Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 DV 9 Fréttir Framkvæmdir í Fossvogsdal: Skurðirnir heyra sögunni til Gríðarlegar framkvæmdir standa nú yfir í Fossvogsdalnum sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær standa sameiginlega að. Þar er ætl- unin að koma upp nokkrum seftjörmnn sem myndaðar verða úr regnvatni. Sigurður Ingi Skarphéðinsson, gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að nú sé öllu regnvatni í Kópa- vogi og Reykjavík veitt eftir skurð- um i dælustöðvar og þaðan út i sjó. Þetta sé ekki nauðsynlegt þar sem regnvatnið er hreint vatn. „Það sem við erum að gera er að skilja að regnvatn og skólp. Þegar rignir mik- ið hefur það komið fyrir að þeir lækir sem vatnið og skólpið rennur eftir hafa ekki getað tekið við öllu saman. Áður sameinaðist vatnið skólpinu í þessum lækjum áður en það fór í dælustöðvarnar en nú verður regnvatninu veitt í þessar tjarnir. Þetta mun því minnka vatnsrennslið eftir þessum lækj- um.“ Sigurður segir að skurðimir í Fossvogsdalnum, sem vatnið hefur runnið eftir, muni heyra sögunni til eftir þessar framkvæmdir. Gert er ráð fyrir því að þessum framkvæmdum muni ljúka þegar kemur fram á sumarið. Þar með geta þeir sem fá sér göngutúr um dalinn gengið með fram fallegum seftjömum sem ætti aldeilis ekki að spilla fyrir góðri útiveru. Það var Yngvi Loftsson, lands- lagsarkitekt hjá Landmótun, sem sá um hönnun á dalnum með þessum tjömum. Heildarkostnaður við verkið í Fossvogsdalnum er 60 millj- ónir króna og skipta Reykjavíkur- borg og Kópavogsbær honum á milli sín. Kópavogsbær mun hins vegar greiða sérstaklega fyrir fram- kvæmdir í kringum íþróttasvæði HK, þar á meðal malarvöll sem ver- ið er að útbúa þar. Útfærsluna er hægt að sjá á teikningunni hér til hliðar. -HI Frá framkvæmdunum í Fossvogsdalnum Áættaö er að um mitt sumar veröi þessi fallegi dalur skreyttur seftjörnum. Lækkun vaxta um 0,3%: Breytir ekki miklu fýrir meðalheimilið - getur lækkað greiðslubyrði um 10.000 kr. Eins og kunnugt er lækkaði Seðlabankinn vexti um 0,3% fyrir rúmri viku og líkur eru á að við- skiptabankamir muni fylgja henni í meginatriðum. Kristjón Kolbeins, sérfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að um áhrif þessarar lækkun- ar á greiðslubyrði heimilanna sé ekki vitað en telur að hún sé ekki umtalsverð. „Heildarskuldir heimil- anna i landinu era um 700 miiljarð- ar, þar af eru um 330 milljarðar hjá íbúðalánasjóði. Þau lán bera fasta vexti og verðtryggingu og því hefur þessi lækkun ekki áhrif þar. Þó má leiða líkur að því að lækkun vaxta geti haft einhver áhrif á affoll hús- bréfa og á vexti sjóðsins." Kristjón segir að eftir standi um 370 milljarðar og sé gert ráð fyrir að vaxtalækkunin skili sér að fullu yfir línuna sé um að ræða lækkun á greiðslubyrði skulda heimilanna um rúman milljarð króna. Heimili á landinu era um 100 þúsund og því lækkar greiðslubyrði meðalheimilis um ca 10.000 kr. á ári, eða um 800 kr. á mánuði við þessa vaxtabreyt- ingu. „En á móti kemur að landsmenn eiga einnig miklar fjáreignir, mis- jafnlega aðgengilegar, og getur ávöxtun þeirra lækkað. Sem dæmi má nefna að fjárfestingar í lífeyris- sjóðum eru næstum eins miklar og skuldir landsmanna." -ÓSB Tjarnirnar í Fossvogsdalnum Á þessari teikningu frá Landmótun sést hvernig dalurinn mun líta út aö loknum framkvæmdunum. Efst á myndinni er Fossvogshverfið í Reykjavík en neöst Grundahverfiö í Kópavogi. -— WM ■ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Amtmannsstígur, Lækjargata, Bankastræti, Þingholtsstræti (Skólastræti), deiliskipulag. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Amtmannsstíg til suðurs, Lækjargötu til vesturs, Bankastræti til norðurs og Þingholtsstræti til austurs. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er m.a. að stuðla að uppbyggingu og vernd miðborgarsvæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfirbragð, ákveða nýtingu þess til framtíðar og tryggja betri nýtingu lóða. Tillagan gerir m.a. ráð að öll hús reitunum standi áfram að undanskildum nokkrum bakhúsum. Vemdun húsa er í samræmi við tillögur í þemahefti með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, um húsvernd og húsakönnun Árbæjarsafns. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja bakbyggingar á einni hæð á lóðum næst Bankastræti. Heimilt verði að hækka húsið nr. 4 við Bankastræti um 1-2 hæðir og ris og setja risþak á hluta hússins nr. 6 við Bankastræti. Bakbygging á lóðinni nr. 6 við Þingholtsstræti lækki um eina hæð og heimilt verði að byggja viðbyggingu austan við hús nr. 5b við Skólastræti. Leyfilegt byggingarmagn á reitnum vex um rúmlega 1000 m2 skv. tillögunni. Amtmannsstígur, Þingholtsstræti, Bankastræti, Ingólfsstræti, deiliskipulag Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Amtmannsstíg til suðurs, Þingholtsstræti til vesturs, Bankastræti til norðurs og Ingólfsstræti til austurs. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er m.a. að stuðla að uppbyggingu og vernd miðborgarsvæðisins, gefa skipulagssvæðinu heildstætt yfir- bragð, ákveða nýtingu þess til framtíðar og tryggja betri nýtingu lóða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að öll hús reitsins standi áfram. Þó er gert ráð fyrir niðurrifi nokkura skúra sem skilyrði fyrir uppbyggingu. Á reitnum verður almennt heimilt að byggja bakbyggingar á einni hæð með flötu þaki. Þá gerir tillagan ráð fyrir að hækkun Bankastrætis 8 um eina hæð og ris. Heimilt verði og að byggja bílskúr norðan við húsið nr. 10 við Ingólfsstræti. Ekki verði byggt á lóðinni nr. 9 við Þingholtsstræti (hornlóðin við Amtmannsstíg). Leyfilegt byggingarmagn á reitnum vex um 1200 m2 skv. tillögunni. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 10. maí 2002 - til 21. júní 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 21. júní 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 10. maí 2002. Skipulagsfulltrúi BALL Á CHAMPION S ALLTAF DANSLEIKIR UM HELGAR: 10. & I I.MAÍ Hljómsveitin SÍN leikur fyrir dansi. í BEINNIÁ BREIÐTJÖLDUM Laugardagurinn 11. maí Kl. 11.00 Formúla, tímataka Kl. 12.00 Brentford - Stoke Kl. 14.00 Arsenal - Everton Sunnudagurinn 12. maí Kl. 11.30 Formúla 1 Stórhöfði I 7 www.champions.is • Textavarp 668 • Hádegishlaðborð virka daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.