Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 22
42
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
DV
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
iESSull
95 ára_______________________________
Vilborg Jónsdóttir,
Hjaröartúni 3, Snæfellsbæ.
85 ára_______________________________
Margrét Slgurjónsdóttir,
Vesturgötu 28, Reykjavík.
80 ára_______________________________
Eiríkur Jónsson,
Neðri-Svertingsstööum, Hvammstanga.
75 ára_______________________________
Gísli Þóröarson,
Gaukshólum 2, Reykjavtk.
Elín Ellertsdóttir,
Brekku, Blönduósi.
Rafn Sigurðsson,
Ofanleiti 25, Reykjavík.
70 ára_______________________________
Elín Pálmadóttir,
Garösstööum 31, Reykjavík.
Bjami S. Hákonarson,
Haga, Patreksfirði.
Sveinn Björgvin Sigmundsson,
Kleppsvegi 42, Reykjavík.
80 ára_______________________________
Gestur Gunnarsson,
Flókagötu 8, Reykjavík.
Davíö H. Ósvaldsson,
Sæviöarsundi 11, Reykjavík.
Guörún Hinriksdóttir,
Lækjasmára 6, Kópavogi.
50 ára ______________________________
Hafsteinn Árnason,
Skeiðarvogi 97, Reykjavík.
María Haröardóttir,
Langagerði 12, Reykjavík.
María Þórólfsdóttir,
Litluhlíö 6e, Akureyri.
Dagný Ingólfsdóttir,
Sólbraut 8, Seltjarnarnesi.
Hjálmfríöur Jóhannsdóttir,
Dynsölum 14, Kópavogi.
Jóhannes Jónsson,
Hlíðarhjalla 57, Kópavogi.
Árný Valgeröur Ingólfsdóttlr,
Miöhúsum 27, Reykjavík.
Slgurbjörg Hilmarsdóttir,
Hamarsbraut 14, Hafnarfiröi.
Kári Jónsson,
Logafold 135, Reykjavík.
40 ára_______________________________
Geir Óskarsson,
Norðurgötu 31, Akureyri.
Jóhannes Hafsteinsson,
Miðkoti 1, Dalvík.
Siguröur Sigurjónsson,
Stangarholti 16, Reykjavík.
Kristín Valgeirsdóttir,
Mýrargötu 2, Hafnarfiröi.
Níels Einarsson,
Álfabyggö 8, Akureyri.
Matthías H. Guðmundsson,
Stekkjarflötum, Varmahlíö.
Hermann Rúnar Stefánsson,
Gránufélagsgötu 19, Akureyri.
Mira Latinovic,
Norðurvör 12, Grindavík.
Davíö Ingason,
Brúnastööum 24, Reykjavík.
Slgriöur B. Vilhjálmsdóttlr,
Hjaröarhaga 36, Reykjavík.
Fausto Bianchi,
lönbúö 4, Garöabæ.
Ileana Manolescu,
Tómasarhaga 24, Reykjavík.
Ingunn Gunnarsdóttir, Dvalarheimili
aldraöra, Lagarási 21-23, Egilsstöðum,
lést á Sjúkrahúsi Seyöisfjaröar 24.2.
Stefán H. Sigfússon, Sæviöarsundi 4,
Reykjavík, lést sunnud. 24.2.
Inga R.J. Thorarensen, Austurbrún 4,
Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti
þriöjud. 19.2. Útförin hefur fariö fram í
kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Gunnar Jón Sigtryggsson, Skaröshlíö
18b, Akureyri, andaöist á dvalarheimil-
inu Hlíö, Akureyri, föstud. 22.2.
Árnl Stefánsson kennari, Gullsmára 7,
varö bráðkvaddur á heimili slnu,
sunnud. 24.2.
Kristján Sigvaldason, Felli, Kjós, lést
laugard. 23.2.
Matthlldur Slgriöur Bjórnsdóttir,
Nesbala 28, lést laugard. 23.2.
Fimmtugur
Hjörtur Ottó Aðalsteinsson
héradsdómari viö Héraðsdóm Reykjavíkur
Hjörtur Ottó Aöalsteinsson,
héraösdómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, Hólmasundi 10,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Hjörtur fæddist í Reykjavik og
ólst þar upp í vesturbænum og
Laugameshverfmu. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1972, lögfræði-
prófi frá HÍ 1977 og stundaði fram-
haldsnám við Kings College í
London 1983-84.
Hjörtur var lögregluþjónn i Kópa-
vogi 1974, á Seltjamarnesi 1975-76,
fulltrúi hjá yfirsakadómaranum í
Reykjavík frá 1977 og aðalfulltrúi
þar frá 1989 eftir að hafa verið sett-
ur aðalfulltrúi nokkrum sinnum frá
1985, settur sakadómari hjá Saka-
dómi Reykjavíkur nokkrum sinnum
1985- 88, settur bæjarfógeti á Siglu-
firði nokkrum sinnum á árunum
1986- 88, skipaður sakadómari í
Reykjavík 1989, og var skipaður hér-
aðsdómari við Héraðsdóm Reykja-
víkur 1992. Þá hefur Hjörtur verið
kjörinn varamaður í Dómstólaráö
til fimm ára fyrir tímabilið
2001-2006.
Fjölskylda
Sambýliskona Hjartar frá 1995 er
Hildur Jónsdóttir, f. 2.12. 1955, jafn-
réttisfulltrúi Reykjavíkurborgar.
Hún er dóttir Jóns Sigurðssonar
hljóðfæraleikara og Jóhönnu G. Er-
lingson þýðanda.
Fyrri kona Hjartar var Hafdís
Sigurbjömsdóttir, f. 24.7. 1953.
Dætur Hjartar og Hafdísar eru
Guðrún Svava Hjartardóttir, f. 22.11.
1972, kennari, maður hennar er
Haukur Ófeigsson og eiga þau tvö
böm; Hjördís Anna Hjartardóttir, f.
2.11. 1978.
Sonur Hjartar og Hildar er Jör-
undur Snær Hjartarson, f. 5.2. 1998.
Böm Hildar eru Ragna Bjarna-
dóttir, f. 4.4.1975, nemi í lögfræði og
á hún tvö böm; Erlingur Atli Pálm-
arsson, f. 8.6. 1989.
Systkini Hjartar eru Eygló Aðal-
steinsdóttir, f. 28.10. 1953, sjúkraliði
í Reykjavík; Guðrún Aðalsteinsdótt-
ir, f. 31.7. 1955, matsveinn í Reykja-
vík; Erling Ólafur Aðalsteinsson, f.
7.5. 1960, kennari og Ijósmyndari í
Reykjavík; Gylfi Dalmann Aðal-
steinsson, f. 6.5. 1964, stjómmála-
fræðingur og lektor við HÍ, búsettur
i Mosfellsbæ.
Foreldrar Aðalsteins em Aðal-
steinn Dalmann Októsson, f. 26.2.
1930, fyrrv. verkstjóri, og Gyða Er-
lingsdóttir, f. 25.11.1929, fyrrv. póst-
maður.
Ætt
Aðalsteinn er sonur Októs Guð-
mundar, verkamanns á Akranesi,
Guðmundssonar, Kristjánssonar.
Móðir Októs var Guðríður Jósafats-
dóttir.
Móðir Aðalsteins var Ástrós Þor-
steinsdóttir, b. á Brekku í Norðurár-
dal, Benediktssonar, og Sigríðar
Helgadóttur.
Gyða er dóttir Erling Ólafssonar
söngvara, háifbróöur, sammæðra,
Sigmundar Halldórssonar arkitetks.
Erling var sonur Ólafs, verkamanns
í Reykjavík, Jónatanssonar, Jóns-
sonar. Móðir Ólafs var Þóra
Salómonsdóttir. Móðir Erlings var
Þuríður Jónsdóttir, hreppstjóra að
Álftavatni, Jónssonar, b. á Þorgeirs-
felli, Þorsteinssonar, ættfóður Þor-
steinsættar, Jónssonar. Móðir Þur-
íðar var Jóhanna Vigfúsdóttir.
Móðir Gyðu var Hulda, systir
Svavars Gests, tónlistarmanns og
dagskrárgerðarmanns. Annar bróð-
ir Huldu var Hörður, faðir Vilborg-
ar framkvæmdastjóra, móður Marð-
ar Árnasonar. Hulda var dóttir
Gests, b. á Staðarbakka og síðar
verslunarmanns í Reykjavík, Guð-
mundssonar, b. á Bóndhóli, Jóns-
sonar. Móðir Huldu var Helga Lofts-
dóttir, b. á Gríshóli, Halldórssonar.
Móðir Helgu var Katrín Gísladóttir,
oddvita á Saurum í Helgafellssveit,
Sigurðssonar. Móðir Gísla var Elín,
systir Guðmundar, langafa Gunnars
Guðbjartssonar, fyrrv. formanns
Stéttarsambands bænda. Annar
bróðir Elínar var Jóhannes, langaft
Guðmundar J„ formanns Dagsbrún-
ar. Þriðji bróðirinn var Halldór,
langafi Ingólfs Margeirssonar. Elin
var dóttir Þórðar, ættfóður Hjarðar-
fellsættarinnar, Jónssonar.
Attræöur
■ ■
Sturla Friðriksson
erfðafræðingur og vistfræðingur í Reykjavík
Dr. Sturla Friðriksson, erfðafræð-
ingur og vistfræðingur, Skildinga-
tanga 2, Reykjavík, er áttræður í
dag.
Starfsferill
Sturla ólst upp við Laufásveginn i
Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR 1941, BA-prófi 1944, MA-prófi
frá Comell-háskólanum í íþöku í
Bandaríkjunum 1946 og varði dokt-
orsritgerð við Saskatchenwan-há-
skólann í Kanada 1961.
Sturla var jurtaerfðafræðingur
við atvinnudeild HÍ frá 1951, rann-
sakaði landnám lífs i Surtsey frá
1964, var upphafsmaður að mann-
erfðafræöirannsóknum erfðafræði-
nefndar HÍ 1965 og stundaði um ára-
bil margvíslegar og umfangsmiklar
rannsóknir ýmissa umhverflsvið-
fangsefna. Hann var yfirdeildar-
stjóri jarðræktardeildar við Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins og
framkvæmdastjóri erfðafræðinefnd-
ar HÍ.
Sturla var upphafsmaður að
Landvemd, er heiðursfélagi Lífs og
lands, er forseti Visindafélagsins og
formaður Ásusjóðs, meðlimur í al-
þjóða náttúruvemdarsjóðnum WWF
og Explores Club. Hann samdi bók
um vistfræði hér á landi og tvær
bækur á íslensku og ensku um
Surtsey auk þess sem út hafa komið
eftir hann fjórar ljóðabækur og ým-
is rit um landbúnað og náttúru-
fræði.
Fjölskylda
Eiginkona Sturlu er Sigrún Lax-
dal, f. 19.5. 1926, málvísindamaður
og lengi starfsmaður við franska
sendiráðið. Hún er dóttir Eggerts M.
Laxdal listmálara og Sigrúnar
Bjömsdóttur fulltrúa.
Dóttir Sturlu og Sigrúnar er Sig-
rún Ása, f. 6.8. 1954, líffræðingur,
gift dr. Þór Gunnarssyni lífeðlis-
fræðingi og eru börn þeirra Embla,
Sturla og Guðlaug Ýr.
Systir Sturlu er Sigþrúður Frið-
riksdóttir, f. 1.12. 1918, gift Arin-
bimi Kolbeinssyni lækni.
Foreldrar Sturlu voru Friðrik
Jónsson, f. 22.5. 1860, d. 17.5. 1938,
guðfræðingur og kaupmaður í
Reykjavík (annar Sturlubræðra), og
k.h., Marta María Bjamþórsdóttir, f.
19.8. 1891, d. 3.10. 1976, húsmóðir.
Ætt
Meðal alsystkina Friðriks voru
Sturla, kaupmaður í Reykjavík;
Þóra, kona Jóns Magnússonar for-
sætisráðherra, og Arndís, móðir
Ásu Guðmundsdóttur Wright. Frið-
rik var sonur Jóns háyfírdómara,
bróöur Péturs biskups og Brynjólfs
Fjölnismanns. Jón var sonur Pét-
urs, prófasts á Víðivöllum, Péturs-
sonar, og Þóru Brynjólfsdóttur, gull-
smiös á Þrastastöðum, Halldórsson-
ar, biskups á Hólum, Brynjólfsson-
ar.
Móðir Friðriks var Sigþrúður,
systir Péturs Eggerz, kaupmanns í
Akureyjum, föður Sigurðar Eggerz
ráðherra. Sigþrúður var dóttir Frið-
riks Eggerz, prests og alþm. í Akur-
eyjum, Eggertssonar, prests á Ball-
ará, Jónssonar. Móðir Friðriks
Eggerz var Guðrún Magnúsdóttir,
sýslumanns á Skarði, Ketilssonar.
Meðal systkina Mörtu Maríu má
nefna Svein Valfells framkvæmda-
stjóra og Ásgeir listmálara. Marta
María var dótti Bjamþórs, b. á
Grenjum á Mýrum, bróður Ásgeirs í
Knarramesi, fóður Bjarna alþm. og
afa Gunnars Bjamasonar hrossa-
ræktarráðunautar. Bjamþór var
sonur Bjarna, b. í Knarrarnesi,
Benediktssonar, og Þórdísar Jóns-
dóttur. Móðir Mörtu Maríu var
Sesselja Soffla, systir Hallgríms, afa
Hallgríms tónskálds og Sigurðar,
fyrrv. stjómarformanns Flugleiða,
Helgasona. Annar bróðir hennar
var Haraldur prófessor, faðir Jónas-
ar Haralz. Systir hennar var Þuríð-
ur, móðir Dungalsbræðra. Sesselja
Soffla var dóttir Níelsar, b. á Gríms-
stöðum, Eyjólfssonar, og Sigríðar,
hálfsystur Hallgríms, biskups og
alþm. og Elísabetar, móður Sveins
Björnssonar forseta. Sigríður var
dóttir Sveins, prófasts á Staðastað,
Níelssonar, og Guðnýjar, systur
Margrétar, ömmu Ólafs Friðriks-
sonar verkalýðsleiðtoga en bróðir
Guðnýjar var Magnús, langafi
Bjöms Sigfússonar háskólabóka-
varðar, föður Sveinbjöms háskóla-
rektors. Guðný var dóttir Jóns,
prests og læknis á Grenjaðarstað,
Jónssonar, og Þorgerðar Runólfs-
dóttur, systur Guðrúnar, ömmu
Bjöms Olsens háskólarektors.
Sturla og Sigrún verða fjarver-
andi á afmælisdaginn.
Merkir Islendingar_____________
Asi í Bæ hét fullu nafni Astgeir Ólafsson.
Hann fæddist í Litla-Bæ í Vestmannaeyj-
um 27. febrúar 1914, sonur Ólafs Ástgeirs-
sonar og Kristínar Jónsdóttur. Meðal
bama Ása eru Kristín, fyrrv. alþm., og
Gunnlaugur menntaskólakennari,
Ási ólst upp í Vestmannaeyjum og
lauk prófl frá Samvinnuskólanum
1940. Hann var sjómaður og útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum og þótti
ætíð afar fiskinn, skrifstofumaður í
Eyjum og um skeið bæjarritari
Hann var jafnframt afkastamikll rithöf-
undur og skáld en meðal bóka hans má
nefna sjálfsævisögulega þætti, Sá hlœr
best', Granninn i vestri, ferðabók um Græn-
land; Breytileg ár, skáldsaga 1948; Eyjavísur,
1970; Korriró, skáldsaga 1974; Grœnlandsdœgur,
Ási í Bæ
Jjóðaflokkur 1976; Skáldaó í sköróin, frásagna-
þættir 1978, og Þjófur í Seólabanka, 1983. Þá
gaf Ási út hljómplötu þar sem hann spilaði
og söng eigin lög og texta.
Ási flutti til Reykjavíkur 1968 og var
um skeið ritstjóri Spegilsins. Hann var
þó alla tið tengdur Vestmannaeyjum
órjúfanlegum böndum enda höfundur
ýmissa þekktra þjóðhátíðarlaga og
texta þeirra, ásamt þeim Oddgeiri
Kristjánssyni, Lofti Guðmundssyni og
Árna úr Eyjum. Þekktastur er Ási þó
fyrir texta við ódauðleg lög Oddgeirs,
s.s. Sólbrúnir vangar, Ég veit þú kemur,
og Heima. Hann var í flestu dæmigerður
Vestmannaeyingur, harðduglegt náttúru-
bam, vinafastur og bóhemískur lífskúnstn-
er. Hann lést á degi verkalýðsins 1985.
Sólveig Sigurgeirsdóttir veröur
jarösungin frá Áskirkju miövikud. 27.2.
kl. 15.00.
Útför Garðars Þorsteinssonar,
Hjaröarhaga 50, Reykjavík, fer fram frá
Dómkirkjunni miövikud. 27.2. kl. 15.00.
Bragi Óskarsson verður jarösunginn frá
Grafarvogskirkju miðvikud. 27.2. kl.
13.30.
Guðrún E. Gísladóttir frá Höfða,
Dýrafiröi, veröur jarösungin frá
Garðakirkju miövikud. 27.2. kl. 13.30.
Alda Jensdóttir, Ægisgrund 19,
Garöabæ, veröur jarösungin frá
Fossvogskapellu fimmtud. 28.2. kl.
13.30.
Erna Helga Matthíasdóttir, Engihjalla
19, Kópavogi, veröur jarösungin frá
Kópavogskirkju föstud. 1.3. kl. 13.30.