmálamaður og stuðning-
ur Ingu Jónu við hann sé þýðingar-
mikill. Það sem skipti nú máli sé að ná
samstöðu en ekki að ríghalda í hug-
myndina um leiðtogaprófkjör.
PóHtískur „Frankenstein“
Fróðlegt er að heyra í áhugamönn-
um um stjómmál sem standa utan
Sjálfstæðisflokksins en flestir em sam-
mála um að þetta útspil Ingu Jónu sé
bæði djarft og pólitískt klókt. Ekki
verði hægt að ganga fram hjá henni
við röðun á listann og 8. sætið hljóti að
falla henni í skaut. Verandi í baráttu-
sætinu nái hún að halda ákveðinni
pólitískri vigt og vinnist borgin liggi í
augum uppi að hún muni eigna sér ríf-
lega hlutdeild í þeim sigri. Ýmsar
kenningar hafa verið á floti síðustu
daga, m.a. hjá Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, um að slagurinn sem í
stefndi milli Ingu Jónu og Bjöms hafi
í raun verið „slagur erfðaprinsanna"
Bjöms Bjamasonar og Geirs H. Haar-
de í Sjáifstæðisflokknum og að það að
vinna borgina myndi styrkja Bjöm
ganvart Geir, sem er sem kunnugt er
eiginmaður Ingu Jónu. Með því að ná
til sin hlutdeild i hugsanlegum sigri í
borginni - segja þessar raddir - myndi
Inga Jóna að sama skapi svipta Bjöm
hluta af þeim ávinningi. Þá er athygl-
isvert að viðmælendur sem standa
utan hringiðu Sjálfstæðisflokksins
telja þessa niðurstöðu vera til marks
um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki
treyst sér í leiðtogaprófkjörið - það
hefði einfaldlega kostað of miklar fóm-
ir. Einn Reykjavíkurlistamaður, Óskar
Bergsson varaborgarfulltrúi, orðaði
það svo að sjálfstæðismenn hefðu búið
til glæsilegan „pólitískan Franken-
stein" í leiðtogaprófkjörinu en síðan
guggnað á því að vekja hann upp
vegna þess að það myndi kljúfa flokk-
inn. í þessu sambandi er líka bent á
smáatriði í atburðarás gærdagsins, s.s.
að Inga Jóna tilkynnir flokksformanni
sínum fýrstum manna að hún ætli
ekki i framboð en ekki stjóm eða for-
manni fulltrúaráðs eða kjömefnd sem
em þó þeir sem hafa með hennar fram-
boðsmál að gera. Hin flokkslega vidd
málsins komi þar greinilega fram.
Pólitísk heimaslátrun
En annars er greinilegt á viðbrögð-
um pólitískra andstæðinga að þeir
munu reyna að notfæra sér þessi um-
skipti í forustumálum með tilvísan til
fortíðar. Menn rifja upp aðdragandann
úr síðustu tvennum kosningum, þegar
Markús Öm Antonsson var kailaður
til og síðan hafi Ámi Sigfússon verið
kallaður til. Og loks hafi Inga Jóna
verið kölluð til og því ekki nýmæli að
enn yrði nýr maður kallaður tiL Sum-
ar þessara vendinga gerðust skömmu
fyrir kosningar þannig að það væri
„stílbrot ef sjálfstæðismenn skiptu
ekki um hest í miðri á“, eins og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir orðaði það.
Sigrún Magnúsdóttir notaði hins vegar
hugtakið „pólitísk heimaslátrun við
leiðtogaleit". Ljóst er enn fremur af
málflutningi Reykjavíkurlistafólks að í
framhaldinu munu menn nota það
gegn Bimi að Inga Jóna hafi „svælt
fram ákvörðun hjá honum", að hann
hafi ekki getað tekið af skarið fyrr en
hún hefði staðið upp og beinlínis boð-
ið honum að setjast í leiðtogasætið.
i:ú£ ifjíjyíj/fiJJ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.46 16.13
Sólarupprás á morgun 10.32 10.34
Síödegisflóó 13.36 18.09
Árdegisflób á morgun 02.19 06.52
El norðan til
N- og NA-átt, víða 8-13 m/s og él
norðan til en léttskýjað sunnan til.
Frost 4 til 14 stig, kaldast inn til
landsins.
N og NA 5-8 m/s með lítils háttar
éljum á Norðurlandi og Austfjörðum
en léttskýjað sunnan og vestan til.
Frost 4 til 14 stig, kaldast inn til
landsins.
fiBs'íO ili'íýii
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
til 12” til 9” tii 10”
Vindur: 15-20 Vindur: 10-15 "V* Vindur: 10-15 »v»
«- * *
Austlœg átt, 15-20 m/s og dálítil snjókoma allra syóst en annars hægari og skýjaó aó mestu. Frost 1 til 12 stig, mlldast sunnanlands. NA 10-15 m/s, dálrtil él og frost 4 til 9 stig. A- og NA-átt og dálítil él noróan og austan til en yfirleltt léttskýjaó á Suóvesturlandi. Áfram talsvert frost.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
mm.úz
AKUREYRI snjókoma -5
BERGSSTAÐIR snjóél -7
BOLUNGARVÍK skýjaö -8
EGILSSTAÐIR skýjaö -11
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað -7
KEFLAVÍK skýjaö -6
RAUFARHÖFN snjóél -4
REYKJAVÍK heiðskírt -8
STÓRHÖFÐI léttskýjaö -5
BERGEN léttskýjaö 1
HELSINKI alskýjað 2
KAUPMANNAHÖFN skýjað 5
ÓSLÖ skýjað -1
STOKKHÓLMUR rigning 5
ÞÓRSHÖFN léttskýjaö -0
ÞRÁNDHEIMUR snjókristallar -7
ALGARVE alskýjað 16
AMSTERDAM skýjaö 6
BARCELONA léttskýjaö 5
BERLÍN skýjað 6
CHICAGO hálfskýjaö 7
DUBLIN hálfskýjað 9
HALIFAX heiöskírt -6
FRANKFURT skýjaö 5
HAMBORG skúr 8
JAN MAYEN snjóél -6
LONDON rigning 8
LÚXEMBORG skýjaö 2
MALLORCA hálfskýjaö 4
MONTREAL heiöskírt -2
NARSSARSSUAQ léttskýjað -5
NEW YORK skýjaö 4
ORLANDO alskýjaö 20
PARÍS hálfskýjaö 5
VÍN léttskýjaö 3
WASHINGTON skýjaö 8
WINNIPEG alskýjaö -21