Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 18
34
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
Skoðun l>v
____Spuming dagsins
Ferðu mikið á skyndibrtastaði?
(Spurt á Akureyri)
Helga Friðbjörnsdóttir kennari:
Ég fer sjaldan á skyndibitastaöi en
einstaka sinnum kaupi ég kjúkling.
Gunnar Njáll Gunnarsson nemi:
Annaö stagiö. Kaupi pitsur og ham-
borgara. Þetta er alitof dýrt - en ég
fer þegar maginn kallar.
Hjörleifur Hallgríms útgefandl:
Ég geri lítiö af slíku. Er mest fyrir ís-
lenskan mat. Þeir sem boröa á
skyndibitastööum eru þeir sem
vilja veröa feitir.
Hallmundur Kristinsson
leikmyndasmiður:
Ég geri lítiö af slíku, enda kemst ég
ódýrar af meö því aö boröa heima.
Sigfús Helgason bílstjóri:
Ég fer mjög sjaldan - einstaka sinnum
á Greifann og fæ mér nautasteik.
Ragnheiður Sigurðardóttir
bókasafnsfræðingur:
Nei, enda finnst mér slíkt frekar dýrt
hér á Akureyri. Þaö er helst aö ég
kaupi mér pitsu á þúsund kall.
Hrein torg, fögur borg?
Hreinsun í skötulíki.
Borgin og borgarstjórinn
Geir R.
Andersen
blm. skrifar:
Borgin er í hers
höndum tímabundið
á fjögurra ára fresti.
Og svo koma kosn-
ingar. Um hvað er
kosið? Um allt sem
ekki þarf að kjósa
um; skipulagsmál,
menningarmál,
skólamál og skatta-
mál. Hvemig er
hægt að kjósa um
þetta? -..einn til hinir kjósa sér?“
- Auövitað er þetta tómt rugl.
Við kjósum ekki um lífsstíl. Ekki
heldur um hækkun eða lækkun fast-
eignaskatts, lengri eða styttri
biðlista á leikskólum borgarinnar.
Allt þetta er ákveðið af þeim meiri-
hluta borgarstjórnar sem situr
hverju sinni. - Borgin er fyrir íbú-
ana, en íbúamir skapa borgina.
Annars engin borg.
Það er einfaldlega kosið um borg-
arstjóra. Hver verður í forsvari.
Veröur það áfram núverandi borg-
arstjóri eða verður það nýr borgar-
stjóri úr röðum Sjáifstæðisflokks-
„Ég vil fá reglur um há
sektarákvœði sem rnenn
verði beittir þegar þeir
fleygja rusli á götur og á
víðavangi. Ég vil líka að
Reykjavíkurflugvöllur víki
sem fyrst fyrir nýju skipu-
lagi byggðar. “
ins? Það er þetta sem er i umræð-
unni, og verður áfram, allt til kjör-
dags. Þama takast á tveir verðugir
fulltrúar í stjórnmálunum. Harðir
naglar, ekki pólitískir aukvisar.
Það var hjákátlegt að hlusta á
menn svara í SHfurþætti Egils fyrir
nokkrum vikum þegar þeir voru
beðnir að nefna mesta „skussann“ á
liðnu ári. Og skiptust á að nefna
ýmist forsætisráðherrann eða borg-
arstjórann! Þá tvo sem staðið hafa
framar öðrum i stjómmálum á ís-
landi þessi árin. - Ofstækið blindar.
Við höfum ekki enn séð loforða-
lista framboðanna fyrir næstu borg-
arstjómarkosningar. Þeir geta líka
beðið, það er engu hægt að lofa. Það
verður þá að taka allt sem nöfnum
tjáir að nefna. Allan pakkann. Ef
það á að vera rýmingarsala og allt á
að seljast, þá verður líka að nefna
útsöluprísana. - Og þá vill fólk
koma, til að sjá og sigra, Sigurjón
digra.
Ég segi fyrir mig, sérstaklega; ég
vil sjá borgarstjóra næstu fjögurra
ára í forsvari fyrir hreinsun Reykja-
víkur af rusli, skit og ljótum kofum.
Hér fýkur allt sem fokiö getur og
hreinsun er í skötulíki. Ég vil fá
reglur um há sektarákvæði sem
menn verði beittir þegar þeir fleygja
rusli á götur og á víðavangi. Ég vil
líka að Reykjavíkurflugvöllur víki
sem fyrst fyrir nýju skipulagi
byggðar.
í dag er Vatnsmýrin svæði sem
allir aðrir en Reykvíkingar ráða.
Reykjavík á að ráða sér sjálf, ekki
önnur bæjar- eða sveitarfélög. Góða
skemmtun í kosningaslagnum - sé
einhver þörf fyrir hann.
Verðlaunasjóður vegna ábendinga
Skattborgari í Breiöholti
skrlfar:
Undirritaður gerir hér með tillögu
um að Alþingi samþykki stofnun
Verðlaunasjóös Alþingis vegna ábend-
inga almennings.
Reglur sjóðsins
1. Sjóðurinn veiti árlega verðlaun
að upphæð 300.000 til 5.000.000 hver
fýrir allt að 20 bestu ábendingar árs-
ins varðandi allt sem betur mætti fara
í meðferð opinberra fjármuna, að
mati 7 manna nefndar sem Alþingi
kýs til að ákveða hverjir skuli fá verð-
laun.
2. Ábendingar þessar varði ekki
Framvegis verði síðan
úthlutað úr sjóðnum á
sumardaginn fyrsta.
sist meðferð fjármuna hjá opinberum
stofnunum og fyrirtækjum og útilokar
það síður en svo verðlaunaveitingu þó
að um svokallaðar „trúnaðarupplýs-
ingar" sé að ræða ef hagsmunir þjóð-
félagsins teljast að mati nefndar-
manna meiri heldur en hagsmunir
þeirra stofhana og fyrirtækja hvers
yfírmenn telja að starfsmenn hafi
brotið trúnað.
3. Árleg fjárveiting til sjóðsins
verði 30.000.000.
4. Fyrstu úthlutanir úr sjóðnum
verði 25. apríl 2002 (sumardaginn
fyrsta) og verði þá veitt verðlaun vegna
ábendinga frá 1. janúar 2001 til 1. aprU
2002. Framvegis verði síðan úthlutað úr
sjóðnum á sumardaginn fyrsta.
Greinargerð
Það er með ráðum gert að leggja til
að fyrsta úthlutun úr sjóðnum nái yfir
ábendingar á árinu 20010 tU þess að
unnt sé t.d. að verðlauna þá sem
komu með ábendingar tU fjölmiðla
um viðskipti Áma Johnsens á kostn-
að hins opinbera.
Garri
Pólitískir páskar
Garri sá það í DV
um helgina að verið
var að krossfesta mann
vegna Símamálsins.
Maður sem upplýsti
um ólöglegt athæfi for-
ráðamanna Landssím-
ans var rekinn fyrir
trúnaðarbrest við fyrir-
tækið. Sekt hans fólst í
því að segja frá því
sem forustumenn Sím-
ans leyndu stjórn fyrir-
tækisins, nefnUega ríf-
legum ráðningarsamningmn sem stjómarformað-
ur hafði gert við sjálfan sig með fuUtingi ráð-
herra. Það er gömiU saga og ný að þeir sem segja
satt endi á krossi eins og nú hefur gerst. Það er
líka gömul saga og ný að æðstu prestamir sitji
ósnertanlegir og heUagir í sætum sínum og
þakki guði fyrir að vera ekki eins og aðrir
menn. Það hefur nú endurtekið sig enn og því er
nú á íslandi pólitísk dymbUvika - pólitískir
páskar.
Hinn pólitíski Hausaskeljastaður
Eins og tíðkast á páskum heyrast Passiusálm-
ar HaUgríms lesnir víða og lýsingar á kvöl og
pínu Krists hljóma í eyrum þjóðarinnar nær
daglega. Það er vel við hæfi þegar fréttir af trún-
aðarbresti, handtökum og krossfestingum berast
frá hinum pólitíska Hausaskeljastað. Sjálft Ríkis-
útvarpið hefur lagt sitt af mörkum og heldur
merki HaUgríms á lofti með daglegum sálma-
lestri á öldum ljósvakans. Og eftir krossfestingu
réttláta símamannsins um helgina öðlast orð
skáldsins endumýjaðan kraft og sannleika, enda
16. sálmurinn, „Um Júdasar iðrun", nú á hvers
manns vörum:
Um Júdasar iðrun
HaUgrímur Pétursson kvað:
Undirrót aUra lasta
ágimdin köUuð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjamir,
sem freklega elska féð,
auði með okri safna,
andlegri blessun hafna,
en setja sál í veð.
Cjxi-ri
xLAKa&Uuu
Orkuveitan tilbúin?
Hugmynd Lúövíks um bæina betri.
Seldur innanlands
Ragnar Haraldsson skrifar:
Nú eru fréttir uppfuUar af því að
Orkuveita Reykjavíkur vUji gerast ijár-
festir í Landssímanum og þykir víst
ekkert óeðlUegt við þetta. Eða hvað? Ég
las hins vegar grein i DV alveg nýlega
eftir Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlög-
mann þar sem hann leggur tU að bæim-
ir kaupi Símann og færir nokkur rök
fyrir þessari hugmynd sinni. Ég tel að
þarna sé komin lausn á söluvandanum
sem hrjáir þetta fyrrum stóra ijar-
skipta- og þjónustufyrirtæki. Ég tel sem
sé mun gæfulegra að bæimir kaupi
Símann en Orkuveita Reykjavíkur. Tel
hana hafa nóg með sig.
Byltingin étur líka
Einar Magnússon skrifar:
Það er oft sagt að byltingin éti böm-
in sín. Ég vU líka meina að siðbylting-
in éti börnin sin. Þegar á að taka tU
uppstokkunar ofvemdað kerfi sem þeg-
ar er spiUt, eins og það sem við búum
við og höfum búið við áratugum saman
(aUar ríkisstjómir hér ábyrgar fyrir
því), t.d. eins og með snöggri einkavæð-
ingu, hlýtur eitthvað að láta undan.
Þegar steinunum er velt almennUega
við kemur í ljós að miklar breytingar
þarf að gera; fyrst að víkja mönnum írá
kjötkötlunum og síðan að fjarlægja
sjálfa kjötkaUana. En við það verður
auðvitað sprengja. Og nú springur hún
framan í andlit þeirra sem ekki kunna
tU verka. Ný kynslóð amlóða og atorku-
lausra framagosa er fráleitt hæf tU að
að gera byltingu, hvað þá siðbyltingu.
Sturla Þórarinn V.
Böðvarsson. Þórarlnsson.
Einhver millileikur óupplýstur?
Pólitísk ráðning?
Sigurpáll hringdi:
Fram hefur komið að fyrrverandi
forstjóri Landssímans, Guðmundi
Björnssyni, var ýtt út fyrir Þórarin V.
Þórarinsson sem þá var ráðinn for-
stjóri. Þó var það svo að undir stjóm
Guðmundar Bjömssonar, þáverandi
forstjóra, var ekki nein sú óreiða eða
í líkingu við það sem nú era sagðar
fréttir af. Klúðrið sem nú er í sviðs-
ljósinu er tUkomið með því og eftir að
Sturla Böðvarsson fyrirskipaði ráðn-
ingu Þórarins V. Þórarinssonar sem
forstjóra Simans. Og því spyija menn
nú hver annan: Hvað var það sem átti
að lagfæra með ráðningu Þórarins?
Eða var hún bara pólitísk?
F íknief nadj öf ull
Steingrímur hringdi:
Ég held að eigandi Hjólvest, sem
hafði drenginn sem varð manninum
að bana í vesturbænum í vinnu, hafi
haft lög að mæla er hann sagði að það
hefði verið fikniefnadjöfuU sem tók
sér bólfestu í þessum dreng. Það er
orðið óhugnanlegt að vita af þvi að svo
er ástatt um fjöldann af ungu fólki hér
í landinu. Fíkniefnin eru að heltaka
allt of marga íslendinga og fjármála-
vandræði margra, yngri sem eldri,
leiða tU fleiri íjármálaglæfra en talið
er í dag. Jafnvel er talið að græðgi
margra í fjármálamisferli hér megi
einmitt rekja tU þessa fikniefnadjöf-
uls. - Þetta er orðin alvarleg þróun.
OVI Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.ls
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholtl 11, 105 ReyKiavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.