Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 3. apríl 1969 S Adragandi að inn- göngu Íslands í Atlantshafs- bandalagið einaðs alþingis, Jón Pálmason liélt áfram þingfundi, þótt grjóthríðin ágerðist stöðugt inn um gluggann að baki hans. Flestir þingmenn voru og rólegir þótt sumir þeirra væru í beinni lífshættu. Þegar þessum ólátum og árásum Ihafði farið fram um stund, lét lög- reglustjóri ryðja Kirkjustræti og Austurvöll með táragasi og kylfum. Féllu þá mörg högg og pústrar, sem saklausir hafa orðið að þola engu síður en sekir. En alþingi Jauk umræðunni og samþykkti þingsályktun ríkisstjórnarinnar. Ekki þótti fært að þingmenn hyrfu strax úr alþingishúsinu, því að úti var mannfjöldi enn í vígahug, svo búast mátti við árásum á þingmenn, er þeir kæmu út. Ruddi lögreglan því nálægar götur og Austurvöll, en bifreiðir voru fengnar til þess að flytja þingmenn heim. Biðu margir þeirra nokkra stund í alþingishús- ínu og ræddu viðburði dagsins. Voru flestir þingmenn lýðræðisflokkanna að vonum hneykslaðir á framkomu aesingamannanna og atferli þeirra. Höfðu margir að vísu búizt við nokkrum gauragangi, en engan órað fyrir því að til jafnalvarlegra tíðinda dragi og þeirra sem skeð höfðu þennan minnisverða dag. Við' Asgeir Asgeirsson, urðum samferða út úr alþingishúsinu. Beið okkar þá bifreið við dyr þess. Eg gekk á undan út úr dyrunum en um leið og ég opnaði þær og sté út, vatt sér að mér ung stúlka sem staðið hafði við dyrnar og lét votan klút Sem hún hélt á skella á vanga mín- tim. Eg sinnti því engu og hélt áfram. En í sama andartaki sá ég dökkhærðan ungan mann hinumeg in við götuna. Hóf hann upp stein er hann kom auga á okkur Asgeir og hrópaði „Drepum, drepum“ og lcastaði honum af öllu* afli í áttina til okkar. Skapið var þó meira en hæfnin, því hann hitti hvorugan okkar. En Asgeir brá til öryggis skjalamöppu er hann hafði í hend- ínni, fyrir andlit sér. Snöruðumst við síðan inn í bifreiðina og ókum heim til mín. Eg segi frá þessum atvikum til þess eins að sýna, hvernig skapæstir unglingar geta misst alla stjórn á skapi sínu og athöfnum við sefjan slíkra múgæsinga. En um ungu stúikuna er það að segja, að reynt var að gera þetta heimskupar hennar að hetjudáð og sveipa um hana geislabaug valkyrjf- unnar. Sagt er að kommúnistar hafi ■ jafnvel heiðrað hana með blóma- sendingum á eftir. En snemma næsta ■ morgun hringdi til mín gömul kunningjakona mín. Sagði hún að unga stúlkan sem slett hefði til : mín vota klútnum, hefði um stund gætt barna sinna og væri vönduð • og góð eins og allt hennar fólk. Bað hún mig sem gamlan kunningja að gera ekki kröfu til refsingar fyrir barnaskap hennar. Mér var ljúft að svara því' að það hefði mér sízt til hugar komið. Lét ég og getið við 'lögreglurannsókn á yiðburðunum 30. marz að ég teldi þetta atvik allt of ómerkilegt til þess að fyrir það yrði refsað, enda var það beinlínis ósk mín að það yrði ekki gert. Mun sú ósk og hafa verið tekin til greina. Við rannsóknina út af árásinni á . alþingishúsið varð aldrei uppvíst •hver kastaði grjótinu að okkur As- geiri Asgeirssyni. Var mér það 1 rnuninni heldur ekki neitt harms- efni. F.n ömurlegt var að koma S ■ þingfund { ldnu gamla virðulega alþingishúsi 31. marz 1949. Allt var þar atað óhreinindum og bar merki ótal moldarköggla eftir skothríð stríðsmannanna daginn áður. En gleggst voru þó verksummerkin á gluggum og útidyrum. Þar göptu auðar gluggatóftir, en annarstaðar höfðu götin verið byrgð með timbri til þess að verja fundarsalinn stormi og regni. Hraungrjótið og hnull- ungarnir sem kastað hafði verið inn um gluggana, var horfið. Það hafði verið borið burt af umsjónarmönn- um og þvottakonum. ^tburðirnir 30. marz 1949 minntu mig á löngu liðinn atburð: Árásina á gamla góðtemplarahúsið við Vonarstræti 9. nóvember 1932. Þá var haldinn þar sögulegur bæjar- stjórnarfundur. Sjálfstæðisflokkur- inn með borgarstjóra í broddi fylk- ingar, hafði nýlega lækkað kaup verkamanna í atvinnubótavinnu, sem þá var eina lífsbjörg margra á kreppuárum, eðljleg, óánægja, ég vil segja réttlát. reiði reis upp meðal verkalýðsins, er þessi kauplækkun yar ákveðin. Við fulltrúar Alþýðu- flokksins . heimtuðum aukafund. í bæja.rstjórn og var Iiann haldinn í góðtemplarahúsinu 9. „nóv. „1932. Eg var þá. oddviti' Alþýðuflokksins í bæjarstjórn og mælti eindregið fyr ir kröfUm verkamanna um að kaup- ,ið .{ atvimnjbqtavinnunni yr.ði aftur hækkað, Andstæðingar sjálfstæðis- flokks" meiríhlutans .söfnuðu .liði á fundipn, .bæði. ínnanhúss og utan en gjallarhorn voru höfð á húsinu svo að heyra mætti. ræður bæjar- fulltní.a.na , út ,í Vonarstræti. og Templarasundi. Fundur þessi .hófst að morgni .en eftjr hádegi er hojv um yar.'.haldið.áfram og.hiti.óx í tjmræðunum söfnuðu kommúnistar miklu liði og harðsnúnu og liófust brátt óeirðir og stimpingar. Við al- þvðuflokksmenn fengum um það leyti Pétur heitinn Halldórsson borg- arstjóra til þess að lofa því að kauplækkuninn skyldi leiðrétt, og reyndum við að láta boð berast um það út til mannfjöldans. En ekkert dugði. Kommúnistar höfðu þá tekið forvstu fvrir æstum múgnum. Grjót- Hríðin dundi inn um glugeana og barizt var með spvtum, stólfótum og bekkiarbrotum við lögregluna sem reyndi að stilla til friðar. Það var tih'öjtm eín að enginn bæjarfulltrú- anna var stórslasaður, en margif lög- régluþiónar urðú fvrir meiri eða minni meiðslum. Man ég vel eftir einum kommúnisrn sem { æsinga- ræðu hrópaði, að nú væri ráð and- stæðinganna í höndum verkalýðsins og hann skvldi. notfæra sér það, gera bvltingu og taka völdin í Reykjavík. Féll þetta í góðan jarð- ves hjá sumiirn, en stilling margra albvðuflokksmanna afstýrði frekari vandræðurh. Þeif sögðu: Við höfum náð því sem að við vildum og allur frekari gauragangur getur aðeins orðið til þess að spilia fyrir góðum máhtað okkar. Þessi hugsun sigraði að lokum, en ég sagði það þá og segi enn, að í átökunum 9. nóv. Le»nitizer, yfirhei'shöfðingi NATO, ræðir við Norstadt. 1932 sást greinilega munurinn á starfsaðferðum jafnaðarmanna og kommúnista. Oft hef ég hugsað til daganna 9. nóvember 1932 og 30. marz 1949, til þeirrar óstjórnlegu fjöldasefjunnar, sem þá svifti jafn- veli góða og skynsama menn allri rólegri íhugun og gerði þá að hams- lausum dýrum. Þetta er ranghverf- an á samtökum fólksins, veikleikinn sem óbilgjarnir æsingamenn, kald- rifjaðir valdabraskarar og miskunn arlausir mannhatarar færa sér í nyt, hvenær sem tækifæri býðst. Bak við uppþotin 9. nóvember 1932 og 30. marz 1949 voru ráð slíkra manna þótt sjálfir biðu þeir óhultir, meðan aðrir unnu hermdarverkin, sem þeir höfðu æst til og áttu mesta sök á. En þrátt fyrir uppsteytinn við al- þingishúsið 30. marz 1949 hafði löggjafar þing landsins samþykkí aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu. Eg hafði stutt að því eftir mætti og var sannfærður um það'þá eins og ég er enn í dag að með því hafi Island gert hvoétveggja í senn, tryggt frelsi sitt og lagt sitt litla lóð á vogarskálina til þess að friðuv megi haldast í heiminum. Og ég vil endurtaka það hér, sem ég sagði eitt sinn í þingræðu, að Atlautshafs- bandalagið hefur í raun og veru misst marks, ef heimsstyrjöld brýzt út, því að það er fyrst og fremst bandalag til að korna I veg fyrir ófrið. r r LandsbankEnn á SeVfossi flytur í r kiýtt húsnæðl Nýlega fluitti útibú Landsbanika Bins á Eskiifirði starfsemi sína i nýtt hús, sem það hctfur átt í smíðum s.l. 3 ár, eða í maí 1966. Œlúsið er tvær hæðir, og kjall ari undir nokkrum hluta þess. Grunnflötur um 300 fermetrar (Það er allt í senn: skrifstofur, geymslur og íbúð útibústjóra. Útibúið var stofnað í byrjun árs 1918. Árið 1966 fór ársvelta útibús ins yfir 8000 milljónir og það ár var hafizt handa um bygg- ingaríramkvæmdir, en árið 1959 byrjaði útibúið að leggja fé til hliðar í húsbyggingarsjóð. Arkitekt hússins er Bárður Daniíelsson, verkifræðingur, en yfirsmiður Fáll Pétursson á veg um Byggingafélagsinis Brúnáss. Útibústjóri er Kristinn Júlíus son. I I I I I FRUMVARP UM LOÐDÝRARÆKT Nýlega var lagt fram frumvarp frá meiri hluta allsherjarnefndar efri deildar urn loðdýrarækt. Er í frum- varpinu gert ráð fyrir, að loðdýr verði einungis ræktuð hér á landi í sérstaklega útbúnum og vönduð- um loðdýrabúum og einungis verði ræktuð þar valin kyn loðdýra. I 1. gr. frumvarpsins segir, að loðdýr nefnist í lögunum öll þau dýr, sem ræktuð eru eða alin vegná verð- mætis skinnanna eingöngu eða aðal- lega. I 40-50 LITAAFBRIGÐI I greinargerð með frumvarpinu segir, að eftirspurn eftir minka- skinnum hafi aukizt mjög eftir síð- ari heimsstyrjöldina, og sé þetta m.a. fræðilegri fóðrun, hirðingu og kynbótum að þakka. Þannig hafi tekizt að framleiða aliminka, sem taki hinum villta mink langt fram að skinngæðum og litafjölbreytni, og séu 40—50 litaafbrigði á mark- a§num. Ekkert loðskinn standi því á sporði um alhliða gæði, og litlar horfur séu taldar á, að nýtt loð- skinn geti keppt við það eðja komið í þess stað. 1 MILLJÓN MINKASKIN Isiendingar hafi mikla möguleika til að afla ódýrs minkafóðurs og af fiskúrgangi frá sumaraflanum, en þá er fóðurþörf minkanna mest, megi. framleiða um eina, milljón. minkaskinna að söluverðmæti uin 1150—1200 milljónir króna,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.