Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 24
X
44
___________________________________MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
Tilvera dv
lí f iö
Ylur og afl
Guðfinna Hjalmarsdóttir opnar
sýningu í Gallerí Reykjavík,
Skólavörðustíg 16, í dag í tilefni
af Vetrarhátíð Reykjavíkur.
Sýningin nefnist Ylur og afl. Þar
má sjá skúlptúr er var
lokaverkefni Guðfinnu til BA-
prófs í Listaháskóla íslands 2001
og veggverk er hafa síðan þróast
út frá sömu hugmynd. Þeirri
hugmynd og sýn sem vísindin
hafa fært okkur.
TÓNLIST
■ TONLElkARÍ ÉÝJAFIRÐÍ Tón-
listarskólinn á Akureyri heldur tón-
leika í Laugarborg kl. 19.
■ SUNGIÐ í ÓPERUNNI Kór
íslensku óperunnar heldur tónlelka
í óperunni í kvöld í tilefni opnunar
Vetrarhátíðar Reykjavíkur, Ljós í
myrkri. Á efnisskránni eru þekktar
perlur úr óperettum og óperum, auk
íslenskra sönglaga. Tónleikarnir
verða tvíteknir og hefjast kj. 20 og
22. Píanóleikari er Iwona Ósp Jagla
og stjórnandi Garöar Cortes.
■ BLÚS Á VÍDALÍN Bessle Smlth -
kvöld meö Andreu Gylfa, KK og
Gumma Pé.
Klúbbar
■ STEFNUMOT A GAUKNUM
Bigoen, Skurken/Price Valium og
Einoma koma saman á Stefnumóti
á Gauki á Stöng í kvöld.
Sýningar
■ UÓSBROT Inglbjörg
Klementzdóttir leirlistamaður opnar
sýningu í Gallerí Reykjavík kl. 19 í
kvöld. Hún ber yfirskriftina Ljósbrot
og er á dagskrá vetrarhátíðarinnar
Ljós í myrkrl. Ingibjörg sýnir Ijós og
lampa úr postulini. Opið til kl. 22.
■ ORSYNING ÓÐINSGÓTUMEGIN
Guðmundur Björgvinsson opnar ör-
sýningu í Selinu við Gallerí Reykjavík
* (Oðinsgötumegin) kl. 19 í kvöld. Hún
ber yfirskriftina „...“ og er innlegg í
dagskrá vetrarhátíðar Reykjavíkur.
Bíó
■ PEPPERMINT FRIEDEN Goethe-
Zentrum á Laugavegi 18 sýnir
þýsku kvikmyndina Peppermint
Frieden frá árinu 1983 kl. 20.30
sem er í senn dramatísk og
gamansöm. Hún er með enskum
texta og aögangur er ókeypis.
Fundir og fyrirlestrar
■ FUNDIJR UM MISÞROSKA
Aöalfundur foreldrafélags misþroska
bama verður haldinn í kvöld kl. 20 í
Safnaöarheimili Háteigskirkju. Páll
Magnússon sálfræðingur segir frá
rannsókn á erfðum ofvirkni.
■ ITC FUNPUR ITC deildin
Melkorka heldur opinn fund í
Borgartúnl 22 í kvöld kl. 20. Stef
fundarins er „Hver dagur er fágæt
gjöf og dýrmætt tækifæri."
■ BÓKAKAFFI Á SÚFISTANUM
Islandsdeild IBBY og Síung standa
fyrir bókakaffi á Súfistanum viö
Laugaveg í kvöld kl. 20
stundvíslega. Framsögumenn eru
Katrín Jakobsdóttir, Brynhlldur
Þórarinsdóttlr og Anna Heiöa
Pálsdóttir.
■ RABB í KVENNAFRÆÐUM Lilia
^ Mósesdóttir hagfræöingur veröur
meö rabb á vegum Rannsóknastofu
í kvennafræöum kl. 12-13 á
morgun, fimmtudag, í Norræna
húsinu. Rabbið ber yfirskriftina
Samspil, kyngervis, markaöar og
ríkis. Lilja mun jafnframt fjalla um
hvaöa þýðingu atvinnustefna
Evrópusamþandsins hefur fýrir
stöðu karla og kvenna.
✓
Marjetta Isberg gerði rannsókn á högum lesblindra á landinu:
Örvæntingarfullt fólk á öllum
aldri berst við vandamálið
- fjöldi fólks getur ekki lesið sjónvarpstexta
Maður lifandi
„Lesblinda er að koma upp á
yfirborðið hér á landi í æ ríkara
mæli og ég held að fáir geri sér
grein fyrir því hversu stórt
vandamál hún er,“ segir Marjatta
ísberg sem nýlega gerði rann-
sókn á aðstæðum og sjónarmið-
um rúmlega sextíu lesblindra
einstaklinga hér á landi á aldrin-
um sextán ára til sextugs. Um
helmingur þeirra taldi sig ekki
geta lesiö sjónvarpstexta og einn
kvaðst ekki komast í gegnum til-
kynningar sem hengdar væru
upp á kaffistofu vinnustaðarins.
„Hann gat ekki sagt samstarfs-
mönnunum frá því sem sýnir vel
hvað þetta fólk á við að stríða,"
segir Marjatta. Hún kveðst hafa
byggt rannsóknina á fólki sem
þegar væri komið út í atvinnulíf-
ið til að vita hvemig því vegnaði
og hver reynsla þess væri af
skólakerfínu.
Marjetta setti sig í samband
við sérkennslufulltrúa víða um
land og fékk þá til að dreifa
spumingalistum tO þeirra sem
þeir vissu að væru haldnir les-
blindu. Svarendur sendu listana
síðan nafnlausa til Marjöttu með
mikilvægum upplýsingum.
„Þama var meðal annars merkt
við aldur, starfssvið, skólagöngu
og líðan í skóla. Yfir 70% þessara
einstaklinga eiga líka annað-
hvort lesblind börn eða aðra
nána ættingja og margir hafa ný-
lega reynslu af skólakerfinu,"
segir Marjatta.
Lesblindugeniö víða
Marjatta segir lesblindu vera
ættgenga og kveðst hafa fengið
þá tilfinningu er hún var kennari
á Suðumesjum að lesblinda væri
útbreitt vandamál þar. „Mér
finnst það mjög skiljanlegt því á
smærri stöðum er fólk oft skylt
og ef lesblindugenið er til staðar
má alltaf búast við náfrændum
eða frænkum með þetta vanda-
mál, jafnvel i sama bekk. Tíðnina
er hins vegar mjög erfitt að mæla
hjá fullorðnu fólki því maður veð
ur ekki á það og spyr: „Ertu les
blind/ur?“ Þetta er svo viðkvæmt
var líka kynnt fyrir fram í Vikm--
fréttum og Eystrahorni á Höfn,
ásamt netútgáfum, og eftir það
hafði fjöldi fólks samband við
mig til að leita ráða, bæði gegn-
um tölvupóst og síma. Það virðist
vera örvæntingarfullt fólk á öll-
um aldri að berjast við þetta
vandamál.
Skömm að fara í sér-
kennslu
Hver var svo afstaða þeirra
sem tóku þátt í könnuninni til
skólakerfisins íslenska: „Margir
töldu sig ekki hafa haft gagn af
þeirri sérkennslu sem þeir hefðu
fengið og jafnvel ekki viljað fara
í hana því það hafi verið svo mik-
il skömm. Þegar sú tilfinning er
fyrir hendi þá líður fólki ekki vel
í tímum og árangurinn verður
eftir því. Nemandi sem ekki get-
ur lesið dregst aftur úr í öllu bók-
námi og stendur alltaf höllum
fæti. Þetta verður því eins og gor-
díonshnútur sem erfitt er að
leysa og sérkennaramir fá maga-
sár af því þeir geta ekki sinnt
þessu sem skyldi," segir
Marjatta.
Hún telur mikilvægt að opna
umræðuna um þetta vandamál
innan grunnskólans. Á fram-
haldsskólastiginu sé allt léttara
þar sem lesblindir fari í sérstaka
áfanga og taki þar stig. Þar segir
hún líka unnið markvisst með
tilfinningaþáttinn. Þá kemur
spurningin: Er hægt að kenna
lesblindum að lesa? „Já, ef notað-
ar eru sérhæfðar kennsluaðferð-
ir. Fyrst og fremst þarf þekking á
vandamálinu að vera til staðar
og góð samvinna milli fólks en
þetta er mjög flókið mál fyrir
grunnskólann að taka á,“ segir
Marjatta. Sjálf kveðst hún hafa
komið hingað sem nýbúi til
landsins árið 1975 og ekki kunn-
að stakt orð i íslensku. „Þess
vegna skil ég vel þá sem eiga við
erfiðleika að etja í sambandi við
mál,“ segir hún að lokum.
-Gun.
DV-MYND HARI
Stefnir á doktorsnám í lesblindu
Marjatta ísberg flutti hingaö til landsins 1974 og kveöst ekki hafa kunnaö stakt orö í
íslensku. Því geti hún sett sig í spor þeirra sem eiga í erfiöleikum meö málskilning.
mál hjá mörgum,“ segir hún og ingu á mínum rannsóknum á Suð-
bætir við: „En mér fannst það umesjum af því ég þekkti þar til
sjálfsögð kurteisi að byrja kynn- og það varð húsfyllir. Rannsóknin
Hin fullkomna rússneska þjáning
Koibrún Berg-
þórsdóttir
skrifar.
Ég fór á bókamarkaðinn í
Perlunni. Ekki beinlínis mín hug-
mynd. Ágætur kunningi minn var á
leiðinni þangað í bíl sínum og ég
ákvað að nota tækifærið og þáði far.
Þegar komið var á áfangastað gekk
ég um og virti fyrir mér bækumar.
Einhverjar átti ég, aðrar langaði
mig ekki í. Einu sinni skipti mig
engu um hvað bók fjallaði, ég vildi
bara eiga hana. Manni fannst bók
merkileg bara vegna þess að hún
var bók. Svo las maður meira og
meira og komst að því að bók er
ekki endilega það sama og góð bók.
Þennan dag á bókamarkaðnum var
ég órafjarri þeirri stemningu sem var
svo rík á bemskuárunum. Þá var
Borgarbókasafnið dásamlegasti stað-
ur i heimi. Húsið sem ég vOdi eiga
heima í. Nú fer ég nær aldrei á bóka-
söfn. Ég á einfaldlega flestar þær bæk-
ur sem ég vil eiga. Og svo hef ég
reyndar lesið miklu fleiri bækur en ég
vO eiga. Mér finnst of mikið vera tO af
rusli. Þess vegna er nú ætíð vottur af
vandlætingarsvip á andliti mínu þeg-
ar ég kem á bókamarkaði eða á bóka-
söfn. Það er þessi svipur sem segir:
„Þetta er nú ekki allt svo merkOegt!"
Ég keypti samt þrjár bækur á
bókamarkaðnum. Barna- og ung-
lingabækur. Þar á meðal fyrstu
Tarzan-bókina sem mig vantaði sár-
lega í safnið mitt. Ég á hinar níu. Ég
kom heim og sneri mér að Kara-
niazov-bræðrunum sem ég hef
dundað við að lesa síðustu daga. Ein
af mínum uppáhaldsbókum. Ég feU
alveg kylliflöt fyrir þessum tilfinn-
ingaríku Rússum. Konur sem eru
sífellt á barmi taugaáfaUs og faUa í
yfirlið með reglulegu millibUi vegna
þess að þær elska ómögulega karl-
menn. Og þessir ómögulegu karl-
menn eru ekki síður vansælir, æða
úr húsum og út í myrkrið og frostið
og æpa: „Hvar er Guð? Hver er tU-
gangurinn með þessu öUu saman?“
- Þessi skáldsaga Dostojevskis er al-
veg svakalega heiUandi lesning. All-
ir óhamingjusamir.
Áður en ég sneri mér að seinna
bindi Karamazov-bræðranna hafði
ég viðkomu hjá Tarzan. Tarzan er
náttúrlega maðurinn, heUlandi
blanda af frummanni og vitsmuna-
veru. Þetta var mikið fjör og mikU
skemmtun. Konurnar í sögunni
ætíð önnum kafnar við að falla í yf-
irlið, alveg eins og þessar rúss-
nesku. En þetta er bara of lífleg saga
tU að hægt sé að lesa hana með hin-
um þröngsýnu augum femínismans
svo ég hélt bara áfram að skemmta
Ég fell alveg kylliflöt fyrir
þessum tilfinningaríku
Rússum. Konur sem eru sí-
fellt á barmi taugaáfalls og
falla í yfirlið með reglulegu
millibili vegna þess að þær
elska ómögulega karlmenn.
Og þessir ómögulegu karl-
menn eru ekki síður van-
sælir, æða úr húsum og út í
myrkrið og frostið og æpa:
„Hvar er Guð? Hver er til-
gangurinn með þessu öllu
saman?“ - Þessi skáldsaga
Dostojevskis er alveg svaka-
lega heillandi lesning. Allir
óhamingjusamir.
mér konunglega yfir veiklunduðum
konum og sterkum karlmönnum.
Það er svo gott að ganga aftur í
barndóm. Eftir Tarzan-lesturinn
sneri ég mér svo aftur að
Dostojevski og hinni heiUandi rúss-
nesku óhamingju. Lestur sem sýnir
mér að ég er litil sál og kann ekki að
þjást almennUega.