Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 11
fþróttir: Ritstjóri Örn Eiðsson AlþýðuMaðið 3. apríl 19G9 H Flokkarnir leika að nýju í íþ róttahúsinu á Seltjarnarnesi kl. 3 í dag KRingar tryggðu sér möguleika á að halda Islandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð með sigri sínum gegn IR í gærkvöldi. Atta stig skildu liðin í leikslok, eftir geysispennandi baráttu, þar sem KR hafði betur, 57 stig gegn 49. Þarf því aukaleik milli þessara gömlu keppinauta til að úrslit fáist í deildinni, en það er að verða viðtekin venja í körf- unni milli þessara liða. Sá leikur mun fara fram í dag kl. 15,00 á Nesinu. Þrátt fyrir átta stiga sigur, leit þó ekki byrlega út fyrir KR eftir fyrri -------------------------------------♦ Grýlupottahlaup GRÝLUPOTTAHLAUPIÐ a Selfossi fer frartl, í 5. sinn n.k. laug- ardag og hefst kl. 13.30. Um 50 þátttakendur geta nú keppt til verðlauna, og eru þeir beðnir um að mæta tímanlega til skráningar. hálfleik, en í leikhléi hafði IR 12 stigum betur, 31:19, en í fyrri hálf- leik átti IR ágætan leik, og tókst oft að koma róti á vörn KR, og hittnin var auk þess í góðu lagi. Ekki var þó grunlaust um að KR- ingar ættu eftir að jafna Ieikinn eftir hlé, því greinilega var þó meiri broddur í leik þeirra en í fyrri leikn- um gegn IR um daginn. Það kom líka á daginn. KR-ingar mættu til seinni hálfleiks tvíefldir, og tókst að nálgast IRingana, bæði með betri 'hittni, og ágætri vörn. Það má segja, að fjögur upphlaup, sem öll voru útfærð á nákvæmlega sama hátt, hafi skipt sköpum í leiknum, því þá jafnaði KR fyrst. Kolbeinn fékk boltann út til hægri, skildi varnar- mann sinn eftir á skermi (screen), og tók síðan stökkskot úr horninu, sem hittu körfuna hvert af öðru. ÍR komst aftur yfir, 44:40, en Kol- beinn jafnaði aftur, 44:44. Síðustu mínúturnar voru geysispennandi, en KRingarnir höfðu greinilega itndirtökin, og sigruðu með átta stigum, 57:49. Kolbeinn átti skínandi leik, með hraðupphlaupum sínum og stökk- skotum, og sömu sögu er að segja um Gunnar, sem hitti nú eins og hann hefur gert bezt. Kristinn lék vel og ákveðið, p£ skoraði m.a. mokkrar /dýrmætar körfbr þegar mest á reið undir lokin, og Hjört- ur var allan tímann drjúgur. Þorsteinn var bezti maður IR, en oft barðist hann einn, því sambands laust var við hina leikmennina í liðinu. Birgir Jakobs og Sigurður Gíslason voru þeir einu, sem voru nálægt venjulegri getu, en Agnar, Sigmar og Pétur voru allir langt frá því. Eftir mjög sæmilega hittni í fyrri hálfleiEj' datt hún niður í lagmark í þeim síðari, og réð það miklu um úrslitin. Leikinn dæmdu /Marinó Sveins- son og Jón Eysteinsson ágætlega. Það er ekki sagt sem sneið til þeirra, en er ekki kominn tími til að dóm- arar fari að endurskoða afstöðu ■ sína til atvika, þar sem varnarmað- ur nær að verja (,,blokka“) skot frá mótherja? Það virðist fara í vöxt, að víti sé dæmt á varnarmanninn, þó svo að hann snerti aðeins boltann. A undan aðalleiknum fór fram þýðingarmikill leikur, þar sem Armann sigraði ÍS með 57 stigum gegn 51. Armann hafði engu að tapa, en IS hins vegar öryggi 6 stiga að vinna, gegn 4 stigum KFR, sem hefði dæmt þá síðastnefndu til vistar í annarri deild næsta vetur. ÍS tókst hins vegar ekki að sigra Armann, þrátt fyrir rnjög jákvæð- an leik, sem bendir eindregið til þess, að liðið sé í stöðugri framför undir stjórn Hjartar Hanssonar. IS og KFR eru nú jöfn að stigum mcð 4 stig hvort, og leika því aukaleik um sætið í deildinni, og fer sá leik- ur fram á undan KR—ÍR leiknuna í dag. — GÞ. Munið eftir smurða brauðinu okkar í páskaferðina og þegar komið er til borgarinnar aftur. | Athugið: | I Næg bílastæði. 1 A;thugið: Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir að athuga, að lokað er á Föstudaginn langa og Pájska- dag, annárs opið eins og venjulega. '• BRAUÐBORG NJÁLSGÖTU 112, i SÍMAR: 18680 — 16513. K .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.