Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2002, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002
n>v
9
Fréttir
Langmesta neysluveröshækkunin í Evrópu er á íslandi
Menn velta fyrir sér skýringum og nefna lækkun krónunnar, byggingu dýrra
verslunarmiöstööva og afgreiöslutíma sem nú er jafnvel'allan sólarhringinn.
Ríkið getur ekki bara gert kröfur á aðra:
Við verðum
líka að sýna lit
- segir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
samanburðarkannanir í framtíð-
inni.
Verð á matvörum var hæst í
Reykjavík sé miðað við vöruverð í
Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
London og Bríissel. Þetta kemur
fram í verðkönnun á 63 vörutegund-
um sem Neytendasamtökin gerðu í
samvinnu við samtök neytenda í
Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og
Belgíu 24. október sl. I könnuninni
var borið saman verð á 63 tegund-
um af algengum matvörum: mjólk-
urvörum, fiski, kjöti, brauði, ávöxt-
um, grænmeti, morgunverðarkomi,
drykkjarvörum o.fl.
Hæsta verðið var að finna í
Reykjavík í 28 tilvikum en í Kaup-
mannahöfn í 25 tilvikum. í miklu
færri tilvikum var hæsta verð að
finna í hinum borgunum þremur,
eða í fjórum tilvikum í bæði London
og Brussel og aðeins í 2 tilvikum í
Stokkhólmi.
Lægsta verðið var oftast í
London, eða í 26 tilvikum, í 19 til-
vikum í Brtissel, í 10 tilvikum í
Stokkhólmi og í 3 tilvikum í Kaup-
mannahöfn. Reykjavik hafði vinn-
inginn yfir Kaupmannahöfn en hér
var verðið lægst í 6 tilvikum.
Könnunin var gerð í sambærileg-
um verslunum í öllum löndunum en
þó ekki i svonefndum lágvöruverðs-
verslunum. Því er ekki endilega um
að ræða lægsta verð sem neytend-
um stendur til boða í viðkomandi
borg.
Yfir 1000% verömunur
Fjölmörg dæmi fundust um
feiknalega mikinn verðmun á ein-
stökum vörum. Þannig kostaði 600 g
franskbrauð 190 krónur í Reykjavík
(hafði lækkað úr 200 kr. frá fyrri
könnun) en kostaði aðeins 17 krón-
ur í London (kostaði 13 krónur í
fyrri könnun). Munurinn er 1018%.
Jógúrt án bragðefna var 392%
dýrari í Reykjavík en í Brússel.
Hvítmygluostur var 392% dýrari í
Reykjavík en í Stokkhólmi. Frosinn
kjúklingur var 224% dýrari í
Reykjavík en i London.
Tómatar voru 301% dýrari í
Reykjavik en í Stokkhólmi og blóm-
kál var 283% dýrara i Reykjavík en
Brússel, svo eitthvað sé nefnt.
Mismunandi skattur
Öll þau tilvik sem nefnd hafa ver-
ið hér að framan eru miðuð við verð
með virðisaukaskatti. Taka ber
fram að virðisaukaskattur er mjög
misjafnlega hár í löndunum fimm.
Á íslandi er virðisaukaskattur á
matvæli 14% en 24,5% virðisauka-
skattur leggst á sælgæti og gos-
drykki. í hinum löndunum er virð-
isaukaskattur sem hér segir: Dan-
mörk 25%, Svíþjóð 12%, í Bretlandi
17,5% og Belgíu 6%.
Neysluvaran dýrari á íslandi
Verðkönnun sem Alþýðusam-
band íslands stóð fyrir ásamt Morg-
unblaðinu á verði algengra neyslu-
vara í stórmörkuðum á íslandi og í
nokkrum Evrópusambandslöndum
eftir gildistöku evrunnar 1. janúar
sl. sýnir einnig hærra verðlag hér á
landi. Er það að jafnaði mun hærra
en í evrulöndunum.
Af þeim sautján vöruflokkum og
tegundum sem spurt var um í
könnuninni kemur ísland dýrast út
í tólf tilvikum og nær aldrei að
vera með lægsta vöruverðið. Könn-
unin tók til fimm evrulanda og Is-
lands. Kannað var verð algengra
neysluvara í venjulegum stórmörk-
uðum, þ.e. ekki söluturnum eða
kvöld- og nætursölubúðum og ekki
heldur skilgreindum lágvöruverðs-
verslunum eða stórmörkuðum þar
sem áhersla er lögð á sérvöru. Þá
var leitast við að bera saman sam-
bærilegar vörutegundir, þ.e. annað-
hvort sömu merkin eða sambæri-
lega vöruflokka, t.d. eitt kg fransk-
brauð eða 1 kg af frosnum
kjúklingi. Til viðbótar var kannað
verð á vinsælum vöruflokkum af
öðru tagi, t.d. Levi’s-gallabuxum og
eftirsóttum hljóm- og myndgeisla-
diskum.
Hér á landi var verð kannað í
verslunum Hagkaups og Fjarðar-
kaupa og var lægra verðið í hverju
tilviki fyrir sig látið ráða. Til sam-
anburðar var verð kannað í stór-
mörkuðum í Þessalóníku á Grikk-
landi, Berlín í Þýskalandi, Amster-
dam í Hollandi, Brússel í Belgíu og
Lúxemborg.
Munurinn sláandi
Samkvæmt könnuninni er ísland
langoftast dýrasta landið. I einstök-
um tegundum er munurinn sláandi.
Algengur McDonalds-hamborgari,
svokallaður „Big Mac“, var t.d. rif-
lega 79% dýrari hér á landi en í
Grikklandi þar sem hann er
ódýrastur. Þá kostar það Þjóðverja
66% minna en íslendinga að festa
kaup á vinsælum geisladiski. Fros-
inn kjúklingur er svo t.d. 177% dýr-
ari á íslandi en í Grikklandi.
Fákeppnin talin skýra margt
Allt ber þetta að sama brunni -
neysluvörur eru mun dýrari á ís-
landi en í flestum örðum löndum
Evrópu og munar þar oft miklu.
Margítrekaðar kannanir ýmissa að-
ila staðfesta þetta. Erfitt er að benda
á aðrar skýringar en þær að fá-
keppni í verslun á íslandi hafi leitt
til þess að kaupmenn hérlendis leyfi
sér óeðlilega háa álagningu. Ráða-
menn hafa þráfaldlega bent á þetta
og þar á meðal Davíð Oddsson for-
sætisráöherra og Valgerður Sverris-
dóttir viðskiptaráðherra. Eins og
fram kemur er það ekki bara í mat-
vöruverslun þar sem fákeppni er
talið vandamál. Má þar nefna ýmsa
fleiri þætti og m.a. skoðun sam-
keppnisráðs á meintu samráði olíu-
félaganna á verðlagningu á olíu og
bensini nýverið.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segist gera
ráð fyrir að nefnd ráðuneytisstjóra
ljúki skoðun
sinni á verðlags-
málum á næstu
dögum. Hún seg-
ir að ríkið verði
að sýna lit og
skoöa nýlegar
verðhækkanir
hins opinbera.
„Þá munu mál
fara að skýrast,
en væntanlega
verður álit þeirra lagt fyrir ríkis-
stjórnina til umræðu. Þar verður
síðan ákveðið hvað gert verður. Það
er þó ekki gott að segja á þessari
stundu hvað kemur út úr þessari
vinnu.
- Nú hafa verið miklar hækkanir
á vegum stofnana hins opinbera,
eins og Skráningarstofu og fleiri að-
ila. Á ríkið ekki að sýna gott for-
dæmi?
„Það er sjálfsagt margt sem þarf
að skoða í þessu enda held ég að þaö
sé erfitt hjá okkur að setja einungis
kröfur á aðra. Ég held að við verð-
um því að sýna lit. Það er verið að
vinna í þessum málum af fullri al-
vöru. Við höfum væntanlega mögu-
leika á að taka á þeim málum sem
snúa að ríkisvaldinu.“
- Hvað um fákeppnina?
„Auðvitað óttast maður að menn
misnoti sér markaðsráðandi stöðu.
Samkvæmt lögum er slíkt óheimilt,
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð-
ingur Alþýðusambands íslands, segir
mikilvægt að verslun og þjónusta
grípi nú tækifærið
og lækki verð í
takt við hækkandi
gengi krónunnar.
Ríflega 9 prósenta
verðbólga vegi
þungt í auknum
framfærslukostn-
aði og brýnt sé að
ná henni niður og
þá ekki bara í
nokkra mánuði. í
maí fer fram mat á því hvort svoköll-
uð rauð strik kjarasamninga haldi eða
ekki.
„Hækkun verðlags hefur verið á
mjög mörgum liðum. Um þriðjung
hækkananna má rekja til beinna gjald-
skrárhækkana hins opinbera. Ef
mjólkurverðsákvörðunin er síðan tek-
in með þá er kominn um helmingur
þeirra hækkana sem við höfum verið
að sjá í síðustu vísitöluviðmiðun," seg-
ir Rannveig Sigurðardóttir. Hún nefn-
ir einnig að ýmiss konar þjónusta hafi
verið að hækka töluvert, þar á meðal
bílaviögerðir, þjónusta veitingahúsa
og fleira.
„Það er alltaf hætta á þvi að rekstr-
araðilar hugsi þannig að auðveldara
sé að ýta hækkunum út í verðlagið
þegar verðbólga er mikil heldur en
þegar hún er lítil. í litilli verðbólgu þá
taka menn mun meira eftir öllum slík-
um hækkunum."
Rannveig bendir líka á að varðandi
verðhækkanir þá hafi t.d. nýbyggingar
í verslunargeiranum vissulega áhrif.
Baugur sé þar m.a. að sýna hagnað eft-
en eftirlitið er í höndum Samkeppn-
isstofnunar. Hún hafði það sem sér-
stakt verkefni á síðasta ári að fara
yflr matvörumarkaðinn og skilaði
um það skýrslu. Sú skýrsla sagði
í kjölfar mikillar umræðu um
óhóflegar hækkanir matvöruverðs
og annarrar nauðsynjavöru til-
kynnti byggingavöruverslunin
BYKO fyrir helgina um 2% lækk-
un vöruverðs. Jafnframt skuldbatt
verslunin sig til að hækka ekki
verð fram í maí. í kjölfar þessara
tíðinda fóru að berast fréttir úr
öðrum verslunum.
Húsasmiðjan tilkynnti 3% verð-
lækkun og Fjarðarkaup i Hafnar-
firði var fyrst matvöruverslana til
að tilkynna um lækkun hjá sér.
Þar var einnig um 3% lækkun að
ræða. Virðist sem hvatningarorð
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra og Valgerðar Sverrisdóttir
viðskiptaráðherra hafi haft þar
einhver áhrif sem og öflug um-
ræða í fjölmiðlum. Forsætisráð-
ir að búið sé að draga frá kostnað
vegna mikilla ijárfestinga. Forstjóri
Baugs hefur bent á að síðustu 18 mán-
uði hafi verðhækkanir á vörum í
verslunum fyrirtækj asamsteypunnar
ekki verið meiri en gengislækkun á
tímabilinu. Rannveig bendir hins veg-
ar á að næstu mánuði þar á undan
hafi gengi íslensku krónunnar styrkst
um 5% en þrátt fyrir það hafi innflutt
matvara hækkað í verði.
Étur upp launahækkanir
Áhrif verðbólgu á framfærslu fjöl-
skyldu geta verið mjög mikil. Sem
dæmi nefnir Rannveig afborganir af
húsnæðislánum. Af 5 milljóna króna
húsbréfaláni til 25 ára þurfi fólk að
greiða 23.800 krónum meira á ári við
9,4% verðbólgu en annars þyrfti í
2,5% verðbólgu. Þó ekki sé þar um
mjög háar greiðslur að ræða á mán-
uði, þá er þetta mikið til lengri tíma
litið. Launþegar með 150 þúsund
króna mánaðarlaun fengu um 4.500
króna launahækkun nú um áramótin.
enn fremur að hún gæfi tilefni til
frekari vinnu varðandi matvöru-
markaðinn. Ég reika með að sú
vinna sé nú í gangi,“ sagði Valgerð-
ur Sverrisdóttir.
herra sagði í fréttum um helgina
að hækkun neysluverðsvísitöl-
unnar benti til þess að heildsalár
og smásalar hefðu hækkað verð
umfram það sem eðlilegt gæti
talist.
I gær biðu menn spenntir eftir
því hvort stóru risarnir á matvöru-
markaðnum, Baugskeðjan, Kaupás
og Samkaupskeðjan, myndu sigla í
kjölfar Fjarðarkaupa. Þessar versl-
anakeðjur teygja anga sína um allt
land og hafa um 80% af matvöru-
versluninni f landinu undir sínum
hatti. Forstjóri Baugs, Jón Ásgeir
Jóhannesson, hefur þó lýst yfir efa-
semdum vegna yfirlýsinga Fjarðar-
kaupa og annarra verslana og telur
þetta frekar merki um tímabundið
auglýsingabragð en raunverulega
vörulækkun tU lengri tíma.
Öll sú hækkun í rúma fimm mánuði
fer hins vegar í að borga hækkun á
húsnæðisláninu vegna verðbólgu-
áhrifanna.
Þörf á nýjum neyslustöðlum
Framfærsluvísitala er í dag unnin
upp úr neyslukönnunum og sýnir eins
konar meðaltalsneyslu. Vandinn er sá
að vísitalan sýnir ekki áhrif verð-
hækkana á einstaka þjóðfélagshópa.
Neyslumynstrið er oft ólíkt eftir efna-
hag einstaklinga og erfitt er að meta
áhrif aðgerða í peningastjórnun á mis-
munandi hópa. Rannveig telur því
mikUvægt að unnir veröi upp neyslu-
staðlar fyrir mismunandi fjölskyldu-
gerðir. Með slíku yrði betur hægt að
meta verðbólguáhrif og einnig áhrif
stjórnvaldsaðgerða eins og skatta-
breytinga. „Við erum að vinna með
fjármálaráðuneytinu og Þjóðhags-
stofnun varðandi þetta. Það yrði mjög
áhugavert að fá slíkt tæki í hendurn-
ar,“ segir Rannveig Sigurðardóttir,
hagfræðingur ASt.
Mikilvægt aö verslun og þjónusta lækki vöruverð:
Verðbólgan étur
upp launahækkanir
- segir hagfræöingur ASÍ og vill nýja neyslustaðla
Meiri veröbólga eykur afborgunarbyröi húsbréfalána stórlega
Launahækkunin um áramót fer öll í aö greiöa viöbótina
í fimm og hálfan mánuö.
Verð skrúfað niður:
Fjölmiðlaumræða
og orð ráðherra
virðast hafa áhrif