Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Qupperneq 11
11
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002____________________________________________________________________________________________
I>V Útlönd
Ekkert lát á blóðbaðinu fyrir botni Miðjarðarhafs:
Tvær konur létust eftir
skotárás í Jerúsalem
Palestínskur byssurnaður gerði í
gær skotárás á hóp fólks þar sem það
beið á strætisvagnabiðstöð við Jaffa
stræti í vesturhluta Jerúsalem á
mesta annatima síðdegis í gær. Að
sögn lögreglunnar tókst tilræðis-
manninum að særa sextán manns í
árásinni, þar af fimm mjög alvarlega,
en skothríðin stóð hátt í tíu mínútur
áður en lögreglunni tókst að fella
byssumanninn á flótta.
„Hatrið skein úr augunum á hon-
um,“ sagði einn lögreglumannanna
sem felldi byssumanninn en hann
reyndist vera 24 ára gamall liðsmaður
al-Aqsa samtakanna, vopnaðs arms
Fatah-hreyíingar Yassers Arafats, og
hafa samtökin þegar lýst ábyrgð á
verknaðinum sem hefnd fyrir morðið
á helsta leiðtoga samtakanna sem lést
í sprengjutilræði ísraelsmanna fyrir
framan heimili sitt í siðustu viku.
Tvær konur, 56 og 78 ára, sem lentu
í árásinni, létust af sárum sínum á
sjúkrahúsi í nótt og að sögn tals-
Slasaöir fluttir á sjúkrahús í Jerúsalem
Sextán manns særöust, þar af fimm mjög alvarlega, þegar palestínskur
þyssumaöur geröi skotárás á strætisvagnaöiöstöö í Jerúsalem.
manna sjúkrahússins eru tvö önnur
fórnarlömd í bráðri lífshættu.
Árásin var gerð eftir að ísrealsk
hersveit hafði árla morguns gert árás
á íbúðabyggingu í bænum Nablus á
Vesturbakkanum og skotið íjóra með-
limi islömsku Hamassamtakanna til
bana. Að sögn talsmanns hersins
fundust tæki til sprengjugerðar í hús-
inu og var þar um að ræða eina
stærstu sprengjuverksmiðja sem
fundist hefur á Vesturbakkanum til
þessa.
Að sögn talsmanna Hamas-samtak-
anna voru mennirnir myrtir með
köldu blóði. „Þeir hafa enn einu sinni
kallað yfir sig blóðbað og þessa verð-
ur örugglega grimmilega hefnt,“ sagði
talsmaðurinn.
Talsmaður ísraelskra stjórnvalda
hafði aðra sögu að segja og hélt því
fram að Hamas-liðarnir hefðu fallið
eftir skotbardaga. Hann kenndi að-
gerðarleysi Arafat árásina í Jerú-
salem og hótaði hefndm.
REUTER-MYND
Æfing fyrlr lýöveldisskrúögönguna
Indverskir hermenn héldu í morgun æfingu fyrir heljarmikla skrúðgöngu sem veröur farin á lýðveldisdegi þeirra Ind-
verja 26. janúar. Þá veröa liöin fimmtíu ár frá því landiö varð lýöveldi. Á þessum degi sýna Indverjar gjarnan hernaðar-
mátt sinn og menningarlega fjölþreytni. Hátíðarhöldin veröa meö minna móti nú vegna spennunnar á landamærum
Indlands og Pakistans. Mikill fjöldi hermanna hefur veriö sendur til landamæranna til aö svara hugsanlegum árásum..
Hjálparstarfið í Kongó komið á fulla ferð:
Þörf fyrir þrjátíu
þúsund gæsluliða
til Afganistans
Francesc Vendrell, fulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna í málefnum
Afganistans, sagði í gær að þörf
væri á mun fleiri erlendum gæslu-
liðum SÞ til starfa í Afganistan. Að
hans sögn stendur þjóðstjórnin
frami fyrir miklum vanda vegna
öryggismála og því verði hún að fá
aukna aðstoð, sérstaklega utan
höfuðborgarinnar Kabúl. „Það er
nauðsynlegt til þess að fólk fái
aukna tiltrú á stjórnvöldum og því
uppbyggingarstarfl sem nú er að
hefjast.
Stór hluti af vandamálinu eru
vopnaðir flokkar hinna ýmsu
þjóðarbrota, en skærur milli þeirra
eru ennþá í gangi í suður- og
norðurhluta landsins og verða það
eflaust áfram þar til þeir hafa verið
afvopnaðir.
Til þess þurfum við erlendar
gæslusveitir og því er meirihluti
afgönsku þjóðarinnar sammála,
jafnvel stríðsherrarnir," sagði
Vendrell og bætti við að hann taldi
þörf á allt að 30 þússund
gæsluliðum til landsins.
Hamid Karzai, leiðtogi þjóðstjórn-
arinnar í Afganistan, er nú í Kína,
þar sem hann ræðir við kinversk
stjórnvöld um frekari aðstoð við
uppbygginguna, eftir að hafa nýlega
fengið loforð frá vestrænum rikjum
um 460 milljarða styrk, á ráðstefn-
unni í Tókyó.
REUTER-MYND
Stööinni lokaö
Jevgeníj Kíseljov, forstjóri TV6 sjón-
varpsstöövarinnar, ræöir viö frétta-
menn eftir aö stöðinni var lokaö.
Bandaríkjamenn
gagnrýna lokun
sjónvarpsstöðvar
Bandarísk stjórnvöld drógu í efa
lögmæti þess að starfsemi TV6, einu
óháðu sjónvarpsstöðvarinnar í
Rússlandi, skyldi stöðvuð fyrirvara-
laust í gær og sögðu að pólitísk yfir-
völd hefðu getað komið í veg fyrir
það ef þau hefðu viljað.
Nú er svo komið að ráðamenn i
Kreml eru einir um hituna þegar
sjónvarpsrekstur er annars vegar.
Það hefur ekki áður gerst frá því
Sovétríkin liðu undir lok fyrir
meira en tíu árum. Víða um heim
hafa menn áhyggjur af þróuninni.
Stjórnvöld í Moskvu segja áð lok-
un sjónvarpsstöðvarinnar sé aðeins
viðskiptalegs eðlis. Dómstólí hafi
fallist á kröfu eins hluthafanna um
að lýsa stöðina gjaldþrota.
Kaupsýslumaðurinn Borís Ber-
ezovskí, eigandi TV6, sagði frétta-
manni Reuters að lokunin væri
nýjasti liðurinn í þeim áformum
stjórnvalda að tryggja yfirráð sin yf-
ir fjölmiðlunum.
Haider hótar að
slíta stjórninni
Frelsisflokkur hægriöfgamanns-
ins Jörgs Haiders í Austurriki sagði
í gær að hann væri reiðubúinn að
slíta tveggja ára stjórnarsamstarfi
við íhaldsflokk Wolfgangs Schússels
kanslara. Flokkur kanslarans hefur
nefnilega hafnað því að beita neit-
unarvaldi gegn inngöngu Tékklands
í Evrópusambandið.
Stjórnarflokkarnir tveir hafa
deilt um undirskriftasöfnun á veg-
um Frelsisflokksins þar sem þess er
krafist að Tékkum verði meinað að
ganga í ESB nema þeir loki um-
deildu kjarnorkuveri.
Aðeins sjötti hver kjósandi í
Austurríki setti nafn sitt á undir-
skriftalista Frelsisflokksins. Schús-
sel útilokaði alfarið að stjórnin
myndi beita neitunarvaldi sínu
gegn Tékkum, enda stækkun sam-
bandsins einn af hornsteinum
stefnu stjórnarinnar.
Jarðýtur ryðja leiðina fyrir
trukkana gegn um hraunið
Europcar
Nýr aðiii hefur tekið við umboði Europcar á fslandí-
Starfsmenn hjálparstofnana
beittu jarðýtum á storknandi hraun
til að ryöja leiöina fyrir flutninga-
bíla með hjálpargögn til íbúa borg-
arinnar Goma í Kongólýðveldinu.
Þá bárust íbúum borgarinnar
þær gleðifréttir að þeim væri óhætt
að drekka vatnið úr vatnsbólunum.
Um tíma var óttast að hraunstraum-
urinn úr Nyiragongo eldfjallinu
hefði mengað drykkjarvatnið.
Engar matvælasendingar komust
til Goma í gær en matvælaaðstoð
Sameinuðu þjóðanna (WFP) sagði
að byrjað yrði að ferja birgðir eftir
nýju leiðinni gegn um hraunið.
Vonir eru bundnar við að geta í
fyrstu komið mataraðstoð til rúm-
lega eitt hundrað þúsund manna.
Um hálf milljón manna bjó í Goma
áður en hraunstraumurinn lagði
REUTER-MYND
í hraunborginni Goma
Ungur piltur fetar sig áfram á hraun-
breiðunni i Goma í Kongó.
stóran hluta borgarinnar í rúst fyr-
ir og um síðustu helgi og flúðu flest-
ir þeirra heimili sín.
Margir íbúar Goma sögðu frétta-
mönnum f gær að þeir hefðu ekki
fengið matarbita í marga daga. Ein
kona sagði aö sum barna hennar
sex væru orðin sjúk af matarskorti.
Hjálparstarfsmönnum tókst þó að
koma matvælum til þrjátíu til
fimmtíu þúsunda manna í ná-
grannabænum Sake.
Ibúar Goma sögðu að vegurinn
sem ruddur var gegn um hraunið
væri vonarglæta mitt í allri eyði-
leggingunni.
„Þetta er fyrsta skrefið," sagði
læknaneminn Étienne Kachelewa
þegar hann bjó sig undir að leggja í
þrjú hundruö metra langan hraun-
veginn.
Nýtt símaDúmer
591 4050
Nýttfaxnúmer
591 4060
Nýtt heimiltsfefig
Dugguvogur10
104 Reykjavík
Europcari btandl: Dugguvogur 10. 10« Reytqamlc S tra 5St 4íí5a fax-S&i 4060_