Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 8
8 Fréttir FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 JOV Utanríkisráðuney tið: Fordæmir eldflaugaárás Utanríkisráðu- neytið hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem það fordæmir harð- lega eldflauga- árás ísraels- manna á íbúða- blokk í Gaza þar sem á annan tug manna lét lífið, þar á meðal konur og böm, og yfir hundrað manns særðust. „Islensk stjómvöld hafa skilning á nauðsyn þess að stöðva hryðju- verk framin af Palestínumönnum. Hins vegar er ekki réttlætanlegt að beita til þess aðferðum á borð við af- tökur án dóms og laga. Slíkar að- ferðir eru óafsakanlegar og dráp á saklausu fólki á heimilum sínum er aldrei réttlætanlegt," segir m.a. í til- kynningunni. Einnig segir þar að íslensk stjórn- völd séu þeirrar skoðunar að hvorki hernaðarlegt ofbeldi né sjálfs- morðsárásir séu til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sé að glíma við botn Miðjarðarhafs. -vig Kolmunni: Kominn í 147 þúsund tonn Loðnuaflinn er kominn í 187 þúsund tonn á sumar- og haustvertíðinni og þar af hafa erlend skip landað 72 þúsundum tonna. Heildarkvótinn er liðlega 410 þús- und tonn þannig að eftirstöðvar kvótans eru um 295 þúsund tonn. Langmestu magni hefur verið landað á Siglufirði, eða 27 þúsund tonnum, þar af 12 þúsund tonnum úr erlendum skipum, norskum og dönskum. Til Þórshafnar hafa borist 19 þúsund tonn, til Vestmannaeyja 18 þúsund tonn og 16 þúsund tonn til Bol- ungarvíkur. Kolmunnaaflinn hefur verið ágætur að undanfómu, orðinn 147 þúsund tonn á árinu 2002 en Fiskistofa úthlutaði 282 þúsund tonna kvóta 24. apríl sl„ svo enn eru óveidd um 139 þúsund tonn. Hrað- frystihús Eskifjarðar og Síldarvinnslan hafa tekið á móti 30 þúsund tonnum hvor verksmiðja enda hafa skip þessara útgerðar sótt einna stífast í þessa veiði, bæði meðan útgerðir vom að afla sér veiðiréttinda og eins síðar. SR-mjöl á Seyðisfirði kemur skammt á eftir með 27 þúsund tonn og Haraldur Böðvarsson á Akranesi með 15 þúsund tonn. -GG Verkalýðsforingi Suðurnesjamanna ósáttur við þróun mála á Keflavíkurflugvelli: íslenskum störfum fækk að úr 1.600 niður í 800 „íslendingar eru að missa vinn- una og lækka í launum. Menn uppgötvuðu þetta þegar þessi markaður var opnaður í nafni frjálsræðisins. Það að aflétta ein- okun íslenskra aðalverktaka var tóm vitleysa. Það þýðir ekki að skera mjólkurkúna niður í sneið- ar. Keflavíkurflugvöllur hefur alltaf verið hálaunasvæði. Það er nú breytt og sífeUt er verið að ráð- ast á launakjör verkafólks," sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þegar DV hitti hann á Suðurnesjum i gær. Formaðurinn segir skelfilegt að sífeUt sé verið að „losa um“ ráðningarsamninga hjá verktök- um. Ef verkafólki sé ekki sagt upp þá séu laun þess lækkuð með óeðlUegu frelsi í útboðssamning- um. Bréf til Halldórs Kristján hefur skrifað HaUdóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra bréf þar sem hann kvartar yftr að varnarliðið hafi krafist þess að fyrirtækið Teitur Jónasson hf. „af- sali sér hækkun á samningum sem komið hafa tU vegna hækk- ana á launum starfsmanna". Fyr- irtækið hafi gert samning viö varnarliðiö tU ársins 2005 á akstri farþega fyrir skóla og vinnustaði á Keflavíkurflugvelli. Þetta hafi skapað 17 sérhæfð störf við akstur hóp- ferðabíla. Kristján vekur athygli ráð- herra á að þrátt fyr- ir samninginn hafi útboð á akstri far- þega engu að síður verið auglýst. Kristján segir að með þessu móti sé verið að vega að starfskjörum þeirra sem vinni störf fyrir varnarliðið. Samn- ingar séu gerðir tU nokkurra ára en þeir séu svo endur- nýjaðir, jafnvei á hverju ári. Ef ein- hverjir komi og bjóði betur sé samn- ingshöfum einfald- lega ýtt út. Þess vegna hafi fyrirtæk- ið Teitur Jónasson hf. nú séð sig knúið til að segja framan- greindum 17 starfs- ______ mönnum upp því að ef fyrirtækinu takist ekki að bjóða varnarliðinu hagstæðasta verðið fyrir verkið með endumýjun verði bUstjóramir einfaldlega að fara. Kristján segir í bréfmu að það komi á óvart aö samningurinn skuli nú boðinn út án frekari fyrirvara. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis „Mér hefur ekki fundist viiji hjá ráöherra til að þora að stjórna þessari þróun. “ Kristján segir að þegar mest var hafi um 1.600 íslendingar starfað fyrir varnarliðið með einum eða öðrum hætti. Ætla megi að þessi tala sé komin niður í 800 í dag. „Þessi störf hafa færst í ýmsar átt- ir út fyrir völlinn og aUt er þetta á kostnað verkafólks á Suöur- nesjum. Mér hefur ekki fundist vUji hjá ráðherra tU að þora aö stjórna þessari þróun. Það er eins og aldrei megi styggja Bandaríkja- menn,“ sagði Kristján. -Ótt Formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja: Hef trú á að úr rætist Aðalstöðvar Keflavíkurverktaka á svæðl varnarliðsins. 1 dag starfa hartnær 300 manns hjá fyrirtækinu. Á morgun fá um 70 uppsagnarbréf. „Ég hef enga trú á að þetta verði útkoman þegar upp verður staðið. Mér finnst líklegast að hluti af þessum starfsmönnum verði end- urráðinn eða fái vinnu annars staöar,“ sagði Sigfús Rúnar Ey- steinsson, formaður Iðnsveinafé- lags Suðurnesja, þegar DV hitti Verður þú heppinn áskrifandi ? Næstkomandi fimmtudaq munu ÞRIR heppnir DV-áskrifendur vinna ► hljómtæki. Að auki munu tveir heppnir áskrifendur vinna ► pizzaveislu fyrir 8 manns á Pizza Hut. pjg? BRÆÐURNIR OBMSSON Lágmúla 8 • S(mi 530 2800 www.ormsson.is áskrift j - borgar sig hann í Reykjanesbæ og ræddi um uppsagnir hjá KeOavíkurverktök- um. „Dekksta staðan gæti orðið að 60-70 manns yrði sagt upp. En það má ekki gleyma Húsunarsamn- ingnum svokallaða og því að Kefla- víkurverktakar eru t.d. í viðræð- um vegna framkvæmda við bygg- inga á svæði Egils Skallagrímsson- ar í Reykjavík fyrir utan önnur verkefni þar,“ sagði Sigfús. Húsun- arsamningurinn svokallaði þýðir vinnu fyrir um 30 starfsmenn Keflavíkurverktaka - viðhalds- og eftirlitsstarf fyrir varnarliðið. Samningurinn verður endurskoð- aður í haust. Sigfús Rúnar leggur áherslu á að eðli verktakastarfsemi í byggingar- iönaði sé með þeim hætti að ekki sé hægt að sjá marga mánuði fram í tímann. Þess vegna neyðist fyrir- Sigfús Rúnar Eysteinsson Finnst líklegast að hiuti starfsmann- anna verði endurráöinn. tækin jafnvel til að segja upp starfsfólki, sjá til hvor úr rætist, og endurráða þegar og ef slíkt gerist. -Ótt Ingólfur Ingibergsson verkstjóri: Allir eru dofnir „Menn eru bara dofnir. Mórall- inn á meðal starfsmannanna hérna er hreinlega dottinn niður. Menn eru einfaldlega andlausir. Það er líka óþolandi að vita ekki hveijir það eru sem verður sagt upþ og hverjir ekki fyrst búið er að taka ákvörðun um uppsagnirnar,“ sagði Ingólfur Ingibergsson, verkstjóri hjá Keflavíkurverktökum, þegar DV hitti hann á svæði vamarliðs- ins. Ingólfur segir að búið sé að gefa það út að 35 smiðir verði látnir fara en samtals verði 70 iönaðar- mönnum sagt upp. „Þetta er afar sérstök staða. Ég er búinn að starfa hér í 20 ár og hef aldrei upp- lifaö neitt þessu líkt. Menn bara bjuggust ekki við þessu. Ég vona bara að hægt verði að endurráða einhveija af þeim sem sagt verður upp,“ sagði Ingólfur. -Ótt 20 ár hjá verktökum á Keflavíkurflugvelli. Ingólfur stendur nú frammi fyrir því að vita ekki hvort hann er einn þeirra 70 sem sagt veröur upp meö bréfi á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.