Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MIÐVKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 35 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn; ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Falskt öryggi sjómanna Sjómenn íhuga alvarlega að henda í land búnaði sjálf- virkrar tilkynningaskyldu báta undir 24 metrum, að því er fram kom hjá Karli Ólafssyni, skipstjóra á Erni KE, i DV í gær. Yfirlýsing skipstjórans tengist eðlilegri reiði sjómanna vegna tíðra bilana í tækjum sem þessum sem m.a. voru um borð í Bjarma VE sem fórst vestur af Þrí- dröngum á laugardag. Rúmlega klukkustund leið frá því að varðskip heyrði ógreinilegt neyðarkall þar til staðfest- ing fékkst á þvi frá Tilkynningaskyldunni að Bjarmi hefði horfið úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni. Kraftaverk þykir að tveir ungir sjómenn björguðust um borð í þyrlu eftir nöturlega vist i sjónum í hálfa þriðju klukkustund þar sem þeir héngu á tætlum úr gúmbjörgungarbát. Tveir skipsfélagar þeirra fórust. Sjómennska hér við land, þar sem veðrabrigði eru snögg, er með hættulegustu störfum. Því þurfa öryggismál að vera í lagi. Það gildir jafnt um öryggisbúnað um borð, uppfræðslu um notkun hans sem og um fjarskipti og til- kynningar á neyðarstund. Handvirk tilkynningaskylda var mikil bót sem flýtti björgunaraðgerðum þegar á bját- aði. Sjálfvirk tilkynningaskylda, sem siðan var lögleidd í öllum bátum undir 24 metrum að stærð, átti enn að auka það öryggi. Bjarmaslysið og fleira sýnir að gallar í búnaði veittu falskt öryggi. Bjarmi datt út úr kerfi Tilkynningaskyldunnar kl. 10.52 á laugardagsmorgun. Þótt varðskipsmenn næðu veiku neyðarkalli á vinnubylgju um svipað leyti og hæfu þegar eftirgrennslan var það ekki staðfest við Landhelgisgæsluna að bátsins væri saknað fyrr en kl. 12.06. Dýrmætur tími fór til spillis. Ástæðan virðist liggja fyrir. í tilfelli Bjarma VE hafði báturinn dottið út 6 sinnum þennan sama morgun. Menn voru því hættir að treysta þessu öryggistæki um borð í bátnum. Yfirvarðstjóri Tilkynningaskyldunnar stað- festir að algengt sé að bátar detti út, jafnvel séu 30-40 til- kynningar um slíkt á dag. Varðstjórinn er sammála gagn- rýni skipstjórans á Erni, menn hætti einfaldlega að treysta kerfi sem stöðugt hrópar „úlfur, úlfur“. í DV í dag er frá því greint að einn aðili tækja til sjálf- virkrar tilkynningaskyldu hafi fengið einkaleyfi sam- gönguráðuneytisins til sölu búnaðarins hér á landi. Þetta gagnrýna aðrb' innflytjendur fjarskiptabúnaðar harðlega og segja reglurnar fáránlegar. Þeir segja að með reglugerð ráðuneytisins sé komið í veg fyrir að hér sé komið upp búnaði sem geti betur þjónað hlutverki sínu en raun varð með búnaðinn um borð i Bjarma. Forkastanlegt er jafnvel talið að íslendingar séu með notkun á þessu tilkynn- ingaskyldukerfi að kosta rándýra tilraunastarfsemi fyrir breskt fyrirtæki. Jafnframt er bent á að þegar sérstakur talstöðvarbúnaður var samþykktur sem staðalbúnaður um allan heim veðjuðu íslensk stjórnvöld á fyrrgreint sjálfvirkt tilkynningaskyldukerfi, kerfi sem enn hefur ekki tekist að gera þannig úr garði að því sé hægt að treysta. Hér skal tekið undir kröfu Guðmundar Hallvarðssonar, formanns samgöngunefndar Alþingis, að fréttir af tíðum bilunum kalli á allsherjar endurskoðun á kerfinu. Vonir voru bundnar við að sjálfvirka tilkynningaskyldan væri mikið framfaramál. Þær væntingar hafa brugðist. Ófært er með öllu að sjómenn búi við falskt öryggi. ítrekuð skal, þessu tengt, nauðsyn þeirra sem skipa þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar að fá forgangsljós á bíla sína. Þyrlur eru helstu björgunartæki manna i sjáv- arháska, sem raunar margra annarra. Fráleitt er að slik- ir menn sitji fastir i borgarumferðinni þegar líf liggur við. Jónas Haraldsson dv Skoðun Hver er glæponinn í Símanum hf.? Síminn er illa rekið fyrir- tæki. Ég er ekki að tala um hvernig það er fjárhagslega rekið. Um það get ég ekki dæmt. Ég hef hins vegar mörg dæmi sem einstak- lingur um þjónustuna sem reynst hefur fyrir neðan all- ar hellur. Þetta hefur ekk- ert breyst við einkavæð- ingu. Nú er komið í ljós af hann gæti komið á meiri spillingu í stað þess að eyða henni. í stað þess að láta stjórn hlutafélagsins um það sem stjórnum hlutafélaga ber þá stjórn- aði hann framhjá stjórn- inni aðgerðum sem faldar voru, ekki aðeins fyrir stjórninni sjálfri sem bar refsiábyrgð á rekstrinum, hverju. Alþingi ákveður Jón Sigurgeirsson heldur var einnig sagt einkavæðingu. lögfræömgur Stjórnin ber ábyrgð Síminn er gerður að hlutafélagi og skipuð stjóm sem á að skila árangri. Venjulega er það þannig að skili stjórnin áætluðum árangri þá heldur hún völdum en missir þau ef ekki er eðlileg skýring á lélegri rekstraraf- komu. Stjómin ber refsiábyrgð á rekstrinum og getur ekki afsakað sig með því að hafa ekki vitað. Hún ber ábyrgð gagnvart hluthöfum að full- nægja kröfum þeirra um arðsemi. Það sem komið hefur í ljós var það að þrátt fyrir ákvörðun Alþingis um einkavæðingu var ekkert farið eftir henni. Fyrir samgönguráðherra virðist stofnun hlutafélags vera til þess að rangt til um reksturinn í samantekt fyrir væntan- lega kaupendur. Þegar ráðherra er svo spurður af fulltrúum eiganda, alþingismönn- um, út í reksturinn þá segir hann að ekki megi segja neitt frá rekstr- inum því Síminn er jú hlutafélag og allt sem þar fer fram eigi að vera pukur og menn eigi að geta tekið milljónir út úr því fyrirtæki án þess að eigendur fái um það að vita. Þegar Alþingi breytti Símanum í hlutafélag þá er ljóst að ekki átti að stjórna beint frá ráðuneyti lengur heldur átti stjórn félagsins að hafa stjórnina með höndum. Þessi vilji svo og hlutafélagalög hafa verið hundsuð. Það er almenn regla að trúnaður „Fyrir samgönguráðherra virðist stofnun hlutafélags vera til þess að hann gæti komið á meiri spillingu í stað þess að eyða henni. í stað þess að láta stjórn hlutafélagsins um það sem stjórnum hlutafélaga ber þá stjórnaði hann framhjá stjórninni..." sem menn bera felur ekki í sér að reglu voru stríðsréttarhöldin í hylma yfír og taka þátt í ólöglegum Nurnberg eftir stríðið. gerðum. Á grundvellli þessarar Verðmætasköpun þjóðarbúsins Nýverið samþykkti ríkisstjórnin tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra til þingsályktunar í byggöamálum fyrir árin 2002-2005. Þessi drög ráð- herra og ríkisstjórnar að byggðaá- ætlun hafa verið gagnrýnd. Snýr gagnrýnin helst að skorti á skil- greindum aðgerðum og orðalagi þar sem tónninn er neikvæður gagnvart heilum landshluta og einstökum byggðarlögum. Þá vekur undrun aö ekki skuli vera lögð til efling tveggja til þriggja byggðakjarna á landinu í samræmi við tillögur byggðanefndar Sambands ísl.enskra sveitarfélaga. Ekki kynnt sér málin? Ýmislegt í áætluninni er jákvætt og getur gefið fyrirheit um breytt vinnubrögð en gagnrýndur er skort- ur á áætlun um framkvæmdir. Einnig er ámælisvert að það er eins og hugur fylgi ekki máli. Þeir sem hafi samið endanlegt skjal hafi ekki verið trúaðir á þau tækifæri sem byggðir landsins hafa. í kaflanum um Vestfirði segir: „Á norðanverðum Vestfjörðum er eðli- legt aö horfa til ísafjarðarbæjar, Bol- ungarvíkur og Súðavíkur sem eins þéttbýlissvæðis, sem byggir afkomu sína fyrst og fremst á sjávarútvegi og þjónustu við íbúana. Næg atvinna hefur verið á svæðinu en störfm fremur fábreytt. Flytja hefur þurft inn vinnuafl til starfa í fiskvinnslu. Nokkrir möguleikar eru þar á upp- byggingu fiskeldis og árstíðabund- innar ferðaþjónustu." Það er eins og skýrsluhöfundar hafi ekki kynnt sér málin. Á ísafirði starfa hátæknifyrir- tæki tengd sjávarútvegi. Á ísafirði er ekki bara eitt, heldur þrjú af framsækn- ustu fyrirtækjum landsins á þessu sviði. Líklega eru þau þekktari erlendis, s.s. í Kanada og í Noregi, en á ís- landi. Greinarhöfundur veit að erlendir viðskiptavinir þessara fyrirtækja eru ánægðir með þær nýjungar, vandaða framleiðsluvöru og hugmyndauðgi frá ísfirsku fyrirtækjunum. Þessir sömu við- skiptavinir telja það ekki eftir sér að koma til ísafjarðar í viðskiptaferðir, öfugt við suma íslendinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu. Heimsborg í hundraö ár í viðbót við það sem áður segir er á Isafirði fullkomið sjúkrahús, menntaskóli, háskólanám, prent- smiðja, útgáfufyrirtæki, arkitektar og verkfræðingar, skipasmíðastöð, trésmiðjur, rafmagnsverkstæði, hót- el, gistiheimili, ferðaskrifstofur og flöldi annarra fyrirtækja sem mörg hver hafa heiminn sem sitt markaðs- svæði og eru þátttakendur í nýja hagkerfmu svokallaða. Þetta kalla skýrsluhöfundar að „störfin séu fremur fábreytt". Það er góð hugmynd í byggðaáætl- un að styrkja Akureyri sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið. ísafjarðarbæ þarf líka að styrkja. En hann mun samt ekki verða „mini“- Akureyri eða „mini“-Reykjavík. Hann er allt annað módel. ísafjörður hefur í hundrað ár verið heimsborg. Ekkert sérlega fjölmenn heimsborg, en heimsborg samt. Samspil krafmikill- ar náttúru og heimsmenn- ingar hefur skapað þá teg- und af samfélagi sem fjöl- margir Islendingar vilja geta valið um og nauðsyn- legir eru landsmönnum öll- um. Eykur hug og þor Byggðaáætlun á að vera þannig að hún veki upp bjartsýni í byggðum lands- ins, vegna þess að mark- vissar aðgerðir byggðaáætl- unar hafi jákvæð áhrif á framtíð viðkomandi byggðar. Það eykur hug og þor að vita tO þess að ríkisvaldið standi þétt á bak við mann, hvort sem maður býr á Vest- fjörðum eða í Reykjavík. Það leikur enginn vafi á því, búi maður í Reykjavík, enda um 63% af opinber- um störfum þar sem 40% íbúa lands- ins búa og sifellt unnið aö jákvæðri byggðastefnu í þágu höfuðborgar- svæðisins. Eftir lestur tillögu iðnaðar- og yið- skiptaráðherra ákvað bæjarráð ísa- fjarðarbæjar að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum um sérstaka áætlun fyrir landshlut- ann. Upplýsingar og hugmyndir í henni nýtist inn í endanlega áætlun í byggðamálum fyrir árin 2002-2005. í byggðaáætlun fyrir Vestfirði verður markmiðið að fólki fjölgi á svæðinu um svipað hiutfall og á landsvísu og þar verður bjartsýni og uppbygging leiðarljósið. Enda eru Vestfirðingar stoltir af sínum hlut í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og geta bætt þar við hafi þeir sama við- skiptaumhverfi og aðrir landsmenn. Halldór HaUdórsson „ísafjörður hefur í hundrað ár verið heimsborg. Ekkert sérlega fjölmenn heimsborg en heimsborg samt. Sam- spil krafmikillar náttúru og heimsmenningar hefur skapað þá tegund af samfélagi sem fjölmargir íslend- ingar vilja geta valið um...“ Spurt og svaraö_____Er langt í að bjórínn komi í búðirnar?____________ Haildór Halldórsson bæjarstjóri ísafjaröarbæjar Lögbrotin viöurkennd Þessir pótentátar sem ætluðu að hafa Símann bara huggulegt fyrir- tæki fyrir sig, greiða hver öðrum vel á aðra milljón á mánuði, telja það algjöran trúnaðarbrest við sig að heiðarlegur starfsmaður segir eigendunum frá lögbrotunum. Lögbrotin eru viðurkennd af þeim sem þau frömdu. Þeir telja að þau hafi verið í lagi af því ekki hefur ver- ið sannað á þá að þeir hafi stolið miklu fé. Þeir eru ekki reknir fyrir að brjóta lög og þar með trúnað við eigendur Símans, íslensku þjóðina. Þeir reka hins vegar mann sem sam- kvæmt skilningi siðaðra þjóða gerði aðeins skyldu sína. Spurningin er: Eigum við, eigend- ur Símans, að taka þeirra skilning sem góðan og gildan og þá er fyrir- tækið þeirra, eða eigum viö aö krefj- ast okkar eignaréttar og reka þessa menn? Hættum ekki fyrr en við höf- um rutt þeim úr vegi. Ef stjórnin rekur ekki framkvæmdastjórannn sem rak þann sem sagði frá þá á Sturla að reka stjómina. Ef hann gerir það ekki, þá eigum viö að reka hann. - Stoppum ekki fyrr en málið er í höfn. Jón Sigurgeirsson Vestræn gildi vökvuð og nærð „Það megum við vita að það sem við teljum okkur helst til tekna í menningu okkar og samfélagi á rætur í hinum kristna boðskap; frelsjð jafnréttið, umburðar- og náunga- manngildishugsjónin, lyndið, miskunnsemin kærleikurinn. Þetta eru þættir sem eru sprottnir úr jarðvegi kristninn- ar, boðskap Jesú Krists. Það sem við köllum vestræn gildi er vakið og nært í trúnni. Þegar barnið lær- ir að biðja, þá þegar er lögð undir- staða að grundvallaröryggi barns- ins gagnvart lífinu og tilverunni, lotningu og virðingu fyrir því sem er æðra og umhyggju fyrir öðrum. Af fræjunum sem þar er sáð sprett- ur allt hitt.“ Karl Sigurbjörnsson biskup í viötali á Femin.is Forsendur sjálfbærs hagvaxtar „En þjóðin þarf öflugri útflutnings- greinar því að ekki getur hún fjár- magnað viðskiptahallann meö er- lendum lánum til langframa. Þróun undangenginna áratuga og missera staðfestir að langvarandi skuldasöfn- un erlendis dregur úr getu okkar að viðhalda sjálfbærum hagvexti. Því má segja að ESB-aðild og upptaka evrunnar séu forsendur fyrir því að okkur takist að viðhalda sjálfbærum hagvexti og góðum lífskjörum í land- inu á tímum hnattvæðingar. Það er ljóst að við getum ekki breytt land- fræðilegri legu okkar en við getum aukið nálgun okkar við hinn samevr- ópska markað til muna með fullri þátttöku í ESB og myntbandalag- inu.“ Þorsteinn Þorgeirsson á vef Samtaka iönaöarins Haukur Tryggvason, á Pollinum á Akureyri: Með helgarinn- kaupunum „Bjór og léttvín eru alltaf að verða ríkari þáttur í neyslu- menningu okkar en ég held að við eigum eftir að þurfa að bíða í þrjú til fimm ár eftir að farið verði að selja þess- ar vörur í matvöruverslunum. Það er greinilegt að krafa fólks er sú að geta tekið bjórinn og létt- vínið með heim i helgarinnkaupunum - án þess aö þurfa að fara í sérverslun eftir þessu. Áfengis- menning þjóðarinnar hefur þróast mikið á síð- ustu árum, svo sem eftir aö bjórinn kom árið 1989 - og ég hygg að sala á bjór og léttvíni í matvöru- verslunum myndi efla þennan þroska frekar. Við eigum að hætta að líta á bjór og léttvín sem ein- hvern bannvarning." Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstm. heilbrigðisráðherra: Vonast eftir bið „Þessi afgerandi meirihluti þeirra sem eru fylgjandi sölu þessarar vöru i matvöruversl- unum kemur mér reyndar á óvart. Sjálf set ég ákveðna fyrirvara á að auka aðgengi að áfengi með þessum hætti, sérstak- lega með tilliti til unga fólksins og forvama- starfs. Kannanir sýna að aukið aðgengi leiðir gjaman tU aukinnar neyslu og að bjórdrykkja unglinga leiðir gjaman tU neyslu sterkara áfengis. Þá er líka nokkuð víst að „vöruúrvalið" verður mjög mismunandi eftir stærð markaðs- svæðanna, íbúum landsbyggðarinnar í óhag. Ég vona því að enn verði nokkur biö á því að bjór fyUi hUlur matvöruverslana hér á landi.“ Jón Kaldal, ritstjóri Skýja: Forsjárhyggja í öllum flokkum „Það vona ég svo sannarlega. En ég er þó hræddur um að sú von rætist ekki alveg á næst- unni. TU þess eru of margir for- sjárhyggjumenn úr öUum flokkum á þingi. Þar situr tU dæmis enn fólk sem greiddi atkvæði gegn því á sínum tíma að leyfa sölu bjórs yfir- höfuð á íslandi. Mér sýnast rökin gegn því að maður kaupi sér bjórkippu eða rauðvinsflösku um leið og steikina vera þau sömu og andstæð- ingar bjórsins héldu á lofti fyrir þrettán árum, það er aukin neysla. Reyndar vU ég líka geta keypt mitt gin í 10-11 og leyfa ótakmarkaðar áfengisauglýsingar, en það er örugglega tU of mikUs mælst.,, Ólafiir Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi: Bið í fimm til tíu ár „Af skoðanakönnunum að dæma er almenningur í æ rík- ari mæli á þeirri skoðun að eðlUegt sé að bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum. Hins vegar má búast við því að andstæðingar áfengisnautnar muni berjast af krafti gegn því að þessi verði raunin og tefji að þetta verði að veruleika. Þró- unin í löndunum hér í kringum okkur er með þeim hætti að áfengissala er að færast út í al- mennar verslanir en hins vegar reikna ég með að biðin hérlendis verði svo sem fimm tU tíu ár. Þegar svona breytingar verða er líka gott að að- lögunarfresturinn sé rúrnur." £ Tveir af hverjum þremur vilja aö bjór og léttvín veröi selt í matvöruverslunum skv. niöurstööu könnunar PWC. Karlarnir vilja þetta frekar en konurnar. Ábót á vitsmunina Háaloftið í góðri bók stendur að þeir sem guð gefur emb- ætti gefi hann einnig vitið. Þetta er sú forsjá sem hinn kristni heimur trúir á og treystir og er ekki svikinn af. Sama er hvort valdhaf- ar þiggja upphefð sína beint frá drottni almáttug- um eða hvort hann lyftir þeim í embætti með til- stuðlan atkvæðamagns í kosningum - hann velur ________ og úthlutar svo gáfunum eftir á eftir því sem þörf krefur. Því miður vitna prédikarar alltof sjaldan i þessi guðslög og því gjalda embættismenn með kristi- lega ábót af vitsmunum þess að verk þeirra eru misskilin og rang- túlkuð af þeim sem ekki bera gæfu til að njóta handleiðslu á hinum breiða vegi embættaframa og að- stöðu til að leiðbeina og gefa góð ráð, stofnunum og þjóðinni allri til heilla. Það er leiður vani alltof margra að illskast út í stjórnvöldin og hnýta ónotum í þá sem valdir eru til embætta og til að annast al- mannahagsmuni í stjómum, nefndum og ráðum stofnana og fyr- irtækja sem heyra undir stjórnardeildir lýðveldis- ins. Hnútukastið á þá sem veija tíma sínum og atorku til að halda hjólum opin- berra fyrirtækja og einka- væðingar gangandi lýsir aðeins fákunnáttu á lögmál- um opinbers rekstrar og vanþakklæti i garð þeirra sem hljóta að vilja fá nokk- uð fyrir snúð sinn. Jafnvel stjómmálamenn sem vilja láta taka mark á sér eru famir að leggjast á sveif með vandlæturum, kjaftaskúmum og uppljóstr- urum sem hnýsast í hluti sem þeim koma ekki við til að sverta og svívirða það góða fólk sem leggur samfé- laginu lið til að halda merki íslenskrar hámenn- ingar og fjármálaumsvifa hátt á lofti. Oddur Olafsson blaöamaöur varða þjóðina alla. Þegar andstöðuforingjar kasta yfir sig gervi farísea og þykjast ekkert vita um hvemig kaupin gerast á embætta- og bitlingaeyr- inni og hrópa: ekki ég, ekki ég! þá fara að renna tvær grímur á að minnsta kosti einn þeirra sem löngum hafa galað hátt um siðgæði pólitikusa og ________ stjómsýslu þeirra sem best er treyst fyrir hags- munagæslu flokkanna og sinnar eigin. Því var það huggun harmi gegn þegar formaður stærsta þing- flokksins gekk fram fyrir skjöldu hinna vanvirtu og smáðu og þurfti ekki aldeilis að biðja þeim griða heldur réðst beint að þeim sem dregiö hafa í efa hæfni þeirra og hæfileika til að fara með þau völd og fjármuni sem þeim féllu í skaut. Frúin sýndi og sannaði að það em þeir sem gagnrýna og efast um heiðarleika þeirra sem drottinn gaf embætti sem skaða íyrirtæki og stofnanir þjóðarinnar og rýra verð- gildi þeirra á almáttugum peninga- markaði kjölíjárfestanna. Mál aö linni Verður er verkamaðurinn launa sinna stendur líka í bókinni um embættin og vitið. Því er það líka kristið innræti að menn eigi að fá vel borgað fyrir vinnuframlag. Má einnig minna á fagra draumsýn kommúnistanna sálugu sem sáu framtíðarlandið í hillingum, þar sem hver átti að leggja samfélag- inu til eftir mætti og þiggja laun eftir þörfum. Það er einmitt sú in- dæla hugsun sem menn eru nú að reka homin í. Þegar þjónar flokka og þjóðarheildar rétta hver öðrum og taka sér laun eftir þörfum ætla þeir að ærast sem ekki skilja á hverju embættarekstur og stjóm- sýsla byggist. Er nú mál að ofsóknum linni á hendur þeim sem fóma sér fyrir að reka stofnanir og fyrirtæki fyrir þá sem fara með æðstu embætti og að þeir fái að starfa í friði fyrir há- vaðafólki sem ekki fæst til að skilja að þeir sem guð gefur emb- ætti gefur hann einnig vitið og að þeir starfa í anda þeirrar siðfræði að hver taki sér laun eftir þörfum. Huggun harmi gegn Stjórnarandstaðan á Al- þingi virðist halda aö hún afli sér vinsælda og at- kvæða með því að taka undir róg og níð um þá sem valdhafar og drottinn hafa valið til annast vandmeð- farin hagsmunamál sem Jafnvei stjórnmálamenn sem vilja láta taka mark á sér eru farnir að leggjast á sveif með vandlæturum, kjaftaskúmum og uppljóstrurum sem hnýsast í hluti sem þeim koma ekki við til að sverta og svívirða það góða fólk sem leggur samféiaginu lið til að halda merki íslenskrar hámenningar og fjármálaumsvifa hátt á lofti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.