Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
DV
Fréttir
Óljóst neyðarkall barst varðskipinu Tý:
Mayday, mayday,
við erum að sökkva
Þridrangar
Bjarmi fórst 10 sjómflum
vestan Þrídranga.
------- 'CO- alandi
-
Vestmannaeyjar
Átfsey
; O ,
_____________
- þyrla bjargaði tveimur mönnum þegar Bjarmi VE sökk. Einn skipverji lést, annars er saknað
„Aðkoman var nöturleg,“ segir
Jakob Ólafsson, flugmaður hjá
Landhelgisgæslunni, en hann var í
áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgis-
gæslunnar sem hiföi þrjá menn úr
sjónum þegar Bjarmi VE sökk um
10 sjómílur undan Þrídröngum á
laugardagsmorgun. „Þegar við kom-
um að héngu tveir mannanna í hálf-
uppblásnum gúmmíbátnum og sjór-
inn gekk yfir þá og sá þriðji fannst
látinn i sjónum skammt frá.“ Eins
manns er enn saknað.
Rétt fyrir klukkan 11.00 á laugar-
daginn heyrði áhöfn varðskipsins
Týs óljóst neyðarkall þar sem skila-
boðin voru „mayday, mayday, við
erum að sökkva". Þá var kannað
hvort önnur skip í grenndinni hefðu
heyrt neyðarkallið en svo virtist
ekki vera. Um hádegisbil kom fram
að Bjarmi VE hafði dottið út hjá Til-
kynningarskyldunni og þá var þyrla
Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Kallið kom klukkan 12.14 og var
hún komin í loftið kl. 12.35. Orion-
kafbátaleitarflugvél, sem var á æf-
ingu um 50 sjómílur suðvestur af
Keflavík, fór strax á svæðið og
einnig var óskað eftir vél Flugmála-
stjómar þar sem Fokker Landhelg-
isgæslunnar var bilaður. Eins var
vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli
gert viðvart og var þyrla frá þvi
send á staðinn skömmu síðar.
Skömmu eftir að TF-SIF kom á
svæðið fann hún annan gúmmíhát
Bjarma og var sigmaður sendur nið-
ur í hann en hann reyndist mann-
laus.
„Þegar við uröum þess varir að
gúmmíbáturinn var tómur hófum
við aö leita upp í vindinn," segir
Jakob. „Talsvert var af braki þarna
og fljótlega komum við auga á hinn
gúmmíbátinn sem maraði i hálfu
kafi á hvolfi, varla hálfuppblásinn,
og mennimir á honum. Sigmaður-
inn sótti þá og gekk sú aðgerð mjög
vel. Því næst héldum við áfram að
leita og skammt frá fundum við
einn mann í sjó og var hann sóttur.
Eftir það reyndum við að skima um
i brakinu en þar sem læknir þyrl-
unnar mat ástand mannanna
þannig að þeir væru mjög kaldir
var haldið með þá á sjúkrahúsið i
V estmannaeyj um.
Jakob segist ekki geta metið
hversu lengi mennirnir hefðu enst í
sjónum en telur að varla hafi mátt
tæpara standa. „Þeir vom mjög
þrekaðir og annar þeirra hættur að
Látinn
Matthías
Hannesson.
Maðurinn sem
lést þegar Bjarmi
VE sökk hét
Matthías Hannes-
son, fæddur
11.12.61, til heim-
ilis að Hring-
braut 62 í Kefla-
vik. Hann lætur
eftir sig sambýl-
iskonu og 2 dæt-
ur.
Saknað
Maðurinn sem
saknað er heitir
Snorri Norðfjörð
Haraldsson,
fæddur 9.3.45, til
heimilis að
Hringbraut 62 í
Keflavík. Hann
er ókvæntur og
barnlaus.
Mennimir eru
hálfbræður.
Snorri Noröfjörð
Haraldsson
Þyrla Landhelglsgæslunnar, TF-SIF.
Tekið á móti skipbrotsmönnum
Mennirnir tveir sem komust lífs af voru fluttir á sjúkrahúsiö í Vestmannaeyjum. Þessi mynd er tekin á
flugvellinum þar sem björgunarmenn bíöa komu þyrlunnar.
gær en varð frá að hverfa vegna
veðurs.
Bjarmi VE var 58 brúttólesta tog-
bátur sem smíðaður var árið 1970 og
gerður út frá Vestmannaeyjum en
var á leið í nýja heimahöfn í
Grindavík. Ekki er vitað hvers
vegna skipið sökk og björgunarbát-
ur Bjarma bíður rannsóknar í
geymslum lögreglunnar. -ÓSB
Bjarmi VE 66.
skjálfa sem er merki um mikla of-
kælingu. Enda vora þeir illa klædd-
ir, bara í léttum fatnaði." Talið er
að mennimir hafi verið í köldum
sjónum í u.þ.b. tvær klukkustundir
áður þeim var bjarg-
að. Þeir dvelja nú við
ágæta heilsu á
sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum.
Á fimmta tíman-
um í gær hættu
björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins
leit að skipverjanum
sem saknað er en
leitin bar ekki árang-
ur. 50 björgunar-
sveitarmenn á 12 jeppum og 2 fjór-
hjólum leituðu strandlengjuna frá
Herdísarvik austur til Jökulsár á
Sólheimasandi. Auk þess var varð-
skip á sveimi nærri slysstaðnum í
Kaupfélag Stöðfirðinga leggur upp laupana:
Hið Stöðfirzka verzlunarfélag
tekur við „austantjaldsverslun"
Kaupfélag Stöðflrðinga var úrskurð-
að gjaldþrota fyrir síðustu áramót en
þrotabú þess hefúr siðan þá rekiö
verslunina áfram og reynt að selja það
sem eftir var af vörum, ásamt því að
selja nýmjólk og brauð. Hefúr mörgum
frekar þótt verslunin minna á verslan-
ir í austantjaldslöndunum sálugu með
hálftómum hillunum en verslun á ís-
landi. Nú hillir hins vegar undir að i
húsnæðinu verði opnuð verslun undir
nýjum merkjum. Jósef Friðriksson,
núverandi sveitarstjóri Stöðvarhrepps,
hefúr stofnað hið Stöðfirzka verzlunar-
félag og segir hann að þótt enn þá eigi
eftir að hnýta einhverja lausa enda
muni opnun verslunarinnar verða að
veruleika. Enn stendur á samþykki
stofnunar innan samvinnuhreyfingar-
innar og hefur verið gefrnn frestur til
að svara til mánudags. Annars mun
Stöðfirzka verzlunarfélagið verða opn-
að í öðru húsnæði. -GH
DV-MYND GARÐAR HARÐARSON
Gott verslunarhús.
Verslunarhús Kaupfélagsins er hiö ágætasta til síns brúks en félagiö hefur
ekki bolmagn til aö versla eins og vert væri. Nú bíöa nýir aðilar eftir
aö fá aö spreyta sig.
Ars fangelsi fyrir
grófa misnotkun
Hæstiréttur hefur snúið dómi
Héraðsdóms Norðurlands eystra og
dæmt norðlenskan karlmann á fer-
tugsaldri í eins árs fangelsi fyrir
kynferðisbrot. Áður hafði héraðs-
dómur sýknað manninn.
í dómi Hæstaréttar segir að
ákærði hafi ekki áður sætt refsingu
en til þess beri að líta að um gróf
brot hafi verið að ræða. Þau hafi
beinst að liðlega 11 ára gömlum
frænda ákærða. Drengurinn hafi
borið fullt traust til hans og litið á
hann sem vin. „Þykir ljóst af gögn-
um málsins að umræddir atburðir
hafi orðið honum þungbærir," segir
í dómi Hæstaréttar.
Sannað þykir að maðurinn hafi
framið ýmis brot gegn frænda sínum og
þ.á m. haft við hann munnmök. Atburð-
imir gerðust á árunum 1998-1999. -BÞ
Flosi sigraði
Flosi Eiríksson
sigraði í próf-
kjöri Samfylking-
arinnar í Kópa-
vogi vegna kom-
andi bæjarstjóm-
arkosninga í vor.
Annað sæti hlaut
Sigrún Jónsdótt-
ir, Hafsteinn
Karlson lenti í því þriðja en Tryggvi
Felixson hafnaði í fjórða sæti en
kosningin er bindandi fyrir fjögur
efstu sætin. Tæplega eitt þúsund
manns greiddi atkvæði i kosning-
unni sem var eingöngu opin flokks-
mönnum og öðrum stuðningsmönn-
um Samfylkingarinnar. -áb
Bessastaðahreppur:
Guðmundur í
fyrsta sæti
Prófkjör Sjálfstæðisfélags Bessa-
staðahrepps var haldið síðastliðmn
laugardag. Alls tóku 234 þátt í kosn-
ingunni af þeim 1130 sem voru á
kjörskrá. í fyrsta sæti lenti Guð-
mundur G. Gunnarsson, oddviti
hreppsnefndar, með 138 atkvæði, en
Snorri Finnlaugsson varð annar
með 120 atkvæði. Næstar urðu þær
Erla Guðjónsdóttir í þriðja sæti,
með 73 atkvæði, og Sigríður Rósa
Magnúsdóttir í því fjórða. Fimmti
varð svo Bragi Vignir Jónsson,
sjötta Halla Jónsdóttir, sjöundi
Doron Eliasen og Hildur Ragnars-
dóttir varð í því áttunda. íbúar
Bessastaðahrepps eru nú um 1740
en þeim hefur fiölgað um rúman
fiórðung á þessu kjörtímabili. Sjálf-
stæðismenn eru með meirihluta í
hreppsnefnd Bessastaðahrepps eins
og er, með fióra fulltrúa af sjö. -áb
Vilja reisa Gretti
minnisvarða í
Drangey
Kiwanisklúbburinn Drangey hefur
lýst yfir áhuga sínum og óskað leyfis
frá sveitarstjórn Skagafiarðar til að
reisa minnisvarða um útlagann
Gretti Ásmundarson í Drangey.
Byggðarráð samþykkti að fela tækni-
deild sveitarféiagsms að skoða málið.
Að sögn Ingólfs Guðmundssonar,
formanns Grettisnefndar Kiwanis-
klúbbsins, er þetta áformað í tengsl-
um við 25 ára afmæli klúbbsins á
næsta ári. Hugmyndm er að koma
upp útsýnisskífu í eynni. Á stöpli
hennar yrðu skildir þar sem fiallað
yrði um eyjuna og sögu Grettis í
stuttu máli. -ÞÁ.