Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002 Menning______________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Silja Aðalsteínsdóttir Carnegie fyrr og nú n n o n n Rita Lundquist: Konfirmand Undursamlega Ijóörænar smámyndir af ungum stúlkum. Nú þegar fjórða árlega Carnegie-sýn- ingin á norrænni málaralist hefur verið sett upp í Gerðarsafni í Kópavogi er ekki úr vegi að draga saman reynsluna af henni til þessa. Upphaflega þótti ýms- um það sérkennilegt af þeim Carnegie- mönnum aö hleypa af stokkunum nor- rænni samsýningu á málaralist um það leyti sem innsetningar og blönduð tækni voru hvað fyrirferðarmest á al- þjóðlegum myndlistarvettvangi. En um leið var ljóst að ef sýningin gerði í blóð- ið sitt út frá þessum forsendum mundi hún skapa sér algjöra sérstöðu meðal al- þjóðlegra sýninga, þar sem yfirleitt er reynt að koma til móts við öll sjónar- mið. Sterkur „prófill" sýningarinnar fælist fyrst og fremst í sérhæfmgu henn- ar, áherslunni á málaralistina. Carnegie-sýningamar hafa sýnt að það amar ekkert að málaralistinni á Norðurlöndum. Þær hafa fært okkur verk fjölmargra afbragðsgóðra lista- manna með rætur jafnt í eigin menn- ingu sem öllum helstu listhreyfingum 20stu aldar. Sérstaklega stöndum við ís- lendingar í þakklætisskuld við þá Camegie-menn, því sökum fjarlægðar verðum við iðulega út undan þegar al- þjóðlegar sýningar fara á flakk. Einnig eru peningaverðlaunin til listamann- anna þau hæstu sem veitt eru á Norður- löndum, og loks ber að geta þess að skipulag þessarar sýningar - hinn faglegi þátt- ur - er i algjörum sérflokki hér á norðurslóð- um, jafnvel þótt víðar væri leitað. Þó væri hræsni að halda því fram að mér hugnaðist allt sem gert hefur verið í nafni þess- ara Camegie-sýninga. Suma skavanka vil ég skrifa á reikning framkvæmdaraðila. Til dæm- is hef ég aldrei sætt mig við að ekki skuli vera hægt að tilnefna listmálara frá Færeyjum en hvergi á Norðurlöndum er málarahefðin jafn rótfost og þar. Sömuleiðis finnst mér ótækt að aldrei skuli vera reynt að setja upp Camegie- sýningamar i heild sinni hér á landi, jafnvel þótt sýningarrýmið sé fyrir hendi. Ef ég man rétt vora affóllin i fyrra um 20% og í ár eru þau rúmlega 30%. Kannski eiga þessi affóll ein- hvem þátt i því hversu daufleg sýningin er í ár. Gamaldags og óspennandi Mestar efasemdir hef ég samt um þá stefnu sem dómnefndin undir forystu Lars Nittve hef- ur tekið, bæði í vali á verkum til sýningarinn- ar og tilnefningum til verðlauna. Smám saman hefur hún verið að grafa undan hugmyndalegum grundvelli sýning- arinnar, og taka inn verk sem eng- in leið er að flokka undir máluð verk, t.d. þrykktar myndir og ljós- myndir. Slík verk hafa jafnvel ver- ið tekin inn án tilnefningar. Nú er sýningin m.a.s. kynnt með því for- orði að „listamaðurinn ákvarði hvort verk hans teljist vera mál- verk“. Sem sagt, honum er í lófa lagið að leggja fram gamla Volvóbíl- inn sinn. Undirritaður hefur hreint ekkert á móti þrykktum myndum og ljósmyndum, hvað þá gömlum Volvóbílum, en hefur áhyggjur af því að með þessu áframhaldi tapi sýningin upprunalegum „prófíl", verði aðeins ein af ótalmörgum blönduðum listsýningum á listvett- vangi. Reynslan segir okkur einnig að þekktir listamenn eigi öllu meiri möguleika á að hljóta Camegie- verðlaunin heldur en hæfileikarík- ir nýliðar. Sjaldan hefur þetta verið eins augljóst og á yfirstandandi sýningu, þar sem tveir gamlir jaxl- ar, þeir Jan Hafström og Carolus Enckell, fá hæstu verðlaun fyrir verk sem hefðu verið talin gamal- dags og óspennandi fyrir þrjátíu áram. Þessi verðlaun hefðu átt að falla í skaut þeim Jens Fánge eða Johan Scott; gaman hefði einnig verið að heiðra Ritu Lundqvist fyrir undur- samlega ljóðrænar smámyndir hennar af ung- um stúlkum. Við undirbúning fimmtu Camegie-sýningar- innar væri aðstandandum og dómnefnd hollt að gera úttekt á forsendum hennar og fram- kvæmd til þessa, gera upp við sig hvort halda eigi áfram á sömu braut. Aðalsteinn Ingólfsson Carnegie-sýningin stendur til 3. mars. Listasafn Kópa vogs er opiö kl. 11-17 alla daga nema mán. Leiklíst Ástin á tvennum tímum Klár og kjaftfor stelpa og soldið hæg- ari strákur - ekki eins vitlaus og hann lítur út fyrir að vera - koma inn í ókunnan bekk í nýjum skóla. Hún hefur orðið fyrir þeim og er óspör á skilgrein- ingar sínar á félagslegri stöðu þeirra hvors um sig svo að nýir bekkjarfélagar þurfi ekki að velkjast í vafa um bak- grunn þeirra. Þannig kynna persónum- ar Barði og Rúna sig í leikritinu Það var barn í dalnum eftir Þorvald Þorsteins- son, og það er verulega sniðug leið í leikriti sem venjulega er leikið í (nýjum og nýjum) skólastofum. í skólastofunni er líka dularfullur náungi (Pálmi Sigur- hjartarson) sem situr við hljóðfæri, kannski tónlistarkennari, og eftir að Rúna (Katrín Þorkelsdóttir) setur disk í græjurnar hans fara undarlegir hlutir að gerast. Þau Barði (Eggert Kaaber) hverfa aftur til fortiðar og reynast eiga sameiginlega sögu fyrir kannski einni og hálfri öld eða svo. Þá voru þau ólánsamir elskendur sem flýðu til fjalla undan ofríki föður hennar og þoldu þar örlög sem minna á sögu Eyvindar og Höllu eins og Jóhann Sigurjónsson skapaði hana. Þama sitja þau föst og lenda hvað eftir annaö í stórum lífs- Þau veröa að reyna að spjara sig í fortíöinni Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber. kvæðið „Það var barn í dalnum sem datt niður um gat, en þar fyrir neðan ókindin sat...“ Þetta er óhugnanlegt kvæði sem hefur hrellt margt barnið í aldanna rás en varð nýtt og lifandi í flutningi Eggerts og Katrínar. Bæði reynist það henta vel til rapps og svo er efnið óþægilega nær- göngult þessi misserin þegar ókindin dregur bamið út um dymar, dustar það við hjam og lemur það fram á nátt... Texti Þorvalds er furðu margbrotinn í þessu stutta verki. Fyrst mætir okkur unglingamálið - „djisis ma’r“ - svo talar þokan (Sigrún Sól) sem felur elskend- uma á fjöllum í bundnu máli og í fortíð- inni tala persónumar klassíska íslensku. Verkið talar því til unglinga á mörgum plönum, innihald, boðskapur og stíll hef- ur allt sitt að segja. Þó að leikararnir geri sitt besta til að virkja ímyndunarafl áhorfenda er auð- vitað nokkuð fátæklegt að láta þessa miklu atburði gerast á tómu gólfmu. Vel mætti hugsa sér þetta sem stutta sjón- varpsmynd, en kannski er þetta best sem dv-mynd hari útvarpsleikrit. Silja Aðalsteinsdóttir háska uns þau syngja sig aftur til nútíðar. Rauða þráðinn í verkinu myndar gamla Stopplelkhópurlnn sýnir í grunnskólum: Þaö var barn í dalnum. Hofundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Hljóömynd og tónlist: Pálmi Sigurhjartarson. Leik- stjóri: Jón Stefán Kristjánsson. mannsgaman Nakta konan í klinkinu Á stundum gerist það í lífinu að ekki er vit- að hvar maður er. Og því síður hver maður er. Þá er eins og lífið og tíminn og umhverfið sam- lagist hvert öðra. Þetta eru gjama undarleg augnablik og geta verið óþægileg, einkum ef þau vara lengi. Lenti í þessu í Nýlistasafninu um árið. Var þar kominn í rifiluðu jakkafötunum mínum aö upplifa þaö sem sagt var ferskast og ákafast í íslenskri myndlist. Og ekki bara hvaða mynd- list sem er, heldur nútímamyndlist. Hélt að eitthvað heföi farið úrskeiðis þegar inn kom. Gólfið var þar þakið af eirlituðum einseyringum og öðru klinki. Varla að maður þyrði að drepa niður fæti, en gerði samt og gekk á undarlegt hljóð sem barst neðan úr gryfju. Þar stóð nakin kona um þrítugt og tal- aði um tímann tímunum saman - og sagði reyndar aðeins þetta eina orð; tíminn. tíminn, tíminn, tíminn. Þama stóð hún ágætlega vaxin með þetta eina orð á vörunum í beði af gamalli mynt. Ekkert annað var aö gerast á Nýlistasafninu þennan ágæta dag. Ekkert nema konan og tím- inn, nakin kona og klink. Við stóðum þarna nokkur í kringum hana - og töldum okkur vera gesti á myndlistarsýn- ingu. Ekki man ég til annars en ég hafi rankað við mér úti á Vitastíg nokkru síðar. Og talið mig hafa verið á sýningu. Það þarf samt ekki að vera. -SER. Hádegistónleikar Aðrir hádegistónleikar Islensku óper- unnar verða á morgun kl. 12.15. Þá syngja Sesselja Kristjánsdóttir sópran og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton sönglög og dúetta eftir Brahms undir yfirskriftinni „Fyrir luktum dyrum“. Með þeim á píanó leikur Ólafur Vignir Albertsson. Sesselja tekur til starfa við íslensku óperuna í ágúst nk. og verður fyrsta verkefni hennar þar hlutverk Rosinu í Rakaranum i Sevilla. Sorglegar ljósmyndir I dag kl. 12.30 flytur Chris Verene mynd- listarmaður fyrirlestur við Opna Listahá- skólann í Laugamesi, stofu 024. Chris er bandarískur ljósmyndari og gjömingalista- maður sem býr í Atlanta og New York. Síð- astliðin fjórtán ár hefur hann unnið að ser- íu ljósmynda af fjölskyldu og vinum, þær eru oft sorglegar og fyndnar í senn og segja sögu fæðingarborgar hans á litríkan og hressilegan hátt. Gjömingar Chris Verene eru framkvæmdir af alter-egóum hans, þeim Cheri Nevers, sem rekur nokkurs konar „sjálfstraustsstofu", og The Great Verini sem er sérfræðingur í að leysa sig úr ýmiss konar fjötrum. Tina Auferio myndlistarmaður frá New York flytur fyrirlestur um eigin verk í LHÍ, Skipholti 1, stofu 113, á miðvikudaginn kl. 12.30. Tina hefur hlotið Fulbrightstyrk til dvalar á íslandi, m.a. til rannsókna á ís- lenska svaninum sem hún hyggst nota síð- ar í eigin myndsköpun. Verk hennar byggj- ast á tölvutækni, skúlptúr og innsetning- Tilraunanámskeið Tjauw Min Verðandi er tilraunanám- skeið þar sem fengist verður við myndlist liðandi stundar og þá myndlist sem enn er að verða til. Markmiðið er að hvetja fólk til að setja spumingarmerki við það sem talið er víst og sjálfsagt og í framhaldi af því aö móta annars konar tillögur og miðla þeim með myndlist. Kennarar eru myndlistar- mennimir Libia Pérez de Siles De Castro frá Spáni og Ólafur Ámi Ólafsson. Þau eru búsett í Rotterdam og starfa i Hollandi, ís- landi og á Spáni. Námskeiðið fer fram á ensku og íslensku og hefst í dag kl. 18 í Skipholti 1, stofu 112. Það er ætlað mynd- listarmönnum. Kontrabassi í bak og fyrir Annað kvöld kl. 20 verða tónleikarnir Kontrabassi í bak og fyrir í Salnum í Kópa- vogi. Á efnisskrá verða verk eftir Giovanni Bottesini, Johann Sehastian Bach og Franz Schubert og Þórir Jó- hannsson fnunflytur nýtt verk fyrir einleikskontrabassa eftir Karólínu Eiríksdóttur. Með Nínu Margréti Grímsdóttur píanóleikara sér til fulltingis flytur Þórir einnig Elegiu eftir G. Bottesini og Gömbu, sónötu í G-dúr eftir J. S. Bach. Eftir hlé bætast Margrét Kristjánsdóttir ' fiðluleikari, Guðrún Þórarinsdóttir víólu- leikari og Arnþór Jónsson sellóleikari við. Mun hópurinn leika hinn vinsæla Silunga- kvintett eftir Franz Schubert. Karlaraddir óskast Lög við ljóð Halldórs Laxness og ís- lensk og portúgölsk þjóðlög eru á verk- efnaskrá Kammerkórs Kópavogs á vormisseri 2002. Æfmgar eru nýhafnar á Laxnesslögunum sem verða flutt á tón- leikum í april þegar þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins. Kórinn mun enn fremur taka þátt í þjóð- lagahátíð á Siglufirði í sumar. Kammerkórinn getur bætt við sig nokkrum nýjum félögum og eru karlaraddir einkum eftirsóttar. Eru áhugasamir beðnir að snúa sér til stjórn- anda kórsins, Gunnsteins Ólafssonar (netfang: gol@ismennt.is). Kórinn hefur góöa æfingaaðstöðu og fara æfingar fara fram á miðvikudagskvöldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.