Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Side 9
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 DV 9 Fréttir Vísindamenn heimsækja Surtsey Allgoð slægjc í mávabyggð eyjan verður fjörutíu ára á næsta ári fuglalífið og eru mávarnir þeirra mest á norðurnesinu i áberandi. gróðurlíf virðist ] Úthafsöldur brjóta stöðugt af bergi á þessari litlu eyj eyjarinnar og einnig er sandströndin tiu ára á næsta ái Nýjar tegundir skordýra hafa numið land í Surtsey. Þar á meðal eru gullsmiður og tegundir jötunuxa. Grá- gæsin hefur einnig verpt í fyrsta sinn í eynni svo vitað sé. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýafstöðnum leiðangri visindamanna til Surtseyjar. Rannsóknarmenn grannskoðuðu Surtsey og könnuðu þær breytingar sem orðið hafa á lífríki og landi eyjar- innar. Gróðurfar var skoðað gaum- gæfilega og fundur gróðurfræðingar alls 49 tegundir af þeim 57 háplöntum sem skráðar hafa verið í flóru Surts- eyjar. Ný tegund háplöntu, kattar- tunga (Plantago maritima) fannst í fyrsta sinn í eynni en hún er algeng við sjávarsíðuna hérlendis. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að staö- setja sjaldgæfar plöntur með gps- tækni. Rannsóknir á gróðri voru einkum í höndum dr. Sigurðar H. Magnússonar og dr. Borgþórs Magnússonar. Sér- staka athygli vakti hversu gróður er orðinn þéttur á sunnanverðri eynni þar sem mávar hafa orpið á undan- fömum árum. Mávarnir eru taldir bera drjúgan áburð á svæðið og koma með alls kyns æti fyrir unga sína. Fylgja þá oft með fræ plantna frá nær- liggjandi eyjum. Líklegt er að eyja- bændum þætti komin allgóð slægja á sumum blettum í mávabyggðinni, svo mikill er grasvöxturinn. DV-MYNDIR STURLA FRIÐRIKSSON Rannsóknarmenn Dr. Borgþór Magnússon og dr. Sturla Friöriksson viö rannsóknir sínar í Surts- ey fyrr í mánuöinum. Eyjarani nemur land Dýralífið í Surtsey var jafnframt til rannsóknar og skoðaði dr. Erling Ólafsson skordýralífið með því m.a. að setja upp gildrur og veiða fljúgandi dýr í háfa. Af nýjum tegundum sem hann fann má nefna járnsmið og teg- undir jötunuxa. Einnig fundust marg- ar tvívængjur og önnur skordýr sem þarfnast frekari greiningar. Guðbjörg Inga Aradóttir vann einnig að skor- dýrarannsóknum og leitaði m.a. að ranabjöllum. Merkilegt var að hún fann i fyrsta sinn eyjarana, Ceutor- hynchus insularis, en hann hefur að- eins fundist áður á tveimur stöðum í heiminum, á St. Kildu i Skotlandi og á Suðurey í Vestmannaeyjum. Þá könnuðu vísindamenn fuglalíf Surtseyjar og þykja tíðindi að grágæs hefur nú verpt í fyrsta sinn í eynni svo vitað sé með vissu. Spörfuglum er að fjölga og meðal fugla sem sáust voru maríuerlur og snjótittlingar en vísindamönnum þótti bera nýrra við að sjá þúfutittling á þessum slóðum. Sjófuglar setja sem fyrr mestan svip á Ekki klikka á því sem skiptir máli. Komdu við hjá Ellingsen áður en þú leggur í hann og fáðu þér réttu græjurnar á frábæru tilboði! Allt sem þú þarft til að fullkomna útileguna. Char-Broil ferðakolagrill Char-Broil ferðagasgrill Bar-B-Quick einnota grill Skogens grillkol / 2,5 kg Coleman kælibox / 34 lítra Trjágróður í eynnl Þrjár víöitegundir finnast nú í Surtsey. Coleman kælibox / 48 lítra Grillvökvi.l lítri Primus tjaldhitari / 2500 w Grandagarði 2 I Reykjavík I Sími: 580 8500 Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-14:00 - ALLTAF NÆG BlLASTÆÐI Berjamór? Krækiberjalyng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.