Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002 Fréttir T>iy Valgerður svarar Ögmundi: Vinstri grænir ekki lengur grænir - athyglisvert hvað Ögmundur er upptekinn af arðsemi, segir ráðherrann „Þaö fór frekar lítið fyrir umræö- unni um Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta umræöa fór fram í síðustu viku og málið er nú komið til iðnað- arnefndar. Það var athyglisvert hvað vinstri grænir voru orðnir uppteknir af arðsemi virkjunarinn- ar. Þetta gekk svo langt að Guð- mundur Árni Stefánsson hafði orð á því að græna slikjan væri bara gjör- samlega horfm,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. í pistli á heimasíðu ráðherrans segir Valgerður að Ögmundur Jón- asson hafi einungis velt fyrir sér spumingum um arðsemi en ekki öðrum mikilvægum atriðum sem snúa að því hvort nýta eigi náttúru- auðlindirnar, hvort byggja eigi virkjrm með 190 metra hárri stíflu og hvort flytja eigi Jökulsá á Dal yfir í Jökulsá á Fljótsdal. Öll- um þessum spurningum þurfi að svara með það í huga að þessar fram- kvæmdir geri kleift að auka útflutningsverðmæti um 14% og þjóðarframleiðslu um 1%. Að auki muni framkvæmdin skapa varanlegan grunn að byggða- áætlun á Austfjörðum með því að um 1000 ný störf skapist með bygg- ingu álvers sem nýti orku virkjim- Valgerður Sverrisdóttir. armnar. „Að Ögmund- ur þingmaður skuli gera arð- semi virkjunar- innar að aðalat- riði í sínum mál- flutningi er einnig athyglis- vert í ljósi þess að Ögmundur í hlutverki fjárfest- is sem stjómarformaður Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins hafnaði því að sjóðurinn skoðaði arðsemi Reyðaráls. Hann hafnaði þátttöku sjóðsins fyrir fram — þá skipti arð- semin engu máli! segir ráðherrann. Ögmundur Jónasson gagnrýndi Ogmundur Jónasson. stjómvöld harkalega í samtali við DV fyrir skemmstu vegna Kára- hnjúkamálsins. Hann kallaði það „hneyksli" ef Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórnarinnar um virkjunarheimildir án þess að gerð væri grein fyrir öllum atriðum málsins. „Allt er þetta í skötulíki varðandi efnahagsforsendur og arð- semisútreikninga er hreinlega ekki að finna. Svo ósvífin er ríksstjórnin að veifa framan í Alþingi yfirlýsing- um frá Landsvirkjun um að slíkir útreikningar hljóti að teljast við- skiptaleyndarmál, en í Bandaríkj- unum, miðstöð kapítalismans, eru slík viðhorf blásin út af borðinu," sagði Ögmundur þá. -BÞ Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja breytingar á skattfríðindum sjómanna: Loðnukvóti hálfnaður Loðnukvóti þessa flskveiðiárs er nú rúmlega hálfnaður og hefur veiði gengið mjög vel síðustu vikur, eftir nokkuð erfiða byrjun á árinu. Loðnan er nú gengin upp á landgrannið og hefur veiðst vel suðaustur af landinu. Skipafloti landsmanna hefur nú veitt um 550 þúsund tonn það sem af er þessu fiskveiðiári en þá era um 420 þúsund tonn eftir af heildarkvóta árs- ins. Mestur hluti aflans hefur farið til bræðslu en talsvert hefur verið um átu í loðnunni sem veiðst hefur og því hefur lítill hluti hennar verið frystur. Menn era þvi vongóðir um að það takist að veiða kvótann áður en loðnuvertíðinni lýkur í lok næsta mánaðar, svo framarlega sem veður veröur áfram gott til veiða. -áb Sjómannaafsláttur verði afnuminn Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru með í bígerð frum- varp um að sjómannaafsláttur verði lagður niður í áfongum. Þau Pétur Blöndal og Katrín Fjeldsted benda á að aðstæður útgerðar og sjómanna hafi breyst mikið til batnaðar að undanförnu. Gengi er- lendra gjaldmiðla hafi hækkað verulega, eða um 20%, frá áramót- um. Fiskur sé nær allur fluttur út og því muni fiskverð líklega hækka ámóta og erlendur gjald- eyrir og tekjur útgerða og sjó- manna því hækka umtalsvert. „Þess vegna er útgerðin vel í stakk búin til að taka á sig niðurfellingu á þessum styrk. Einnig hefur end- Pétur Blöndal. Katrín Fjeldsted. urskoðunarnefnd um stjórn fisk- veiða skilað skýrslu sinni og legg- ur til að útgerðinni verði gert að greiða auðlindagjald. Eðlilegt er að útgerðin hætti að fá styrk frá ríkinu áður en farið er að láta hana greiða auðlindagjald,“ segja þingmennirnir. Sjómannaafsláttur var tekinn upp árið 1954 en rökin fyrir hon- um höfðu, að mati þingmannanna, „vafasamt gildi þegar i upphafi og hafa þau enn rýrnað í tímans rás“. Einnig segir: „Yfir 98% þeirra sem greiddu til Lífeyrissjóðs sjómanna á árinu 1995 voru karlar. Þannig má segja að sjómannaafslátturinn sé forréttindi karla og vinni gegn launajafnrétti karla og kvenna þar sem yfirgnæfandi fjöldi starfsfólks í fiskvinnslunni eru konur. Launa- munur sjómanna og fiskvinnslu- fólks er mikill. Sjómannaafsláttur- inn eykur enn frekar þann mun,“ segja þingmennirnir. -BÞ Stjórn og yfirmenn Landssímans á Hótel Rangá á Hellu: Stjórnarformaður Símans spurð- ur um eignaraðild að hóteli - get ekki bannað viðskipti við eigin fyrirtæki, segir Friðrik Pálsson Landssíminn hefúr í nokkram tilvikum tekið á leigu stóran hluta af Hótel Rangá sem er í grennd við Hellu. Stjóm- arformaður Odd- hóls ehf., sem rek- ur hótelið er Ffiðr|k pá|sson. Friðrik Palsson sem jafnframt er stjómarformaður Landssímans. DV hefur staðfest að í desember 2001 var hótelið leigt undir sjö manna stjóm fyrirtækisins og nokkra yfirmenn Símans. Sá háttur var hafður á að farið var að morgni og þingað fram eftir degi. Síðan var barinn opnaður og allt var ókeypis fram á nótt. Landssiminn greiddi síðan reikn- ingana sem sagðir era hafa losað milljón krónur. i október árið 2000 var svipaður hópur stjómarmanna og starfsmanna einnig á Hótel Rangá á kostnað Sím- ans. Skráðir eigendur að Oddhóli, sem á og rekur Hótel Rangá, era Frið- rik Pálsson, Sigurbjöm Bárðarson og Axel Ómarsson framkvæmdastjóri. Ekkert var að sögn stjómarmanns hjá Landssímanum sparað í mat og drykk og allt skrifað á Landssímann. Einn þeirra stjómarmanna sem fóra i umræddar ferðir sagði að þrátt fyrir að allt hefði verið frítt þá hefðu menn kikt á verðlistana. „Þama var engin rauðvinsflaska undir 4.000 krónum en það skipti engu því allt var frítt. Ég hef alla vega aldrei séð neinn reikning," sagði hann. Hann segir að maturinn hafi verið stórkostlegur og annan eins lúxus hefði hann vart upplifað. Ferðimar sem famar vora austur að Rangá voru skilgreindar sem „stefnumóta- vinna“. Annar stjórnarmaður, sem DV ræddi við, sagði að þama hefði „alls ekki verið slugsað" heldur hefði fólk fundað langt fram á nótt og vart gefíð sér tima til að borða. Opinn barinn DV-MYND NJORÐUR Hótel Rangá Landssíminn hefur átt mikil viöskipti viö hótel stjórnarformanns síns. hefði ekki truflað þá vinnu. Einhver umræða var í skúmaskotum um eign- araðild stjómarformannsins og sagði þessi heimildarmaður DV að Friðrik Pálsson hefði verið spurður beint út um málið. „Hann gerði lítið úr þessu og sagðist aðeins eiga lítinn hlut í hótelinu," segir stjórnarmaðurinn. Heimildir DV herma að Hótel Rangá hafi átt í umtalsverðum fjár- hagsörðugleikum eftir að það var byggt upp árið 1999. Aðsókn mun hafa verið minni en væntingar stóðu til. Samkvæmt heimildum DV var Friðrik Pálsson í afgerandi hlutverki þegar hótelið var byggt upp en heim- ildir era fyrir þvi að nýir hluthafar hafi komið að rekstrinum á síðasta ári en breytingar hafa ekki verið til- kynntar til Hlutafélagaskrár. Friðrik Pálsson stjómarformaður sagðist í samtali við DV ekki hafa haft nein afskipti af rekstrihótelsins. Hann sagðist aðeins eiga í dag sem nemur 5 til 6 prósentum í hótelinu. „Ég hef áður verið spurður út í þetta mál. Ekki fer ég að banna fyrir- tækjum að eiga viðskipti við hótel þar sem ég á aðeins lítinn eignarhlut. Þar gildir það sama varðandi Lands- símann. Ég geri ekki athugasemdir varðandi viðskipti annarra félaga, sem ég á hlut í, við Símann," segir Friðrik. -rt Sólar Img £jíi jnfjLU RÉYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 18.23 18.26 Sólarupprás á morgun 08.50 08.53 Síðdegisflóð 16.34 21.07 Árdegisflóð á morgun 04.56 08.29 -8! (13) U- v -11?. ^ °^.7, Frost áfram I nótt verða austan 13-18 m/s allra syðst og vestast en annars hægari austlæg eða breytileg átt. Dálítil él á annesjum norðan- og austan til en víða léttskýjað annars staöar. Frost 5 til 18 stig, kaldast inn til landsins. j- 5: r?) . V V -4^2) “ ~?? Minnkandi frost Austan átt, 10-15 m/s, sunnan og vestan til en heldur hægari á Norðausturlandi. Él austan til en skýjaö með köflum vestan til og frost 2 til 9 stig, mildast allra syöst. Veðrið næ Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hiti 2” til 9“ $ Hiti 4° til 9° Hiti 2“ tii 9° Vindun Vindur: Vindur: 4—5"1'- 3-6 ™A * Norölæg átt og Léttir til á Dálítil él noröan- og Suöur- og snjókoma eöa él austanlands Vesturlandl. Fremur kalt Fremur kalt áfram. Hægur vindur og víöa léttskýjaö áfram. 1 m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 wmm AKUREYRI úrkoma í grennd -13 BERGSSTAÐIR úrkoma í grennd -17 BOLUNGARVÍK úrkoma í grennd -9 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -10 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -10 KEFLAVIK skýjað -7 RAUFARHÖFN úrkoma í grennd -9 REYKJAVÍK skýjaö -9 STÓRHÖFÐI skýjað -3 BERGEN snjóél -3 HELSINKI snjókoma -2 KAUPMANNAHOFN léttskýjað 0 ÓSLO skýjað -1 STOKKHOLMUR -4 ÞÓRSHÖFN hátfskýjaö -3 ÞRANDHEIMUR snjóél -1 ALGARVE heiösktrt 16 AMSTERDAM rigning 3 BARCELONA skýjaö 12 BERLÍN snjóél 0 CHICAGO léttskýjað 12 DUBLIN súld 6 HALiFAX hálfskýjað -2 FRANKFURT alskýjaö 4 HAMBORG snjóél 1 JAN MAYEN snjóél -6 LONDON rigning 9 LÚXEMBORG rigning 1 MALLORCA skýjaö 15 MONTREAL alskýjað -2 NARSSARSSUAQ heiöskírt -16 NEW YORK heiöskírt 6 ORLANDO heiöskfrt 17 PARÍS rigning 6 VÍN snjóél 2 WASHINGTON heiöskírt 8 WINNIPEG heiðskírt -13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.