Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 13. JÚLf 2002 H g /c) a rb la ö DV 25 Hægt er að kaupa smálúðuna í flökum í flestum fiskbúðum en Óli Páll kýs að flaka hana sjálfur. Frábær matarvín frá Astralíu og Frakklandi - er val Birkis Elmarssonar hjá RJG Að þessu sinni kynnum við einungis hvítvín enda býður þema síðunnar sannarlega upp á það auk þess sem sumarlegur og léttur bragur er á eldamennskunni. Birkir Elmarsson hjá Rolf Jo- hanson & Co var ekki í vafa um hvaða vín hann vildi velja með smálúðunni. Hann valdi stórt matarvín á góðu verði, Penfolds Koonunga Hill Chardonnay. Penfolds er án efa þekktasti vín- framleiðandi Ástralíu. Penfolds Koonunga Hill Chardonnay kemur frá fjórum svæðum í Ástral- íu, og þeirra þekktust eru Maclaren Valley og Adelaide HUls. í þessu víni er Chardonnay-þrúg- an látin halda ferskleika sinum sem þýðir að vín- ið er aðeins fimm mánuði á eikartunnum. I vín- inu má finna angan af ferskjum í bland við græn epli og eikartóna. í bragði vínsins koma fram hunang, melónur og sæt krydd og grænu eplin springa fram í lokin. Mjög gott jafnvægi er á miUi ávaxta og eikar sem gerir þetta vín að frábæru matarvíni. Vínið passar vel með bragðmeiri fisk- réttum og kjúklingi. Sem sagt: Stórt matarvín á góðu verði en flask- an kostar 1.290 krónur í ÁTVR. En Birkir vUl ekki sleppa af okkur hendinni án þess að koma við i Evrópu, nánar tiltekið Alsace- héraðinu í Frakklandi. Þaðan mælir hann með Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve. Alsace- héraðið er fyrst og fremst þekkt fyrir að búa til hvítvín sem eiga það sameiginlegt að vera stór- kostleg matarvín, hvert á sinn hátt. Pfaffenheim er fyrirtæki sem kaupir vínþrúgur af mörgum vínbændum. Slík fyrirtæki hafa á stundum ver- ið litin hornauga en Pfaffenheim hefur alla tíð verið þekkt fyrir mikil gæði og er virt- ur framleiðandi Alsace-vína. Vínin frá Pfaffenheim eiga það sameiginlegt að vera mjög einkennandi fyrir héraðið, og slíkt hlýtur að teljast kostur. Tokay Pinot Gris-þrúgan einkennist af suðræn- um ávöxtum og það fullt af þeim eins og an- anas, mangó og ferskjum. Vinið er sett á stáltanka en ekki í eikartunnur og vegna þessa heldur vínið sætu og ferskleika ávaxt- anna sem þrúgan gefur af sér. Frábært mat- arvín eins og áður sagði, passar með öllum betri sjávarréttum, hvítu kjöti, og þolir vel kryddaðan mat t.d. flestan austurlenskan mat. Birkir segir frá því til gamans að Al- sace-búi hafl mælt með því að hann prófaði Tokay Pinot Gris með villibráð, t.d. gæs. Hann ætlar sannarlega að láta á þetta reyna strax í haust. Pfaffenheim Tokay Pinot Gris Reserve kostar 1.660 krónur í ÁTVR. Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.