Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
DV
Tilvera
Nemendur 7. EB í Foldaskóla
Þessi glæsilegi hópur ungmenna kom í heimsókm á D V fyrir skömmu í
tengslum viö verkefni um dagblöö í skólum sem þau hafa veriö aö vinna.
Agnes Eva Sigurðardóttir, Aldís Kristjánsdóttir, Baldur Þrándarson, Benedikt
Magnússon, Eiríkur Örn Þrastarson, Erna Guörún Steinarsdóttir, Hildur Hall-
dórsdóttir, Inga Sif Ingólfsdóttir, Jóhann Björnsson, Kristján Karl Kristjáns-
son, Leifur Þorbergsson, Margrét Silja Siguröardóttir, Rúnar Freyr Reynisson,
Sif Ragnarsdóttir, Sigrún Sif Þórsdóttir, Sigrún Sigurbergsdóttir, Smári Þór
Baldursson, Stefán Arnarson, Sunneva Ólafsdóttir, Sævar Þrastarson,
Tómas Arnar Guömundsson, Vilborg Sif Valdimarsdóttir, Þóra Björg Siguröar-
dóttir. Kennari er Guölaugur Hermannsson.
André Bachmann tekur lagið í Ásbyrgi:
Róleg tónlist og
þægileg stemning
„Þaö er hvergi staður fyrir fólk
sem langar til aö klæða sig upp og
fara út og hlusta á rólega tónlist,"
segir André Bachmann, söngvari og
skemmtikraftur. „Hvert ferð þú ef
þig langar til að bjóða frúnni fínt út
að skemmta sér, hún í síðkjól og þú
í smóking?"
André segir að hugmyndin sé að
koma þessari stemningu
á í Ásbyrgi í Ármúlan-
um. „Að minnsta kosti
einu sinni því á íostu-
dagskvöldið ætla ég að
bjóða upp á létta stemn-
ingu i Andy Williams-
stíl. Þetta verður svona
„feelingsmusic" og smá
stuð með til að leyfa
fólki að hreyfa sig. Róm-
antík og huggulegheit
eins og á Mímisbar í
gamla daga.“
Að sögn André er
hann að vonast til að
gamlir kunningjar sem
hann hefur verið að
skemmta í gegnum tíð-
ina láti sjá sig og upplifi
gamla stemningu. „Það
væri æðislegt ef konum-
ar tækju síðkjólinn út
úr skápnum, færa í skó
með háum hælum og
byðu manninum út til
að njóta kvöldsins með
mér og hljómsveitinni.
Við ætlum að taka
gamla slagara með Platt-
ers, Elvis, Frank Sinatra
og fleirum auk þess að
leika latin-lög og óskalög fyrir þá
sem vilja.
André segir að á næstunni sé
hann að fara til Los Angeles að
spila. „Ég fór þangað fyrir ári við
annan mann og við rúlluðum því
upp. Það var rosalega gaman.“
-Kip
Rómantík og hugguleghelt
André Bachmann segist vilja endurvekja þá
stemningu aö fólk klæöi sig upþ og fari fínt út aö
skemmta sér.
45
/
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á
deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík:
Laugavegur, Barónsstígur, Hverfisgata, Snorrabraut, deiliskipulag.
Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Laugavegi til suðurs, Barónsstíg til vesturs,
Hverfisgötu til norðurs og Snorrabraut til austurs.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er að stuðla að
uppbyggingu og vernd miðborgarsvæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð og
ákveða nýtingu þess til framtíðar, tryggja betri nýtingu lóða, aðkomuleiðir og tengsl við
umhverfið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýbyggingum/ofanábyggingum/viðbyggingum á
lóðunum nr. 85, 87, og 99 við Laugaveg, 13 og 11A við Barónstíg, 98, 98A, 100, 100A, 102,
104, 104A og 106 við Hverfisgötu og Snorrabraut nr. 24 eins og nánar greinir í tillögunni.
Samkvæmt henni eykst leyfilegt byggingarmagn á svæðinu um rúmlega 3200m2.
Grettisgata, Barónsstígur, Laugavegur, Snorrabraut, deiliskipulag.
Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Grettisgötu til suðurs, Barónsstíg til vesturs,
Laugavegi til norðurs og Snorrabraut til austurs.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er að stuðla að
uppbyggingu og vernd miðborgarsvæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð og
ákveða nýtingu þess til framtíðar, tryggja betri nýtingu lóða, aðkomuleiðir og tengsl við
umhverfið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýbyggingum á þremur hæðum, með inndreginni
þakhæð, og kjallara sem að hluta er heimilt að nýta sem bílastæðakjallara, á lóðunum nr. 86-
94 við Laugaveg. Heimilt verður, skv. tillögunni, að byggja ofan á húsin nr. 67 og 69 við
Grettisgötu og Barónstíg 23 og 25. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja
útbyggingar eða svalir á garðhliðum margra húsa á reitnum. Samkvæmt tillögunni eykst
byggingarmagn á svæðinu um tæpa 6000nf.
Spítalastígur, Bergstaðastræti, Skólavörðustígur, Óðinsgata, deili-
skipulag.
Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Spítalastíg til suðurs, Bergstaðastræti til vesturs,
Skólavörðustíg til norðurs og Óðinsgötu til austurs.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er að stuðla að
uppbyggingu og vernd miðborgarsvæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð og
ákveða nýtingu þess til framtíðar, tryggja betri nýtingu lóða, aðkomuleiðir og tengsl við
umhverfið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýbyggingum/ofanábyggingum/viðbyggingum á
lóðunum nr. 13 og 11A við Bergstaðastræti og nr. 2 og 8-8A við Óðinsgötu. Þá felur.tillagan
í sér að deiliskipulag frá 1964 fellur úr gildi, þ.m.t. byggingarréttur skv. því sem ekki er gert
ráð fyrir í hinni nýju tillögu. Samkvæmt tillögunni verða húsin nr. 9 við Bergstaðastræti og 8,
8A og 8B felld í flokk hverfisverndaðra húsa (verndun götumyndar). Byggingarmagn á reitnum
eykst um tæplega 2000rn2 frá núverandi ástandi.
Grettisgata, Vegamótastígur, Laugavegur, Klapparstígur, deiliskipulag.
Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Grettisgötu til suðurs, Vegamótastíg til vesturs,
Laugavegi til norðurs og Klapparstíg til austurs.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er að stuðla að
uppbyggingu og vernd miðborgarsvæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð og
ákveða nýtingu þess til framtíðar, tryggja betri nýtingu lóða, aðkomuleiðir og tengsl við
umhverfið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýbyggingum á horni Grettisgötu og Vegamótastígs
(Vegamótastíg nr. 9), 3-4 hæðir, á Laugavegi nr. 20, 4 hæðir og á horni Grettisgötu og
Klapparstígs (Klapparstíg 38), ein hæð. Þá gerir tillagan ráð fyrir að Húsið að Laugavegi 18
verði hverfisverndað sem 20. aldarbygging og húsin nr. 20B við Laugaveg og nr. 38 við
Klapparstíg hverfisvernduð vegna götumyndar.
Samkvæmt tillögunni eykst leyfilegt byggingarmagn á svæðinu um tæplega 2000m2.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 27. febrúar 2002 til 10. apríl 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila
skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 10. apríl 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 27. febrúar 2002.
Skipulags- og byggingarsvið.
%-
Stórhöfði 17 • www.champions.is
Textavarp 668 • Hádegishlaðborð virka daga
Við höfum opið vegna
Formúlunnar um helgina!
Á þremur risatjöldum:
í KVÖLD:
Kl. 19.45 Arsenal - Leverkusen
Kl. 19.45 Porto - Real Madrid
Kl. 19.45 Deportivo - Juventus
ANNAÐ KVÖLD:
Kl. 17.00 Parma - Halpoel T.A
Kl. 19.00 Feyenord - Rangers
Kl. 20.00 Leeds - PSV
HELGINA 1. & 2. MARS: 80'S KVÖLD MEÐ SIGGA HLÖ OG VALLA SPORT