Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Qupperneq 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 DV Benazir Bhutto. Bhutto ætlar að bjóða sig fram Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hefur ákveðið að snúa aftur heim til Pakistans, til að leiða kosningabar- áttu flokks sins vegna þingkosn- inganna sem fram fara 10. október nk. Bhutto, sem nýlega var dæmd af pakistönskum dómstóli til þriggja ára þrælkunarvinnu, sökuð um spillingu, tekur þar með þá áhættu að verða handtekin. Sjálf segist hún óhrædd og stefnir ótrauð á forsætisráðherrastólinn þrátt fyrir það að ný lög Musharr- afs, forseta landsins, banni henni þátttöku í kosningunum. „Þessi ákvörðun mín mun alla vega hrista verulega upp í kosningabaráttunni, hvað sem verður um mig. En ég er tilbúin að taka áhættuna og vona að fólkið styðji mig í viðleitni minni,“ sagði Bhutto. Seladauði. Sótt herjar á selastofninn í Skandinavíu Undanfarnar vikur hefur óeðli- lega mikill seladauði gert vart við sig í Svíþjóð og Danmörku. Um tvö þúsund selir hafa fundist dauðir við strendur landanna og nú er farið að bera á seladauða við Óslófjörðinn í Noregi. Jan Graving, héraðsdýralæknir í Ausfold, telur að svokölluð selapest herji á selina og ef svo sé geti helm- ingur selastofnsins við Óslófjörðinn orðið pestinni að bráð. Þau dýr sem fundist hafa dauð til þessa hafa ver- ið of rotin til þess að hægt hafi ver- ið að rannsaka hræin. Selapest orsakast af PDV-vírus sem lamar ónæmiskerfi selanna þannig að þeim hættir til að fá lungabólgu. Dýrin hætta þá að kafa til aö verða sér úti um fæðu og drep- ast á kvalafullan hátt. Jan Graving segir að útilokað sé að lækna selina með lyíjagjöf. Hann óttast, ef grunur hans um selapest reynist réttur, að að minnsta kosti tvö hundruð dýr, af þeim fjögur- hundruð sem halda til í firðinum, geti orðið pestinni að bráð. Þess má geta að árið 1998 féll helmingur selastofnsins í firðiun- um úr selapest. -GÞÖ Loftárásin á Gaza: , Palestínumenn saka ísraela um stríðsglæpi - krefjast þess að málið verði tekið fyrir af dómstóli SÞ Sendifulltrúar Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum hafa krafist þess að Israelar verði dregnir fyrir hinn nýja alþjóðlega stríðglæpadóm- stól, ICC, vegna loftárásanna á Gaza í fyrradag sem leiddu til dauða sextán palestinskra borgara. Sextánda fómarlambið var grafið úr rústunum í gær. Var það lík fjögurra ára drengs. Þar með er tala barna meðal hinna föllnu orðin tíu. Fulltrúar arabaríkja fóru fram á skyndifund í Öryggisráði SÞ í gær til að ræða árásina og sagðist Nasser al- Kidwa, fulltrúi Palestíumanna, vonast til að fsraelsmenn yrðu leiddir fyrir dómstólinn og bætti við að það yrði fyrsta stríðsglæpamálið sem tekið yrði fyrir af þessum nýja dómstóli en hann var stofnaður 1. júlí sl. Það er Öryggisráðs SÞ að ákveða hvaða mál eru tekin þar fyrir. ísraelar voru harðlega gagnrýndir á fundinum fyrir árásina og fulltrúar arabaríkjanna fóru fram á það að Rústirnar í Gaza Lík sextánda fórnarlambs árása ísraelsmanna var grafiö úr rústunum í gær. öryggisráðið samþykkti ályktun um að fsaraelar hættu skilyrðislaust öllum aðgerðum gegn Palestínu- mönnum og að þeir drægju lið sitt tafarlaust til baka frá herteknum heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna. Þá notuðu fulltrúar arabaríkjanna og vestrænna ríkja tækifærið tU að kvetja tU fordæmingar SÞ á árásinni. FuUtrúi Bandaríkjanna í öryggis- ráðinu sagði að hann myndi ekki samþykkja slíka ályktun, kæmi hún tU atkvæða í ráðinu. FuUtrúar annarra vestrænna ríkja sögðu að endanleg og endurskoðuð útgáfa að ályktun lægi fyrir seinna í vikunni og vonuðust þeir tU að sam- komulag næðist um hana. FuUtrúi ísraela í ráðinu harmaði dauða óbreyttra borgara í árásinni og kenndi um mistökum. Hann bætti þó við að aðgerðin heföi verið nauð- synleg í baráttunni gegn hættulegum hryðjuverkamönnum. REUTERS-MYND Sama hvaöan gott kemur... Fjallabaksleiöirnar í frönsku Ölpunum geta reynst hjólreiöamönnum erfiöar i Tour de France-keppninni. Því er sjálfsagt öll hvatning vel þegin þótt hún sé frá sjálfum djöflinum. Á myndinni sést hollenski hjólreiðamaðurinn Michael Boogerd sem reyndar var fljótastur allra í gær og vann þar meö 16. legg keppninnar, þó svo aö Bandaríkjamaöurinn Lance Armstrong haldi enn forystu í keppninni sjálfri. En hver veit? Ef nóg er af þeirri hvatningu sem hér sést er aldrei að vita nema Armstrong þurfi aö sþýta í iófana til aö halda henni til loka. AOL Time-Warner rannsakað af bandaríska fjármálaeftirlitinu: Mesta hækkun Dow Jones-vísi- tölunnar á einum degi í 15 ár Það segir sína sögu að um leið og fjölmiðla- og margmiðlunarrisinn AOL Time-Warner tUkynnir hagnað i fyrsta í sögu þess, eða síðan AOL sam- einaðist Time-Warner, falla hlutabréf þess í verði á bandaríska hlutabréfa- markaðnum. Þó ekki vegna hagnaðar- ins heldur þeirra rannsóknar sem bandaríska fjármálaeftirlitið er með í gangi þessa stundina á fyrirtækinu. Fjármálaeftirlitið er að fylgja eftir ásökunum sem birtust i Washington Post í síðustu viku þar sem haldið er fram að fyrirtækið hafi aukið aug- lýsingatekjur á Netinu með „óvenju- legum“ samningum mUli áranna 2000 og 2002. Talsmenn fyrirtækisins segja hins vegar í yfirlýsingu að aU- ar bókhaldsfærslur hafi verið í sam- ræmi við viðurkenndar bóhaldsað- ferðir. Rannsóknin er enn á fmmstigi og REUTERS-MYND Nóg að gera Aldrei hefur veriö meira aö gera á bandarískum mörkuöum en í gær. engar sannanir hafa komið upp á yf- irborðið um neitt misferli en byrjun- arskrefm, sem á endanum leiddu tU hruns Enrons og WorldCom voru mjög svipuð og þessi í AOLTime- Wamer. Fréttir frá þessu bárust banda- ríska hlutabréfamarkaðnum ekki fyrir lokun í gær en engu að síður féUu hlutabréf fyrirtækisins um heU 7%. Hins vegar var gærdagurinn einn besti dagurinn í 15 ár og aldrei fyrr hafa viðskipti verið jafn mikU á einum degi á WaU Street. Dow Jones hækkaði um 500 stig, eða 6,5%, og hefur þetta áhrif á hlutabréfamarkaði um heim aUan. í Asíu fóru menn þó örlítið rólegar í sakirnar vegna fréttanna frá AOL en búast má við svipuðum viöbrögðum í Evrópu í dag. Maður handtekinn Bandaríkjamað- ur af arabískum uppruna var hand- tekinn á Detroit- flugveUi í gær vegna 12 mUljóna falsaðra ferðaávís- ana sem hann hafði í farteski sínu. Maðurinn sagði sig grunlaus- an um þær en sagðist geta hjálpað með því að gefa upplýsingar um mál tengd hryðjuverkum. Hann segist eiga viðskiptasambönd sem nái aUt inn að al-Qaeda samtökum Osamas bin-Ladens. Barbie-lagið í góðu lagi Hver kannast ekki við Barbie-lagið góða í flutningi dönsku sveitarinnar Aqua? í Bandaríkjunum fannst Mattel-leikfangafyrirtækinu, sem framleiðir Barbie, ástæða tU að lög- sækja MCA-hljómplötufyrirtækið sem gefur lag sveitarinnar út vestra. Var málið tekið fyrir í áfrýjunarrétti í Kaliforníu í gær. Hann staðfesti áð- ur uppkveðinn dóm, að texti lagsins féUi undir málfrelsi en forsvarsmenn Mattels héldu fram að hann geri lítið úr ímynd Barbie og Ken. Nýtt frumvarp til laga Bandaríska þingið hefur sam- þykkt frumvarp tU laga þess efnis að stjómvöld hafi meiri stjórn á bandarískum bókhöldurum og þyngi jafnframt refsingar þeirra fyr- irmanna í viðskiptalífinu sem eru sakfelldir um svik. Hefur þessum fregnum verið fagnað víða í banda- rísku viðskiptalífi. Skæð flóð í Kína 10 manns létust i flóðum í tveim- ur héruðum í Kína í gær. Mikið óveður hefur gengið yfir landið og hafa margir misst heimUi sín. Auk þess hafa aurskriður verið tiðar, stór auglýsingaskUti hafa fokið og minnst ein bygging féU tU grunna. Kalam sver embættiseið Vísindamaður- inn Abdul Kalam hefur tekið form- lega við embætti forseta í Indlandi. Hann er sá 12. í röð- inni og tekur við af KR Narayanan eftir að hafa verið kos- inn tU þess í síðustu viku. Hann naut stuðnings ríkisstjómarflokk- anna sem og andstöðuflokkanna. Best að búa í Noregi Annað árið í röð telja Sameinuðu þjóðimar að best sé að búa i Noregi. Þá koma Svíþjóð, Kanada, Belgía, Ástralía og Bandaríkin. ísland er í 7. sæti. Afríkuríkið Sierra Leone var neðst á lista 173 landa og reynd- ar voru 24 siðustu löndin á listanum í Afríku. Háskaakstur dýrkeyptur Breska ríkisstjómin undirbýr nú tiUögur að því að ökumenn sem aka háskalega og valda dauða með slík- um akstri sæti aUt að 14 ára fang- elsi. Beðið um 15 ára fangelsi Almenningur í Indónesíu átti erfitt með að skUja af hverju saksóknari í máU Tommys Suhartos, eftirlætis- sonar fyrrum forseta landsins, bað einungis um 15 ára fangelsi i máli þar sem Tommy er sakaður um að hafa myrt hæstaréttardómara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.