Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 3
AlþýðuMaðið 3. apríl 1969 3 Aðdragandinn að inngöngu Islands í NATO I _______________________________________{____________9. j öllum þessum einkabréfum til „kollega" minna og flokksbræðra á Norðurlöndum lét ég aðeins í ljós persónulegar skoðanir mínar án þess að ríkisstjórnin hefði tekið nokkrar ákvarðanir um þessi mál. Að vísu vissi ég um hug og skoðan- ir meðráðherra minna, en 'gerði eins ráð fyrir því að í stjórnarflokk- unum kynnu að verða eitthvað skipt ar skoðanir, jafnvel í mínum eigin flokki. Eg vissi þó að mínir nán- ustu samstarfsmenn og vinir í Al- þýðuflokknum voru sama sinnis og ég. Mér þótti þá ekki enn fært að ræða málið mikið á fundum, en að sjálfsögðu fylgdust allir þingmenn flokksins með því sem gerðist. Varð ég þess fljótt áskynja að Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gíslason, myndu verða andstæðir aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. Attu þeir um þessar mundir ýmis mök við svonefnt iÞjóðvarnarfélag og einstaka menn í Framsóknarflokkn- um. Hinn 5. janúar 1949 kom ameriski sendiherrann tíl okkar Bjarna Benc- diktssonar og afhenti okkur hvor- um um sig sem algjört trúnaðarmál orðsendingu ríkisstjórnar sinnar varðandi stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Var sagt þar meðal ann- ars, að undirbúningsríki bandalags- stofnunarinnar hefðu ákveðið að spyrjast fyrir um það hjá Islandi og nokkrum öðrum ríkjum, þar á meðal Danmörk og Noregi, hvort þau gætu hugsað sér að eiga hlut að stofnun þessa fyrirhugaða varnar- bandalags, og ef Island væri til þess reiðubúið, myndi fulltrúum þess verða boðið á stofnfundinn. Að fenginni þessari orðseBdingu liélt ríjtísstjórnin strax fund og ræddi málið þar ásamt Sveini Björnssyni, forseta. Við urðum ásáttir um: 1. að við yrðum að óska frekari upplýsinga, um það hvað í sáttmál- anum ætti að felast og hverjar að vera skyldur og réttindi þátttöku- ríkjanna, um leið og við vektum athygli á sérstöðu okkar, þar sem við hefðum engan her og værum því mjög andvígir að hafa her í landi okkar á friðartímum. 2. að við yrðum að óska þess, vegna vináttu og ætternistengsl.i v'ð norrænu þjóðirnar, að hafa sam- band við Danmörku og Noreg, enda lægi fyrir að báðum þessum löndum myndi verða boðin þátttaka í bandalaginu. I samræmi við þessa ákvörðun sendi ég þeim Hedtoft og Gerhard- sen skcyti og bað þá að svara bréf- um mínum frá 8. desember, hið bráð asta. Fékk ég þá langt einkabréf frá Hedtoft, 14. janúar 1949, þar sem hann tjáði mér að allt útlit væri fyrir að samkomulag um skandinavískt varnarbandalag myndi fara út um þúfur, en það myndi ekki vérða fyrr en í lok mánaðarins. Kæmi þá mjög til at- hugunar, þótt ekki væri það ákveð- ið enn, að Danmörk stæði að stofn- un Atlantshafsbandalagsins. Fyrir milligöngu sendiherra Norðmanna hér, Andersen Rysst, fengum við Bjarna Benediktsson, upplýsingar frá norsku stjórninni, sem voru á líka lund, aðeins enn ákveðnari um það að úr skandinavíska varnar- bandalaginu myndi ekki verða. Var og í svari Norsku stjórnarinnar lát- ið í það skína, að Norðmenn hefðu litla trú á því að slíkt bandalag gæti orðið Noregi sú vörn, sem hann þarfnaðist. Til þess teldu þeir At- lantshafsbandalagið miklu líklegra. Var þannig nokkur blæmunur á afstöðu Dana og Norðmanna. En ég vissi raunar og komst betur að því síðar, að Hedtoft var aðaláhuga- maðurinn um stofnun skandínavísks varnarbandalags og gerði allt sem hann gat til þess að úr því gæti orð- ið. Og varð fyrir miklum vonbrigð- um er það mistókst. Hann var og í miklum efa um það lengi vel, hvort hann ætti að vinna að aðild Danmerkur að At- lantshafsbandalaginu, þótt hann snéri sér síðar heils liugar að þvi. Gerhardsen var alltaf vantrú^ður á skandíi avískt bandalag og hafði frá upphafi meiri trú á Atlantshafs- samtökunum. Sama er að segja um Halvard Lange, utanríkisráðherra hans. §eint í janúar 1949 var haldin fundur norrænna utanríkisráð- herra og fór Bjarni Benediktsson á þann fund. Með honum skrifaði ég Hedtoft ýtarlegt bréf dags. 24. jan. 1949, þar sem ég skýrði honum frá afstöðu minni og ríkisstjórnarinnar í þessu máli. I sambandi við utan- ríkisráðherrafundinn var haldinn þingmannafundur skandinávísku ríkjanna þriggja, og má segja að á þeim fundi hafi verið hætt tilraun- um til myndunar skandínavísks varnarbandalags. Bjarni Benediktsson flutti ríkis- stjórninni skýrar skýrslur af utan- Framhald á næstu siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.