Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Side 22
26 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_________________________________ Jónína Jónsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. 80 ára_________________________________ Helgi Jónsson, Melgeröi 5, Kópavogi. 75 ára________________________ Sigurður I. Jónsson, Hraunbæ 75, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Svala Einarsdóttir, Gnoðarvogi 18, Reykjavlk. Helgi Þorsteinsson, Logafold 188, Reykjavík. 60 ára_________________________________ Elín Þóröardóttir, Skólavöröustíg 16a, Reykjavík. Bogdan Charyton, Miklubraut 78, Reykjavík. Sighvatur K. Björgvinsson, Ljárskógum 19, Reykjavík. Jóhanna G. Vilhjálmsdóttir, Silfurbraut 29, Höfn í Hornafirði. Halldór Helgason, Hjallanesi 1, Hellu. Brynja Bjarnadóttir, Þykkvabæjarklaustri, Kirkjubæjarklaustri. 50 ára_________________________________ Theódór Lúðvíksson, Barónsstíg 39, Reykjavík. Guöný Þórsdóttir, Leirubakka 20, Reykjavlk. Sveinn Brynjar Sveinsson, Jörfabakka 28, Reykjavík. Eysteinn Sölvi Torfason, Engihjalla 13, Kópavogur, Oddur Jónsson, Bergvegi 20, Keflavík. Ingvar Jón Óskarsson, Einholti 1, Garöi. Þorkell Guöbrandsson, Mel, 311 Borgarnesi. Ásgeir Einarsson, Sigtúni 6, Patreksfirði, kafari. Eiginkona hans er Bylgja Glsladóttir. Hann er að heiman. Bjarni Halldórsson, Kvistahlíö 5, Sauðárkróki. Barbara María Geirsdóttir, Goðabyggð 4, Akúreyri. Borghildur F. Blöndal, Löngumýri 7, Akureyri. 40 ára_________________________________ Chung Thi Nguyen, Fellsmúla 5, Reykjavík. Omar Daudo Chipa, Yrsufelli 5, Reykjavlk. Óskar Friðbjörnsson, Fífuhjalla 17, Kópavogi. Árni Grétarsson, Hóli, Sauöárkrókur. Eygeröur Björg Þorvaldsdóttir, Þórunnarstræti 132, Akureyri. Helga Sigríöur Sveinsdóttir, Álftarima 1, Selfossi. Ólafur Jónsson, Túngötu 45, Eyrarbakki. Smáauglýsingar Allt til alls ►I 550 5000 Blrna Hjaltested andaöist á hjúkrunar- og vistheimilinu Grund laugard. 19.1. Gísfl Guöjónsson, Lindarbraut 16, Sel- tjarnarnesi, lést á Landspítála viö Hring- braut föstud. 18.1, Ófafnr Ragnar Eggertsson rekstrar- tæknrffæöingur, Birkihlíð 36, Reykjavík, lést föstud. 18.1. Aðatheíöur Hatldórsdóttir lést á hjúkr- unarheimilinu Eir sunnud. 20.1. Guöbergur Ó. Guðjónsson, Hjallabraut 33, Hafnarfiröi, lést laugard. 19.1. Guöjón Högnason, Ástjörn 7, Selfossi, lést á Landspítalanum viö Hringbraut mánud. 7.1. Útförin hefurfariö fram I kyrrþey. Auöur Haraldsdóttir, Stórholti 29, and- aðist á Landspitalanum við Hringbraut föstud. 11.1. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey. MIDVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 Helena M. Eyjólfsdóttir söngkona á Akureyri Helena Marín Eyjólfsdóttir, söng- kona og fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins hjá sýslumanninum á Ak- ureyri, Mýrarvegi 113, Akureyri, er sextug í dag. Starfsferill Helena fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vonar- stræti. Helena var söngkona með ýmsum hljómsveitum í Reykjavík á árun- um 1957-66. Hún flutti til Akureyrar 1966 og var þar söngkona með Hljómsveit Ingimars Eydal 1967-76, með Hljómsveit Finns Eydal 1979-92 og var söngkona með eigin hljóm- sveit 1997-2000. Helena söng í og tók þátt í gerð fjölda sjónvarpsþáttta á árum áður með Hljómsveit Ingimars Eydal og hefur sungið inn á ótal hljómplötur með ýmsum hljómsveitum. Helena var starfsmaður MIFA- tónbanda um skeið og hefur starfað við Sjúkrasamlag Akureyrar frá 1980. Hún hefur verið fulltrúi Trygg- ingastofnunar - sjúkratrygginga- deildar hjá sýslumannsembættinu á Akureyri frá 1991. Helena var stofnfélagi í Zonta- klúbbnum Þórunni hyrnu á Akur- eyri 1983. Fjölskylda Helena giftist 10.6. 1961 Finni Ey- dal, f. 25.3. 1940, d. 16.11. 1996, tón- listarmanni. Hann var sonur Harð- ar Ólafs Eydal, f. 13.2. 1909, d. 3.4. 1976, mjólkuriðnaðarmanns, og Pálínu Indriðadóttur Eydal, f. 10.1. 1909, húsmóður. Börn Helenu og Finns eru Hörður Eydal, f. 6.6. 1963, verslunarmaður í Reykjavík, í sambúð með Magneu Ólafsdóttur; Laufey Eydal, f. 19.9. 1965, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Skapta Þórhallssyni frá Akur- eyri og eiga þau þrjár dætur; Helena Eydal, f. 13.10.1972, nemi við HA, en maður hennar er Sigurður Jörgens- son og eiga þau tvö börn. Systur Helenu eru Ingveldur Eyj- ólfsdóttir, f. 29.6. 1938, húsmóðir í Keílavík; Eygló Eyjólfsdóttir, f. 3.7. 1949, skrifstofumaður, búsett í Kópavogi. Hálfsystkini Helenu, sammæðra, eru Eyjólfur Bjarni Gíslason, f. 13.9. 1954, búsettur í Danmörku; Bjargey Gigja Gísladóttir, f. 12.1. 1958, búsett í Kópavogi. Hálfbróðir Helenu, samfeðra, er Reynir Jónsson, f. 7.7.1937, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Helenu voru Eyjólfur Kolbeins Steinsson, f. 22.7. 1911, d. 2.11. 1952, plötu- og ketilsmiður í Reykjavík, og Laufey Árnadóttir, f. 18.7. 1921, d. 25.11. 1996, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Eyjólfur var sonur Steins, b. á Bjarghóli og í Litla-Hvammi í Mið- firði Ásmunds- sonar, af Rauðs- eyjarætt. Móðir Eyjólfs var Val- gerður Jónas- dóttir. Laufey var dóttir Árna, út- vegsb. i Teigi í Grindavík Guð- mundssonar, b. á Klöpp i Grinda- vík Jónssonar. Móðir Laufeyj- ar var Ingveldur, dóttir Þorkels, b. í Lambhaga Árnasonar, bróð- ur Guðrúnar, langömmu Víg- lundar Þorsteins- sonar forstjóra. Móðir Þorkels í Lambhaga var Steinunn Þorkelsdóttir, b. í Krýsu- vík Valdasonar, og Þórunnar Álfs- dóttur, b. í Tungu í Flóa Arasonar, hreppstjóra á Eystri-Loftsstöðum Bergssonar, ættfóður Bergsættar Sturlusonar. Móðir Steinunnar yngri var Ingveldur, langamma Páls Jenssonar prófessors. Systir Ing- veldar var Sigríður, langamma Harðar Sigurgestssonar, fyrrv. for- stjóra Eimskipafélagsins. Önnur systir Ingveldar var Sigurbjörg, amma Guðmundar Björnssonar læknaprófessors. Ingveldur var dóttir Jóns, ættfóður Setbergsættar, bróður Sigurðar, afa Ottós N. Þor- lákssonar, fyrsta forseta ASÍ. Jón var sonur Guðmundar, b. í Miðdal í Mosfellssveit, hálfbróður Einars, langafa Sigriðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Ingveldar var Sigríður Þórðardóttir, b. á Reykjum í Biskupstungum Jónsson- ar, b. á Rafnkelsstöðum, bróður Sig- urðar, afa Vilborgar, langömmu Sig- urborgar, móður Emils Jónssonar forsætisráðherra. í tilefni afmælisins tekur Helena á móti ættingjum og vinum í Golf- skálanum að Jaðri, laugardaginn 26.1. Fímmtugur Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður í Reykjavík Valgeir Guðjónsson tónlistarmað- ur, Ægisíðu 52, Reykjavík, er fimm- tugur i dag. Starfsferill Valgeir fæddist í Reykjavik, lauk stúdentsprófi frá MH 1972, stundaði nám í ensku og landafræði við HÍ 1973-74, nam hljómfræði við Tón- listarskólann í Reykjavík 1974-75 og lauk prófi í félagsráðgjöf frá Social- högskolen í Þrándheimi 1981. Valgeir var kennari í Lækjar- skóla, Ármúlaskóla og Réttarholts- skóla 1973-75 og var forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Ársels í Ár- bæjarhverfi 1981-83. Valgeir lék með Stuðmönnum 1975-76 og 1980-87 og Spilverki þjóð- anna 1976-79. Hann samdi tónlistina fyrir kvikmyndirnar Punktur, punktur, komma, strik 1980; Stella i orlofi, 1987; Pappírs-Pési, 1989, Stikkfrí, 1997, og með Stuðmönnum, Með allt á hreinu, 1982, og Hvítir mávar, 1984. Hann samdi tónlist í sjónvarpsmyndina Ást í kjörbúð 1987, tónlist og leiktexta í Síldin kemur, síldin fer, sýnt hjá LR 1988, tónlist við sjónvarpsmyndina Gamla brúðan, 1991, fór tónlistar- ferð til Kína með Strax, 1986 og var gerð um þá ferð kvikmyndin Strax í Kína, 1986. Hann er höfundur að samnorrænu tónlistarverkefni vegna siglingar víkingaskipsins Gaia til Bandaríkjanna, var höfund- ur og umsjónarmaður sjónvarps- þáttanna Ungmennafélagið, sýnt í ríkissjónvarpinu 1991, starfaði að gerð sjónvarpsþáttanna Scandinav- ia fyrir PBS í Bandaríkjunum 1993-95 sem meðframleiðandi og höfundur tónlistar, samdi tónlist fyrir flölda bandarískra sjónvarps- þátta á vegum PBS og Discovery, og hefur starfað fyrir hugbúnaðarfyrir- tækið Netalbúm frá 2000. Valgeir var formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss og vann að ýmsum verkefnum fyrir samtök- in, formaður Félags tónskálda og textahöfunda og formaður stjórnar STEFS. Hann hefur gefið út mikinn fjölda hljómplatna með Stuðmönn- um, Spilverki þjóðanna og á eigin vegum og sigraði í sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á íslandi með lagi sínu Hægt og hljótt, 1987, og laginu Það sem enginn sér, 1989. Fjölskylda Eiginkona Valgeirs er Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, f. 25.8. 1952, náms- og starfsráðgjafi. Foreldrar hennar eru Ragnar Tómas Árnason, útvarpsþulur, og k.h., Jónína Vigdís Schram húsmóðir. Böm Valgeirs og Ástu eru Árni Tómas, f. 9.5.1977, meðferðarfulltrúi í Reykjavík; Amar Tómas, f. 10.5. 1989; Vigdís Vala, f. 9.3. 1993. Systur Valgeirs eru Guðrún Arna, f. 13.6. 1957, hjúkrunarfræð- ingur i Garðabæ; Sigríður Anna, f. 2.2. 1959, kennari í Garðabæ. Foreldrar Valgeirs: Guðjón Val- geirsson, f. 13.5. 1929, d. 7.3. 1993, hdl. í Reykjavík, og k.h., Margrét Ámadóttir, f. 1.10. 1928, athafna- kona. Ætt Guðjón var sonur Valgeirs, múr- ara í Reykjavík Guðjónssonar, b. á Svarfhóli í Geiradal Sigurðssonar. Móðir Guðjóns var Sigríður Sveins- dóttir, trésmiðs í Reykjavik Gísla- sonar, b. á Þrándarstöðum í Kjós Ögmundssonar, b. á Skálpastöðum, hróður Jóns, afa Sigmundar Guð- bjarnasonar, fyrrv. háskólarektors. Annar bróðir Ögmundar var Oddur, langafi Önnu, móður Flosa Ólafs- sonar leikara. Oddur var einnig langafi Arnlaugs, foður Guðmund- ar, rektors og skákmeistara. Ög- mundur var sonur Bjarna, ættföður Stóra-Vatnshornsætta Hermanns- sonar. Móðurbræður Valgeirs eru Tómas seðlabankastjóri og Vil- hjálmur hrl. Margrét er dóttir Áma, útgerðarmanns og erindreka Fiski- félags fslands, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, bróður Hjálmars, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Annar bróðir Árna var Þórhallur, afi Snorra Sig- fúsar Birgissonar tónskálds. Þriðji bróðir Árna var Hermann, afi Lilju Þórisdóttur leikkonu. Systir Árna var Sigríður, móðir Vilhjálms Ein- arssonar, skólameistara á Egilsstöð- um, fóður Einars spjótkastara. Árni var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Há- nefsstöðum Árnasonar, b. á Hofi í Mjóafirði Vilhjálmssonar. Móðir Árna var Guðrún Konráðsdóttir, systir Ragnhildar, langömmu Gísla, föður Ingvars, fyrrv. ráðherra. Móð- ir Árna var Björg, systir Stefaníu, móður Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sig- urðar, b. á Hánefsstöðum Stefáns- sonar, bróður Gunnars, afa Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Móðir Bjargar var Þorbjörg Þórðardóttir, ættföður Kjarnaættar. Móðir Margrétar var Guðrún Þor- varðardóttir, útvegsb. i Keílavík Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík Helgasonar, langafa Þorvarðar Helgasonar leiklistarfræðings. Móð- ir Þorvarðar Helgasonar var Guð- rún, systir Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Valgeir dvelur í faðmi fjölskyld- unnar í dag. Smáaugtýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Merkir Islendingar Eyþór Stefánsson, tónskáld og heiðursborgari Sauðárkróks, fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901 og átti þar heima allt sitt lif að undanskildum þeim ámm er hann siundaði nám. Foreldrar fians vora Stefán Sigurðsson og Guðrún Jónasdóttir. Eyþór hóf að syngja í Kirkjukór Sauðárkrókskirkju er hann var sex ára. Hann stundaði tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli ísólfssyni í Reykjavík 1928, lærði auk þess leiklist hjá Indriða Waage og stundaði framhaldsnám í tónlist og leiklist í Hamborg 1934. Eyþór var á langri ævi einn helsti menningarfrömuður Sauðkrækinga. Hann Eyþór Stefánsson stundaði skrifstofu- og verslunarstörf á Sauðárkróki á árunum 1923-1948 en var jafnframt organisti og kórstjóri við Sauðárkrókskirkju 1929-1972. Hann var skólastjöri Tónlistarskóla Sauðárkróks frá stofnun 1964-1974, var einn af stofnendum Lúðrasveitar Sauðárkróks og stjómandi hennar fyrstu árin, einn stofnenda leikfélags á Sauðárkróki og lék og leikstýrði þar fjölda verka og starfaði mikið með ungmennafélaginu Tindastóli. Eftir Eyþór liggur fjöldi sönglaga en sum þeirra hafa orðið býsna vinsæl, jafnvel klassísk, s.s. Lindin og Erla. Eyþór var heiðursborgari Sauðárkróks. Hann lést háaldraður, 3. nóvember 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.