Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 8
8
Fréttir
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
DV
Y KRAFTVtlAR
Þjónustudeild
Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur
Sími 535 3500 • Fax 535 3509
haraldur@kraftvelar.is
www.kraftvelar.is
Hafðu samband og láttu
okkur leysa málið
FpiiÚíjílJ - Jlijjilpð
m ahrinsælasti áfangastaður íslendlnga undanfari
CC Qnfllrr -Vandaðir gististaðir
iltfiSUUKT. ^•CÉCfeAr -Endalausar gylltar strend
á mann m.v. hjón með 2 börn __ *** -Skemmtileat mannlíf
á mann í tvíbýli í 2 vikur -19. júlí
á Cantinho do Mar
8.500 kr. Súper-Sól afsláttur á mann
Skattar 4.445 kr.
á mann m.v. hjón með 3 börn
2 vikur - 28. maí á Village Park
8.500 kr. Súper-Sól afsláttur á mann
Skattar 4.500 kr. full. / 3.500 kr. börn
r/llJlIíJllJJil - JJiljiI
og bíll í viku Flugsæti frá
Rómantísk vika í París
á mann í tvíbýli
íslensk fararstjórn og spennandi
Skattar 4.900kr. fullorðnir / 4.200kr. börn
TERRA
NOVA
-SPENNANDI VALKOSTUR-
Stangarhyl 3A • 110 Reykjavik • Sími: 591 9000 • terranova.is
pi 1 a I í 1 [5 1 rny^r'
[\hYi\w ;f il A k p| •I 1 E nT=liiiiim
DV-MYND: PÉTUR GUÐVARÐARSON
A Hallormsstaö
Skógarhöggsmenn fella rauögrenið -sem verður notað í þjónustu spæjarans mikla.
Höggvið á Hallormsstað:
Rauðgreni fyrir 007
- annríki hjá skógarhöggsmönnum
Flutt verða tvö hundruð rauðgreni-
tré úr Hallormsstaðarskógi að Jök-
ulsárlóni þar sem þau verða notuð í
kvikmyndaveri James Bond. „Fyrsta
upphringingin var upp á beiðni um
sjö hundruð tré, fimm til tíu metra
há, en endanleg tala er tvö hundruð
tré af ýmsum stærðum frá 3,5 m upp
í 8 m,“ segir Skúli Bjömsson hjá
Skógræktinni á Hallormsstað.
Búið er að höggva hundrað tré en
þar sem ekki er hægt að pakka
trjánum í netin nema í þíðviðri
dregst eitthvað að koma trjánum á
ákvörðunarstað þar sem útlit er fyr-
ir frost næstu daga. Trén eru
grisjuð úr sérstökum jólatrjáareit-
um og eru þau elstu frá 1973. Skúli
segir að plantað sé um einni og
hálfri til tveimur milljónum trjá-
plantna hjá Skógræktinni á ári og
það hefði auðveldlega verið hægt að
höggva fimm þúsund tré eða meira
en svo myndarlegan skóg þarf Bond
ekki að þessu sinni.
Illa hefur viðrað til kvikmynda-
töku siðustu tvo daga við Jökulsár-
lón þar sem vonskuveður og snjó-
koma hefur verið á þessum slóðum
og tafið fyrir framkvæmdum. -JI
Heilsuátak á Skagaströnd:
Sextíu konur á hafnarvogina
Föngulegur hópur
Hér eru konurnar, rétt um 60, hinn föngulegasti hópur skagstrendskra
kvenna.
„Markmiðið er að auka vellíðan
kvenna á Skagaströnd með því að
bæta bæði andlegt og líkamlegt
ástand þeirra. 1 leiðinni erum við
lika að virkja þá kosti sem við eig-
um í litlu samfélagi, til dæmis þá að
við höfum tima til að gera svona
hluti,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir,
forsprakki sextíu kvenna á Skaga-
strönd sem stunda heilsueflingu af
kappi alveg fram á vor.
Átakið byrjaði kvöld eitt nýlega
þegar hópurinn mætti til vigtunar á
hafnarvogina á Skagaströnd í
hörkugaddi, íklæddar kuldagöllum
og þungum skóm. Útkoman var fjög-
ur tonn og 620 kíló. „Markmiðið er
að létta lundina, ekki endilega að
fækka kílóum,“ sagði Bryndís og
bætir við að sumar kvennanna
þurfi frekar að þyngjast. Fiórar kon-
ur af hverjum tíu á aldrinum 20 til
65 ára taka þátt í átakinu. Þrisvar í
viku er hreyfing í íþróttahúsinu,
þar eru vaxtamótunartímar og puð-
að í tækjasal. Sjúkraþjálfari gerði
sérstakt prógramm sem mælist vel
fyrir. Líkami og sál heitir nám-
skeiðið. Sálarlega þættinum er líka
sinnt. Andlega þættinum er ekkert
síður sinnt, fyrirlestrar um sál-
fræði, líka um útlitið, næringu,
sjálfseflingu og margt fleira. Karl-
arnir á Skagaströnd eru margir úti
á sjó en þeir stunda badminton þeg-
ar færi gefst.
„Við getum vonandi verið í stutt-
buxum og bol í vor þegar við verð-
um vigtaðar og þá líklega miklu létt-
ari, annars er ekki aðalmarkmiðið
að grenna sig eða létta, heldur hitt
að líða betur bæði andlega og likam-
lega,“ segir Bryndís. Hún segir að-
stöðuna ágæta á Skagaströnd og
íþróttahúsið sé til ráðstöfunar
þrisvar í viku.
-ÞÁ
Utigangsféð sótt í Héðinsfjörð
Um síðustu helgi tókst að sækja
13 útigangskindur í Héðinsfjörð en
þær fundust þar fyrir um mánuði
en þá tókst ekki að ná þeim til
byggða. í síðustu viku fóru fjórir
menn á snjósleðum frá Siglufirði
yfir í Héðinsfjörð og komu kindun-
um, sem voru framarlega í firðin-
um, niður að sjó.
Á laugardag gaf síðan loksins til
að sækja kindurnar. Var farið á
trillu úr Siglufirði og einnig á snjó-
sleðum. Vel gekk að handsama
kindurnar en selflytja þurfti þær á
gúmmíbát út i trilluna og gekk það
ágætlega, að sögn Stefáns Einars-
sonar frá Siglunesi sem sá um að
sækja féð. Hann sagði að kindurn-
ar hefðu verið í þokkalegu ástandi
þrátt fyrir að jarðlítið hefði verið
þar sem þær voru. Sex af kindun-
um voru úr Fljótum en hinar úr
Ólafsfirði. Þrjú lömb voru í hópn-
um, þar á meðal lambhrútur,
þannig að líklegt er að eigendumir
3 DV+1YND ORN ÞORARINSSON
Útlgangsfé
Fimm af útigangsánum á fjárhúshiaöinu á Brúnastöðum í Fijótum, loksins
komnar í gott skjól fyrir vetrarveðrunum.
fái lömb með fyrra fallinu í vor. firði og hafa þær jafnvel verið sótt-
Undanfarin ár hefur gengið seint ar á svipuðum tíma og nú og jafnvel
að ná síðustu kindunum úr Héðins- síðar. -ÖÞ