Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 10
10 Landið MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002 DV Gott veganesti Fátt er eins mikilvægt fyrir llkamlegan og andlegan þroska bamsins og holl næring fyrstu æviárin. Holiur og næringarríkur matur er þvi eitt besta veganestið sem við getum gefið börnunum okkar. Þetta hafa framleiðendur Gerber bamamatar alltaf vitað og nota því eingöngu bestu og hreinustu hráefni sem völ er á. í Gerber barnamat er hvorki bætt ónáttúrulegum litar- og bragðefnum né rotvamarefnum. Þannig hefur Gerber framleitt bamamat í meira en 70 ár og mun ailtaf gera. Frá Djúpavogi Mikil fegurö einkennir Djúpavog. Þar rís ný og betri sundlaug í sumar sem gagnast heimamönnum oggestum þeirra. Djúpavogsbúar leggja niður sundlaugina frá 1982: Ný sundlaug fyrir 107 milljónir Framkvæmdir við byggingu sundlaugar eru hafnar á Djúpavogi og á þeim að ljúka í sumar. Sund- laugin verður í 680 fermetra lím- tréshúsi frá Flúðum, sem reist verð- ur við íþróttahúsið. Stærð sund- laugarinnar verður 10,5 m x 16,67 m og einnig verður þar lítil bamalaug og tveir heitir pottar. Áætlaður kostnaður við sundlaugarbygging- una er 107 milljónir króna. Þegar nýja laugin kemst í gagnið verður gamla sundlaugin frá 1982 aflögð enda orðin léleg og úr sér gengin. Ólafur Ragnarsson, sveitar- stjóri á Djúpavogi, segir aö þessar framkvæmdir verði mikið átak fyr- ir sveitarfélagið en nauðsynin sé svo brýn, bæöi fyrir heimafólk og eins í sambandi við ferðaþjónust- una, að staðurinn þurfi að fá þessa DV-MYNDIR JÚLÍA IMSLAND Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi aðstöðu. Það getur hreinlega skipt sköpum um að fólk vilji búa á stöð- unum að þar sé góð aðstaða til heilsueflingar og með tilkomu sund- laugarinnar eru Djúpavogsbúar vel settir í þeim málum, Áformað er að hefja framkvæmd- ir við laxeldi í Berufirði með vor- inu, segir Ólafur. „Norðmennimir sem með okkur eru í þessu em væntanlegir hingað í apríl og fjöl- skyldur þeirra þegar skólum lýkur. Búið er að tryggja kaup á seiðum,“ sagði sveitarstjórinn. Ólafur segir að atvinnuástand sé gott á Djúpavogi þó ekki hafi oft gef- ið á sjó fyrir smábátana það sem af er árinu en loðnuskipin landa reglu- lega. í sumar verður lokið frágangi og lýsingu við nýju höfnina í Gleði- vik og hún tekin i notkun. -JI Kjarnakona í Tinnuskógi í Breiðdal: Snyrtir og grisjar skóginn DVJIAYND HANNA INGÓLFSDÓTTÍR Kjamakona Una Einarsdóttir, liöiega sjötug ekkja á Breiödalsvík, sinnir hér áhugamáli sínu, skógrækt, í Tinnuskógi í Breiödal í lok þorrans. Kjamakonan Una Einarsdóttir lætur þorrann ekki aftra sér frá að sinna áhugamáli sínu. Fréttaritari hitti hana með sög í hendi í Tinnu- skógi i Breiðdal í góða veðrinu um daginn þar sem hún var að snyrta og grisja skóginn. Plantað var í Tinnuskóg á árun- um 1953 til 1961 og á tímabili var girðingin i slæmu ástandi. Þá gekk fé þar og beit ofan af mnnunum sem fóra að vaxa með jörðinni. Nú hefur því verið kippt i lag og er þetta þriðji veturinn sem Una notar hverja lausa stund til að laga trén, birki, greni og furu. Segist hún vera farin að sjá mikinn árangur af þessu starfi. Á sumrin er hún á fullu að planta og fer á hverju ári í gróðursetning- arferðir til útlanda með Skógrækt- arfélaginu og hefur meðal annars skipulagt og plantað í reit sem félag- ið fékk úthlutað i landi Heydala. Fyrir tveim árum vann hún ásamt fleiram við plöntun í svæðið en um haustið bjargaði hún nokkur hundruð stykkjum sem höfðu lyfst upp úr jörðinni í frosti, tíndi þær upp, bjó vel um þær og gróðursetti þær aftur um vorið. Fyrir fjórum árum fór Una til Bessastaða til að taka við framlagi úr Skógarsjóði til Skógræktarfélags Breiðdælinga. -HI SPRENGITILBOO Tilboðið gildir Ugg&ssgf 21. -28. febr. ***$$% aS KJLJKLIIXIGkUR stór franskar, hrásalat og sósa, 2 I Pepsí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.