Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 15
15
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002
DV
HEILDARVIÐSKIPTI 3.434 m.kr.
Hlutabréf 397 m.kr.
Húsbréf 970 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI .
Pharmaco 64 m.kr.
Bakkavör 62 m.kr.
Samherji 52 m.kr.
MESTA HÆKKUN
OKögun 11,0%
Q Marel 2,0%
: © Kaupþing 0,9%
MESTA LÆKKUN
Q Sjóvá-Almennar 1,9%
QGrandi 1,8%
QBúnaöarbankinn 1,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.265
- Breyting -0,7%
Rekstrarafkoma
ríkissjóðs versnar
Reksrarafkoma ríkissjóðs var
mun lakari fyrstu sex mánuði yfír-
standandi árs en á sama tíma í
fyrra. Rekstrarhalli miðað við
greiðslugrunn var 7,7 milljarðar
króna en var 1,7 milljarðar á sama
tíma i fyrra.
Rekstrarútgjöld ríkissjóðs fyrstu
sex mánuði ársins reyndust 120,9
miUjarðar króna en tekjur voru á
sama tíma 113,2 milljarðar. Árið
áður voru tekjumar 107,9 milljarðar
og útgjöldin 109,6 milljarðar. Út-
gjöldin hafa því hækkað um rúm
10% á milli ára en á sama tíma
hækkuðu tekjur ríkissjóðs aðeins
um tæp 5%.
Greiðslujöfnuður versnaði einnig
milli ára en var engu að síður já-
kvæður um 5,4 milljarða króna.
Fyrstu sex mánuði síðasta árs var
greiðslujöfhuðurinn jákvæður um
9,4 milljarða.
Landssíminn á
kolröngu verði
Lækkun á
gengi hlutabréfa í
heiminum í dag
er ekki síst at-
hyglisverð fyrir
þær sakir að er-
lend símafyrir-
tæki, sambærileg
við Landssíma ís-
lands, hafa farið
mjög illa út úr þessum lækkunum,
að því er fram kemur í Viðskipta-
blaðinu sem kom út í gær. MSCI Tel-
ecom services vísitalan, sem tekur
aðeins til þjónustufyrirtækja innan
fjarskipta, sbr. félög eins og AT&T,
NTTDoCoMo, Deutsche Telekom og
danska símafyrirtækið TDC, hefur
lækkað um heil 74%! Danska símafé-
lagið TDC hefur lækkað um 30% og
sænska símafyrirtækið Telia hefur
lækkað um ríflega 40% frá áramót-
um en þessi tvö félög voru oft notuð
til samanburðar þegar mest umræða
var um útboð Landssímans og verð-
lagningu á honum.
Við lok viðskipta á þriðjudag var
sölutilboð í bréfum Landssímans á
Tilboðsmarkaði Kauphallar íslands
5,6 sem þýðir að Landssíminn er nú
39,5 milljarða króna virði en útboðs-
gengi sl. haust var 5,75. Gengi bréfa
Landssimans hefur því lítið breyst á
þessum tíma enda eiga sér engin við-
skipti stað með bréfin. Ef útboð
Landssímans hefði heppnast sem
skyldi væri ekki óeðlilegt að ætla að
hann hefði lækkað í verði líkt og
sambærileg fyrirtæki erlendis en
það þýðir að hann væri metinn á um
24 til 28 milljarða króna miðað við
lækkun upp á 30-A0%.
I þessu sambandi er ekki úr vegi
að rifja upp hverju spáð var í Við-
skiptablaðinu þann 19. september á
siðasta ári. „í ljósi þess að fjárfest-
ingar í búnaði og kerfum fara
minnkandi og afskriftir hafa undan-
farið verið óvenju miklar er líklegt
að hagnaður Símans gæti orðið vel á
annan milljarð næstu ár en ekki yfír
þrjá milljarða. Samkvæmt þessu er
Síminn ca 27-30 milljarða króna
virði og allar líkur til þess að gengi
bréfanna lækki eftir útboð líkt og
gerðist með bréf Íslandssíma."
Viðskipti
Umsjón: Vi&skiptablaðid
Citigroup & JP Morgan bendl-
aðir við Enron-hneykslið
Hlutabréf í Citigroup Inc., sem
er stærsta fjármálastoí'nun í heim-
inum, lækkuðu mikið annan dag-
inn í röð á bandaríska hlutabréfa-
markaðinum á þriðjudag. Mark-
aðsvirði fyrirtækisins hefur nú
lækkað um 46 milljarða dollara í
þessari viku. Þessi mikla lækkun
kemur í kjölfar ásakana frá rann-
sóknaraðilum á vegum bandaríska
þingsins um að Citigroup hafi á
meðvitaðan hátt hjálpað Enron að
fela skuldir.
Hlutabréf félagsins lækkuðu um
tæp 16% á þriðjudag og hafa lækkað
alls um 25% frá því á föstudaginn.
Næststærsti banki Bandaríkjanna,
J.P. Morgan Chase, hefur orðið fyr-
ir sams konar ásökunum og lækk-
aði einnig mikið á þriðjudag, eða
um 18%, og hefur gengi hlutabréfa
félagsins ekki verið jafn lágt síðan
1996. Almennt er talið að þetta mál
og áframhaldandi neikvæð umræða
um reikningsskil fyrirtækja setji
frekari þrýsting til lækkunar á
gengi dollara. Nokkuð virðist þó
hafa verið um að fjárfestar leiti
skjóls í bandarískum ríkisskulda-
bréfum í kjölfar mikilla lækkana á
hlutabréfamörkuðum og hefur það
stutt gengi dollarans.
Því er haldið fram að Bankarnir
(Citigroup og J.P. Morgan) hafi vit-
að um misferli Enron og hafi að-
stoðað við að hylma yfir og hagnast
á því. Fulltrúum bankanna tveggja
tókst ekki að sannfæra öldungadeild
Bandaríkjaþings um að þeir hefðu
óviljandi og saklausir lent í bók-
haldssvindli Enrons. Sérfræðingar
hafa einnig sagt við rannsóknar-
nefndina að Enron hafi ekki getað
blekkt fjárfesta án þess að njóta að-
stoðar bankanna. Bandaríska þing-
ið er langt komið með að samþykkja
lög sem kveða á um myndun sér-
stakrar nefndar sem mun fylgjast
grannt með uppgjörsaðferðum
hlutafélaga. Lögin kveða einnig á
um að refsa stjórnarmönnum fyrir-
tækja harðar sem verða uppvisir að
bókhaldssvikum. Leiðtogar beggja
deilda þingsins eru á því að lögin
verði samþykkt og undirrituð fyrir
þinghlé i ágúst.
Samkeppnisstaða
Norðmanna vænkast
Flugfélag Islands
selur grimmt á
Netinu
- salan orðin meiri
en allt árið í fyrra
Kodak
1. ly.rðfami
2.
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
3. wi’ðliMiit AulisHrrMauii
Smáauglýsingar
Kodak Advantix T-700
að verðmæti:
Kodak Advantix t-570 Kodak
að verðmæti: Einnota myndavél
I \ | > (t f \ + framköllun
+ sumarglaðningur
Þú getur lagt inn
myndir í keppnina hjá
KODAK EXPRESS um
land allt, sent þær beint
til DV, Skaftahlíð 24,105
Reykjavík eða sent þær á
stafrænu formi á
sumarmynd@kodakexpress.is.
Merktu myndina
"SUMARMYNDAKEPPNI 2002“
Kodak DX-3600 Easy Share
myndavél að verðmæti:
l\ l'f>l
lægri í annan tíma. í gær hafði evr-
an hins vegar sótt verulega í sig
veðrið gagnvart norsku krónunni
og kostaði þá 7,59 norskar krónur.
Norske Bank fjallaði um þessa
þróun í morgunfréttum sínum í gær
og taldi um einfalda leiðréttingu að
ræða út frá hagfræðilegum forsend-
um en samkvæmt niðurstöðu bank-
ans hefði verið um tímabundið yfir-
skot að ræða í styrkingu krónunn-
ar. Bankinn tíndi hins vegar líka til
að flæði á norskum gjaldeyrismark-
aði kynni að hafa skekkst að undan-
fórnu þar sem fjöldi erlendra fjár-
festa hefði að öllum likindum verið
að leysa inn hagnað að undanförnu
eftir mikla hækkun krónunnar. Þá
kynni árstíðabundin sveifla einnig
að hafa talsverð áhrif en sagan
sýndi að erlendir sjóðstjórar, sem
umsjón hefðu með fjárfestingum í
Noregi, lokuðu margir stöðum í
norskum félögum áður en þeir
héldu í sumarfrí í ágúst. Samkvæmt
netmiðlinum IntraFish fagna norsk-
ir fiskútflytjendur hins vegar þvi að
norsk króna sé heldur að síga eftir
miklar hækkanir síðustu mánaða,
enda vænkast samkeppnisstaða
þeirra snöggtum við þessa þróun.
Flugfélag íslands hefur á fyrstu 6
mánuðum ársins selt flugferðir fyr-
ir um 250 milljónir króna á vef sín-
um, www.flugfelag.is. Þetta er um
25% af heildarsölu félagsins á árinu
og um 30 milljónum króna meiri
sala en á öllu árinu í fyrra. Að sögn
Árna Gunnarssonar, sölu- og mark-
aðsstjóra Flugfélags íslands, stefnir
félagið að því að salan á vefnum í
árslok nemi um 500 milljónum
króna og nái þar með 30% af allri
sölu félagsins. Markmið félagsins er
aö þetta hlutfall verði komið í 45%
innan tveggja ára.
Ný og endurbætt heimasíða Flugfé-
lags íslands hefur verið opnuð og í kjöl-
farið verður aukin áhersla lögð á nettil-
boð félagsins en það sem af er þessu ári
hafa 11 þúsund farþegar nýtt sér þau.
Fleiri sæti verða boðin á tilboðsverði
en áður en Ámi segir að sífellt fleiri
nýti sér þessa þjónustu. Samhliða
þessu hefúr verðskrá félagsins verið
breytt og tóku breytingamar gildi í
gær. Aðalfargjaldaflokkum hefur verið
fækkað úr fjórum í þrjá og fargjöld
hafa hækkað að meðaltali um 4,5%.
Hægt verður að bóka öll almenn far-
gjöld aðra leiðina og segir Ámi að þetta
sé liður í því að einfalda verðskrá fyr-
irtækisins og gera farþegum auðveld-
ara að eiga viðskipti við félagið.
Talsmenn sjávarútvegs í Noregi
anda nú léttar eftir að norska krón-
an tók að síga fyrir tíu dögum enda
var styrkur hennar farinn að valda
þeim nokkram erfiðleikum. Norsk
króna hafði styrkst mikið það sem
af var ári gagnvart helstu gjaldmiðl-
um og var svo komið að fyrir ellefu
dögum var evra komin niður í 7,27
krónur norskar og hafði ekki verið
Síminn semur við íslands-
banka um bankaviðskipti
Landssími ís-
lands hf. og ís-
landsbanki hafa
gert samkomulag
um grunnbanka-
viðskipti í kjölfar
útboðs. Niður-
staða útboðsins
var að Síminn
óskaði eftir að
gengið yrði til
samninga við ís-
landsbanka. ís-
landsbanki hefur
verið viðskipta-
banki Símans
undanfarin 4 ár. Samningurinn er
til tveggja ára og tekur formlega
gildi 1. ágúst nk.
Samningur um grunnbankavið-
skipti nær m.a. til allrar innheimtu
á reikningum Símans, almennra
reikningsviðskipta, s.s. tékkareikn-
inga og gjaldeyrisreikninga og
ávöxtunar þeirra, greiðslu inn-
lendra og erlendra reikninga og
beinlinuþjónustu í tengslum við al-
menn bankaviðskipti.
Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar
felst mikið hagræði í því að hafa öll
grunnbankaviðskipti Símans á ein-
um stað: „Siminn hefur verið i
bankaviðskiptum við íslandsbanka
og er reynslan af samstarfinu góð.
Samningurinn var útrunninn og því
var efnt til útboðs að nýju með
ágætum árangri. Auk þess að líta til
hagkvæmni við ákvörðunartöku er
mikilvægt að líta til þjónustu, ör-
yggis og þess trausts sem bankar á
íslandi almennt njóta. Eftir mikla
skoðun var sú ákvörðun tekin að
ganga til samninga við íslands-
banka að nýju.“
DV