Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002
Fréttir
DV
Árni Johnsen um ákæru ríkissaksóknara:
Gengst við ellefu ákæru-
atriðum af tuttugu og sjö
- segist hafa tekið út vörurnar upp í laun
Ámi Johnsen, fyrrverandi þing-
maður, gengst við ellefu ákæruat-
riðum af þeim tuttugu og sjö sem
borin eru á hann í ákæru ríkissak-
sóknara. Ámi sagðist í gærkvöld
ekki vilja tjá sig við fréttamenn um
ákæmna að sinni umfram það sem
hann hefði gert í viðtölum i íslandi
í dag á Stöð 2 og Kastljósinu á RÚV
í gær.
í íslandi í dag sagði Ámi um
ákæruna: „Það em tuttugu og sjö
ákæruatriði borin á mig. Þau eru að
mínu mati í heild mjög hrá, frá
sjálfum ríkissaksóknara. Af þessum
tuttugu og sjö atriðum eru að mínu
mati, eftir minni bestu vitund, ell-
efu rétt. Það lá fyrir strax í sumar.
Átta eru röng, fimm má telja bæði
rétt og röng eftir því hvaðan maður
kemur að því, tvö eru rangtúlkuð og
eitt á ekki heima þama.“ Hann til-
greindi ekki hvaða ákæruatriði
ættu við rök aö styðjast enda væri
málið nú hjá dómstólum.
Árni gagnrýndi fjölmiðla mjög
harkalega og sagði að umfjöllun
þeirra um sig hefði einkennst af
móðursýki. Hann taldi að í stétt
DV-MYND GVA
Vöruúttektir upp í laun
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, mætti í sjónvarpsviðtöl í gærkvöid.
Þar sagðist hann hafa gert þau mistök aö hafa tekið út vöru upp í laun sem
hann taldi sig eiga rétt á.
blaðamanna hefði orðið til hópur
sem ekki væri hægt að kalla annað
en eins konar „mannætufélag";
menn sem stunduðu það að níða
niður aðra, leita ekki upplýsinga og
taka eina hliö málsins en aldrei
málsbætur.
Ámi færði fram þær málsbætur í
gærkvöld að hann hefði fengið litið
greitt fyrir störf sín að endurbygg-
ingu Þjóðleikhússins. „Síðustu sjö
árin hef ég engar launagreiðslur
fengið fyrir mín störf [hjá Þjóðleik-
húsinu], sem hafa veriö mjög viða-
mikil,“ sagði Ámi í íslandi í dag. „Á
þeim tíma geri ég þau mistök, sem
ég sit uppi með, að taka mér vömút-
tektir upp í laun, kannski fimmtung
af þeim launum sem ég hefði átt að
hafa, að meðaltali á ári um 250 til
300 þúsund krónur, og þaö em mín
mistök.“
„Ég gerði ákveðin mistök, sem em
vissulega alvarleg og sem ég harma,
en það era skýringar á öllum hlutum
ef menn vilja skoða það og spyrja eft-
ir því. Það afsakar kannski ekki mis-
tökin en það getur skýrt þau,“ sagði
Ámi Johnsen. -ÓTG
Ákærður fyrir f járdrátt, mútuþægni og umboðssvik:
Meint fjársvik nema
rúmum átta milljónum
Meint fjársvik Áma Johnsens,
fyrrverandi þingmanns, nema í
heild rúmum
átta milljónum
króna. Þar af
hefur Ámi
endurgreitt um
helming fjár-
ins. Ríkissak-
sóknari hefur
höfðaö opinbert
mál á hendur
Árna Johnsen
þar sem honum
einum er gefið að
sök fjárdráttur,
umboðssvik,
rangar skýrslur
til yfírvalda og
mútuþægni í opin-
beru starfi sem al-
þingismaður og
formaður bygg-
inganefndar Þjóð-
leikhússins og
Vestnorræna ráös-
ins, Brattahlíðar-
nefndar.
Auk þess eru
ákærðir Tómas Tómasson, verk-
fræðingur hjá ístaki, fyrir þátttöku
í fjárdráttar- og umboðssvikabrot-
um, Bjöm Kristmar Leifsson,
kenndur við World Class, fyrir mút-
ur, Gísli Hafliði Guðmundsson, fyrr-
verandi starfsmaður Þjóðleikhús-
kjallarans, fyrir mútur og umboös-
svik og Stefán Axel Stefánsson, hjá
Forum ehf., fyrir umboðssvik.
Ákæra ríkissaksóknara er i 28
liöum og er Ámi ákærður í 27
þeirra. Fyrsta brotið á að hafa átt
sér stað í ársbyrjun
1997 og hið síðasta í
júlímánuði á síð-
asta ári. Á tímabil-
inu lét Ámi ýmsar
nefndir m.a. greiða
eldhús- og baðinn-
réttingu, hreinlæt-
istæki, fánastöng,
þjóðfána og veif-
ur. Auk þess er
Ámi sakaður um
að draga sér tæp-
ar 800 þúsund
krónur af banka-
reikningi Vest-
norræna ráðsins
síðastliðið sum-
ar. Þá er Áma
gefið að sök að
hafa framvísað
tveimur til-
hæfulausum
reikningum á
skrifstofu Al-
þingis þar sem
rukkað var
fyrir fundaraðstööu og kaffi-
veitingar.
Ámi er eixmig ákærður fyrir
mútuþægni; meðal annars fyrir að
hafa tekið við 650 þúsund króna
greiðslu frá forráðamönnum Þjóð-
leikhúskjallarans sem þóknun fyrir
að samþykkja reikning þeirra upp á
3,1 milljón króna. Björn Leifsson og
Gísli Hafliði Guðmundsson eru
ákærðir fyrir mútur vegna fyrr-
greindrar greiðslu. -aþ
7 ruál Árna
ÍAkæruatriðin ’ Upphæö Hvenær
A FJðrdráttur (oplnberu starfi
1 Eldhús og baöinnrétting 326.000,00 19.02.1997
2 Hreinlætistæki og pípulagnaefni 231.810,00 30.09.1999
3 Fánastöng og límtrésbitar 39.999,00 19.03.1999
4 Álstigi 12.047,00 30.09.1999
5 Þjóöfáni og veifa 247.133,00 16.08.1999
6 Verkpallar 249.245,00 30.09.1999
7 Tværjólaseriur 217.257,00 22.12.2000
8 Timbur 251.857,00 28.02.2001
9 300 Óóalskantsteinar og 160.978,00 11.05.2001
30 stk. Óðalssteina
10 Timbur, saumur o.fl. 400.930,00 23.05.2001
11 Þéttidúkur og lím 173.658,00 02.07.2001
12 Tlmbur, þéttiull og aörar byggingavörur 1.016.069,00 03.07.2001
13 Þéttidúkur 157.320,00 3.484.303,00 09.07.2001
B FJárdráttur f oplnberu starfl
14 Fjárdráttur af reikningi 782.790,00 22.06.2001
Vestnorræna ráösins
782.790,00
C Rangar skýrslur tll yflrvalda
15a Reikningur fyrir leigu á fundaraöstööu 112.000,00 15.12.2000
15b Reikningur vegna veitinga fyrir 70 manns 118.000,00 03.06.2000
230.000,00
D Brot i oplnberu starfi, mútuþægnl
16 Timburkaup vegna stafkirkju 875.694,00 13.04.2000
17 Greiösla fýrir aö samþykkja reikning 650.000,00 1.525.694,00 mars 2001
E Umboössvlk í oplnberu starfi
18 Reikningur vegna kaupa á torfi og grjóti 645.000,00 22.06.2001
II Umboössvlk ðsamt Gfsla Hafllöa Guömundssynl
19 Kaffi og kökur vegna 29 funda 82.500,00 18.03.1998
20 byggingarnefndar Kaffiveitingar á fundum 88.000,00 170.500,00 20.01.1999
III Umboössvlk ásamt Stefán A. Stefánssynl
21 Kaffiveitingar á 33 fundum 169.000,00 14.12.2000
IV Umboössvlk og fjárdráttur ásamt Tómasl Tómassynl
22 Innrétting í bílskúr aö Haukalind 17 305.825,00 30.03.2000
23 Sandblástur, efni og viögeröir á ofni 32.800,00 338.625,00 28.05.2000
B FJárdrðttur meö aöstoö Tómasar Tómassonar
24 Rísar og fylgiefni 290.693,00 14.02.2001
25 Huröir, karmar, gluggar og innréttingar 418.000,00 03.05.2001
26 Huröir, karmar, gerefti, þröskuldar 104.981,00 16.05.2001
og huröarhúnar
27 Baöherbergistæki 184.624,00 998.298,00 16.05.2001
Samtals: 8.344.210,00
Upphæöir í rauöu hefur Áml endurgreltt. |
Færsla reikninga:
Bandaríkjadalur
langvinsælastur
Þrjátiu og tvö félög hafa sótt run
heimild hjá ársreikningaskrá fyrir
að færa bókhald sitt og ársreikn-
inga i erlendri mynt. Færsla í er-
lendri mynt er heimil á þessu ári í
fyrsta sinn samkvæmt nýsamþykkt-
um lögum.
Langflest þessara félaga hafa sótt
um að fá að færa reikninga sína í
bandarikjadölum eða tuttugu og
fjögur. Fjögur hafa sótt um að færa
í evrum, eitt í norskum krónum og
eitt í breskum pundum.
Frestur til að sækja um heimild til
að færa í erlendri mynt á yfirstand-
andi rekstrarári er til 30. apríl. -ÓTG
RKÍ gefur tvo
reiðhnakka
Reykjavíkurdeild Rauða kross ís-
lands gaf nýverið Reiðskólanum Þyrli
tvo sérhannaða hnakka fyrir fatlaða
sem skólanum er ætlað að nota í reið-
kennslu.
Hnakkamir eru þannig gerðir að
hægt er að festa á þá sérstakt bak auk
þess sem ólar eru spenntar utan um
þann sem er á hestinum. Þetta þýðir
að hann fær góðan stuðning og er lít-
il hætta á að hann detti af baki. Til-
gangur þessarar gjafar er að stuðla að
því að fatlaðir geti notið endurhæfing-
ar og útivistar á hestbaki.
Reiðskólinn Þyrill hefur á síðustu
ámm boðið upp á reiðnámskeið fýrir
fatlaða en áhugi þessa þjóðfélagshóps
á reiðmenr.sku hefur farið stórlega
vaxandi á siðustu árum. Reiðmennska
er talin mjög góð þjálfun fyrir líkam-
lega fatlað fólk, sérstaklega þá sem
bundnir em í hjólastól. -HI
15 mánaða fang-
elsi fyrir fjárdrátt
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á
miðvikudag lögfræðing á fertugsaldri í
fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjár-
drátt og skjalafals. Að auki á hann að
greiða tæplega 4,2 milljónir króna í
bætur auk dráttarvaxta til þeirra sem
hann dró að sér fé frá. Þá greiðir hann
einnig málsvamarlaun verjanda síns,
130 þús. krónur.
Lögfræðingurinn var ákærður fyrir
að hafa dregið sér tæplega 9,5 milljónir
króna sem fyrirtækið sem hann stýrði,
Juris, sá um að innheimta fyrir 43 við-
skiptamenn sína. Peningana notaði lög-
fræðingurinn í rekstur fyrirtækis síns
en það var úrskurðað gjaldþrota fyrir
tveimur árum. Þá var hann einnig
ákærður fyrir að hafa falsað níu víxla í
viðskiptum sínum.
Maðurinn játaði þau brot sem hann
var ákærður fyrir og samþykkti þær
bótakröfur sem gerðar vom. Við refsi-
ákvörðun var litið til þess að maðurinn
olli yfirgripsmiklu fjárhagstjóni sem
bitnaði á fjölda viðskiptamanna fyrir-
tækisins og að hann hafi brugðist trún-
aðartrausti þeirra. Hins vegar er það
metið til refsimildunar að hann var
samvinnufús við rannsókn málsins og
aðstoðaði eftir fongum við að upplýsa
það. Hæfileg refsing þykir því 15 mán-
aða fangelsi en ekki þótti ástæða til að
skilorðsbinda dóminn þar sem maður-
inn hefði ekki sýnt viðleitni til að bæta
fyrir tjónið. -HI
ÞQKKUM
FRABÆRAR
VIÐTOKUR
Örfáar vélar eftir úr fyrstu sendingu
nintendais
—allt um GAMECUBE
B R Æ Ð U R N I R
LEIKJATOLVUR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800