Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 Sport Bikarkeppni 3. flokks karla í knattspyrnu: ^ i>v Fram sigraði IA i vítaspy r n u keppn i - Þór frá Akureyri sigraði í Norðurlandsriðli Um síðustu helgi fóru fram úslita- leikirnir í 3. flokki karla en í 3. flokki er keppt i tveimur riðlum, Norður- landsriðli og Suðvesturlandsriðli. I Suðvesturlandsriðlinum léku Fram og ÍA tU úrslita og var um hörkuleik að ræða enda bæði félög með mjög svo frambærUeg lið i 3. flokki. Heiðar Geir Júlíusson kom Fram yfír í leiknum á 15. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Hafþór Ægir VU- hjálmsson jafnaði síðan fyrir ÍA í byrjun seinni hálfleiks með glæsUegri afgreiðslu, en Hafþór var mjög ógn- andi í framlínu Skagamanna í leikn- um. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því varð að framlengja. Fram byrjaði framlenginguna af krafti og skoraði Aron Bjarnason af mUdu harðfylgi eftir aðeins þrjár mín- útur. Eftir það sóttu Skagamenn nokkuð stíft og uppskáru mark í byrj- un seinni hálíleiks. Það gerði vara- maðurinn VUhjálmur Pétursson með viðstöðulausu skoti eftir góðan undir- búning Hafþórs. Því varð að grípa tU vítaspymukeppni og þar höföu Fram- arar betur og var það Aron sem skor- aði úr sigurspyrnunni eftir að Jósef Már Jónsson, markvörður Fram, hafði varið glæsUega frá Hafþóri. Þór hélt haus í lokin Þór Akureyri sigraði Leiftur Dalvík 3-2 í Norðurlandsriðlinum. Þórsarar komust í 3-1 með mörkum frá Arnari Þórðarsyni, Hannesi Hannessyni og Jóni Eyberg. Leiftur/Dalvík minnkaði síðan muninn skömmu fyrir leikslok og voru lokamínúturnar spennandi en Þórsarar héldu haus. Hlynur Eiríksson, þjálfari Þórs, var ánægður með strákana sína eftir leik- inn. „Þetta var hörkuleikur. Við vor- um meira með boltann en þeir eru með fljóta og hættulega stráka innan- borðs. Strákamir hafa staðið sig vel i sumar, mæta vel og taka vel á því. Þeir hafa mikinn metnað og áhuga og þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna svona stóran bikar. Það eru svona 20-25 strákar að æfa og allt skemmti- legir strákar sem gaman er að vinna með,“ sagði Hlynur. -Ben Styrktarmót vegna þátttöku Ólafar Maríu á úrtökumót fyrir L.P.G.A. í USA í haust Nú er komið að okkur - sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, var sáttur við sigurinn þegar DV tók hann tali eftir leik. „Það er gaman að vinna svona leiki og við höfðum trú á því að gætum þetta,“ sagði Kristján. „Þeir unnu okkur 2-0 uppi á Skaga í íslandsmótinu og síðan gerðum við jafntefli við þá á heimavelli. ÍA hefur verið með sterkasta liðið í sumar en ekki leng- ur þvi nú er komið að okkur.“ Spurður út í vítaspymukeppnina sagði Kristján að hann hefði verið við öllu búinn. „Það var góð stemn- ing í hópnum fyrir vítaspymu- keppnina og við vissum að þetta snerist mikið um heppni. Við vor- um heppnir í þetta skiptið og þeir óheppnir. Minn árgangur hefur ekki verið að vinna neitt þannig í gegnum tíð- ina. Urðum Reykjavíkurmeistarar um árið en aldrei unnið svona stór- an bikar. Þegar við höfum verið á yngra árinu þá höfum við verið í baráttunni á flestum vígstöðvum. ÍA varð íslandsmeistari þegar við vorum í 4. flokki þannig að þeir hafa lengi verið með sterkt lið. Þess má geta að ÍA og Fram mæt- ast aftur á sunnudaginn en þá leika þau til úrslita um Islandsmeistara- titilinn. Það má búast við hörkuleik og ekki minni haráttu en í bikarúr- slitaleiknum. -Ben Mótiö veröur haldiö sunnudaginn 8. september hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfiröi Keppnisfyrirkomuiag: Punktakeppni meö og án forgjafar í karla- og kvennaflokki Hámarksgefin forgjöf karla 24 og kvenna 28 Veitt veröa glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið í bæöi karla- og kvennaflokki meö og án forgjafar Nándarverólaun á ölium par 3 hoium, baeói í karla og kvenna Aliir fá teiggjöf ..ít:/., ísll Dregiö veróur úr skorkortum f mótslok Ræst út frá ki 8:00 Skrántng í sima 565 3360 og á golf.is Mótsgjald kr. 2500 Igppm -itfuujáoól ktm- FIEDDV Kristján Hauksson, fyrirliöi Fram, lyftir hér bikarnum á loft eftir sigurinn gegn Skagamönnum. DV-mynd Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.