Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Page 25
LAUGARDAGUR 13. JÚLf 2002 H g /c) a rb la ö DV 25 Hægt er að kaupa smálúðuna í flökum í flestum fiskbúðum en Óli Páll kýs að flaka hana sjálfur. Frábær matarvín frá Astralíu og Frakklandi - er val Birkis Elmarssonar hjá RJG Að þessu sinni kynnum við einungis hvítvín enda býður þema síðunnar sannarlega upp á það auk þess sem sumarlegur og léttur bragur er á eldamennskunni. Birkir Elmarsson hjá Rolf Jo- hanson & Co var ekki í vafa um hvaða vín hann vildi velja með smálúðunni. Hann valdi stórt matarvín á góðu verði, Penfolds Koonunga Hill Chardonnay. Penfolds er án efa þekktasti vín- framleiðandi Ástralíu. Penfolds Koonunga Hill Chardonnay kemur frá fjórum svæðum í Ástral- íu, og þeirra þekktust eru Maclaren Valley og Adelaide HUls. í þessu víni er Chardonnay-þrúg- an látin halda ferskleika sinum sem þýðir að vín- ið er aðeins fimm mánuði á eikartunnum. I vín- inu má finna angan af ferskjum í bland við græn epli og eikartóna. í bragði vínsins koma fram hunang, melónur og sæt krydd og grænu eplin springa fram í lokin. Mjög gott jafnvægi er á miUi ávaxta og eikar sem gerir þetta vín að frábæru matarvíni. Vínið passar vel með bragðmeiri fisk- réttum og kjúklingi. Sem sagt: Stórt matarvín á góðu verði en flask- an kostar 1.290 krónur í ÁTVR. En Birkir vUl ekki sleppa af okkur hendinni án þess að koma við i Evrópu, nánar tiltekið Alsace- héraðinu í Frakklandi. Þaðan mælir hann með Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve. Alsace- héraðið er fyrst og fremst þekkt fyrir að búa til hvítvín sem eiga það sameiginlegt að vera stór- kostleg matarvín, hvert á sinn hátt. Pfaffenheim er fyrirtæki sem kaupir vínþrúgur af mörgum vínbændum. Slík fyrirtæki hafa á stundum ver- ið litin hornauga en Pfaffenheim hefur alla tíð verið þekkt fyrir mikil gæði og er virt- ur framleiðandi Alsace-vína. Vínin frá Pfaffenheim eiga það sameiginlegt að vera mjög einkennandi fyrir héraðið, og slíkt hlýtur að teljast kostur. Tokay Pinot Gris-þrúgan einkennist af suðræn- um ávöxtum og það fullt af þeim eins og an- anas, mangó og ferskjum. Vinið er sett á stáltanka en ekki í eikartunnur og vegna þessa heldur vínið sætu og ferskleika ávaxt- anna sem þrúgan gefur af sér. Frábært mat- arvín eins og áður sagði, passar með öllum betri sjávarréttum, hvítu kjöti, og þolir vel kryddaðan mat t.d. flestan austurlenskan mat. Birkir segir frá því til gamans að Al- sace-búi hafl mælt með því að hann prófaði Tokay Pinot Gris með villibráð, t.d. gæs. Hann ætlar sannarlega að láta á þetta reyna strax í haust. Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve kostar 1.660 krónur í ÁTVR. Umsjón Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.