Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
DV
9
Fréttir
5.000 kn
VerS
90 arv 35.600, - SamU 30.600
100 atv 39.000,- SamU 34.000
105 aiv42.800,- Samt; 37.800
120 atv 49.900,- Samti 44.900
RnGnnR BJORnsson
Stírhaifing i framitiöslu og hónnun springdyno.
Dalshrauni 6 Hafnarfirói -Sími: 555 0397 www.rbrum.is
Kjarvalsstofa opnuð á Borgarfirði eystra í sumar:
Sýning á verkum
meistarans undirbúin
Fyrirhugað er að opna Kjarvalsstofu
á Borgarfirði eystra í sumar. Megin-
markmið hennar verður að heiðra
minninguna um ævi og störf Jóhann-
esar Sveinssonar Kjarval listmálara
(1885-1972). Hann var alinn upp á
Borgarfirði frá 5 ára aldri og var alla
tíð tryggur sinni heimasveit og eru
mörg af þekktustu verkum hans máluð
þar. Á mánudagskvöld var haldinn
kynningarfundur og verkefhið kynnt
með formlegum hætti, en ötullega hef-
ur verið unnið að uppbyggingu þessa
verkefiiis undanfarið.
Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarvals-
stofu, en hann er landfræðingur að
mennt og hefur m.a. unnið að korta-
gerð og gert fjölda gönguleiðakorta á
Austurlandi og víðar. Alþingi sam-
þykkti að veita 4 milljóna styrk til upp-
byggingar Kjarvalsstofu og er stofnun
sjálfseignarstofmmar á lokastigi.
Nokkrir aðilar hafa lýst áhuga á að
Dyrfjöll
Heimahagarnir uröu meistara Kjarval drjúgt yrkisefni í myndlist-
inni. Dyrfjöll voru hiö draumkennda og óræöa, einkenni Borgar-
fjaröar, og voru stór hluti af myndefni Kjarvais eystra.
gerast stofnaðilar og má þar nefna
Borgarfjarðarhrepp og afkomendur
Kjarvals, auk þess sem Borgfirðingar
sjálfir hafa sýnt
mikinn áhuga.
Einnig hefru
verið stofnaður
styrktarsjóður í
tengslum við
verkefnið þar
sem einstakling-
ar, fýrirtæki og
félagasamtök
sem vilja leggja
málinu lið geta
komið styrkjum
sínum áleiðis.
Jón Þórisson
hefur verið
fenginn til að
setja upp fyrstu
sýninguna I
Kjarvalsstofu í
sumar og verð-
ur gaman að fylgjast með hvemig
viðtökur þessi nýjasta menningar-
stofnun Austfirðinga fær. -FBH
DV-MYND FJOLNIR BJORN HLYNSSON
78J8 fermingarúrifi
Fermingargjöf
sem innborgun á rúmi
Meirihluti hlynntur sölu létt-
víns og bjórs í matvörubúðum
Samnorræn
stefna um sjálf-
bæra þróun
Norrænu umhverfisráðherramir
munu leggja samnorræna stefnu um
sjálfbæra þróun fyrir leiðtogafund
Sameinuðu þjóðanna sem haldinn
verður í Jóhannesarborg i Suður-
Afríku í september nk. Þessi stefnu-
mörkun er ein af þeim fyrstu sem
gerðar verða i heiminum um sjálf-
bæra þróun svæðis. Á saman tíma
munu Norðurlöndin vinna að
stefnumörkun í Staðardagskrá 21
bæði fyrir Norðurlönd og Eystra-
saltsríkin. Þetta er haft eftir norska
umhverfisráðherranum, Borge
Brende, sem er formaður umhverf-
issviðs Norrænu ráðherranefndar-
innar.
Ráðherrarnir hafa mikinn áhuga
á því að umhverfis- og heilbrigðis-
mál haldist í hendur og iðnríkin
beri sameiginlega ábyrgð á því að
vinná að útrýmingu fátæktar í
heiminum. Málefni sjávar verða
tekin til nánari umfiöllunar á Norð-
ursjávarráðstefnunni sem haldin
verður í Bergen dagana 20.-21. mars
nk. -GG
DV-MYND E.ÖL
Keyrt upp á gangstétt
Ökumenn á Laugaveginum geröu sér lítiö fyrir og smeygöu sér um gangstéttina
til aö komast leiöar sinnar. Ökumaöur jeppans varö fyrir því óiáni aö missa
afturdekk og tók nokkra stund aö koma nýju dekki undir bílinn.
Meirihluti fólks, eða um 67%, eru
fylgjandi sölu áfengs bjórs og létt-
víns í matvöruverslunum. Þetta
kemur fram í nýrri könnun
PriceWaterhouseCoopers sem gerð
var um síðustu mánaðamót. Mikill
munur reynist þó á viðhorfi kynj-
anna en tæplega 75% karla eru
fylgjandi sölu vins í matvörubúðum
á móti 57,9% kvenna.
„Þetta kemur í sjálfu sér ekki á
óvart enda áfengi eins og hver önn-
ur drykkjarvara. ÁTVR er ekkert
annað en afkáralegar leifar af ríkis-
verslun. Ég fæ heldur ekki séð að
fólk muni drekka meira þótt þessar
vörutegundir fengjust í matvöru-
verslunum," seg-
ir Haukur Þór
Hauksson, for-
maður Samtaka
verslunarinnar,
um niðurstöður
könnunarinnar.
Yngra fólk er
samkvæmt könn-
uninni hlynntara Haukur Þór
sölu bjórs og létt- Hauksson.
víns í matvöru-
versltmum, en 81% þefrra sem eru á
aldrinum 18 til 29 ára eru málinu
fylgjandi.
Þorgerður Ragnarsdóttir hjá Áfeng-
is- og vímuvamarráði segir það mik-
Þorgeröur
Ragnarsdóttir.
ið áhyggjuefni ef
sala áfengis verði
gefin frjáls með
fyrrgreindum
hætti. „Það hefur
auðvitað verið
sterkur áróður í
þessa átt að und-
anförnu. Margir
telja sig hafa
reynslu í þessum
málum eftir að
hafa verið í fríum í útlöndum. Ég er
hrædd um að raunveruleikinn sé
annar og það vekur einnig athygli að
afstaða fólks virðist breytast með
aldrinum og eftir því sem það eignast
börn. Það er þvi miður liklegt að al-
menn neysla áfengis myndi aukast ef
bjór og létt vín verða seld í matvöru-
verslunum og einkum meðal ung-
linga,“ segir Þorgerður.
Haukur Þór segir kaupmenn hins
vegar í stakk búna til að standa við
aldurstakmark áfengissölu. „Ég sé
ekki hvemig það ætti að vera öðru
vísi í almennri verslun en hjá Rik-
inu. Að sjálfsögðu yrði kaupmönn-
um gert að hlíta ströngum reglum
eins og þeim sem starfa í Ríkinu,"
segir Haukur Þór Hauksson.
Úrtakið í könnuninni var slembi-
úrtak 1200 íslendinga og var
nettósvarhlutfall 65,2%. -aþ
Isólfur Gylfi
Verðmerkingum
verði breytt
ísólfur Gylfi
Pálmason, þing-
maður Framsókn-
arflokksins, segir
vafamál hvort af-
slættir stærstu dag-
vöruverslanafyrir-
tækjanna skili sér
til neytenda. Hann
beindi i gær fyrir-
spum til Valgerðar
Sverrisdóttur viðskiptaráðherra um
hvort rétt væri að verðleggja vöruna
þannig að neytandinn sæi þátt hvers og
eins aðila í verðmynduninni. Ráðherra
taldi að hugmyndin væri þess vfrði að
láta athuga hana betur og benti á að
Hagstofan hefði, eftir hvatningu ASÍ,
talað fyrir því að verðkannanir yrðu
gerðar á fleiri stigum en nú þannig að í
ljós kæmi hvar eða hvort álagningin
væri óeðlileg. ísólfur fagnaði svarinu og
taldi þetta mun einfaldari leið en að
skipta upp stærstu fyrirtækjunum, líkt
og Baugi, sem er með um 60% markaðs-
hlutdeild. -BÞ
Vill ráöningar-
samning kynntan
Einar Svein-
bjömsson, bæjar-
fulltrúi Framsókn-
arflokksins í
Garðabæ, hefur
óskað eftir þvi við
Laufeyju Jóhanns-
dóttur að á næsta
reglulega bæjar-
stjómarfundi verði
lagður fram ráðn-
ingarsamningur
bæjarstjómar við Ásdísi Höllu Braga-
dóttur. Einar segir í samtali við DV að
ástæðan sé einfaldlega sú að þessi ráðn-
ingarsamningur hafi ekki verið lagður
fram og ósk þessi sé ekki til komin
vegna gruns um að neitt óeðlilegt sé við
þann samning. Hins vegar hafi það
tíðkast að samningar af þessu tagi hafi
verið lagðir ffarn og eðlilegt að allir
þessir hlutir séu uppi á borðum. -BG
Einar
Sveinbjörnsson.
SPRENGITILBOO
Hdta
stór franskar,
hrásalatog
sósa, 21 Pepsí.
Sex Kjuklingabitar
Tilboð: Kr. 1290.-
Tilboðið gildir
21. -28. febr.
rJTjrrJTtr?rjí?
tibfJR