Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 2002 27 DV Sport Blatter lof- aði Collina Sepp Blatter, forseti FIFA, lofaði ítalska dómarann Pierlugi Collina fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik HM. Þá sagði hann að frammistaða evrópsku dómaranna í undanúr- slita- og úrslitaleiknum hefði verið til fyrirmyndar og sagði Blatter hana hafa endurreist þá virðingu sem dómgæslan verðskuldar um heim allan. -esá Troussier vill þjálfa Frakka Bæði fyrrum þjálfari Japana, Philippe Troussier, og fyrrum landsliðsmaðurinn Alain Giresse hafa lýst yfir áhuga á að taka við embætti Rogers Lemerres sem landsliðsþjálfari Frakka, það er að segja ef hann ákveður að hætta eða verður rekinn. Franska knattspymusambandið mun taka ákvörðun um málið á fundi í Lyon á föstudag. -esá Einn lést í kjölfar taps Þjóðverja í úrslitaleik HM: Hetjulegar mót- tökur í Frankfurt Það var tekið á móti þýska landsliðinu í knattspyrnu sem þeir væru heimsmeistarar við komuna aftm' til Þýskalands í gær. Tugþúsund- ir höfðu safnast saman á Römer torginu í mið- borg Frankfurt. Það var þó aðeins fyrir mánuði síðan að liðið hélt utan til Japans og Suður- Kóreu með nánast engar væntingar þýsku þjóð- arinnar í farteskinu. „Ég lft á viðhrögð manna hér í dag og velti fyrir mér hvernig þetta hefði verið ef við hefð- um orðið meistarar," sagði stærsta hetjan af þeim öllum, þjálfarinn Rudi Völler. „Við hefð- um frekar kosið að snúa aftur sem meistarar," sagði hann. Þó svo að þýskir fjölmiðlar kenndu Oliver Kahn, markverði liðsins, um tapið fyrir Brasil- íu í úrslitaleiknum var almenningur með það á hreinu að það væri ekki mikið við hann að sakast. „Kahn konungur" stóð á einu skiltinu í mannhafinu. Og hann kunni að meta það. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að við erum aftur komnir á topp heimsknattspyrnunnar. Við komum svo aftur eftir fjögur ár og þá kannski sem heimsmeistarar," sagði Kahn við lýðinn. Eftir úrslitaleikinn á sunnudag var skiljan- lega mikið að gera hjá lögreglusveitum landsins sem handtóku um 800 manns viðs vegar um landið. Þá drukknaði 39 ára gamall maður þeg- ar hann reyndi að synda yflr Neckar-ána í Mannheim. 26 miUjónir Þjóðverja fylgdust með úrslita- leiknum í sjónvarpi sem er þó ekki met en 33 milljónir horfðu á úrslitaleik Þjóðverja og Tékka í EM árið 1996. -esá Oliver Kahn, markvörður þýska landsliðsins, og félagar hans fengu höfðinglegar móttökur við komuna til Þýskalands í gær. Hér skálar hann með löndum sínum. Maradona segir Brass- ana heppna Argentínska goðsögnin Maradona var eins og honum einum er lagið yfirlýsingaglaður eftir að hafa séð úrslitaleik Brasilíumanna og Þjóð- verja. „Þetta var slakur leikur. Lið Brasilíu er hópur einstaklinga sem mynda enga liðsheild. Þeir voru heppnir að Ronaldo toppaði á rétt- um tíma,“ sagði Maradona. „Og þetta var eitt versta þýska landslið sem ég hef nokkum tímann séð. Úr- slitaleikurinn var lýsandi fyrir gæði fótboltans í mótinu." Þá sakaði hann Pele um að halda sér fyrir utan „FIFA-fjölskylduna“ eins og hann orðaði það. „Hvemig stendur á því að ég er fyrst núna á HM, á síðasta leik mótsins?" sagði hann en honum var upphaflega ekki hleypt inn í landið vegna eiturlyfla- misferla hans. „Það er heimskuleg ástæða," sagði hann. „Ég skaðaði engan, bara Maradona." -esá Drengur hjólar fram hjá styttu af brasilíska fótboltagoöinu Ronaldo á General Cesar Costa götunni f Rio de Janeiro þar sem Ronaldo er fæddur. Þar eins og annars staðar í Brasilíu er þjóöhátíöarstemning í kjölfar sigursins á HM í knattspyrnu á sunnudag. Reuters HM-titlar Brasilíu í tölum Brasilíumenn eru langsigursælasta knattspymuþjóð heims og um helgina vann þessi ótrúlega knattspymuþjóð fimmta heimsmeistaratitilinn sinn frá upphafi en engri annarri þjóð hefur tekist að vinna titilinn oftar en þrisvar. Brasilíumenn unnu Julius Rimet-styttuna til eignar 1970 er þeir unnu hana í þriðja sinn á aðeins tólf árum og eftir sigurinn um helgina vantar þá aðeins einn heimsmeistaratitil til þess að taka aðra styttu úr umferð. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á fimm heimsmeistaraliðum Brasiliumanna sem öll hafa skapað sér nokkra sérstöðu en auk þeirra eiga menn eftir að nefna liðin frá 1950,1982 og 1998 sem öll þóttu hafa það sem þurfti til að vinna heimsmeistaratitilinn. 1950 töpuðu Brasilíumenn úrslitaleik,num gegn Úrugvæ 1-2 á heimavelli, 1982 skildu ítalir þá eftir í milliriðlum og fyrir flórum árum töpuðu Brasilíumenn úrslitaleiknum gegn Frakklandi, 0-3, þar sem þeirra lykilmaður, Ronaldo var óþekkjanlegur sökum veikinda. -ÓÓJ 1958 Unnu Svíþjóð, 5-2, í úrslitaleik í Stokkhólmi í Svíþjóð Leikaðferð: 4-2-4 Sigurhlutfall: 92% (5-1-0) Fjöldi leikmanna í keppni: 16, þar af 6 sem léku alla leikina. Mörk: 16 - 2,67 að meðaltali Leikir án þess að skora: 1 Markaskorarar: Pelé 6, Vavá 5, Ma^ola 2, Didi 1, Nilton Santos 1, Zagalo 1. Mörk fengin á sig: 4 Leikir haldið hreinu: 4 Þjálfari: Vicente Feola, 49 ára Meðalaldur: 25,9 ár Meðalhæð: 173,8 cm Meðalþyngd: 71,6 kg Leikmenn sem spila í Brasilíu: 16 Leikmenn sem spila erlendis: 0 Fyrirliði: Bellini, 28 ára vamarmaður frá Vasco de Gama. Sijama mótsins: Pelé sem skoraði 6 mörk í 4 leikjum, þar af 5 í undan- og úrslitaleiknum. 1962 Unnu Tékkóslóvakíu, 3-1, í úr- slitaleik í Santiago í Chile Leikaðferð: 4-2-4 Sigurhlutfall: 92% (5-1-0) Fjöldi leikmanna í keppni: 12, þar af 10 sem léku alla leikina. Mörk: 14 - 2,33 að meðaltali Leikir án þess að skora: 1 Markaskorarar: Vavá 4, Garrincha 4, Amarildo 3, Pelé 1, Zagalo 1, Zito 1. Mörk fengin á sig: 5 Leikir haldiö hreinu: 2 Þjálfari: Aimoré Moreira, 50 ára Meðalaldur: 30 ár Meðalhæð: 174 cm Meðalþyngd: 70,6 kg Leikmenn sem spila i Brasiliu: 12 Leikmenn sem spila erlendis: 0 Fyrirliði: Mauro, 32 ára vamarmaður frá Santos. Stjama mótsins: Garrincha sem skoraði 4 mörk í 6 leikjum og átti þátt í flestöllum mörkum liðsins. 1970 Unnu ítali, 4-1, í úrslitaleik í Mexíkóborg í Mexíkó Leikaðferð: 4-3-3 SigurhlutfaU: 100% (6-0-0) Fjöldi leikmanna í keppni: 16, þar af 8 sem léku alla leikina. Mörk: 19 - 3,17 að meðaltali Leikir án þess að skora: 0 Markaskorarar: Jairzinho 7, Pelé 4, Rivelino 3, Tostáo 2, Carlos Alberto 1, Gérson 1, Clodoaldo 1. Mörk fengin á sig: 7 Leikir haldið hreinu: 1 Þjálfari: Mario Zagalo, 39 ára Meðalaldur: 25,8 ár Meðalhæð: 172,7 cm Meðalþyngd: 71,4 kg Leikmenn sem spila i Brasilíu: 16 Leikmenn sem spila erlendis: 0 Fyrirliði: Carlos Alberto, 26 ára bakvörður frá Santos. Stjama mótsins: Jairzinho sem skoraði í öllum leikjum liðsins í keppninni, 7 mörk samtals. 1994 Unnu ítali, 4-3, í vitaspymu- keppni í úrslitaleik í Pasadena í Bandaríkjunum Leikaðferð: 4-4-2 SigurhlutfaR: 86% (5-2-0) Fjöldi leikmanna í keppni: 18 þar af 8 sem léku alla leikina. Mörk: 11 - 1,57 að meðaltali Leikir án þess að skora: 1 Markaskorarar: Romario 5, Bebeto 3, Raí 1, Márcio Santos 1, Branco 1. Mörk fengin á Sig: 3 Leikir haldið hreinu: 5 Þjálfari: Carlos A. Parreira, 49 ára Meðalaldur: 27,4 ár Meðalhæð: 178,2 cm Meðalþyngd: 74,2 kg Leikmenn sem spila í Brasilíu: 8 Leikmenn sem spila erlendis: 10 Fyrirliði: Dunga, 31 árs vamartengiliður frá Stuttgart. Stjama mótsins: Romario sem skoraði 5 mörk I 7 leikjum og var valinn maður mótsins. 2002 Unnu Þýskaland, 2-0, í úrslita- leik í Yokohama í Japan Leikaðferö: 3-5-2 Sigurhlutfall: 100% (7-0-0) Fjöldi leikmanna í keppni: 21 þar af 6 sem léku alla leikina. Mörk: 18 - 2,57 að meðaltali Leikir án þess að skora: 0 Markaskorarar: Ronaldo 8, Rivaldo 5, Ronaldinho 2, Edmilson 1, Junior 1, Roberto Car- los 1. Mörk fengin á sig: 4 Leikir haldið hreinu: 4 Þjálfari: Luis Felipe Scolari, 54 ára Meðalaldur: 26,6 ár Meðalhæð: 180,1 cm Meðalþyngd: 73,4 kg Leikmenn sem spila i Brasilíu: 10 Leikmenn sem spila erlendis: 11 Fyrirliöi: Cafu, 32 ára bakvörður frá AS Roma. Stjarna mótsins: Ronaldo sem skoraði 8 mörk í 7 leikjum, þar af 2 í úrslitaleiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.