Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
DV
7
Fréttir
Engin lóð frátekin fyrir menningarhús á Akureyri:
200 milljónir á ári
Ný kjördæmaskipan:
Sveitarstjórnar-
lög endurskoðuð
Stjórn Sambands íslenskra sveitar-
félaga hefur sent öllum landsþings-
fuiltrúum, sveitarstjórnum og lands-
hlutasamtökum sveitarfélaga tillögur
aö breytingum á lögum sambandsins
og veröa þær til umræðu og af-
greiðslu á landsþingi sambandsins
sem haldið verður á Akureyri 25. og
26. október nk.
Stjóm sambandsins skipaði á fundi
sínum 22. apríl sl. þá Guðmund
Bjamason, Valgarð Hilmarsson og
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í nefnd til
að vinna tillögur að breytingum á lög-
um Sambands íslenskra sveitarfé-
laga. Nokkrar helstu ástæður þess að
taka þurfti lögin til endurskoðunar
voru breytingar á kjördæmaskipun,
misvægi milli ibúafjölda og fjölda
fulltrúa í fulltrúaráði, hugmyndir
landshlutasamtaka um beina þátt-
töku í kosningu fulltrúaráðs og
stjómar og skammur starfstími og
tímaskortur kjömefndar á lands-
þingi. -GG
- miðað við tveggja milljarða króna hús
Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, segir algjörlega óá-
kveðið hvar nýtt menningarhús gæti risið í bænum. Sjálf aðhyllist hún uppfyllingarsvæðið við
Strandgötu en fleiri hugmyndir hafa verið reifaðar. Bæði hafa menn varpað fram hugmyndum um
svæðið þar sem aðalíþróttavöllur bæjarins stendur og eins hefur nágrenni Háskólans á Akureyri ver-
ið nefnt.
Tómas Ingi Olrich menntamálaráöherra hefur gefið ádrátt um að þegar á næsta kjörtímabili sé
vígsla nýs menningarhúss möguleg. Nokkuð er síðan hugmyndin var kynnt upphaflega á blaða-
mannafundi í stjórnartíð Björns Bjarnasonar og em íbúar landsbyggðarinnar, og ekki síst á Akur-
eyri, orðnir lang-
Forseti tekur á móti góðri gjöf
Jens Lars Fleischer, formaöur grænlenska sveitarstjórnarsambandsins, afhendir Ólafi
Ragnari Grímssyni forseta, grænlenskan húökeip á Bessastööum í fyrradag.
Grænlenska sveitarstjórnarsambandiö heldur ársfund sinn hérlendis þessa dagana.
Sigrún
Jakobsdóttir.
Tómas Ingi
Olrich.
eygir eftir efnd-
um. Engin þumal-
puttaregla liggur
enn fyrir um skiptingu kostnaðar
milli ríkis og bæjar við smíðina en
reifað hefur verið að kostnaður við
menningarhús á Akureyri gæti orðið
um 2 milljarðar króna ef miðað er
við tvo sali. „Það er alveg ljóst að
byggja verður yfir tónlistina og leik-
listina en það hef-
ur ekki verið tek-
in afstaða til þess
hvort rétt sé að
hafa tónlistar-
skólann sjálfan
þarna innan
húss,“ segir Sig-
rún Björk.
Miðað við
tveggja milljarða
króna hús er ljóst
að reksturinn myndi kosta sitt og
hefur verið slegið á 200 milljónir
króna í þeim efnum, að sögn for-
manns menningarmálanefndar, eða
10% af byggingarkostnaði. „Ég vona
að þetta fari að skýrast innan tíðar
en þó má ekki rasa um ráð fram í
svona stóm máli.“ -BÞ
Árskógssandur:
Sjóferð snerist
upp í martröð
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt útgerðarfélagið Sólrúnu
ehf. til að greiða skipveija rúmar 7
milljónir króna ásamt dráttarvöxt-
um í skaðabætur vegna vinnuslyss.
Málsatvik eru þau að laust fyrir
kl. 22 fostudaginn 8. janúar 1999 slas-
aðist stefnandi þegar hann vann að
löndun úr skipi stefnda, m/s Sól-
rúnu EA-351, sem lá við hafnarbakk-
ann á Árskógssandi. Fiskikar féll á
hann með þeim afleiðingum að hann
hlaut liðhlaup á hægri stórutá, togn-
un á mjóbaki, sköddun á lærvöðvum
beggja megin, tognun í hné auk and-
legra og líkamlegra óþæginda ann-
arra. Maðurinn veit háseti um borð
og var að koma úr fyrstu veiðiferð
sinni með skipinu. Hann fékk slæm-
ar martraðir í kjölfar atburðanna.
Dómurinn telur að röng vinnu-
brögð hafi orðið til þess að svo fór
sem fór og því er útgerðin dæmd til
að greiða örorku- og miskabætur.
-BÞ
OMOTSTÆÐILEGIR
FYLGIHLUTIR Á BAÐIÐ
LUXUSIBUÐ LELLU
LEiKFIMIDROTTNINGAR
g§sp»
DC HIBVU _
.
-
EINKAVIÐTAL VIÐ
BOMBOHÖNNUÐINN
GIOVANNONI
ERTU AÐ GERA UPP BAÐIÐ?
12 DRAUMABAÐHERBERGI