Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Side 10
10 Neytendur FÖSTUDAGUR 10. MAl 2002 DV Krónan Select Kjarval Hagkaup Húsráð Of salt Ef maturinn er of saltur er ekki nauðsynlegt að henda honum því ýmsu er hægt að bjarga með einföld- um húsráðum. í súpur og pottrétti er best að setja nokkrar sneiðar af hráum kartöflum sem þú hendir að eldun lokinni þegar þær hafa sogið i sig saltið. Annað ráð á sömu rétti er að setja sína skeiðina af hvoru, eplaediki og sykri, út í. Of sætt Bætið salti út í. Ef um aðalrétt er að ræða eða grænmeti, setjið þá eina tsk. af epla- ediki saman við. Of Ijós sósa Litaðu með sósulit. Best er að brúna hveitið vel áður en vökvanum er bætt í. Það kemur einnig i veg fyrir kekki. Önnur aðferð við að brúna hveit- ið er að setja það í hitaþolið ilát og setja það með kjötinu í ofninn. Þeg- ar kjötið er fullsteikt er hveitið orð- ið brúnt og tilbúið í þessa fínu sósu. Of þunn sósa Hrærið saman vatni og hveiti í þunnan jafning. Bætið hægt út í soðið og hrærið þar til sýður. Silkimjúk sósa Geymdu í krukku blöndu af hveiti og kornsterkju, jafn mikið af hvoru. Settu 3-4 msk. í aðra krukku, bættu vatni í, hristu og fyrr en varir er kominn góður jafningur í sósuna. Feit sósa Ef sósan er of feit er gott ráð að strá yfir hana örlitlu af matarsóda. Sölnað grænmeti Ef nýtt grænmeti er sölnað eða visið þá skal skera burtu brúnu blettina. Skolið því næst í köldu vatni, þurrkið og kælið í ísskáp í eina klukkustund eða svo. Hægt er aö hressa við léleg salat- blöð með þvi að setja þau í skál af vatni, bæta sítrónusafa í vatnið og setja í ísskáp í eina klukkustund. Salatblöð og sellerí verða hörð á ný ef þau eru sett í pott með köldu vatni og nokkrum sneiðum af hrá- um kartöflum er bætt saman við. Of þunn kartöflustappa Kartöflur sem hafa verið soðnar of lengi geta farið alveg í graut þegar mjólkinni hefur verið hellt saman við stöppuna. Þetta er hægt að laga með því að strá þurrmjólk yfir og þá fæst besta kartöflustappa í heimi. Gas eða rafmagn? - ekki mikill munur á kostnaði en hægt að komast af með minna gas, segir Þór Austmar hjá Gaskó Gaseldavélar hafa aldrei verið vin- sælli hér á landi en einmitt nú. Vin- sældir þeirra má rekja til þess hversu auðvelt og þægilegt er að elda á þeim, auk þess sem sagt er að gas- ið sé mun ódýrari orkugjafi en raf- magnið. Þó hafa engar tölur þar að lútandi heyrst nefndar og því fór Neytendasíðan á stúfana og kannaði máiið. Albert Lúðvígsson, sölumaðm- hjá Eirvík, sem hefur selt SMEG- og Miele-gashellur um árabil, segir að þeir sem hyggjast skipta yfír í gas hafi að ýmsu að huga. „Gashelluborð- in eru ódýrari en keramikhelluborð- in og getur þar munað ailt að helm- ingi, en það fer náttúrlega eftir því hvaða merki eru borin saman. Við gashelluborðin bætist alltaf auka- kostnaður því þó margir tengi raf- magnshelluborðin sjálfir mælum við ekki með því þegar um gasið er að ræða. Þvi verður að fá fagmann til verksins." Auk þess þarf að kaupa gaskút. Algengast er að 6 eða 11 kg kútar séu notaðir en þeir eru öðruvísi en 9 kg kútarnir sem notaðir eru við gasgrill- in. Skilagjald 6 kg kúts er 3735 kr. og áfylling um 2.100 kr. en skilagiald á 11 kg kút er 4233 kr. og áfyllingin kostar rúmar 3.000 kr. Þór Austmar hjá Gaskó segir að tenging á gashellum kosti um 10.000 kr. Sé kúturinn settur út þarf hann að vera í skáp og því þurfi að smiða eða kaupa einn slíkan. „Ýmsum öðr- um atriðum þarf að huga að. Þegar ég tengi gashellur í heimahúsum get Kaffivélar frá Philips: Laus handföng ég boðið upp á allt sem til þarf, svo sem skáp, gasmæli og fleira. Auk þess þrýstingsprófa ég kerfið og kenni fólki á það, svo sem lekaleit og sitthvað um eldun á gasi.“ Aðspurður segir Þór að kílóvatt- stundin af rafmagni og gasi sé á svip- uðu verði en það sem skipti máli sé að hægt sé að komast af með minni orku á gasinu. „Svörunin er hraðari og því er maður fljótari að elda með því. Eins eru margar leiðir færar til að spara gasið. Sem dæmi má nefna að þegar verið er að sjóða eitthvað í stórum potti, t.d. slátur, þá er pottur- inn settur á stærstu helluna og suðan látin koma upp. Þá er hann færður á þá minnstu, sem eyðir mun minna gasi, og suðunni haldið þar við með lágmarksloga. Venji fólk sig á að færa potta á milli hellna, þannig að alltaf sé notuð sú minnsta þegar hægt er, má spara 80-90% af orkunni." Hann segir að þeir sem fyrir nokkrum árum fengu sér skipt hellu- borð, þ.e. með bæði rafmagns- og gas- hellum, og þurfi af einhverjum ástæðum að skipta fari undantekn- ingarlaust í gashellur eingöngu. „Það er svo miklu skemmtilegra að elda á gasi, maður hefur meiri tök á því sem verið er að gera og svo sparar Nýlega barst rafmagnsöryggis- deild Löggildingarstofu ábending þess efnis að hér á landi hefði orðið það óhapp að handfang glerkönnu sem fylgir kaffivél losnaði með þeim afleiðingum að af hlaust brunasár aúk skemmdá á innanstokksmun- um. Úm er að ræða kaffivél af gerð- inni Philips Essence HD 7603 þar sem handfangið er fest við könnuna með lími á tveimur stöðum. 1 framhaldi af slysinu lét raf- magnsöryggisdeild Löggildingar- stofu skoða kaffivélar af umræddri gerð. Sú skoðun leiddi ekki í ljós að festingum handfangsins væri ábóta- vant en þó kom í ljós að á nýrri gerðum hafði festingum þess veriö breytt. Auk limsins var komin málmklemma við efri brún könn- unnar til frekari styrkingar á fest- ingu handfangsins. Við frekari eftirgrennslan hjá Philips í Hollandi kom fram að þar höfðu menn vitneskju um að galli gæti leynst í límingu handfanga á könnum sem framleiddar voru á ákveðnu tímabili. Skv. upplýsingum þeirra höfðu farið fram rann- sóknir og áhættugreining á umræddum galla en málið ekki talið það al- varlegt að ástæða væri til að innkalla könnurnar. Af þessu tilefni hefur gæðadeild Philips í Hollandi óskað eftir að eftirfarandi komi fram: „Philips hefur komist að raun um að á mjög takmörkuðum fjölda kaffi- véla af gerðunum HD 7603, HD 7605, HD 7607 og HD 7609 getur handfang- ið losnað af könnunni. Losunin á sér stað smám saman og verður orð- in greinileg áður en handfangið losnar alveg. Strax og , þetta varð ljóst var sam- setningu breytt þannig að festing handfangsins var styrkt til að koma í veg fyrir að þetta endur- tæki sig.“ Löggildingarstofa hvetur eigendur kafii- véla af umræddri gerð til að vera á varðbergi og skipta þegar í stað um könnu verði þeir varir við los á handfanginu. Fólki er bent á að snúa sér í því sambandi til viðkomandi söluaðila. Nánari upplýsingar veitir Birgir Ágústsson hjá rafmagnsör- yggisdeild Löggildingarstofu í síma 510 1100. Gas og rafmagn ÞórAustmar segir aö þeir sem fyrir nokkrum árum fengu sér skipt helluborö, þ.e. meö bæöi rafmagns- og gashellum, og þurfi af einhveijum ástæöum aö skipta, fari undantekningariaust i gashellur eingöngu. Myndin er úr versluninni Eirvík. BFGoodrich Dekk vddu það besta aðems mm Vagnhöfða 23 • Sími 590 2000 www.benni.is Hjolbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi BFGoodrí&H , UmboOsoOílar: Tilboðin gilda í maí. 1 Freyju rís stórt 85 kr. 2 Nóa kropp 150 g 179 kr. 3 BKI kafi 500 g 339 kr. 4 Lorenz kartöfluflögur 25 g 79 kr. 5 Lorenz kartöfluflögur í stauk 199 kr. 6 McVites Caramel kex 300 g 236 kr. 7 Drykkjarjógúrt, 2 teg. 250 ml 69 8 Pantene Cls sjampó 200 ml 379 kr. 9 Pantene Cls hárnæring 200 ml 379 kr. 10 Turtle wash & shine - sápubón 239 kr. Tilboðin gilda til 12. maí. SS VSOP helgarsteik 999 kr. kg KS læri 1/1 frosið 799 kr. kg Ferskar kjötvörur Óðals UN hakk 699 kr. kg Hatting minibrauð 600 g 219 kr. Pringles karrý 200 g 189 kr. Ágætis rauðar kartöflur 2 kg 199 kr. Ágætis gullauga kartöflur 2 kg 199 kr. Ágætis premier kartöflur 2 kg 199 kr. Tilboðin gilda til 15. maí. 1 lceberg 299 kr. kg 2 Kea nautahakk UN-1 prepack 783 kr. kg 3 Vienetta vanilla 468 kr. 4 Vienetta chocolate 468 kr. 5 Kexsm. kanilsnúðar 239 kr. 6 Kexsm. kanilsnúðar m/súkkulaði 247 kr. 7 Kexsm. sælusnúðar 239 kr. það tíma. Þegar maturinn er látinn malla á litlum loga þarf ekki að fylgj- ast svo grannt með honum því suðan helst niðri. Þá er hægt að gera eitt- hvað annað á meðan." Gasverð hækkaði mikið á timabili en hefúr nokkum veginn staðið í stað undanfarið. Þó gasnotkun sé auðvitað mismunandi milli heimila og erfitt sé að meta hversu mikið hún kostar ár- lega segir Þór að hjá 4-5 manna fjöl- skyldu megi búast við að 11 kg kútur dugi i 5-8 mánuði. - ÓSB Uppgrip-verslanir Olís Tilboðin gilda í maí. i Freyju lakkrísdraumur stór 89 kr. 2 Rolo kex 199 kr. 3 Toffy Crisp 85 kr. 4 Fresca 1/2 1 plast 109 kr. 5 Reiðhjólahjálmar 2499 kr. 6 Reiðhjólahjálmar 1999 kr. Tilboðin gilda til 8. maí. 1 Bacon hleifur 20% afsl. 532 kr. kg 2 Pepperoni hleifur 20% afsl. 532 kr. kg 3 BKI Classic 500 g 299 kr. 4 Brownie Cookies 200 g 159 kr. 5 Freyju hrís flóð 200 g 269 kr. 6 Nóa súkkulaðirúsinur 200 g 139 kr. Samkaup - Úrval Vikutilboð 1 Vex uppþv. lög. Skógar 500 ml 159 kr. 2 Vex uppþv. lög. sótthr. 500 ml 159 kr. 3 Vex uppþv. lög sítr. 500 ml 149 kr. 4 Vex uppþv. töflur 30 stk. 560 kr. 5 Mjöll mýkur m/vorilmi 2 1 369 kr. 6 Mjöll mýkir m/sumarilmi 2 1 369 kr. 7 Nýr Geisli fylling 204 kr. 8 Nýr Geisli m/dælu 249 kr. Tilboðin gilda til 15. maí. Frosin ýsuflök 599 kr. kg SS rauðvínslegið lambalæri 996 kr. kg Svali appelsínu 3x1/41 99 kr. Rófur 99 kr. Hvitkál 99 kr. Heimaís, 2 1, vanilla og súkkulaði 399 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.