Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Lagaumhverfi hér verndar ekki heimildarmenn nema í gegnum blaðamenn: Berskjaldaðir - íslendingar aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði á „flautun“ Uppljóstrari / máli starfsmanns Landssímans, sem vikiö var úr starfi fyrir aö veita DV upplýsingar togast á grundvallarsjónarmiö. Svo virðist sem það sé nokkuð út- breidd skoðun meðal lögmanna, blaðamanna og margra stjórnmála- manna að þörf kynni að vera á sér- stakri vernd fyrir þá sem láta vita af spillingu eða lögbrotum í fyrirtækj- um og/eða stofnunum í íslenskum lögum. í það minnsta að þörf sé á umræðu um slíka vemd sem erlend- is færist í vöxt og gengur almennt undir heitinu „whistle-blowing" eða „flautun". Gilti þá einu hvort um væri að ræða heimildarmenn fjöl- miðla eða þá sem ljóstra upp um misferli á einhverjum öðmm víg- stöðvum. Kenningin er, að með því að skapa einhvern þann farveg, sem tryggir mönnum a.m.k. skaðleysi þótt þeir greini frá misferli sem menn komast að í starfi sínu, muni leiða til þess að aðhald verði meira almennt með stjórnendum jafnt hjá opinberum aðilum sem einkaaðilum. Ljóst er þó að það yröi í mögum til- vikum erfitt að setja slíkar reglur og vandi getur komið upp við það að meta hvar mörkin eigi að liggja milli þess sem kallast eðlilegur trúnaður við fyrirtæki og/eða yfirmenn ann- ars vegar og svo hvað borgaraleg skylda býður hins vegar. Landssímamaðurinn Dæmið um starfsmann Landssím- ans sem var rekinn fyrir að gefa upp- lýsingar innan úr fyrirtækinu um meint óeðlOeg viðskipti stjómarfor- manns og fyrirtækisins hefur mikið verið í umræðunni og augljóst að í hans tilfelli togast á þau grundvallar- sjónarmið sem hljóta að koma upp í málum af þessu tagi. „Málin geta verið tvieggjuð. Vissulega getur það verið í ákveðnum tilfellum þjóðfé- lagslega æskilegt að menn skýri frá upplýsingum, sem þeir búa yfir, en síðan vitum við á hinn bóginn að mörg störf krefjast trúnaðar og stundum getur verið erfitt fyrir við- komandi starfsmann að greina á milli þess hvað eru upplýsingar sem fela í sér brot og hvaö ekki,“ segir Ei- ríkur Tómasson lagaprófessor þegar hann lýsir þeim vanda sem við er að eiga. Hann telur því að snúið geti verið að setja um þetta mjög ákveðn- ar lagareglur, þó það sé síöur en svo útilokað. Eiríkur bendir hins vegar á að í íslenskum lögum séu ákvæði sem komi í veg fyrir að blaðamenn þurfi að gefa upp heimildarmenn sína, og um það hafi gengið hæsta- réttardómur sem hafi nokkuð ákveð- ið markað stefnuna. Eins og lagaum- hverfið á íslandi sé í dag sé þetta í raun sú eina vernd sem heimildar- menn hafi, en ekki megi þó gera lít- ið úr henni því hún sé mjög þýðing- armikil. Engu að síður standi heim- ildarmenn berskjaldaðir ef einhver annar en blaðamaðurinn finnur út hver hann er og þá mun hann þurfa að svara fyrir þann trúnaðarbrest sem upp hefúr komið. Opinber eða einkafyrirtæki Eiríkur bendir raunar á að fleira geti skipt miklu í þessu sambandi. Þannig geti það skipt verulegu máli hvort viðkomandi heimildarmaður sé að vinna t.d. hjá opinberu fyrir- tæki eða stofnun eða einkafyrirtæki og hvort hann flokkist sem opinber embættismaður. Einnig geti það skipt máli hverjum heimildarmaður- inn veiti upplýsingarnar, sem hann telur þörf á að koma á framfæri. Hvort það sé gert við stjórnendur viðkomandi fyrirtækis eða hvort það sé gert viö fjölmiðla. Ragnar Aðalsteinsson hrl. sér mál- ið með svipuðum hætti og Eiríkur hvað þetta varðar. Hann bendir á að það geti skipt máli hvert menn fari með uplýsingarnar þó í flestum til- fellum hljóti það að vera til fjöl- miðla. Og Ragnar telur það líka eins og Eiríkur að það skipti verulegu máli hvort um embættismann sé að ræða eöa einhvern annan. Um rétt- indi og skyldur embættismanna sé hægt að setja og hafi verið sett fjöl- mörg lög, en erfiðara sé að ná utan um það þegar menn eru ekki opin- berir starfsmenn. Ragnar segir að lít- ið hafi verið um þessi mál rætt í nor- rænni lögfræði, en hins vegar sé fyr- irbærið „whistleblowing" eða flaut- un nokkuð sem hafi verið talsvert rætt í Bandaríkjunum. Agnesarmálið Eins og fram kemur hjá lögmönn- unum er í íslenskum lögum gert ráö fyrir þvi að blaðamaður geti verndað heimildarmenn sína. Byggir það á prentlögum frá 1956 og lögum um meðferð opinberra mála frá 1991. Eins og fram kom hjá Eiríki Tómassyni hér að ofan hefur reynt á þetta fyrir Hæstarétti í máli Rann- sóknarlögreglu ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur blaöamanni. Málið sner- ist um það að Agnes ritaði árið 1995 í Morgunblaöið greinaflokk um SíS og skuldaskil fyrirtækisins í Lands- bankanum. Þetta var um það bil sem Sambandið var að ganga frá sínum málum í bankanum. Þótti bankaeft- irlitinu sýnt að við ritim greinanna hefði Agnes haft undir höndum trún- aðarupplýsingar, sem enginn nema yfirmenn í Landsbankanum gætu hafa látið henni í té. Með því hafi viðkomandi yfirmenn rofið trúnað og ríkir hagsmunir væru til að koma refsingu yfir þá. Málið sneri þvi að starfsmönnum eða starfsmanni Landsbankans, sem þá var ríkis- banki og viðkomandi starfsmaður því opinber starfsmaður. Auk þess hvílir sérstök þagnarskylda á starfs- mönnum viðskiptabanka og spari- sjóða um allt sem varðar hagi við- skiptamanna þeirra. Eftir að hafa reifað málið komst Hæstiréttur að því að Agnes þyrfti ekki að gefa upp nafn heimildarmanns síns. Ástæðan var hins vegar ekki sú að Agnes ætti skilyrðislausan rétt til að vernda heimildarmann sinn, heldur var ástæðan sú að Hæstiréttur taldi þá hagsmuni sem SÍS hafði í málinu ekki slíka að hún yrði að gera það. Fordæmisgildi 1 dóminum segir: „Eins og mál þetta liggur fyrir, hefur ekki verið sýnt fram á, að svo ríkir hagsmunir séu í húfi fyrir Landsbanka íslands, Samband íslenskra samvinnufélaga sem viðskiptamann hans, almenning eða rannsóknarvald, að varnaraðili geti ekki borið fyrir sig fyrri málslið 1. mgr. 53. gr. Laga nr. 19/1991.“ Með öðrum orðum, þá leggur Hæstiréttur mat á það hagsmunajafnvægi sem uppi er, annars vegar hagsmuni fyr- irtækisins og hins vegar almanna- hagsmunina sem felast í þvi að blaða- maðurinn geti verndað heimildar- mann sinn. Niðurstaðan var að al- mannahagsmunir í þessu tilfelli væru meiri. Engu að síður ber ekki að vanmeta fordæmisgildi þessa dóms því hann hefur verið túlkaður þannig að í reynd geti blaðamenn verndað heimildarmenn sína. Aftarlega á merinni íslendingar virðaðst - eins og raunar aðrar þjóðir Norðurlanda - vera nokkuð aftarlega á merinni hvað flautun varðar, sérstaklega í samanburði við enskumælandi lönd. Viðast hvar í kringum okkur, bæði i Bandaríkjunum og í Evrópu, eru nú komnar reglur sem leiðbeina um meðferð mála þar sem einstaklingur fmnur sig knúinn til að koma upp um misferli eða spillingu af ein- hverju tagi, hvort heldur er hjá því opinbera eða einkafyrirtækjum. Lagaákvæðin geta verið mismunandi eftir löndum og málaflokkum, en ganga yfirleitt út á það að bannað sé að refsa starfsmönnum sem koma upp um misferli. Skilyrðandi ákvæði ólíkra laga geta síðan fjallað um með hvaða hætti komið er upp um spill- inguna. Svíar, einir Norðurlanda- þjóða, hafa raunar breytt lögum hjá sér þannig að óheimilt er að refsa þeim sem kemur upp um misferli hjá hinu opinbera og/eða fyrirtækjum í eigu opinberra aðila. Bretar hins veg- ar hafa reglur um þetta sem gilda al- mennt á vinnustöðum hvort heldur í einkageiranum eða hjá hinu opin- bera. Þeirra löggjöf kallast: Upplýs- ingalög í almannaþágu (UK Public Interest Disclosure Act) sem undir- strikar að menn sjá þetta ekki ósvip- uðum augum og þau lög sem við þekkjum sem upplýsingalög. Paul van Buitenen Eitt frægasta dæmið um það að einstaklingur uppljóstrar um spill- ingu eða misferli er greinargerð og upplýsingar hollenska endurskoð- andans Paul van Buitenen, en upp- lýsingar frá honum um spólingu og misferli leiddu fyrir nokkrum árum tO þess að gerð var úttekt á starfsemi framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, úttekt sem sýndi að upplýs- ingar van Buitenens voru réttar og meira en það. í kjölfarið þurftu allir framkvæmdastjórarnir 20 að segja af sér í einhverju umfangsmesta hneykslismáli sem upp hefur komið í ESB. Þetta mál átti jafnframt stóran þátt í því að veikja framkvæmda- stjórnina gagnvart ráðherraráðinu og þinginu. Fróðlegt er að skoða ör- lög van Buitenens eftir uppljóstranir hans, því hann var leystur frá störf- um til að byrja með en fékk hins veg- ar fljótlega uppreisn æru. Samkvæmt upplýsingum frá Fastanefnd ESB fyr- ir ísland og Noreg hefur van Buit- enen fengið eðlilegan framgang inn- an embættismannakerfis fram- kvæmdastjórnarinnar. í kjölfar upp- ljóstrana hans hafa verið settar regl- ur um flautun og flautara hjá fram- kvæmdastjórninni. í Evrópusam- bandinu er nú í gildi sérstök reglu- gerð um þessi mál, sem gengur undir heitinum „European Charter for Whistleblowers". Eru starfsmenn nú hvattir til að gerast uppljóstrarar og mun sá ágæti endurskoðandi van Buitenen t.a.m. hafa verið öflugur liðsmaður í þessari hreyfingu. Enron Nýlegra dæmi um flautara kemur hins vegar frá Bandaríkjunum, en Enron-hneykslið má rekja til slíkra uppljóstrana. Landssamtök flautara þar vestra hafa einmitt fyrir nokkrum dögum kynnt sérstakt frumvarp, sem þeir vilja að fari fyrir þingið sem tekur sérstaklega á vernd flautara sem tengjast fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Frumvarpið er byggt á öðrum álíka lagaákvæðum um flautun og hefur það verið kynnt í Washington sem leið til að koma í veg fyrir annað Enron-hneyksli. „Samkvæmt frumvarpinu yrði óheimilt að reka eða refsa launþega sem kemur upp um brot á alríkislög- um á þessu sviði. Umbótalöggjöf sem verndar ekki flautara á þessu sviði yrði algjör mistök," er haft eftir Stephen M. Kohn, stjórnarformanni Landssamtaka flautara í Bandaríkj- unum, sem jafnframt er lögfræðingur með flautun sem sérgrein. Góð ráð fyrir „flautara" • Ekki gera neitt I óöagoti • Ekki gerast einkaspæjari, allra síst þar sem tölvur eru annars vegar • Ekki gleyma aö þaö gæti veriö fyrir hendi saklaus og eðlileg skýring • Ekki nota þennan farveg til aö fá útrás fyrir persónuleg vonbrigöi eöa fjandskap • Hugsaöu um þaö í upphafi hvert þetta ferli kann aö leiöa (Af breskri vefsíöu um „whistleblowing") • í>£ ^jíiy^j/ÆJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.40 18.19 Sólarupprás á morgun 08.39 08.30 Síódegisflóö 18.49 23.22 Árdegisflóð á morgun 07.05 11.38 Víðast léttskýjað N 8-13 m/s allra austast en annars hægari noröaustlæg átt. Él noröaustan til en léttskýjað á sunnan- og vestanverðu landinu. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til Iandsins. Þykknar upp Hæg breytileg átt, léttskýjað og frost 4 til 14 stig fram undir hádegi en síðan hæg SV-átt og fer aö þykkna upp og draga úr frosti vestan til. Él allra vestast undir kvöld kmmsmmt Föstudagur Laugardagur Sunnudagur ‘W H'lti 0” «18° Víndur: 6-12 "'A 'Tm Híti 1° til 5° Víndur: 10-15™/« Hiti 0° til 4° Vindur: 8-13™/» Hæg breytileg átt. Uítilsháttar él. Hrtl kringum frostmark á suövestur- horninu en frost 3 til 8 stlg norðan og austan til. SA 10-15 m/s og slydda eða rigning austan til en SV 10-15 og skúrir eða slydduél vestan til. Hiti 1 tll 5 stig. SV 8-13 m/s og él vestan til en léttskýjaö á austanverðu landlnu. Frost 0 til 4 stig. Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gota 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 ISSSaE 3 AKUREYRI skýjaö -8 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -10 BOLUNGARVÍK léttskýjaö -9 EGILSSTAÐIR skýjaö -8 KIRKJUBÆJARKL. heiöskírt -9 KEFLAVÍK léttskýjaö -10 RAUFARHÖFN alskýjaö -7 REYKJAVÍK heiðskírt -10 STÓRHÖFDI heiöskírt -5 BERGEN alskýjað 1 HELSINKI snjókoma -1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 3 ÓSLÓ alskýjaö -1 STOKKHÓLMUR sandbylur 1 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 0 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö -4 ALGARVE skýjaö 11 AMSTERDAM léttskýjaö 6 BARCELONA léttskýjaö 11 BERLÍN rigning 7 CHICAGO snjókoma -7 DUBUN slydduél 1 HAUFAX þoka á síö. klst. 3 FRANKFURT rigning 7 HAMBORG léttskýjaö 4 JAN MAYEN skafrenningur -8 LONDON léttskýjaö 3 LÚXEMBORG skúr 5 MALLORCA skýjaö 14 MONTREAL 2 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -16 NEW YORK skýjaö 8 ORLANDO heiöskírt 15 PARÍS skýjaö 7 VÍN skýjaö 8 WASHINGTON alskýjaö 4 WINNIPEG heiöskírt -18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.