Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002
29
Sport
súrt og sætt
KR-ingurinn Þormóður Egils-
son hefur síðustu árin verið álit-
inn sameiningartákn Vesturbæj-
arfélagsins og það ekki að
ástæðulausu því hann hefur leik-
ið með liðinu síðustu flmmtán
árin og er enn í fullu fjöri. Þor-
móður hefur tekið þátt í helstu
sigrum og sorgum KR-liðsins síð-
ustu tvo áratugi.
Á laugardaginn spilar þessi 33
ára gamli vamarjaxl 232. leik
sinn í efstu deild á íslandi þegar
topplið KR fer í heimsókn til ís-
landsmeistara Skagamanna.
Þetta er leikur sem margir telja
einn af úrslitaleikjum mótsins
og þessi leikur tryggir Þormóði
einnig sérstöðu í íslenskri knatt-
spymusögu því að enginn leik-
maður hefur eftir hann leikið
fleiri leiki fyrir eitt og sama lið-
ið.
Það er líka skemmtilegt að
rifia það upp að fyrsta leikinn
lék Þormóður 18 ára gamall, 27.
júlí í Kaplakrika í Hafnarfirði,
eða nákvæmlega 15 árum fyrr.
Þormóður var þá á miðári í 2.
flokki en margir annars flokks
leikmenn settu svip sinn á meist-
araflokk KR þá, líkt og þeir gera
í sumar.
Þormóður kom þá inn á sem
varamaður fyrir jafnaldra sinn,
Þorstein Guðjónsson, en það má
segja að byrjun Þormóðs í efstu
deild hafi ekki verið dans á rós-
um. Fyrir leikinn var KR-liðið í
efsta sæti deildarinnar en KR-
liðiö tapaði sex af átta síðustu
leikjum tímabilsins. Um haustið
var niðurstaðan aðeins fimmta
sætið.
Árið eftir fékk Þormóður ekki
tækifæri með meistaraflokknum
en leiddi þess í stað 2. flokk fé-
lagsins til sigurs á bæði Islands-
móti og í bikar, nokkuð sem
hann átti eftir að leika eftir í
meistaraflokknum en þó eftir
langa og stranga biö.
Bikarinn fór á loft sex árum
síðar, eftir 27 ára bið félagsins,
og Islandsbikarnum lyfti Þor-
móður síðan fimm árum eftir
það, eða þegar liðið var 31 ár frá
því að KR-ingar urðu Islands-
meistarar. Fram að þeim tima
hafði Þormóður mátt sætta sig
við. fern silfurverðlaun, þar af
tvisvar eftir að markatala réð úr-
slitum úr 18 leikja íslandsmóti.
1989 vann Þormóður sér fast
sæti í byrjunarliðinu og því hef-
ur hann haldið síðan og öarvera
hans frá 1989 aðeins skýrð með
meiðslum eða leikbönnum.
Leikbönnin hafa ekki verið
mörg og til dæmis hefur Þormóð-
ur aldrei fengið rautt spjald í
efstu deild þrátt fyrir að spila 231
leik í stöðu vamarmanns.
Gulu spjöldin eru heldur ekki
mörg og hefur Þormóður aðeins
fengið tíu gul spjöld síðustu sex
tímabil, eða í alls 89 leikjum. Þor-
móður var valinn prúðasti leik-
maður deildarinnar 1999 en það
ár var hann einmitt fyrirliði ís-
lands- og bikarmeistaranna og
líka í liði ársins og fékk ekkert
spjald allt sumarið.
Þormóður eignaðist leikjamet-
ið hjá KR í efstu deild 9. ágúst
1998 er hann lék 167. leik sinn í
Grindavík og bætti hann þar met
Ottós Guðmundssonar. Þormóður
hefur nú 65 leikja forskot og er að
setja met sem verður erfitt fyrir
aðra KR-inga að slá.
Þormóður hefur skilað fyrir-
liðahlutverkinu undanfarin ár en
hann lék fyrsta timabil sitt sem
fyrirliði sumarið 1995. Hann
hafði reyndar verið fyrst fyrirliði
fjórum árrnn áður en þegar hann
setti upp fyrirliðabandið í fyrsta
sinn í sumar lék hann sinn 100.
leik sem fyrirliði KR í efstu deild.
Ferill Þormóðs
1987 KR 5. sæti . . 8 leikir / 0 mörk
1988 KR 5. sæti........0 leikir
1989 KR 4. sæti..........13/0
1990 KR 2. sæti..........18/0
1991 KR 3. sæti..........15/0
1992 KR 2. sæti..........18/2
1993 KR 5. sæti..........18/1
1994 KR 5 sæti...........18/2
1995 KR 2. sæti..........16/0
1996 KR 2. sæti..........16/0
1997 KR 5. sæti..........12/0
1998 KR 2. sæti..........18/1
1999 KR meistari.........18/0
2000 KR meistari.........17/0
2001 KR 7. sæti..........14/0
2002 KR .................10/0
16 tímabil, 231 leikur, 6 mörk
DV-Sport reyndi mikið að ná í
Þormóð sjálfan vegna þessa
áfanga í gær en án árangurs og
verður viðtalið því að bíða betri
tima en þess í stað hefur verið
farið stuttlega yfir merkilegan
feril hans, auk þess sem helstu
upplýsingar um þetta met má
finna hér á siðunni. -ÓÓJ
Tilfinningarnar leyndu sér ekki þegar Þormóður Egilsson, fyrstur fyrirliða KR í 31 ár, lyfti
íslandsbikarnum eftir 3-2 sigur á Keflavík. DV-mynd Hilmar Þór
Tony Adams, Arsenal
Á sér tvo jafningja
í stórliðum Evrópu
Það eru ekki margir af leikmönnum stórliðanna í Evrópu sem
státa af viðlíka tryggð við eitt félag og Þormóður Egilsson á að
baki við KR en það má segja að tveir leikmenn teljist jafningjar
hans i þeim efnum. Það eru þeir Tony Adams hjá Arsenal í
Englandi og Paolo Maldini hjá AC Milan á Italíu. Líkt og Þormóð-
ur eru bæði Adams og Maldini uppaldir hjá félögum sinum en það
er mjög sérstakt meðal stærstu atvinnumannaliðanna enda eru
það oftast minni liðin sem ala upp þessa leikmenn. Líkt og Þor-
móður hafa þeir báðir átt farsælan feril með liðum sínum.
Tony Adams hefur nú ákveðið að leggja skóna á hiUuna en hann
endaði ferUinn á því að taka á móti bæði enska meistarabikamum
og enska bikamum sl. vetur. Adams lék aUs 504 úrvalsdeUdarleiki
fyrir Arsenal á ámnum 1984 tU 2002.
Paolo Maldini hefur einnig tilkynnt að hann sé hættur en þó aö-
eins með ítalska landsliðinu því að hann ætlar að gefa AC MUan
nokkur tímabU í viðbót. AUs hefur Maldini leikið 453 A-deUdar-
leiki fyrir AC MUan á Ítalíu á árunum 1985 tU 2002. -ÓÓJ
.Paolo Maldini, AC Milan.
Karlarnir
Flestir leikir
fyrir eitt félag
í efstu deild
Þormóður
Egilsson, KR
®
231 leikur
Pétur
Ormslev, Fram
§
231 leikur
Guðjón
Þóröarson, ÍA
212 leikir
Siguröur Björg-
vinsson, Keflavík
214 leikir
Magnús Þor-
valdsson, Víkingi
204 leikir
Á
Árni
Sveinsson, ÍA
203 leikir
Næstir á listanum
Þórður HaUgrímsson, ÍBV.........189
Ólafur Þórðarson, ÍA............186
Alexander Högnason, ÍA .........185
Guðmundur Steinsson, Fram ... 180
Jón Grétar Jónsson, Val ........180
Hlynur Stefánsson, ÍBV .........179
Gunnar Oddsson, Keflavík........177