Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 DV Mugabe ákærir enn fyrir landráð Lögregla Roberts Mugabes, for- seta Simbabves, ákærði tvo hátt- setta leiðtoga stjórnarandstöðunnar til viðbótar fyrir landráð í gær. Mönnunum er gefið að sök að hafa ætlað sér að myrða Mugabe fyrir forsetakosningamar í mars. Daginn áður ákærði lögreglan Morgan Tsvangirai, forsetafram- bjóðanda stjómarandstöðunnar, fyr- ir sama glæp. Tsvangirai er talinn eiga góðar líkur á að vinna Mugabe í kosningunum. Mugabe heldur út á land í dag þar sem styrkur hans er mestur. Stjóm- arandstæðingar reyna að fá aílétt banni við áformuðum fjöldafundum um helgina. Sharon sýnir friðar- tilboði Sáda áhuga Þrátt fyrir fund öryggisfulltrúa ísraela og Palestínumanna í Tel Aviv í gær, þar sem hugsanlegar leiðir til að binda enda á sautján mánaða stanslausan ófrið á yfirráðavæði Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu voru ræddar, hélt blóðbaðið áfram í nótt og morgun og byrjaði með því að ísraelskir her- menn skutu 25 ára gamlan Palestínu- mann til bana og særðu þrjá aðra í skotbardaga við Balata-flóttamanna- búðirnar í nágrenni Nablus á Vestur- bakkanum í nótt. í bítið i morgun gerði palestínskur byssumaður síðan skotárás á hóp israelskra hermanna á verksmiðju- svæði í nágrenni Jerúsalem, með þeim afleiðingum að einn hermann- anna féll áður en byssumaðurinn flúði af hólmi. Fundur öryggisfulltrúanna í gær hafði áður verið ákveðinn á mánudag- inn en var blásinn af vegna reiði Palestínumanna með ákvörðun ísra- elsmanna um að halda Arafat áfram i gíslingu í Ramailah. Það var svo fyrir þrýsting Bandaríkjamanna sem fund- urinn var haldinn í fyrrinótt og lauk honum í gærmorgun. Að sögn tals- manna Israelsmanna var lagt hart að Palestínumönnum á fundinum að halda aftur af vopnuðum liðssveitum Fatha-hreyfingar Yassers Arafats, sem að undanfornu hafa staðið fyrir árásum á ísraelskar hersveitir og borgara. Einnig mun óvænt sáttatilboð Sádi- Araba hafa hreyft við fuiltrúm beggja deiluaðila, en tilboðið hefur fengið góðan hljómgrunn meðal allra aðila sem að deilunni koma, þar á meðal hjá Bush Bandaríkjaforseta sem hældi Sádum á hvert reipi i gær fyrir framlag þeirra. Tilboðið varð til þess að Solana, utanrikismálastjóri Evrópusam- bandsins, lagði lykkju á leið sína um Mið-Austurlönd í gær og hélt þegar til Sádi-Arabíu til að ræða tilboðið við Abdulla prins, en það gerir ráð fyrir að ísraelar flytja allt sitt lið frá her- teknum svæðum á Gaza, Vesturbakk- anum og hluta Jerúsalem, í skiptum fyrir viðurkenningu Sádi-Araba á tilveru Ísraelsríkis. Að sögn Solana hefur Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, sýnt friðar- tilboðinu mikinn áhuga og þegar lýst því yftr að hann sé tilbúinn að ræða málið frekar við ráðamenn í Sádi- Arabíu og sama er að segja um Yasser Arafat. og klaufaveiki Bresk yfirvöld sögðu í gær að grunur léki á að nýtt tilfelli gin- og klaufaveiki hefði fundist í norður- hluta Englands. Ekki eru nema fá- einar vikur síðan því var lýst yfir að fullnaðarsigur hefði unnist í bar- áttunni við sjúkdóminn, eftir farald- urinn á síðasta ári. „Enn er of snemmt að segja til um hvort þetta verður fyrsta nýja til- fellið af sjúkdóminum frá því í sept- ember," sagði Elliot Morley, ráð- herra velferðar dýra, í yfirlýsingu. Að sögn talsmanns ráðuneytis umhverfis- og landsbyggðarmála er viðkomandi skepna með sár sem eru einkennandi fyrir sjúkdóminn. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Öskjuhlíð, Leynimýri, duftkirkjugarður, breyting á deiliskipulagi. Tillagan tekur til svæðis er kallað hefur verið Leynimýri og er hluti deiliskipulags Öskjuhlíðar. Afmarkast það í grófum dráttum af lóðarmörkum húsanna við Vesturhlíð til suðurs, göngustígum sem liggja um svæðið til vesturs og norðurs og akveginum upp að Perlunni til austurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að í stað fjölnota grasflatar og hluta svæðis sem skipulagi var frestað á, skv. samþykktu skipulagi Öskjuhlíðar, verði heimilt að gera duftkirkjugarð. Þá gerir tillagan ráð fyrir færslu á legu göngustíga og 50 nýjum bílastæðum vegna garðsins vestan Vesturhlíðaskóla. Ekki er gert ráð fyrir húsbyggingum á svæðinu. Landnotkun hluta svæðisins breytist úr almennu útivistarsvæði í útivistarsvæði til sérstakra nota merktu K þ.e. kirkjugarð. Árbær, Hraunbær, Bæjarháls, Bæjarbraut, breyting á eldra skipulagi/nýtt deiliskipulag. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Hraunbæ til suðurs og vesturs, Bæjarhálsi til norðurs og Bæjarbraut til austurs. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið sem fella mun úr gildi eldra skipulag þess. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir óbreyttu ástandi á lóðinni nr. 107-107E nema hvað gert er ráð fyrir að lóðin stækki og bílastæðum fjölgi. Austan lóðarinnar nr. 107 er gert ráð fyrir tveimur nýjum lóðum fyrir félagslegt íbúðarhúsnæði. Þar rísi tvö tveggja hæða raðhús, syðst á hvorri lóð, með 6 íbúðum hvort. Nyrst á lóðunum rísi tvö fjölbýlishús, á þremur hæðum, með 22 íbúðum hvort. Þá gerir tillagan ráð fyrir tveimur lóðum austan þeirra. Á vestari lóðinni verði heimilt að reisa hús fyrir félagsstarfsemi á allt að tveimur hæðum. Á austustu lóðinni, sem liggur að Bæjarbraut, er gert ráð fyrir að byggð verði heilsugæslustöð eða hús fyrir aðra þjónustu á tveimur hæðum. Tillagan gerir því ráö fyrir að byggingarmagn á svæðinu vaxi um 19.000 m2. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 27. febrúar 2002 til 10. apríl 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattirtil að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 10. apríl 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 27. febrúar 2002. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur. REUTERWND Ljóskerahátíö á Taívan Taívanbúar trúa því að ef þeir hengja upp Ijósker á fimmtánda degi nýs tunglárs muni iukkan brosa viö þeim. Á þessari mynd má sjá íbúa í taí- vönsku höfuöborginni Taipei viröa fyrír sér heföbundin ijósker sem sett voru upp í titefni Ijóskerahátíöarínnar í gær. SYNINGI VETRARGARÐINUM SMÁRALIND 8.-10.MARS 2002 Upplifðu brúðkaupsævintýrið frá upphafi til enda Matur & vín, fatnaður, skartgripir, snyrtivörur, hárgreiðsla, gjafavörur, ljósmyndir, blóm & skreytingar, gisting, munaður, veislusalir, lifandi tónlist og allt annað sem þarf til að uppfylla draumabrúðkaupið. AÐGANGUR ÓKEYPIS c'(G>Smáralind CD Xéii 96,7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.