Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 28
aport uv Fyrirliöar toppliöa KR i bæði Símadeild karla og Símadeild kvenna: - Þormóður Egilsson og Guðrún Jóna Kristj ánsdóttir ná bæði merkisáföngum á næstu dögum Það gengur vel hjá KR-ingum í knattspymunni þessa dagana en báð- ir meistaraflokkar felagsins eru í efsta sæti á íslandsmótinu og bæði lið teljast líkleg til þess að bæta við bik- urum í stórt og mikið bikarsafn Vest- urbæjarfélagsins. Á næstu dögum ná einnig báðir fyrirliðar meistaraflokkanna merkis- áfóngum á löngum og sigursælum ferli sínum og geta eftir það með réttu talist tryggustu leikmenn ís- lensku knattspyrnusögunnar í karla- og kvennaflokki. Bæði hafa þau spilað allan meistaraflokksferil sinn með KR. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyrir- liði kvennaliðsins, hefur reyndar átt sitt met í rúmt ár en Þormóður Egils- son, fyrirliði karlaliðsins, nær í met- iö, spili hann gegn lA á Akranesi á laugardagmn. Eftir næstu viku hafa því engir leikmenn leikið fleiri leiki fyrir sama félag í efstu deild íslands- mótsins en þau tvö. Á laugardag mun Þormóður aö öll- um líkindum bæta met Péturs Orms- levs frá 1992 yfir flesta leiki sem eru spilaðir fyrir eitt félag í efstu deild. Þeir tveir eru jafnir í 231 leik þegar þetta er skrifað. Þormóður jafnaði metið í sigurleik í Grindavík á dög- unum þar sem hann átti einmitt mik- inn þátt í sigurmarki Veigars Páls Gunnarssonar sem kom rétt fyrir leikslok. Markið færði KR-ingum tveggja stiga forskot í deildinni þegar átta umferðir eru eftir af mótinu. Á síðustu árum eru það ekki marg- ir leikmenn hér á landi sem hafa haldið tryggð við eitt lið, hvað þá að hafa spilað með sama félagi frá fyrsta sparki allt til enda ferilsins. Það er enginn að segja að ferill Þormóðs sé á enda þó að hann hafi nánast verið hættur í vetur. Þormóð- ur, sem er að verða 33 ára, hefur leik- ið mjög vel í Símadeildinni í sumar og það þrátt fyrir að hafa ekki byrjað að æfa fyrr en í vor. Hann hefur end- urheimt fyrirliðastöðuna og spilar lykUhlutverk í toppliði landsins. Þormóður á reyndar enn nokkuð í land í að ná leikjameti Gunnars Oddssonar sem hafði leikið 294 leiki er hann lagði skóna á hUluna síð- astliðið haust en hann er sem stend- ur í 6. tU 7. sæti við hlið Péturs Orms- levs. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hefur nú leikið 199. leiki í efstu deUd kvenna en fyrstu leikina lék hún á þrettánda ári haustið 1985, eða fyrir 17 árum. Fyrr á þessu ári lék hún 300. leik sinn fyrir félagið en 200. deUdarleikinn spUar hún að öUum líkindum í Kaplarkika 31. júlí. Hér í opnunni má finna ýmislegt fróðlegt um þessu miklu tímamót í vesturbænum. -ÓÓJ Konurnar Flestir leikir fyrir eittfélag í efstu deild Guörún Jóna Kristjánsdóttir, KR 199 leikir Ragnheiöur Víkingsdóttir, Val 184 leikir Næstar á listanum: Guðrún Sæmundsdóttir, Val ... 168 Kristrún Lilja Daðad., Breiðabliki 166 Sigríður Fanney Pálsdóttir, KR .. 162 Ama K. Steinsen, KR................156 Sigurlín Jónsdóttir, ÍA............147 Laufey Sigurðardóttir, ÍA .........146 Bryndís Valsdóttir, Val ...........145 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (til haegri) hleypur hér sigurhringinn með íslandsbikarinn ásamt Sigríði Fanneyju Pálsdóttur en þetta er eftir sigurinn 1999. 1997 er minnistæðast - segir Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyrirliði KR, sem leikur sinn 200. leik á miðvikudaginn Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyrirliði KR í Símadeild kvenna í knattspymu, spilar næstkomandi miðvikudag tímamótaleik því að leik- ur FH og KR verður 200. leikur hennar í efstu deild kvenna. Guðrún Jóna spilaði 300. leik sinn fyrir KR á dögunum og þetta sumar verður henni þvi minnisstætt fyrir tímamóta- leiki. DV-Sport heyrði í henni í gær. „Það var eitthvað sem heillaði mig við KR í upphafi en þetta hefur verið langur tími því að ég byrjaði í meist- araflokki sumarið 1985. Ég er úr Breiðholtinu og þar var enginn kvennafótbolti þegar ég var að byrja og valið stóð því á milli Vals og KR. Ég valdi KR þvi að KR-stelpurnar vora nýbúnar að verða íslandsmeist- arar innanhúss og ég ákvað að fara í besta liðið,“ segir Guðrún Jóna um ástæðuna fyrir því að hún fór í KR. „Það var mikill áfangi hjá okkur í KR þegar við urðum íslandsmeistarar í fyrsta sinn 1993. Arna Steinsen þjálf- aði okkur þá og þetta sumar tókum við mikiö stökk því að við vorum ekki búnar að vera í neinni toppbaráttu fram að því. Eftir það sumar má segja að það hafi komið annar hugsunar- háttur í liðið,“ segir Guðrún Jóna um íslandsmeistaratitU KR-liðsins sumar- ið 1993. „Þrátt fyrir gott gengi undanfarin ár höfum við reyndar ekkert unnið af titlum síðustu tvö ár og okkur í KR finnst kominn tími til að gera eitt- hvað í því. Við höfum spUað alveg ágætlega síðustu tvö sumur en tókst bara ekki að klára dæmið í þeim leikj- um sem skiptu máli enda má ekki tapa mikið af stigum í kvennaboltan- um. Okkur hefur vantað aðeins meiri stöðugleika í liðið í sumar en aUt smaU saman í síðasta leik og það verð- ur vonandi framhald á því,“ segir Guðrún Jóna. „Ég er mjög ánægð með að ná þess- um áfanga og líka það að takast að spUa 300 leiki fyrir félagið en því náði ég á heimaveUi gegn Stjörnunni fyrr í sumar. Ég þakka góðu starfi hjá KR að ég skuli hafa spUað hjá félaginu aU- an þennan tíma og mér hefur liðið mjög vel hér í vesturbænum." Guðrún Jóna hefur fjórum sinnum fagnað íslandsmeistaratitlinum á ferl- inum en er einhver hluti af ferli hennar minnisstæðari en annar? „Það eftirminnUegasta er.tímabUið 1997 því að þá unnum við titUinn og ég var valin besti leikmaðurinn. Þá kom Ragna Lóa Stefánsdóttir til okkar og breytti miklu en þá höfðum við ekki unnið neitt síðan 1993. Þá komumst við á skrið á nýjan leik og þetta tímabil skipar því stóran sess hjá mér,“ segir Guðrún Jóna sem var einnig valin efnUegasti leikmaðurinn 1988. Guðrún Jóna hefur, auk þess að spUa, verið dugleg að þjálfa yngri flokka félagsins og hjálpa tU að við- halda uppgöngu leikmanna innan Uðsins. „Ég hef þjálfað með hléum frá 1992 og það er gaman að segja frá því að ég er farin að spUa með nokkrum þeirra," segir Guðrún Jóna og skeUir upp úr en eru einhverjir þjálfaranna, Ferill Guðrúnar - í efstu deild 1985 KR 4. sæti . 4 leikir / 1 mark 1986 KR 4. sæti . 8/1 1987 KR 5. sæti . . 13/1 1988 KR 5. sæti . 14/11 1989 KR 3. sæti . . 12/7 1990 KR 4. sæti . . 10/2 1991 KR 4. sæti . . 13/5 1992 KR 6. sæti . . 14/6 1993 KR meistari 12/7 1994 KR 2. sæti . . 11/6 1995 KR . . í bameignafríi 1996 KR 2. sæti . 14/11 1997 KR meistari 13/6 1998 KR meistari 12/2 1999 KR meistari 13/7 2000 KR 2. sæti . . 14/5 2001 KR 2. sæti . 14/10 2002 KR 8/1 17 tímabil, 199 leikir, 89 mörk sem hún sjálf hefur haft, eftirminnUegri en aðrir? „Það eru mjög margir góðir þjálfarar sem maður hefur haft þennan tima. Vanda er örugglega ein sú besta en Ragna Lóa Stefánsdóttir var einnig góð, sem og Ama K. Steinsen, en við höfum náð besta árangrinum með þessar þrjár.“ Hefur fylgst með Þormóði „Það er mjög gaman að við Þormóður skulum ná þessum áfóngum í sömu vikunni. Ég hef fylgst með Þormóði í gegnum tíðina og hann er búinn að standa sig mjög vel,“ segir Guðrún Jóna en hvað á hún eftir að spUa marga leiki? „Ég er ekki búin að spá fyrir um hvað ég spUa lengi enda er ég komin á þann tímapunkt að ég tek bara eitt timabU fyrir í einu. Meðan ég hef gam- an af þessu og er heU heilsu sé ég enga ástæðu tU þess að hætta.“ Svo bætti hún við: „Ég sagði nú einu sinni við Linu að ég myndi aldrei ná henni en maður veit aldrei." Hún er hér að tala um Sigurlín Jónsdóttur sem á leikja- metið í efstu deUd kvenna. Sigurlín lék 233 leiki fyrfr LA og KR og þarf Guðrún Jóna að spUa tvö fuU tímabU tU viðbótar tU þess að bæta leikjamet Sigurlínar sem lék við hlið hennar í KR í mörg ár. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.