Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 Fréttir I>V íslendingar veðjuðu á annað tilkynningaskyldukerfi en aðrar þjóðir: • • Oryggiskerfið sagt mein- gallað og einkaleyfisvarið - tilraunastarfsemi fyrir breskt fyrirtæki, segir opinber starfsmaður Samkvæmt lögum og reglugerð frá árinu 1997 og breytingum frá 1999 um tilkynningaskyldu is- lenskra skipa er einn söluaðili hér á landi með einkaumboð á sölu tækja til sjálfvirkrar tilkynningaskyldu. Aðrir komast þar ekki að. Þetta fyr- irtæki er VAKI-DNG sem selur einkaleyfisvarinn Decca Raycall búnað fyrir STK-kerfið og var reglu- gerðin sett í samgönguráðherratið Halldórs Blöndals. Aðrir innílytjendur fjarskipta- búnaðar telja þessar reglur fárán- legar. Með reglugerðinni sé í raun komið í veg fyrir samkeppni á þessu sviði. Er líkum leitt að því að þessi háttur geti komið í veg fyrir að hér sé komið upp búnaði sem geti betur þjónað hlutverki sínu en raunin varö með búnaðinn í Bjarma VE sem fórst á laugardag. Á sama tíma er til fullkomið kerfi sem notað er víöa um heim. „Það er voðalega skrýtið að nú á timum skuli eitt fyrirtæki fá einka- leyfi á því að selja STK-öryggiskerf- ið sem er skylt að vera með um borð i öllum minni bátum,“ segir Eiríkur Rósberg hjá Friðriki A. Jónssyni í Reykjavík. „Það getur enginn annar selt þetta og ekki er heldur hægt að versla með þetta í endursölu." Háttsettur heimildarmaöur DV í opinberri stofnun segir forkastan- legt að íslendingar séu með notkun á STK-kerfinu í raun að kosta rán- dýra tilraunastarfsemi fyrir breska fyrirtækið Decca Raycal. Tilraun sem auk þess sé meira og minna mislukkuð. Þama reyni íslendingar enn eina ferðina að finna upp hjól- ið. Þegar svokallaður GMDSS (Global Maritime Distress and Safety System) talstöðvarbúnaður var samþykktur sem staðalbúnaöur um allan heim ákváðu íslensk stjómvöld að veðja á sérhannað kerfi fyrir strandveiðiflotann, eða svokallaða „Sjálfvirka tilkynninga- skyldu - STK“. Enn þann daga í dag hefur ekki tekist að gera þetta kerfi þannig úr garði að á það sé hægt að treysta. Starfsmenn Tilkynningaskyld- unnar hafa í samtali við DV upplýst að algengt sé að um 30 til 40 falskar aðvaranir séu á dag vegna bilunar í búnaði um borð í skipunum. Slíkur búnaður er þó skylda um borð í bát- um undir 25 metram að lengd og kostar veralegar fjárhæðir, um eða yfir 100 þúsund krónur á skip auk þess sem ríkið greiðir búnaðinn nið- ur að hluta. Við samþykkt á GMDSS-kerfinu var hafsvæðum heimsins skipt upp í fjóra hluta, A-l, A-2, A-3 og A-4. í stað svokallaðs DSC-kerfis (Digital Selective Calling), eins og þekkist t.d. í strandsiglingum á svæðum A- 1 í öðram Evrópulöndum, ákváðu íslensk stjómvöld að taka upp STK- kerfið. Um borð i flestum skipum yfir 24 metrar að lengd er svokallaö- Frá fundi Landsbjargar og Landhelgisgæsiunnar í gær Fariö var yfir atburöarás viöbragöa þegar Bjarmi VE fórst viö Vestmannaeyjar sl. laugardag. DV-MYND PJETUR Talstöð með DSC-búnað! Slíkar stöövar eru útbúnar fyrir neyöarsendingar. Þær eru þaulreyndar og not- aöar í Evrópu og víöar meö góöum árangri. AÖeins þarf aö ýta á einn takka til aö senda út neyöarkall meö öllum upplýsingum um viökomandi skip og staösetningu. Aöeins örfáar loftskeytastöövar hrínginn í kríngum landiö hafa DSC-móttökubúnaö. Slíkar DSC-stöövar eru þó um borð í flestum ef ekki öll- um íslenskum skipum yfir 24 metrar aö lengd. ur DSC-móttakari sem getur tekið við sendingum frá DSC-kerfinu. Hins vegar er DSC-móttakari ekki nema í örfáum strandstöðvum á ís- landi en þær byggja hins vegar all- ar á hinu einkaleyfisvarða STK- kerfi. Komið hefur í ljós að þetta kerfi er meingallað en á sama tíma er hægt að fá hér á landi viður- kenndar og mjög öruggar DSC- stöðvar sem senda út á VHF-tíðni. Friðrik A. Jónsson er einn þeirra STK - sjálfvirkur tilkynnlngaskyldubúnaður Þessi mynd var tekin um borö í hafnsögubátnum Magna í Reykjavíkurhöfn en búnaöur í öörum hafnsögubát var bilaöur í gær og í viögerö í Englandi. Mayday - Mayday Einfalt er aö setja neyöarsendinguna af staö í DSC-talstöövunum. aðila sem flytur inn ýmiss konar tækjabúnað til skipa, m.a. áður- nefndar DSC-stöðvar frá Simrad. Ei- ríkur Rósberg segir að þær komi kannski ekki í staðinn fyrir annan öryggisbúnað en geti verið góð við- bót. Þetta eru stöövar sem grípa má með sér í gúmmibát ef skip ferst. Þær þola högg úr metra hæð og þola einnig að fara á kaf í sjó. Hægt er að setja inn í hana öll auðkenni bátsins sem gefin era út af Póst- og fjar- skiptastofnun. Þegar á þarf að halda er nægjanlegt að ýta á einn hnapp og þá sendir stöðin út neyðarkall með staðsetningu og nafni og núm- eri viðkomandi báts ef tækið er tengt GPS-staðsetningarkerfi. „Við slíkum sendingum geta öll íslensk skip yfir 24 metrar tekið en því miður fáar eða engar strand- stöðvar," segir Eiríkur. Hann segir DSC-stöðvarnar mjög vinsælar á Norðurlöndum og um alla Evrópu, ekki síst á meðal skútu- og smábáta- eigenda. Sem dæmi urðu bátar sem Trefjar hf. framleiddu fyrir Bret- landsmarkaö að vera með slíkar stöövar um borð. Talstöðvamar eru bæði framleiddar sem handstöðvar en einnig sem fastar stöðvar en þá líka með áðumefndum öryggisbún- aði. -HKr. Séríslensk skilgreining í gær var haldinn fundur með með fulltrúum Landhelgisgæslunn- ar og Slysavamafélagsins Lands- bjargar vegna sjóslyssins þegar Bjarmi VE fórst á laugardag. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, voru menn þar að bera saman bækur um hvað hafi farið úrskeiðis og hvað mætti betur fara. Snýst málið um viðbrögð og sjálfvirka tilkynn- ingaskyldu eða svokallað STK- kerfi sem ítrekað hefur brugðist og gefur allt að 40 falskar meldingar á dag. STK-kerfiö var formlega tekið í notkun á íslandi 15. maí 2000 eftir ríflega tveggja ára tilraunastarf- semi. Samkvæmt alþjóðlegum samning- um um svokallað GMDSS (Global Maritime Distress and Safety Sy- stem) er hafsvæðum skipt upp í ein- ingar sem skilgreind eru Al, A2, A3 og A4. Hafsvæði Al takmarkast af langdrægi strandstöðvar til talfjar- skipta ogÝ viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) á metrabylgju (VHF). Er þessi skilgreinig t.d. í gildi í strandrikjum allra Evrópulanda nema íslands. Hjá Póst- og fjar- skiptastofnun fást þær upplýsingar að þar sem engin DSC-þjónusta er í landi á metrabylgju er þetta haf- svæði ekki notað hér við land. Þess í stað tóku stjómvöld þá ákvörðun að taka upp svokallaða STK-skil- greiningu á þessu svæði. Það er haf- svæðið sem takmarkast af lang- drægi sjálfvirku tilkynningarskyld- unnar á metrabylgju (VHF). -HKr. Ottast að hring- vegur rofni Bæjarráð Hornafjarðar hefur sent bréf til allra samgönguyfirvalda landsins og einnig til þingmanna kjördæmisins þar sem ráðið ítrekar nauðsyn þess að frekari rannsókn- um við Jökulsá á Breiðamerkur- sandi og Breiðamerkurlóni verði hraðað og skorar á samgönguyfir- völd að eyða óvissu og áhyggjum fólks með þvi að gera áætlanir um hvernig bregðast megi viö ef alvar- legt rof verður á svæðinu. -JI Bjartsýni neyt- enda eykst Væntingavísitala Gallups hækkaði um 16,8 stig á milli janúar og febrúar og stendur nú í 102,4. Vísitalan hefur ekki mælst hærri síðan í apríl í fyrra og hefur ekki frá því að mælingar hófust á henni i mars í fyrra hækkað jafn mikið á milli mánaða. Vísitalan hækkar nú þriðja mánuðinn í röð og líkt og áður era það væntingar til næstu sex mánaða sem eiga stærstan þátt í hækkuninni. Visitalan stendur nú nálægt því sem hún mældist sið- astliðið vor en þeir þættir sem skýra stöðu hennar eru mjög ólíkir. Samkvæmt greiningu íslands- banka er nú tiltrú neytenda á núver- andi ástand í efnahags- og atvinnu- málum minni en væntingar til stöðu sömu þátta eftir sex mánuði meiri. Athygli vekur að nú telja talsvert fleiri að atvinnumöguleikamir verði meiri eftir sex mánuði en þeir sem telja að þeir muni minnka. Neytend- ur kunna þó að gera ráð fyrir hefð- bundinni árstíðasveiflu í atvinnu- leysi en atvinnuástandið er almennt best á sumrin. -BÞ Ommubakstur kaupir Hótel Tindastól Hlutafélagið Amma og afi hafa keypt Hótel Tindastól á Sauðárkróki. Þar standa að baki Finnur Þór Frið- riksson, fyrirtækið ömmubakstur sem feðgamir Friðrik Haraldsson og Haraldur Friðriksson eiga og reka, Rúna Bima Finnsdóttir og erlendur samstarfsaðili. Rekstur Hótel Tindastóls verður eins og siðustu mánuöi í höndum Steinu M. Lazar, dóttur Finns Þórs, og manns hennar Sorin, fyrirtækis þeirra sem starfrækti áöur Kafifi Krók á Sauðárkróki. Hótel Tindastóll var talsvert í frétt- um á síðasta ári, en það var Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri, sem lét endurgera þetta gamla og merkilega hús, sem er eitt elsta timb- urhús landsins. Hótel Tindastóll var selt á nauðungarappboði síðasta haust og keyptu það stærstu kröfu- hafamir, Byggðasjóður og Ferða- málasjóður, fýrir 26 mihjónir króna. Söluverð Tindastóls nú er 32,225 milljónir króna. Að sögn Sorin Lazar hefur talsvert verið að gera í Hótel Tindastóli í vetur og þar hafa undanfarið verið haldin þorrablót fyrir minni og stærri hópa og þykir Jarlsstofan henta ákaflega vel til slíkra mannfagnaða, enda þau húsa- kynni í stil við gamlan menningararf eins og þorrablótin höfða til. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.