Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Síða 12
12 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 DV REUTERSMYND Ráðherrar á ársfundi Binyamin Ben-Eliezer landvarnaráð- herra og Shimon Peres utanríkisráð- herra á ársfundi ísraelska Verka- mannaflokksins í gær. israelar fagna drápi á sprengju- manni Hamas ísraelsk stjómvöld sögðu í gær að þau hefðu gert skæruliðasamtökun- um Hamas mikla skráveifu með því að drepa helsta sprengjusérfræðing þeirra. Manninum var gefið að sök að bera ábyrgð á dauða rúmlega eitt hundrað ísraelskra borgara. Palestinumenn kölluðu drápið morö og Hamas-liðar hétu að koma fram hefndum. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagöi að stjórn hans væri byrjuð að ræða friðartilraunir í framtíðinni. Hann neitaði þó að greina nánar frá viðræðunum. Á ársfundi Verkamannaflokksins sem hófst í gær hafnaði leiðtogi hans, Binyamin Ben-Eliezer land- varnaráðherra, kröfu frá hófsömum flokksbræðrum sínum um að endi yrði bundinn á ríkisstjómarsam- staríið við hinn hægrisinnaða for- sætisráðherra. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York. Varað við árás á þjóðhátíðardegi Velflestir embættismenn í Banda- ríkjunum hafa sagt löndum sínum að skemmta sér vel á þjóðhátíðar- daginn 4. júlí um leið og að vera á varðbergi fyrir hugsanlegum hryöjuverkaárásum. Kannanir sýndu að 75% Banda- ríkjamanna muni ekki forðast stór- borgir á viö New York og Was- hington þó svo að 57% finnist það líklegt að hryðjuverkamenn muni láta til skarar skríða á þjóðhátíðar- daginn. Michael Bloomberg, borgar- stjóri New York, sagði til að mynda íbúum borgarinnar að sýna hryðju- verkamönnunum í tvo heimana með þvi að taka þátt í hátíðarhöld- um borgarinnar. Embættismenn segja enn fremur að upplýsingar um hugsanlegar árásir 4. júlí streyma inn og því full ástæða til að vera meövitaður um ástandið. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir: Hafþór NK-44, sknr. 6804, þingl. eig. Jón Einar Valgeirsson, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., fimmtudaginn 4. júlí 2002 kl. 9.30. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Talið að 71 maður hafi látist þegar tvær flugvélar skullu saman: Annar flugstjórinn brást of seint við Kvöldhiminninn lýstist skyndi- lega upp í gærkvöldi þegar tvær flugvélar skullu saman í miðju flugi yfir Bodenvatni í suðvesturhluta Þýskalands. íbúar töldu að um eld- ingu væri að ræða en sáu fljótlega að um allt annað væri að ræða þar sem brotajámi rigndi yfir tugkiló- metra svæði í kjölfarið. Um var að ræða rússneska far- þegaflugvél að gerðinni Tupolev 154 annars vegar og þýska vöruflutn- ingavél hins vegar. Um borð í far- þegavélinni voru 69 manns, þar af 57 farþegar en samkvæmt fregnum vora allir nema 5 í þeim hópi, 52 talsins, rúsnesk böm eða táningar, öll undir 18 ára aldri. Tveir flug- stjórar, annar breskur og hinn kanadískur, voru um borð í vöru- flutningavélinni sem flaug fyrir DHL hraöpóstsþjónustuna. Rússnesku ungmenninn vora frá Bashkortostan-héraðinu, um 1500 kílómetra frá höfuðborginni Moskvu, á leið til Barcelona þar sem þau ætluðu að sækja hátíð Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Flest þeirra vora böm vel staddra einstaklinga en Bashokor- tostan er þekkt olíuhérað. Ungmenn- in voru ekki öll í sama skólanum en komu víðs vegar að úr héraðinu. Vélarnar voru í 12 þúsund metra hæð þegar slysið átti sér stað og vora þær báðar að lækka flug sitt á þeim tímapunkti. Flugsvæðið yfir Bodenvatni, sem liggur á landa- mærum Þýskalands, Sviss og Aust- urríkis, er undir stjóm svissneska flugmálaeftirlitsins og segja flugum- ferðarstjórar að rússneski flugstjór- inn hafi brugðist of seint við beiðn- um um að lækka flug sitt. „Við þurftum að ítreka það tvisvar eða þrisvar áður en hann lækkaði flug- ið,“ sagði Anton Maag, starfsmaður svissneska flugmálaeftirlitsins, á blaðamannafundi. Vöruflutningavélin, sem var af gerðinni Boeing 757, lækkaði flug sitt þegar búnaður í vélinni varaði við því að vélin væri i hættu og gaf fyrirmæli um að lækka flugið. „Ef vöruflutningavélin hefði haldið sínu striki hefði aldrei komið til þessa slyss,“ sagði Maag. Bashkorian-flugfélagið sagði í morgun að flugið til Barcelona hafi komið skyndilega upp þar sem hóp- urinn frá Bashkortostan hefði misst af upphaflega fluginu í fyrradag. „Og þar sem hópurinn var frá því svæði sinntum við ósk þeirra um leiguflug," sagði Sergei Rybanoc, yf- irmaður félagsins í Moskvu. Hann sagði enn fremur að þýskir embættistmenn hefðu haft samband við sig til að tjá þeim að flugmaður þeirra hefði ekki átt sök á slysinu, þvert á staðhæflngar svissneskra flugumferðarstjóra og háttsetts þýsks embættismanns í samgöngu- ráðuneytinu, sem staöfesti þá frá- sögn. Þó er ekkert enn fullvíst og ekki útilokað aö viðbrögð og fyrir- mæli á jörðu niðri hafi valdið slys- inu. REUTERSMYND 71 maður látlnn 52 rússnesk ungmenni undir 18 ára aldri fórust þegar rússnesk farþegaþota og vöruflutningavél skullu saman yfir Bodenvatni á landamærum Þýskalands, Sviss og Austurríkis. Stríðsglæpadómstóll í skugga deilna: Bandarískir friðargæsluliðar verða áfram við störf í Bosníu Fyrsti fasti stríðsglæpadómstóll- inn tók til starfa í gær í skugga hót- unar bandarískra stjómvalda um að draga sig út úr friðargæslu Samein- uðu þjóöanna. Háttsettir embættis- menn reyndu þó að gera lítið úr ótta manna við að friðargæslan kynni að leggjast af. Efasemdir voru uppi um friðar- gæslu SÞ í Bosníu i gær vegna krafna Bandaríkjamanna um að nýi stríðsglæpadómstóllinn hefði ekki lögsögu yfir hermönnum þeirra. Þeir hótuðu að koma í veg fyrir gæslustörf á vegum SÞ ef ekki yrði gengiö að kröfum þeirra. Paddy Ashdown, æðsti maður SÞ í Bosníu, sagði hins vegar við breska sjónvarpið BBC seint i gær- kvöld að gæslustörfm myndu ekki leggjast af þótt Bandaríkin kölluðu hermenn sína heim. Gæsluliðum Fánar blakta í bosnískrl golu Fánar Sameinuðu þjóðanna og Bosníu blakta í golunni við höfuð- stöðvar SÞ í Sarajevo. yrði þó gert erfiðara fyrir með slíkri heimkvaðningu. „Erfitt verk verður því aðeins erf- iðara. En gæslustörfin í Bosníu munu ekki leggjast af,“ sagði Paddy Ashdown í viðtalinu við BBC. Talsmaöur NATO og sendiherra Bandaríkjanna í Bosníu sögðu í gær að bandarískir hermenn yrðu áfram við gæslustörf í Bosníu. Clifford Bond sendiherra fullviss- aði Bosníumenn um að bandarískir hermenn yrðu áfram í SFOR, gæslu- liði NATO, þrátt fyrir hótanir stjómvalda í Washington um að kalla heim menn úr lögregluliði SÞ. Um 2.500 bandarískir hermenn taka þátt í störfum SFOR. „Bandarískar hersveitir verða áfram í Bosníu. Umboð SFOR bygg- ir á friðarsamningunum frá Day- ton,“ sagði Bond. Fossett á leiðarenda Ekkert benti til annars í morgun en aö bandaríska ævin- týramanninum Steve Fossett myndi takast að verða fyrstur manna til að fljúga einn síns liðs um- hverfis jörðina í loft- belg. Klukkan þrjú í nótt hafði hann lagt að baki 96 prósent leiðarinnar og allt var í himnalagi. Búist er við að hann lendi einhvers staöar i Ástralíu síðar i dag eða kvöld. Ásakanir að norðan Stjórnvöld í Norður-Kóreu saka Bandaríkjamenn um að hafa svið- sett sjóorrustu helgarinnar milli skipa Kóreuríkjanna til að spilla samskiptum þeirra. Bandaríkja- menn hafna því alfarið. Messier fellst á að fara Jean-Marie Messier, forstjóri fjöl- miðlafyrirtækisins Vivendi Univer- sal, féllst í gær með semingi á að segja af sér eftir að hallarbylting hafði verið gerð í fyrirtækinu. Bókhaldið skoðað betur Ráðamenn bandaríska fjarskipta- fyrirtækisins WorldCom sögðu í gær að farið yrði nánar i saumana á bókhaldi undanfarinna ára í leit að hugsanlegum mistökum. Fyrirtæk- ið hefur verið sakað um gífurlegt bókhaldssvindl og rambar á barmi gjaldþrots. Gusmao í Indónesíu Xanana Gusmao, forseti Austur- Tímors, hitti Megawati Sukamo- putri Indónesíufor- seta í Jakarta í morgun, við upphaf heimsóknar sinnar til Indónesíu. Lík- legt þykir að heimsóknin verði til að styrkja tengsl hins nýfrjálsa rík- is við fyrrum kúgara. Börn látast í rútuslysi Langferðabíll fullur af leikskóla- bömum á ferðalagi fór ofan í gil í Indónesíu í morgun og létust að minnsta kosti 26 og tugir slösuðust. Yfirhalningunni frestað Bandaríkjaþing hefur ákveðið að fresta yflrhalningu á leyniþjónust- unni CIA og alríkislögreglunni FBI þar til stofnað hefur verið ráðuneyti innanrikisöryggismála. Ákærður fyrir íkveikju STuttugu og níu ára gamall slökkviliðs- maður í hlutastarfi, Leonard Gregg, hefur verið ákærður fyrir að kveikja skógarelda í Arizona til að tryggja sér meiri vinnu. Mað- urinn situr í gæsluvarðhaldi og verð- ur leiddur fyrir dómara á morgun. Reiðir ættingjar Ættingjar fórnarlamba breska morðlæknisins Harolds Shipmans era reiðir yfir áformum ITVl sjón- varpsstöðvarinnar aö sýna leikna heimildarmynd um morðin. Chirac vill nútímavæða Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur farið fram á það við ríkis- stjómina að hún standi fyrir nú- tímavæðingu herafla landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.