Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 „O’Neill fer ekki neitt“ Skoska liðið Glasgow Celtic hef- ur ekkert heyrt frá Leeds í Englandi í tengslum við að síðar- nefnda liðið vilji fá Martin O’Neill, stjóra Celtic, til að taka við liðinu. En eins og kunnugt er sagði stjórn félagsins upp stjóra síðustu ára, David O’Leary, fyrir skömmu. Enn fremur ætla forráðamenn Celtic að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda O’Neill hjá félaginu. „Ég hef fulla trú á að Martin muni efna samning sinn að fullu við okkur,“ sagði Ian McLeod, framkvæmdastjóri félags- ins, en O’Neill á enn eftir 1 ár af samningi sínum. -esá Framarinn Omar Hákonarson og KR-ingurinn Jökull Elísabetarson verða í eldlínunni mætast í 16-liöa úrslitum Coca-Coia bikars KSÍ. kvöld þegar KR og Fram DV-mynd: Pjetur liöa úrslit Coca-Cola bikars karla heQast í kvöld: A sigurbraut - Lúkas Kostic, þjálfari Víkings, telur Skagamenn vera komna á skrið 16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla hefjast í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir klukkan 19.15. Leiftur/Dalvík tekur á móti Val á Ólafsfirði, KR-ingar fá Framara í heimsókn í Frostaskjólið, Grindvik- ingar sækja Skagamenn heim á Akranes og í Kópavogi mætast Breiðablik og Þór Akureyri. DV-Sport fékk Lúkas Kostic, þjálf- ara 1. deildarliðs Víkings, til að spá fyrir um úrslit leikjanna fjögurra. Leiftur/Dalvík - Valur Þessi lið mættust í fyrstu deild- inni í byrjun móts og þá fóru Vals- menn með sigur af hólmi, 2-0. Vals- menn virðast vera með lang- sterkasta liðið í 1. deOdinni en Leift- ur/Dalvík er um miðja deild. „Ég hef trú á því að Valsmenn fari með nokkuð öruggan sigur af hólmi. Leiftur/Dalvík er með ágætt lið sem hefur staðið sig ágætlega það sem af er móti en Valsmenn hafa borið höfuð og herðar yfir önn- ur lið í deildinni. Það er ekki bara að úrslitin hafi verið þeim hagstæð heldur hafa þeir lika verið að spila mjög vel. Þeir eru með frábært lið sem gæti farið langt í bikarnum,” sagði Lúkas Kostic. Breiöablik - Þór Ak. Gengi Blikanna í 1. deild hefur verið upp og ofan og það hefur geng- ið illa fyrir Jörund Áka Sveinsson að ná stöðugleika í liðið. Þórsarar hafa átt í töluverðu basli sem nýlið- ar í efstu deild en unnu glæsilegan útisigur á Grindavík í síðustu um- ferð og eru því kannski komnir með það sjálfstraust sem til þarf. „Þessi leikur getur farið á báða vegu. Heimavöllurinn mun koma til með að hjálpa Breiðabliki en Þórs- arar sýndu gegn Grindavík að þeir geta spilað mjög vel. Þeir eru með eldfljóta sóknarmenn sem eiga eftir að stríða svifaseinum varnarmönn- um Breiðabliks," sagði Lúkas. ÍA - Grindavík Skagamenn hafa verið á mikilli siglingu eftir að Bjarki Gunnlaugs- son gekk til liðs við þá og virðast mjög óárennilegir, sérstaklega á heimavelli. Grindvíkingar hafa sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er hvar sem er en þeir hafa einnig dottið niður á mUli og spilað skelfi- lega illa. Grindavík vann viðureign liðanna á Akranesi í lok maí, 3-1, en fá lítið fyrir þann sigur í kvöld. „Mér sýnist Skagamenn vera komnir á sigurbraut og þeir eru komnir með þá tilfinningu að þeir séu ósigrandi á heimavelli. Þegar þeir eru á slíku skriði er erfitt að stöðva þá og því hallast ég að sigri Akraness í leiknum. Grindavík er með marga frábæra leikmenn en Bjami þjálfari þarf meiri tíma til að búa til lið eftir sinu höfði,“ sagði Lúkas. KR - Fram KR-ingar hafa verið í toppbarátt- unni það sem af er þessu tímabili en Framarar hafa vakið athygli fyrir skemmtilegan og hraðan sóknar- leik. Liðin áttust við á KR-velli fyr- ir tæpum tveimur vikum og þá bar KR sigur úr býtum í jöfnum leik, 2-0. „Ég hallast að sigri KR í þessum leik. KR-liðið hefur mun meiri reynslu í svona leikjum heldur en Framarar og hafa þetta. KR-ingar hafa verið sterkir á heimavelli í sumar og þrátt fyrir að Framarar hafi verið að spila góða knattspymu þá nægir það þeim ekki,“ sagði Lúka Kostic, þjálfari Víkings í samtali við DV-Sport í gær. -ósk Niðurröðun klár í handboltanum: Maraþonhelgar - mest áberandi í niðurröðuninni Handknattleikssamband Islands hefur gefið út niðurröðun fyrir ESSO-deildir karla og kvenna næsta vetur. Þessi niðurröðun er þó ekki endanleg því félögin hafa frest til 5. júlí til að gera athugasemdir. „ESSO-bomban“ Það sem kemur mest á óvart í þessari niðurröðun er fyrirbæri sem forkólfar sambandsins kjósa að kalla „ESSO-bombuna“. Þetta fyrir- bæri skýtur upp kollinum þrisvar sinnum í kvennadeildinni og fimm sinnum í karladeildinni. Þá þurfa liðin að spila bæði fóstudag og sunnudag og má búast við því að lít- il ánægja verði meðal leikmanna af báðum kynjum með þetta fyrir- komulag vegna þess gífurlega álags sem því fylgir að spila tvo leiki á Bland í poka Tyrkneski miðjumaðurinn Bulent Akin hefur gengið til liðs við Guóna Bergsson og félaga í enska úrvals- deildarliðinu Bolton en hann skrif- aðu undir þriggja ára samning við fé- lagið í gær. Akin, sem er 23 ára gam- all, er mikils metinn í heimalandi sínu og lék síðast með Galatasaray þar sem hann var keyptur frá Den- izlispor fyrir 650 milljónir króna. Hollendingurinn Guus Hiddink, sem kom suður-kóreska landsliðinu í undanúrslit á nýyfirstöðnu HM í knattspymu, er nú einn eftirsóttustu þjálfara í heimi. Hollenska liðið PSV Eindhoven, sem Hiddink hefur áður þjálfað, vilja ólmir ráða hann aftur til félagsins og segjast þeir hafa komist að munnlegu samkomulagi um aö þeir fái að ræða við hann fyrst. Stjórnarmenn liðsins eru vissir um að þeim takist að semja við Hiddink um að taka við þjálfun liðsins. Aöeins einu sinni áður var meðaltal marka í leik í heimsmeistarakeppni í knattspymu lægra en á HM í Suður- Kóreu og Japan. 161 mark var skorað í 64 leikjum sem gera 2,52 mark í leik. Árið 1990 var 2,21 mark skorað að meðaltali í leik en hæst var það árið 1954 þegar 140 mörk vom skorað í 26 leikjum (5,38). -esá þremur dögum. Forystumenn sam- bandsins segja í kynningu á niður- röðuninni að þessar helgar verði góður undirbúningur fyrir úrslita- keppnina þar sem leikið verður þétt og verður ekki lagt mat á þá fullyrð- ingu hér. Hart tekiö á frestunum Forráðamenn sambandsins boða einnig að frestanir leikja verði tekn- ar fastari tökum næsta vetur en áð- ur. Það verða aðeins samgönguerf- iðleikar og farsóttir sem gilda þegar fresta á leik og hafa forráðamenn fé- laganria fengið skýr skilaboð um þetta efni frá sambandinu. Hlé vegna HM Gert er ráð fyrir að hlé verði á karladeildinni frá 21. desember til 7. febrúar á meðan landsliðið undir- býr sig og tekur þátt í heimsmeist- arakeppninni í Portúgal í janúar á næsta ári. Þreföld umferö hjá konunum Liðin í ESSO-deild kvenna munu spila þrefalda umferð og alls 27 leiki sem er ansi mikil framfór frá því í fyrra þegar þeir voru aðeins 16. -ósk Xf l-PEiLD KVENNA Tlndastóll - Sindri............6-4 Margrét Guðný Vigfúsdóttir 2, Inga Bima Friðjónsdóttir 2, Hera Birgisdóttir 1, Gyða Valdís Traustadóttir 1 - Jóna Benny Kristjánsdóttir 3, Karítas Þórar- insdóttir 1. Fjarðabyggð - Leiknir F........4-0 Sonja Jóhannsdóttir 2, Sonja Gísladóttir 1, Tinna Rut Guðraundsdóttir 1. Staðan Fjarðabyggð 4 3 0 1 16-7 9 Huginn/Höttur 4 2 1 1 12-7 7 Tindastóll 3 2 1 0 10-7 7 Sindri 5 2 0 3 21-11 6 Leiknir F. 4 0 0 4 0-27 0 Létt verk hjá Venus Bandariska tenn- isstúlkan Venus Williams fagnar hér léttum sigri á löndu sinni, Lisu Raymond, 6-1 og 6-2, á Wimble- don-mótinu í tennis. Allt fer á annan endann í Englandi þessar vikur sem keppn- in fer fram á hverju ári og fær væntanlega eng- inn meiri athygli en Tim Henman, sem einnig fagn- aöi sigri í gær og gæti orðið fyrsti Englendingurinn í áraraðir til aö fagna sigri í ein- liöaleik karla. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.