Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið ,3. apríl 1969 Adragandi ad inn- göngu íslands í Aflantshafs- handalagiö ríkisrtœherrafundinum og sagði okkur I frá samtölum sínum við Langeý utanríkisráðherra Noregs, og ýmsa aðra norræna stjórnfnála- menn. (Var það hiklaust álit Bjarna að bæði Danir og Norðmenn myndi taka þátt í stofnun Atlantshafsbanda lagsins. Þótti mer það góðar fréttir, því að sjálfur hafði ég í bréfinu til Hedtofts 24. jan. 1949 skrifað: „Ef Danmörk og Noregur ákveða að taka ekki þátt i Atlantshafs- bandalaginu, verður aðstaða okkar örðug. Þá munu skilja leiðir með okkur og norrænum vinum okkar meir en áður, ef við gerumst þátt- takendur, og það yrði mér hryggð- arefni. Hins vegar er okkur nauð- Synlegt að treysta öryggi okkar. Og cf skilmálarnir verða þannig að við ' getum samþykkt inngöngu í banda- lagið, ætti það einnig að auka öryggi Danmerkur og Noregs. Málið er erfitt og flókið, og það, sem við höfum að lokum ákveðið, getur orð- ið örlagaríkt bæði fyrir okkur og ' xiorræna vini okkar ....“ Hér verður staðar numið um norrætlar ráðagerðir og horfið aft- lir að því sem hér heima skeði. ( Mugmyndin um stofnun Atlants- hafsbandalagsins varð fljótt eitt mesta umræðuefni heimsmálanna, og um hana hófust einnig ákafar umræður hér á iandi. Islenzkir kommiínistar drógu auðvitað dám af skoðanabræðrum sínurn erlendis og hófu heiftarlegan áróður gegn aðild Islands að slíku handalagi. En þeim fylgdu brátt ýmsir aðrir, eink- um menntamenn, sem oft þykjast vita bétur en aliir aðrir og telja sig kallaða til að bjarga þjóð sinni ’ þegar misvitrir eða fláráðir stjórn- málamenn séu að iciða hana afvega. Var þVí auðsætt að komniúnistar myndu1 fá nokkra samfylgd í þessu máli, jafnvel einstakra manna inn- • an stjórnarfiökkanna, er nú töidu ■ vera tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Innan ríkisstjórnarinnar hvíidi mestur vandinn á herðum Bjarna Benediktssonar, sern varð að undir- búa og afla upplýsinga, áður en ríkisstjórnin tæki endanlega afstöðu og legði tillögur sinar fyrir alþingi. Leysti hann þau störf af höndum með þeirri atorku og glöggskygni, sem honum er lagin. I byrjun marz 1949, lagði hann til, að þeir Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson færu ásamt honum til Washington, til þess að afla órækra upplýsinga um Atlantshafsbandalagið og skýra af- stöðu okkar og sérstöðu. Studdi ég þá tillögu eindregið, og fór þess á leit 10. marz 1949 að þingflokkur Alþýðuflokksins mælti með þessarí sendiför, var það og samþykkt án mótmæla atkvæða. Eysteinn Jónssoti fékk einnig samþykki þingflokks síns til fararinnar þótt sumir í þeiin hópi muni hafa látið sér fátt um finnast. För þessi var síðan farin og varð hin þýðingarmesta. Emil Jóns- son skýrði frá henni í þingflokki Al- þýðuflokksins 21. marz 1949 og lét ég um ieið fara fram skoðana könn- un, þar um afstöðu þingmanna til málsins. Voru flestir þingmenn flokksins er viðstaddir voru, því meðmæltir að Island gengi í A't- lantshafsbandalagið. Eg var búinn að hugsa þetta mál mikið og hafði fyrir löngu ákveðið að vinna að því eftir mætti, að Is- land yrði einn af stofnendum At- lantshafsbandalagsins. Þessi ásetn- ingur minn varð því ríkari og sterk- ari sem lengur leið og ég hugsaði málið betur. Ríkisstjórnin var einnig orðin ráðin í að mæia með því við stuðningsflokka sína, að alþingi samþykkti aðildina. I samræmi við þetta tók ég málið fyrir á fundi í þingflokki og miðstjörn Alþýðu- flokksins 23. marz 1949, reifaði það og lagði fram tillögu, sem ég tel að hafi haft í sér fólgin höfuðrök mín í málinu. Hún hljóðaði þannig: „A síðasta þingi Alþýðuflokksins var einróma samþykkt, að rétt væri og eðiilegt að innan Sameinuðu þjóðanna væru mynduð samtök vinveittra þjóða og þá einkum þeirra, er aðhylltust svipuð og skyld hugmyndakerfi, sérstaklega varðandi lýðræði og mannréttindi. Þ.á var það og fram tekið í stjórn- málaályktun flokksins, að rétt og sjálfsagt væri að athuga gaumgæfi- lega af Islands hálfu, á hvern hátt oryggi, frelsi og sjálfstæði landsins yrði bezt tryggt með samkomulagi við aðrar þjóðir. I samræmi við þessa ályktun hafa ráðherrar Alþýðuflokksins í sam- ráði við þingmenn flokksins að því unnið að afla sem fyllstra upplýsinga um Atlantshafsbandálagið og sátt- málann og í því sambandi þá eink- um skýrt sérstöðu Islendinga, er ekki vilja vígbúast og ekki hafa her eða herstöðvar á friðartímum í landi sínu. Til þess að leita sem fyllstra upplýsinga um það, hvaða réttindi og skyldur fylgdu þátttöku Islands í Atlantshafsbandalaginu fóru þrír ráðherrar úr ríkisstjórninni til Banda ríkjanna og hafa þeir aflað margs konar upplýsinga og skýringa. Islandi hefur nú formlega verið boðið að gerast stofnandi að Atlants- hafsbandalaginu og sáttmálinn ver- ið birtur bæði hér á landi og annars- staðar. Miðstjórn Alþýðuflokksins telur það koma örugglega í ljós I ákvæðum Atlantshafssáttmálans og vera í fullu samræmi við skýringar þær og upplýsingar er fyrir liggja: að sáttmálinn sé mikilvæg ráðstöf- un til tryggingar friði og bandalag- ið eingöngu stofnað til varnar, en ekki árásarstríðs, að tryggt sé að engin skylda hvíli á Islandi, hvorki til að stofna eigin her né leyfa erlendar herstöðvar eða hersetu hér á landi á friðartímum, að það sé algerlega á valdi íslands, hvaða ráðstafanir yrðu gerðar til þess að láta í té aðstöðu hér á landi, ef til stríðs kæmi, að öryggi íslands sé í verulegum atriðum tryggt með þáttöku í At- lantshafsbandalaginu;' Af þessum ástæðum telur mið- stjórnin það rétt að ísland gerist stofnandi að Atlantshafsbandalag- inu og felur ráðherrum flokksins og þingflokknum að vinna að .þeiiri framkvæmd," Þeir Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gíslason andæfðu þessari tillögu minni og vildu láta setja að minni hyggju hvortveggja í senn óþörf og illframkvæmanleg skilyrði fyrir aðild Islands, til þess eins fall- in að torvelda hana eða hindra með öllu. Hannibal tók það beinlínis fram á þessum fundi, að hann teldi, „mjög varhugavert fyrir Islendinga, vegna smæðar og vopnleysis að ger- ast aðilar að nokkrum samningi við hernaðarþjóðir’'. Gylfi, Hannibal, Kjartan Olafs- son og Arngrímur Kristjánsson báru síðan fram aðra tillögu, en henni var vísað frá með 14 atkvæðum gegn 5. Var afstaða Alþýðuflokks- ins þar með ákveðin með skýlausri samþykkt miðstjórnar og þingflokks. Ekki sáu þeir Hannibal og Gylfi sér þó fært að hlíta þeirri ákvörð- un, I’íldur snérust þeir á móti mál- inu á alþingi og greiddu atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu. i ^illaga ríkisstjórnarinnar var rædd á alþingi 29. og 30. marz 1949. Urðu um hana allharðar deilur inn- an veggja alþingishússins, en þó urðu 'átökin mun harðari utan við það. Kommúnistar og fylgismenn þeirra höfðu síðari daginn boðað til mótmælafundar og safnað liði, sem þeir stefndu inn á Austurvöll. Fyrri umræða málsins var að kvöldi hins 29. marz. Fyrir utan þinghúsið hafði þá safnazt múgur manns, en allt var þá með kyrrum kjörum. Umræðunni lauk seint um kvöldið og varð Björn sonur minn, þá 15 ára að aldri, sem verið hafði niðri í þinghúsi og hlustað á, mér samferða heim. Þegar við kom- um út úr alþingishúsinu, var man’n- haf mikið í Kirkjustræti og á Aust- urvelli. Voru þar einhverjir með ill- yrði og hótanir í minn garð, og gat einn þess til dæmis að vera kynni, að ég þyrfti síðar á traustarl lífverði að halda en 15 ára unglingi. Við létum okkur slík hróp litlu skipta og héldum áfram án þess að verða fyrir frekari áreitni í þa9 sinn. En daginn eftir 30. marz skyldi ákvörðun tekin á alþingi, og þá var ætlunin eins og síðar kom f ljós að leggja til orustu utan veggja. Síðari umræða skyldi hefjast fyrip hádegi þann dag, en um líkt leyti höfðu kommúnistar og fylgismenö þeirra boðað til útifundar. Við for« menn þingflokkana sem að stjórn* inni stóðu, Olafur Thors, Eysteinn Jónsson og ég, létum það boð út ganga í útvarpi og á fregnmiðum, að rétt væri að, stuðningsmenn At- lantshafsbandalagsins söfnuðusf saman við Alþingishúsið, eigi síður en andstæðingar þess. Þessi áskorurt okkar var síðar gagnrýnd af mörg- um og má vel vera að hún hafi verið ástæðulítil og miður heppi- leg. \ Akveðið var í upphafi þingfund- ar að umræðu skyldi lokið á þrem klukkustundum eins og heimilað er í þingsköpum. Og með því að ríkisstjórnin hafði ;grun um að gerður kynni að verða aðsúgur að alþingi, var allmikið lögreglulið kvatt til varðstöðu í þinghúsinu. Var það vissulega ckki að ástæðu* lausu eins og síðar kom fram. Mannfjöldinn fyrir utan þinghúsið var geysimikill, og þegar leið á umræður, tók hann að ókyrrast og æpa. Var vígorðið þá einkum krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu. En ekk! var lengi látið sitja við orðin tóm. Brátt var farið að taka upp allt sem hönd á festi, moldarköggla og grjót, og kastá því í veggi alþingishússins. Hæfðu sumir vígamennirnir semí beinskevttastir voru og kraftmestir, glugga þess og voru margir þeirra brotnir; svo að grjóti rigndi inn í þiugsalinn. Dáðist ég að því hve rólegur og æðrulaus forseti sam-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.