Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Page 28
44 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002 Tilvera DV lí f iö Símynstur íris Elfa Friðriksdóttir opnaði sýningu í Gryfju Listasafns ASÍ , , við Freyjugötu um helgina. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar á Mokka við Skólavörðustíg. Kveikjan að verkunum er sótt í pijónaaðferðir og fatamerki. íris Elfa hefur á undanfómum árum einbeitt sér að einföldu sí- mynstri í verkum sínum. Krár ■ BINGO I KAUPFELAGINU Bingó veröur í Kaupfélaginu í kvöld. Allur ágóði rennur til langveikra barna. Frábærir vinningar eru í boöi frá verslunum og fyrirtækjum í miö- bænum. Bingóið hefst stundvíslega kl. 9 og er bingóstjóri kvöldsins eng- * inn annar en Jón Gnarr. Bíó ■ FILMUNPUR Kl. 22.30 í dag sýn- ir Rlmundur myndina You Can Count on Me. Hún var tilnefnd til tvennra óskarsverölauna árið 2000. Sýningar ■ SVIFH) SEGLUM ÞÖNDUM Opn- uð hefur verið í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjaröar, * sýningin Svifið seglum þöndum. Þar er fjallaö um síöustu seglskúturnar á heimshöfunum og siglingar þeirra fyrir Hornhöföa. Sýningin kemur frá Alandseyjum og er unnin í samvinnu viö Sjóminjasafniö í Ástralíu. ■ TEXTÍLVERK í RÁÐHÚSINU Þórey Eyþórsdóttir hefur opnaö myndlistarsýningu í Ráöhúsi Reykja- víkur og á Horninu viö Hafnarstræti kl. 16. Sýninguna nefnir Þórey Frá þræöi tll heildar og byggir hana einkum á vefnaöar- og textílverkum sem hún hefur unniö aö á undan- förnum árum. ■ VATNSLITAMYNDIR Á CAFÉ PRESTO Maja Loebell, þýskukenn- ari T MR, opnar sýningu á vatnslita- » myndum á Café Presto, Hlíöar- smára 15, kl. 15 í dag. ■ ÞETTA VIL ÉG SJÁ í GERÐU- BERGI Vatn, grjót, hrosshár, út- saumur, Ijósmyndir og olíumálverk, þetta allt er nokkuð sem sjónvarps- konan Eva María Jónsdóttir vill sjá á samnefndri sýningu í Geröubergi. Listamennirnir sem hljóta þann heiö- ur aö vera valdir af Evu Maríu eru: Anna Líndal, Rnnbogi Pétursson, Georg Guöni, Guðmunda Andrés- dóttir, Guörún Marinósdóttir, Hall- dór Ásgeirsson, Helgl Þorgils, Hrafnkell Sigurösson, Húbert Nói, llmur Stefánsdóttir, Kristjnn G. Harðarson, Ólöf Nordal, Ósk VII- hjálmsdóttir, Óskar Jónasson, Páll Guömundsson, Ragna Slguröardótt- ir, Sigríöur Salvarsdóttir, Ulfur K. '• Grönvold, Valgaröur Gunnars- son.Sýningin stendur til 23. mars. ■ LÍFVANA í ASÍ Opnuö hefur verið sýning í Asmundarsal sem ber nafn- iö Lífvana. Þar sýnir Inga Sólveig Friöjónsdóttir Ijósmyndaseríu. Myndirnar eru sviösettar dauöasen- ur og fjalja um endalok nokkurra kvenna. í myndunum er ýmislegt gefiö í skyn með klæðnaði, útliti og umhverfi sem setur áhorfandann aö nokkru leyti inn í líf kvennanna. Fundir og fyrirlestrar ■ LÖGFRÆÐIFUNDUR Fundur verður á Grand Hóteli í dag kl. 16. Dr. Jesper Lau Hansen flytur erindi um norrænar reglur um bann viö innherjaviðskiputm og dómaframkvæmd meö sérstakri hliösjón af Týrsta íslenska innheijadóminum. Drottningin tekur lagið Andrea Gylfadóttir, söngkona og verndargyöja Hróksins, söng sig inn í hug og hjörtu skáktöffaranna á Grand Rokk. Stórtónleikar Hróksins: Konungleg skemmtun á Grand Rokk Skákfélagið Hrókurinn blés til glæsilegrar tónlistarveislu í höfuð- vígi sinu, kránni Grand Rokk, á föstudagskvöld. Tilefni tónleikanna var annars vegar að minnast fallins félaga, Dans Hansons, og hins vegar að afla fjár fyrir alþjóðlegt stórmót sem félagið stendur fyrir í næsta mánuði. Fjölmargir tónlistarmenn og skemmtikraftar lögðu sitt af mörkum með leik, söng og öðru sprelli. Meðal þeirra sem fram komu voru hljómsveitimar Lúna og Majónes, tónlistarmennirnir Jakob Frímann Magnússon, Björn Jörund- ur og Andrea Gylfadóttir og Radíus- bræðumir Steinn Ármann og Davíð Þór sem eru aftur komnir á kreik eftir langt hlé. Hrókar alls fagnaðar Hrafn Jökulsson, hrókur númer eitt, Andrea Gylfadóttir, verndargyöja Hróksins, Jakob Bjarnar Grétarsson, kynnir kvöldsins, ásamt Geirfuglun- um Frey Eyjólfssyni og Stefáni Má Magnússyni. íslenski markaðsdagurinn: Uppskeruhátíð auglýsingageirans íslenski markaðsdagurinn var haldinn hátíðlegur i Háskólabíói á föstudaginn. Þar komu saman þeir sem vinna að auglýsinga-, markaðs- og kynningarmálum hér á landi og fögnuðu uppskeru liðins árs. Verð- laun voru veitt í 12 flokkum og er óhætt að segja að auglýsingastofan Hvíta húsið hafi verið sigurvegari kvöldsins en alls var stofan tilnefnd til þrettán verðlauna og hreppti fimm. Að verðlaunaafhendingu lok- inni var efnt til hófs i forsal Há- skólabiós þar sem ýmis fyrirtæki kynntu þjónustu sina og boðið var upp á glæsileg- ar veitingar, jafnt í fóstu sem fljótandi formi. Bíógagnrýni Helga Braga sleppir fram af sér beislinu Helga Braga Jóns- dóttir leikkona skemmti gestum á milli atriöa. Meöal annars sýndi hún austur- lenskan maga- dans viö mikinn fögnuö. Laugarásbíó - Gosford Park: já ★ ★ Málin rædd Stuömaöurinn Jakob Frímann Magnússon og Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, ræöa landsins gagn og nauösynjar. A góöri stund Haraldur Haraldsson, markaösstjóri ísienskra getrauna, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Halldór Elvarsson, grafískur hönnuöur, Valgerður Halldórsdóttir hönnuöur og Ragnar Kjartansson markaösstjóri. Uppi og niðri Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Einn af neöri hæðlnni Clive Owen í hlutverki þjóns. Við erum stödd á Gosford Park, myndarlegu óðalssetri einhvers staðar í Englandi, í nóvember 1932. Þar býr hinn forríki, feiti og leiöinlegi Sir William með glæsilegri yngri og kaldri konu sinni, lafði Silvíu. Til þeirra kemur hópur fólks til að eyða helginni við að skjóta fasana á landareign Sir Williams, bæði skyldmenni og ná- grannar úr hinum enska aðli, eins og Stockbridge lávarður og Trentham komtessa, en líka hinn frægi leikari, Ivor Novello, og Morris Weissman, framleiðandi frá Hollywood, og marg- ir, margir fleiri. Á meðan aðallinn kemur sér fyrir í stofúnum uppi, sýp- ur á fyrsta hanastélinu og skiptist á slúðursögum er allt á fúllu í kjallaran- um því hverjum fyrirmanni fylgja einn eða fleiri þjónar sem þurfa að kynnast húsinu í hvelli, hvar fyrir- mennin sofa og hvar þeir sjálfir. Það þarf að taka upp úr töskum, þvo og strauja skyrtur og kjóla, festa blúndur, ganga frá skartgripum, bursta skó o.s.frv. o.s.frv. öllum þessum aðgerð- um er stjómað af ráðskonunni, frú Wilson, af fyrirmyndardugnaði og for- sjálni. Hún er hinn fullkomni þjónn - gerir sér grein fyrir löngunum fólks löngu áður en það fattar það sjálft. Þó er langt í frá að engir snertifletir séu milli þeirra háu og lágu. Aðallinn sækir í þjónustufólkið ef hann vantar ástriðu, hlýju og vináttu á meðan þjón- amir virðast aðeins lifa fyrir yfirmenn sina - það eina sem er talað um niðri er fólkið uppi. Myndin flakkar á milli hæða og á milli ails þessa fólks af háum og lágum stigum og smám sam- an komumst við að þvi að margir búa yfir gömlum sársaukafullum leyndar- málum sem virða ekki landamæri íburðarmikilla hæða hússins og eril- sams kjallarans. Og eitt leyndarmálið er svo stórt og sárt að þessa helgi verð- ur það manni að bana. Nóg er af ein- staklingum bæði uppi og niðri sem höföu ástæðu til að hata hinn myrta og á staðinn kemur leynilögregluþjónninn Thompson sem er svo uppfullur af sjálfsáliti að hann gleymir að rannsaka sönnunargögn - kannski sem betur fer. Aö horfa á Gosford Park er að horfa á landslið enskra leikara. Hversu oft fær maður tækifæri til að sjá saman Michael Gambon (fuilkominn), Kristinu Scott-Thomas, Maggie Smith (enginn getur lætt út úr sér meinlegum athuga- semdum eins og hún), Helen Mirren (frábær), Emily Watson, Derek Jacobi, Stephen Fry, Álan Bates og Richard E. Grant? Og að sjá þau leika eins og engla undir styrkri stjóm Roberts Altmans (The Player, Short Cuts), leikstjóra sem hefur fullkomið vald á þvi að vefa sam- an sögur, persónur og atburði þannig að úr verður magnað mósaík þar sem engu og engum er ofaukið. Ef finna ætti aðal- persónu í myndinni væri það hin unga Kelly McDonald sem leikur aðkomna þjónustustúlku og gerir það af innlifun. Gosford Park er í lengra lagi og má segja henni til vansa að sagan sé ef til vill ekki nógu sterk til að réttlæta lengdina. Hins vegar er hvert atriði vel útfært og sniEdarlega leikið, enda hef- ur Altman alltaf haft meiri áhuga á persónum en plotti og ef til vill er hann með lengdinni að sýna okkur leiðindin sem enski aðallinn greinilega þjáðist af. Morðið á einum úr þeirra hópi virðist helst vera velkomin dægrastytting þegar öll umrasðuefhi eru uppurin. Þeir sem halda að Gosford Park sé morðmynd í Agötu Christie-stílnum verða fyrir vonbrigðum því morðið og uppljóstrunin er aldrei aðalviðfangs- efhi myndarinnar. Gosford Park fjailar um sjáifselsku og græðgi, hún lýsir heimsveldi á brún hengiflugs, þar sem gömul gildi reynast innantóm og fólsk og til þess eins fallin að viðhalda kúg- un og algjöru viröingarleysi gagnvart fólki af lægri stigum. Eins og Altman gæti ég haldið lengi áfram en ég hætti hér og hvet þá sem unun hafa af stjömuleik og myndum, þar sem nostr- að er við smáatriði, til að leggja leið sína i Laugarásbíó. Sif Gunnarsdóttir Leikstjóri: Robert Altman. Handrit: Julian Felt owes. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónllst: Patrick Doyle. Aðalleikarar: Emily Watson, Der- ek Jacobi, Maggie Smith, Kristin Scott Thom- as, Kelly McDonald, Clive Owen, Stephen Fry, Ryan Phillippe, Jeremy Northam, Helen Mir- ren, Michael Gambon, Alan Bates, Richard E. Grant, Eileen Atkins, Bob Balaban, Charies Dance og James Wilby.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.