Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 Fréttir DV Ábyrgðasjóður launa greiðir kaup við gjaldþrot fyrirtækj a: Vísvitandi spilað á kerfið óviðunandi ástand, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur Fjöldi fyrirtækja veröur gjaldþrota í höfuðborginni á hverju ári Oft veröa starfsmenn aö sækja ógreidd laun sín til Ábyrgöasjóös launa. Sterkar líkur eru á aö þetta kerfi sé misnotaö og aö mati hagfræöins er slíkt meö öllu óviöunandi. .Skyldur vinnuveitenda og starfsmanna hljóta að vera gagnkvæmar. Ef menn mæta ekki í vinnu er þeim bara sagt upp og ef vinnuveitandi greiðir ekki laun þá hættir starfs- maðurinn. Ef Gyömundur annar hvor stend- Olafsson. ur ekki við sínar skyldur þá kemur mér, þriðja aðila úti í bæ, það ekk- ert við. Ég á ekki að borga í sjóð til að tryggja starfsmanninnum laun. Þetta eru bara niðurgreiðslur sem leiða til þess að menn fara að spila á þetta kerfí,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Guðmundur visar þar til þess að Ábyrgöasjóður launa sé látinn greiða vangreidd laun gjaldþrota fyrirtækja. I útvarpsþætti á dögun- um benti Guðmundur á nýlegt dæmi úr fjölmiðlaheiminum hér- lendis og sagði að starfsmenn sem fengju á endanum ógreidd laun sín úr Ábyrgðasjóði væru ekkert annað en ríkisstarfsmenn. „Menn reka fyrirtæki sem eru í raun gjaldþrota. Allir starfsmenn- imir vita um stöðuna en halda leiknum áfram vegna þess að þeir vita að þeir fá launin greidd hjá rík- inu. Allir sem að málinu koma taka þannig þátt í þessum ljóta leik. Þetta er auðvitað óviöunandi ástand.“ Guðmundur segir menn í raun sofandi fyrir þeim möguleika að rík- isábyrgð launa sé vísvitandi misnot- uð. Trúlega stafi þessi trygging upp- haflega af samanburði á almennum vinnumarkaði viö þær tryggingar sem ríkisstarfsmenn hafí. Ástandið eins og það er i dag sé þó mjög óeðli- legt. „Það hefur aukist að menn séu að hlaupast frá skyldum sínum og koma þeim yfir á ríkið. Ég tel fulla ástæðu til þess að þessi mál verði könnuð betur,“ sagði Guðmundur Ólafsson. Fá greitt eftir 3-4 mánuði Ábyrgð sjóðsins tekur til krafna í bú vinnuveitanda sem viðurkennd- ar hafa verið sem forgangskröfur samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum. Það eru m.a. kröfur launþega um vinnulaun fyrir siöustu þrjá starfs- mánuöi hans hjá vinnuveitanda, launateng gjöld, orlof og vangoldin lífeyrissjóðsiðgjöld. Samkvæmt upp- lýsingum frá Ábyrgðasjóði tekur það venjulega um þrjá til fjóra mán- uði frá því krafa er lögð fram þar til launþegar geta vænst útborgunar á ógreiddum launum sínum. Geri vinnuveitandi hins vegar athuga- semdir við kröfur launþeganna fara slík mál oft fyrir dómstóla. Getur slik meðferö tekið allt að eitt til tvö ár. Þess ber þó að geta að eigendur og helstu stjómendur fyrirtækja fá ekki greidd laun úr Ábyrgðasjóði. Samkvæmt lögum frá 1993 Núverandi fyrirkomulag Ábyrgða- sjóðs launa var tekið upp með lögum nr. 53 frá því í maí 1993. Félagsmála- ráðherra fer með framkvæmd lag- anna. Ábyrgðasjóðurinn lýtur þriggja manna stjóm sem skipuð er af félagsmálaráðherra til fjögurra ára samkvæmt tilnefningu Alþýöusam- bands íslands, Vinnuveitendasam- bands íslands og sá þriðji er án til- nefningar. Ábyrgðasjóður launa skal vera í vörslu félagsmálaráðuneytis sem sér um daglega afgreiðslu og reiknings- hald sjóðsins í umboði sjóðstjórnar. I 3. grein laganna segir að Ábyrgðasjóðurinn skuli fjármagnaö- ur með sérstöku ábyrgðargjaldi af greiddum vinnulaunum, þóknun og reiknuðu endurgjaldi hvaða nafni sem nefnist. Ábyrgðargjaldið skal vera allt að 0,2% af gjaldstofni. Hlutfallið skal ákveðið með reglugerð sem félags- málaráðherra setur fyrir eitt ár í senn, að fengnum tillögiun stjómar ábyrgðasjóðsins. Telst ábyrgðar- gjaldið til rekstrarkostnaðar fyrir- tækja og kemur því væntanlega til frádráttar við ákvörðun skatta á viðkomandi fyrirtæki. í raun er það því ríkið sem á endanum leggur til þessa peninga í formi skattaafslátt- ar. Skorti ábyrgðasjóðinn reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar skal ríkissjóður leggja sjóðnum til þá fjármuni sem til þarf og skoðast það sem lántaka. Hluti af þessu máli er það sem einnig hefur verið nefnt „kennitölu- flakk." Það er þegar rekstraraðilar gjaldþrota fyrirtækja stofna ný á nýrri kennitölu til að halda áfram rekstri. Þá eru ógreiddar skuldir fyrra fyrirtækis oft skildar eftir ásamt ógreiddum launum og tengd- um gjöldum. Gera bankastofnanir reyndar ráð fyrir slíkri áhættu í lánastarfsemi sinni með þvi að leggja til hliðar fé á sérstaka af- skriftarreikninga. -HKr. Landsmót 2002 á Vindheimamelum í Skagafirði: Glæsihross og gott veður DVWYNDIR GUNNAR V. ANDRÉSSON Gert klárt Þessi Landsmótsgestur var aö undirbúa sig fyrir dýrö komandi daga, en eins og sést í bakgrunni liggur vel á mannskapnum á Vindheimamelum sem skörtuöu sínu fegursta í blíöviröinu í gærdag. Mikið verður lagt upp úr góðri fjölmiðlun á svæðinu yfir mótsdag- ana Þannig eru starfræktar hvorki meira né minna en þrjár útvarps- rásir sem nást víða um Skagafjörð. Ein rás verður fyrir hvem völl, þannig að fólk getur stillt viðtæki sín á þann völl sem það hefur áhuga á að fylgjast með atburðum á hverju sinni. Þá er starfandi ein sjónvarps- stöð á svæðinu. Þar verða sýndar myndir frá aðal- velli, svo og úrslit og auglýsingar. Heimasíða Landsmótsins verður einnig vel virk yfir mótsdagana. Síðast en ekki síst vera Hestar 847.is með beina útsendingu á Netinu þannig að ekki á að vera vandkvæð- um bundið að fylgjast með þeim því sem fram fer á Vindheimamelum næstu daga. í dag hefst mótið á kynbótasýn- ingum og þá mæta til sýningar 6 og 7 vetra hryssur. Eftir hádegi verður einnig keppni í ungmennaflokki. -JSS DV, VINDHEIMAMELUM:__________________ „Aðstaðan er glæsileg, bæði vell- ir, veitingaaðstaða, svo og svæði fyrir mótsgesti," sagöi Gunnar Am- arsson hrossaræktandni þegar DV hitti hann á Vindheimamelum í gær. Þar hafa greinilega verið unn- in mörg handtök á síðustu vikum og mánuðum. Verið var að leggja loka- hönd á undirbúninginn fyrir lands- mótið sem hófst í morgun. Veðrið var eins og best varð á kosið, sól- skin og hiti. Talsvert af fólki var komið á svæðið, einkum þeir sem verða þar með hross til sýninga eða keppni. Menn notuöu góða veðrið til að kynna hrossunum völlinn og undirbúa þau fyrir tömina sem fram undan er. Gunnar sagöi aðeins eitt valda vonbrigðum en það væri aðstaðan fyrir kynbótahrossin. Hún hefði ekkert breyst sl. tólf ár. Þar hefði vissulega mátt bæta um betur. „En burtséð frá því spái ég því að hér verði glæsihross, prúðmannleg reið- mennska og gott veður,“ sagði Gunnar. Knapar á þlngi Fjölnir Þorgeirsson knapi sést hér ásamt öörum hestamönnum undirbúa sig á fundi fyrir reiöar næstu daga, en knapar veröa þar í aöalhlutverki ásamt helstu gæöíngum landsins. Fóðurskip fyrir laxana komið á Mjóafjörð Mikil umsvif eru á Mjóafirði um þessar mundir. Laxeldi Sæsilfurs hf. hefur fengið gjafapramma sem í er tölvustýrt fóðurkerfi og neðan- sjávarmyndavélar. Pramminn tekur 250 tonn af fóðri og úr honum verð- ur gefið á kvíarnar sem verða alls 20 talsins með milljón seiðum. Á prammanum er skrifstofa og íbúð fyrir tvo sjómenn og geta þeir gist um borð yfir nætur ef þurfa þykir. í landi eru tvö einbýlishús í bygg- ingu. Fóðurpramminn var dreginn hingað til lands af svokölluðum brunnbát sem Sæsilfur leigir í sum- ar til að fylla kviarnar af laxaseið- um en því verki á að ljúka fyrir haustið og þarf báturinn að fara nokkrar ferðir til Noregs eftir seið- unum. Slátrun á laxi á að hefjast í laxa- sláturhúsi Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað í haust, í fyrstu allt að 700 tonnum en Sæsilfur hefur leyfi til að framleiða 4 þúsund tonn á ári og er með enn stærri tölur i huga þeg- ar fram í sækir. -GÞ/JBP Dómur á Akureyri: Sló inn matvöru í stað DVD-diska Tvítug afgreiðslumær hjá Hag- kaupum á Akureyri hefur verið dæmd til að greiða skaðabætur til verslunarinnar eftir að hún lét hjá líða að skanna vörur sem félagi hennar keypti i búðinni. Þetta gerð- ist f maí í fyrra og var um að ræða fimm myndbandspólur, einn geisla- disk og þrjá DVD-mynddiska. Með- ákærði, 19 ára gamall Vopnfirðing- ur, hafði þessar vörur úr verslun- inni að verðmæti 20.391, en i stað dýru varanna skannaði afgreiðslu- stúlkan inn ódýra matvöru sem hún hafði geymt við afgreiðslukassa, að fjárhæð kr. 675. Ákærðu játuöu þjófnaöarbrotið fyrir dómi en Héraðsdómur Norður- lands eystra segir að með hliðsjón af skýlausri játningu ákærðu, ung- um aldri, hreinum sakarferli og at- vikum máls að öðru leyti þyki rétt að fresta ákvörðun um refsingu þeirra beggja og láta refsingu niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi þau almennt skilorö. Sök tvimenninganna er metin jöfn. -BÞ Seðlabankinn: Hættur skráningu eldri gjaldmiðla Seðlabanki íslands hefur hætt að skrá sérstaklega gengi gömlu evr- ópsku gjaldmiöla þeirra landa sem tekið hafa upp evruna. Var opinber skráning Seðlabanka íslands á þess- um gjaldmiðlum lögð af frá og með gærdeginum, 1. júlí 2002. Þar er um að ræða austurrískan skilding, belgíska flórínu, finnskt mark, franskan franka, gríska drökmu, hollenskt gyllini, írskt pund, ítalska líru, portúgalskan skúta, spænskan peseta og þýskt mark. Seðlabanki Evrópu birtir á vefsíðu sinni reikni- stuðla sem notast má við þegar reikna þarf út gengi eldri gjaldmiðla út frá gengi evru, Þessir stuðlar eru nú birtir á vefsíðu Seðlabanka ís- lands, sedlabanki.is. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.