Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 Tilvera DV Landslag Ein myndanna á sýningunni. Söngvari meö sýningu Árni Sighvatsson barítónsöngv- ari opnar fyrstu málverkasýningu sína i veitingahúsinu Þrastarlundi i Þrastaskógi nú á fóstudag, 26. júlí. Þar eru vatns- og olíulitamyndir meö hugmyndum að landslagi og ýmsu ööru myndefni. Árni er þekkt- ur úr íslensku tónlistarlifi þar sem hann hefur víða komið við. Má með- al annars nefna útgáfu á Söngvasafni Kaldaóns, sem hann vann að með Jóni Sigurðssyni pí- anóleikara árið 2000, og tónleika í tilefni af henni, bæði hér og erlend- is. Færri vita að Ámi fæst líka við að mála og hefur sótt námskeið í myndlist undanfarin ár. Hlunnindi Hlunnindasýning verður opnuð formlega nú um helgina I samkomu- húsinu að Reykhólum í Barða- strandarsýslu. Þar fá gestir að kynnast þvi með margvíslegum hætti hvemig selur, fiskur og sjó- fugl var nýttur við Breiðafjörðinn. Á veggjum og gólfi eru myndir og hlutir sem tengjast veiðum og vinnslu, sjónvarpstæki eru í gangi með myndum af lífi þessara dýra og bamahom er í salnum með fugla- myndum og litum. Að uppsetningu sýningarinnar unnu Sigrún Krist- jánsdóttir þjóðfræðingur, Finnur Amar Amarson leikmyndasmiður, Þórarinn Blöndal, myndlistarmað- ur, auk heimamanna sem smíðuðu, máluðu og útveguðu muni. -Gun. ✓ Islensk, ensk og frönsk Sýningin c3 verður opnuð á morg- un kl. 19 i Vesturporti við Vestur- götu í Reykjavík og stendur yfir helgina, frá 14-18 báða dagana. Hún er samvinnuverkefni þriggja lista- kvenna frá þremur löndum sem ferðast til þriggja landa á þremur mánuðum og stendur í þrjá daga í einu. Konunar eru Kristín Scheving hin íslenska, Jenny McCabe hin enska og Magali Theviot hin franska. Þær vinna allar að vid- eo/hljóðlist og tæknilist. Á sýning- unni bera þær saman menningu sína og velta fyrir sér hvernig evr- ópskar konur lifa og hugsa. Ólík tök þeirra á viðfangsefninu gefa sýning- unni sérstakan kraft. Héðan fer c3 til Manchester og síðan tU Mar seiUe í Frakklandi. -Gun. Smáauglýsingar 550 5000 Reign of Fear Matthew McConaughey og Christian Bale þurfa að berjast við risastóran eldspúandi dreka í myndinni Reign of Fear. Villti folinn Myndin fjaiiar um fola sem ferðast um óbyggðar lendur Bandaríkjanna á kúrekaöld. Frumsýningar í kvikmyndahúsum um helgina: Eldspúandi drekar, Villtur foli og heilmikil vandræði The Big Trouble Myndin fjallar um hversu mikil áhrif ein undarleg ferðataska getur haft á líf margra mismunandi aðila. The Big Trouble er vandamála- mynd um hversu margbreytUegar myndir tUveran getur tekið á sig. Hún fjallar um hversu mikU áhrif ein undarleg ferðataska getur haft á líf margra mismunandi aðUa. Taskan vekur áhuga hjá fjölda fólks sem aUt vUl eignast hana. Þar á meðal óhamingjusöm eiginkona, tveir leigumorðingjar, tveir alrikis- lögreglumenn, ástfangir unglingar og ýmsir aðrir undarlegir karakter- ar. í myndinni er stór og góður leik- arahópur og nægir að neína nöfn á borð við Tim Allen, Rene Russo, Tom Sizemore, Stanley Tucci og MTV-stimið Johnny KnoxvUle. Með leikstjóm fer hinn eini sanni Barry Sonnefeld sem er væntanlega að telja saman gróðann af Men in Black II þessa dagana. Reign of Fear gerist í nútíðinni í London. Hinn tólf ára gamli Quinn horfir upp á móður sína vekja óvart úr dvala risastóran eldspúandi dreka. Tuttugu árum síðar hefur drekinn náð bólfestu á jörðinni og heldur jarðarbúum í helgreipum. Drekamir em gáfaðar og skynsam- ar skepnur sem hafa ráð undir rifi hverju er mannfólkið reynir að ráða þá af dögum. Quinn, leikinn af Christian Bale, leikur slökkvUiðsstjóra sem gerir það sem í valdi hans stendur tU að halda lífi í íbúum með því að halda skrímslunum í skeíjum. Til skjal- anna kemur svo töffarinn Van Zan, leikinn af Matthew McConaughey, sem vUl drepa drekana í eitt skipti fyrir öU. Myndin hefur á að skipa leikurunum Christian Bale, úr American Psycho, og Matthew McConaughey, úr A Time to KUl. Þeir höfða tU yngri kynslóðarinnar og þvi tUvaldir í mynd sem þessa. Með leikstjóm fer Rob Bowman sem hefur ekki leikstýrt mörgum mynd- um en hann á þó að baki myndina X-FUes og fjölmarga sjónvarpsþætti. Frá sama framleiðanda og Shrek kemur teiknimyndin VUlti folinn. Myndin fjallar um fola sem ferðast um óbyggðar lendur Bandaríkjanna á kúrekaöld. Á ferð sinni hittir hann í fyrsta sinn menn sem reyna að temja hann en hann vUl ekki láta bugast. Á ferð sinni hittir hann hryssu sem slæst í fór með honum og saman lenda þau í miklum ævin- týrum. Leikaramir Atli Rafn Sig- urðarson, Magnús Jónsson, Ólafur Steinn Guðnason ásamt fleirum ljá persónum VUlta folans raddir sínar en myndin er bæði sýnd með is- lensku og ensku tali. -HÞG Bíógngnrýni K:."" . . Sambíóin/Háskölabíó - The Mothman Prophecies Fyrirboðinn Hiimar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Bíllinn bilaður um miðja nótt Richard Gere leikur blaðamann sem lendir í miklum hremmingum. Það er margt furðulegt og óút- skýranlegt í The Mothman Proph- ecies og eitt af því furðulega er að myndin skuli byggð á sönnum at- burðum. Það ber nú samt ekki að taka þessa yfirlýsingu alvarlega. Atburðurinn sjálfur, sem er há- punktur myndarinnar, gerðist og var ömgglega meðhöndlaður sem stórslys. í kjölfarið urðu tU sögu- sagnir um að fólk hefði fengið fyr- irboða um atburðinn. Með tíman- um urðu sögumar fleiri og ótrú- legri. Það er á þessum sögum og almennri hjátrú sem bók var skrifuð og er handritiö að The Mothman Prophecies byggt á henni. Það er nokkuð erfitt að koma myndinni í einhvem einn flokk. Segja má með sanni að um draugamynd sé að ræða þar sem ekkert er verið að leyna því að einhver torræð vera, sem er utan þessa heims, ræður ferðinni. Myndin er einnig spennutryUir þar sem einn maður trúir því að hann búi yfir vitneskju sem geti bjargað mannslifum. Á hvom veg- inn sem er þá er Mothman Proph- ecies aldrei nógu sannfærandi og helsti gaUi hennar er hversu laus hún er í reipunum. Á móti kemur að það er mikið að gerast og svo er ekki hægt að neita því að spennan er ansi mikil á köflum. Þær leiðir sem leikstjórinn Mark Pellington (Arlington Road) fer í frásagnarmáta eru áhugaverðar og gera það að verkum að myndin hefur flotta áferð. Aðalpersóna myndarinnar er John Klein (Richard Gere), blaða- maður við Washington Post. Ásamt eiginkonu sinni lendir hann í bílslysi með þeim afleiðing- um að eiginkonan deyr á sjúkra- húsi nokkrum dögum síðar. Hún skUur eftir sig teikningar sem Klein botnar ekkert í. Tveimur árum síðar bilar bíUinn hjá Klein um miðja nótt. Þegar hann kemur að húsi og biður um hjálp er tekið á móti honum með riffli og um- svifalaust kallað á lögregluna. Húseigandinn segir að þetta sé þriðja nóttin í röð sem þessi mað- ur komi og biðji um hjálp. Klein er að sjálfsögðu eitt spurningar- merki og veit ekki hvað um er að vera. Hann verður þó enn ruglaðri í koUinum þegar hann kemst að því að hann er í bæ sem heitir Point Pleasant og er í um það bil 500 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem hann hélt sig vera á. Þetta er upphafið að mjög svo dul- arfuUri og ógnvekjandi atburða- rás þar sem hremmingar Kleins virðast engan endi hafa. Richard Gere er allur að færa sig upp á skaftið þessa dagana. Hann var góður í Unfaithful og er enn betri hér. Hann sýnir vel hinn ráðviUta blaðamann sem þekkir ekkert annað úr vinnunni en að kafa ofan í málið hvað sem það kostar. Gere er nánast aUa mynd- ina í mynd og það er ekki síður honum að þakka en tæknimönn- um að The Mothman Prophecies fær oft gæsahúðina til að rísa. Leikstjóri: Mark Pellington. Handrit: Ric- hard Hatem. Byggt á bók eftir John A. Keel. Kvikmyndataka: Fred Murphy. Tón- list: Tomandandy. Aöalleikarar: Richard Gere, Laura Linney, Will Patton, Lucinda Jenney og Alan Bates.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.