Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Side 29
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 29 Stofnað: 1928. Heimavöllur: Akureyrarvöllur. kur 2000 manns. Opin stúka fyrir 600 tekkjum og stæði í grasbrekku. Þórs- ar fengu 738 áhorfendur að meðaltali eik sumarið 1994. ’.andsmeistaratitlar: 1 (1989). •sti árangur i bikarnunu í bikarúr- taieikinn 1992 og 2001. ærsti sigur i tiu liða efstu deild: 6-0 /101 1987. cersta tap i tiu lióa efstu deild: 0-5 gn ÍA 1978, 0-5 gegn Keflavík 1978 og 3 gegn Val 1978. Flestir leikir í efstu deild: Erlingur Kristjánsson 127, Steingrímur Birgisson 114 og Ormarr Ör- lygsson 102. Flest mörk i efstu deild: Þorvaldur Örlygsson 19, Anthony Karl Gregory 14 og Ormarr Ör- lygsson 13. DV-Sport telur nú dagana þar til Símadeildin hefst 20. maí næstkom- andi. Fram að því munum við birta spá blaðamanna DV-Sport um loka- stöðuna í haust og í dag er komið Árangur í efstu deild: 201 leikur, 58 sigrar, 51 jafiitefli og 92 töp. Markatalan er 233-307. að 8. sætinu. KA-menn lenda í áttunda sætinu: Akureyri á kortiö á ný DV-Sport bíður spennt eftir að Is- landsmótið í knattspyrnu heflist að nýju og mun í næstu sjö tölublöðum telja niður fram að móti. Blaðamenn DV-Sport hafa spáð og spekúlerað í styrkleika og veikleika liðanna og út úr þeim rannsóknum hefúr ver- ið búin til spá DV- Sport fyrir sumarið. Fram að móti mun- um við birta hana, eitt lið bætist við á hverj- um degi. Við hefjum leikinn á botnsætinu og endum síðan á þvi að kynna það lið sem við teljum að muni tróna á toppi Símadeildar karla þegar flautað verð- ur til leiksloka í haust. Við metum nokkra þætti hjá hverju liði og gefúm einkunn á bilinu 1 til 6 eins og sjá má sem hlið á teningi hér á síðunni. I áttunda sætinu hjá okkur eru ný- liðar KA-manna. KA-menn voru nærri því búnir að klúðra því að kom- ast upp í fyrra eftir sannfærandi frammistöðu framan af sumri en þeir tryggðu sér úrvalsdeildarsæti í loka- umferðinni. KA-menn höfðu mátt bíða í tíu ár eftir úrvalsdeildarsæti og góð frammistaða í 1. deildinni árið á und- an og í bikarkeppninni á síðasta ári sýnir að KA-menn eru tilbúnir að beijast í hópi þeirra bestu. Þorvaldur Örlygsson kom heim að nýju í fyrra og gerði útslagið og það var ljóst af leik liðsins í bikarkeppn- inni þar sem þeir slógu út tvö úrvals- deildarlið og töpuðu fyrir því þriðja í vítaspymukeppni að liðið stóðst vel saman- burðinn við efstu deúd. En nú bíður KA- mönnum það verkefni að festa sig í sessi í efstu deild að nýju. Liðið hefur nánast ekkert breyst frá sfð- asta tímabili og ætti Þorvaldur að vera vel með á nótunum hvað hann hefur í höndunum. Viðbótin er einkum í Þórði Þórðarsyni markverði sem styrkir liðið mikið. KA-menn fögnuðu íslandsmeist- aratitlinum fyrir 13 árum en síðan þá hefur liðið mátt þola mikla niður- sveiflu líkt og nágrannamir i Þór. Hvort liðunum tekst að koma Akur- eyri á knattspymukortið á nýjan leik er óvíst en að mati DV-Sport eru KA- menn með sterkara lið og því líklegir sem eitt spútnikliða sumarsins. Það má ekki gleyma því að KA- menn hafa þrjá af skemmtilegri sókn- armönnum deOdarinnar; Dean Mart- in, Hrein Hringsson og Þorvald Mak- an Sigbjömsson, allt menn sem þekkjast vel og kunna að opna vamir mótherjanna. -ósk/ÓÓJ Síðustu átta ár: 1994: . 1995: . 1996: . 1997: . 1998: . 1999: . 2000: . . . 3. sæti í 1. deild 2001: . Hvað segja KA-menn um spá DV-Sport „Það er bara þannig að nýliðum í efstu deild er sjaldnast spáð góðu gengi. Við höfum verið í tíu ára útlegð frá efstu deild og emm ekki með reynt lið. Við höfum æft vel í vetur og reynt að undirbúa okkur sem best fyrir átökin í sumar. Þetta verður barátta upp á líf og dauða í hveijum leik hjá okkur og við vitum ekki alveg hvar við stöndum gagnvart sterkum andstæðingum. Við þurfum að sleppa við meiðsli og hafa hæfílegan skammt af heppni með okkur til að dæmið gangi upp,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA. Markið Þórður Þóróarson er + sterkur markvörður með mikla reynslu og hann varði mark Valsmanna vel í fyrra. Góður einn á móti einum og gerir fá mistök. Hugrakkur, skapmik- ill og lætur vel í sér heyra. Þórður er ekki hávaxinn — og gæti því átti í vandræð- um með fyrirgjafir. Þórður á það til að láta skapið hlaupa með sig I gönur og missa ein- beitinguna. Vörnin KA liggur örugglega aftar- + lega með marga menn og Slobadan Milisic og Steinn V. Gunnarsson eru sterkir að veijast á stuttu svæði. KA- vömin fékk aðeins fimm mörk á sig í átta deildarhhbikarleikjum. ___ Að sama skapi em þeir Mil- isic og Steinn ekki nægilega fljótir og mega ekki lenda í að dekka stór svæði. Liðið gæti átt í erfiðleikum í fostum leikatriðum sökum skorts á hæð. Gengi KA í vormótunum Leikmanna- Hópurinn Deildabikarinn: 17. febrúar........Reykjaneshöll KA-ÍBV......................3-1 Þorvaldur Makan Sigurbjömsson 2, Hreinn Hringsson. KA vann 3-0 þar sem ÍBV notaði ólöglegan leikmann. 23. febrúar........Reykjaneshöll KA-Grindavik.................5-0 Þorvaldur Makan Sigurbjömsson 2, Elmar Dan Sigþórsson 2, Hreinn Hringsson. 2. mars ............ReykjaneshöU KA-Fram......................4-2 Hreinn Hringsson 2, Ásgeir Ásgeirsson 2. 16. mars ...........ReykjaneshöU KA-Þróttur ..................1-1 Kristján Sigurðsson. 7. april....Gervigras i Laugardal KA-Valur.....................1-1 Elmar Dan Sigþórsson. 13. aprU ................ÁsveUir KA-Keflavik .................1-0 Hreinn Hringsson. 20. aprú................KA-vöUur KA-Dalvlk....................1-0 Öm Kató Hauksson. Átta liða úrslit 25. aprU .... Gervigras í Laugardal KA-ÍA .......................O-l KA lék átta leiki, vann fimm, gerði tvö jafntefli og tapaði einum. Markverðir: I. Þórður Þórðarson .......31 árs 12. Árni K. Skaftason .....23 ára Varnarmenn: 3. Hlynur Jóhannsson.........31 árs 5. Slobodan MUisic ........36 ára 6. Kristján Sigurðsson.......22 ára 7. Steinn Viðar Gunnarsson . 26 ára Miðiumenn: 4. Dean Martin.................30 ára 8. Ásgeir Ásgeirsson ......30 ára II. Steingrímur Eiösson . . . . 30 ára 14. Róbert Ragnarsson.....28 ára 16. öm Kató Hauksson..........20 ára 17. Júlíus Tryggvason........36 ára 18. Sigurður Skúli Eyjólfsson 19 ára 20. Þorvaldur örlygsson .... 36 ára Sóknarmenn: 9. Þorvaldur Makan........28 ára 10. Hreinn Hringsson ......28 ára 15. Elmar Dan Sigþórsson . . . 20 ára 19. Jóhann Helgason.......18 ára Þiálfari: Þorvaldur Örlygsson.......36 ára Aðstoðarbiálfari: Erlingur Kristjánsson.....40 ára Farnir: Enginn. Komnir: Júlíus Tryggvason frá Þór A., Þórður Þórðarson frá Val. ISpÖrt sP^r í Símadeild karla í sumar: Sóknarmennirnir Hreinn Hringsson og Þorvaldur Makan voru sjóöandi heitir í 1. deildinni í fyrra. Ná þeir aö endurtaka þaö í Símadeildinni í sumar? Sport M iöjan Reynsluboltamir Þorvald- -j- ur Örlygsson og Ásgeir Ásgeirsson vita um hvað þetta snýst og Dean Martin er stór- hættulegur í upphhlaupum sínum upp hægri kantinn. Ungir og frískir strákar eins og Elmar Dan gætu sprungið út í sumar. __ Þorvaldur hefur ekki spilað einn einast leik í vor og hann er sá eini af miðjumönnum liðsins sem hefur sannað sig i efstu deild. Sóknin Hreinn og Þorvaldur J- Makan hafa báðir reynslu og hafa sannað sig sem markaskorarar í efstu deild. Samvinna þefi-ra síðasta sumar var góð og saman gerðu þeir 26 mörk. — Hrein skortir tækni og það er spuming hvort að hann fær þau svæði í sumar sem hann nýtti sér svo vel í 1. deildinni í fyrrasumar. jbi Bekkurinn KA-menn hafa unga stráka sem em liklegir til að T- nýtast þeim af bekknum. Þorvaldur hefur leyft öðrum að spila I vor til að virkja stærri hóp fyrir átök sumarsins. — KA-menn hafa ekki fengið leikmenn til liðs við sig til að auka breiddina. Vamarmenn liðsins eru aðeins skráðir fjórir og því má ekkert út af bera. tf I Þjálfárinn Þorvaldur hefur mikla reynslu eftir langan at- vinnumanna- og landsliðs- feril og kom KA upp í efstu deild á fyrsta ári eitthvað sem fyrirrennarar hans hafi mistekist í rétt tæpan áratug. Hefúr einn þjálfara í deildinni tækifæri til að hafa bein áhrif inn á völlinn sem spilandi þjálfari. _ Sem spilandi þjálfari gæti álagiö orðið mikið á Þorvaldi ekki síst þar sem miðja liösins gæti komið til með aö standa og faila með hans reynslu og útjsónarsemi. Er jafnframt á sinu fyrsta ári í efstu deild með óreynt lið. Að auki KA-menn em gulir og -L. glaðir og stuðningsmenn liðsins hafa jafnan verið duglegir að styðja við bakið á sinum mönnum, hvort sem er fyrir sunnan eða norðan. Árangur liðsins í bikarkeppninni og íslandsmeistaratitillinn 1989 er afrek sem hægt er að byggja á og sýna bæði að félagið hefur alla burði til að koma Akureyri aftur á knattspymukortið. Liðsandinn ætti að vera góður eftir frábært gengi á öllum sviðum á síðasta ári. KA býr við erfiðar aðstæður, bæði hvað varöar aðbúnað og fjármagn. Ólíkt liðunum fyrir sunnan hefur KA ekki frekar en Þór aðgang að knattspyrnuhöll og æfingar liðsins hafa því mátt fara fram í snjó, kulda og bleytu í vetur. AI f'j ■iKn'úik*A ISport -stig: 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.